Ný rafhlaða án nikkels og kóbalts
Kínverska fyrirtaekið Contemporary Amperex Technology Co, sem sér meðal annars Tesla fyrir rafhlöðum, er að þróa nýja gerð rafhlöðu. Rafhlaðan er án nikkels eða kóbalts og er fyrir rafbíla að sögn yfirmanns hjá CATL. Nikkel og kóbalt eru nauðsynlegir málmar fyrir framleiðslu rafhlaða fyrir rafbíla í dag. Framleiðendur rafhlaða eins og Panasonic og LG Chem hafa reynt að laekka magn hins dýra kóbalts í rafhlöðum sínum að undanförnu. Elon Musk, forstjóri Tesla hefur hvatt námafyrirtaeki til að grafa eftir meira nikkel, og sagt að kostnaður við rafhlöður vaeri staersta hindrunin í vexti fyrirtaekisins.
CATL framleiðir nikkel-kóbaltmangan rafhlöður og sér Tesla fyrir liþíum-fosfat-rafhlöðum. Einnig er fyrirtaekið með samstarfssamninga við Toyota og Honda, auk þess að sjá Volkswagen Group og Daimler fyrir rafhlöðum.
Nýja rafhlaðan verður ólík ofantöldum rafhlöðum að því leyti að hún inniheldur ekki dýra málma eins og nikkel eða kóbalt. CATL hefur ekki gefið upp hvernig nýja raf hlaðan er samsett. Catl er líka að þróa taekni sem gerir það mögulegt að setja sellur beint í grind raf bíla til að auka draegi þeirra, kemur fram í frétt hjá Automotive News. Auk þess er CATL ásamt Tesla að kynna ódýrari rafhlöðu með lengra draegi fyrir Model 3 bílinn sem fer í framleiðslu þar snemma á naesta ári.