Tími kominn á staerri Herkastala
Þessa dagana er lokahönd lögð á nýtt húsnaeði Hjálpraeðishersins í Mörkinni. Sá fallegi 1.500 fermetra kastali er byggður utan um fjölbreytta starfsemi Hersins. Þar verða skrifstofur, kaffihús, samkomusalur, tómstundaherbergi, velferðarstofa, verslun og vitaskuld kirkjulegar athafnir.
Ínýja húsnaeðinu, sem stefnt er að því að opna í lok mánaðarins, verður nóg pláss. Þar eru tvaer um það bil 50 m2 tómstundastofur. Önnur er hugsuð fyrir létta handavinnu og föndur, en hin er hugsuð fyrir yngri kynslóðina þar sem verða sófar, fótboltaspil, þythokkí og önnur afþreying. Auk þess er þar samkomusalur sem má skipta í tvennt. Sem lítill rúmar salurinn 40 manns, en í fullri notkun komast 200 manns þar inn.
Salurinn er hugsaður fyrir kirkjulegar athafnir eins og samkomur á sunnudögum, giftingar, jarðarfarir og fermingar. Hann hentar einnig vel fyrir tónleikahald og haegt verður að leigja hann út fyrir veislur og ráðstefnur.
Hjördís Kristinsdóttir, ein fjögurra foringja í Reykjavíkurteymi Hjálpraeðishersins, segir að það hafi fyrir löngu verið tímabaert að fá staerra húsnaeði undir starfsemi Hjálpraeðishersins.
„Nýja húsið er byggt sérstaklega utan um okkar starf. Húsnaeðið sem við höfum verið í niðri í Mjódd er löngu sprungið. Þar er bara einn salur, sem er í raun mjög lítill fyrir allt það fólk sem hefur verið að koma til okkar,“segir hún.
Þegar komið er inn í húsið er gengið inn í kaffihús sem verður opið fyrir almenning. Hjördís segir þá hugmynd hafa komið upp að fólk geti borgað fyrir tvo á kaffihúsinu. Þetta verði kaffihús þar sem haegt sé að láta gott af sér leiða. Þannig þarf fólk með lítið á milli handanna ekki að borga, en þau sem hafa efni á því geta borgað fyrir tvo ef þau vilja.
Á sömu haeð eru tómstundastofurnar og samkomusalurinn. Þegar komið er inn í enda hússins er komið inn í rými sem er kallað velferðarstofan. Þar er sérinngangur sem má nýta ef þess þarf.
„Þar tökum við á móti fólki sem saekir um mataraðstoð hjá okkur og þar er haegt að komast í sturtu og þvo af sér föt,“útskýrir Hjördís.
Hjördís segir að í velferðarstofunni sé einnig haegt að setjast niður og fá sér að borða ef fólk er ekki í ástandi, eða treystir sér ekki, til að vera á almennu kaffihúsi.
„Það er samt auðvitað val. Það eru allir velkomnir á kaffihúsið okkar,“tekur hún fram.
Á efri haeð hússins eru skrifstofur og fundarsalur, en í húsinu er einnig 400 fermetra verslunarrými, en Hjördís segir að ekki sé búið að ákveða endanlega hvers konar verslun verður þar.
Nýja húsið býður upp á aukna möguleika á fjölbreyttu starfi fyrir ýmiss konar hópa.
Hjördís Kristinsdóttir
Fjölbreytt starfsemi allt árið
Hjálpraeðisherinn er á þremur stöðum á landinu. Í Reykjavík, Reykjanesbae og á Akureyri. Þar fer fram fjölbreytt starfsemi allan ársins hring. Öflugt velferðarstarf, barna- og unglingastarf, félagsstarf og kirkjustarf. Nýja húsið býður upp á aukna möguleika á fjölbreyttu starfi fyrir ýmiss konar hópa.
„Við erum með spilakvöld þar sem fólk kemur saman að spila borðspil. Okkur langar að hafa „open mic“á kaffihúsinu okkar á föstudagskvöldum og höfða þannig til unga fólksins, en við erum með edrú kaffihús þar sem ekki eru nein vímuefni í okkar húsnaeði. Svo er hér velferðarstarf eins og opið hús þar sem fólk getur komið að borða, mataraðstoð og fleira, en fólk af ýmsum þjóðernum saekir það starf. Einnig verðum við með jólaboðin okkar í salnum. Það komast allir fyrir þar og við þurfum því ekki lengur að finna annað húsnaeði fyrir þau,“segir Hjördís.
„En við erum líka kirkja og þess vegna er líka almennt kirkjustarf í húsinu. Allt sem fólk þekkir úr venjulegum kirkjum er líka að finna í Hjálpraeðishernum.“