Fréttablaðið - Serblod

Vinnu­vernd­ar­nám­skeið Keil­is

-

Keil­ir býð­ur upp á alls fjór­tán vinnu­vernd­ar­nám­skeið fyr­ir starfs­menn og stjórn­end­ur, þar með tal­ið nám­skeið í áhaettumat­i, ör­ygg­is­menn­ingu, vinnu­slys­um og fleira. „Við er­um í raun með öll hefð­bund­in vinnu­vernd­ar­nám­skeið, en þau eru sveigj­an­leg svo það má sníða þau að starf­semi hvaða fyr­ir­ta­ekis sem er. Þannig eru áhersl­urn­ar á vinnu­slysa­nám­skeiði fyr­ir bygg­ingar­iðn­að­inn ólík­ar áhersl­um nám­skeiðs fyr­ir starfs­menn í skóla. Þar er til daem­is sér­stak­ur kafli um radd­heilsu kenn­ara sem ekki er far­ið í hjá starfs­fólki í bygg­ingar­iðn­að­in­um,” seg­ir Guð­mund­ur Kjer­úlf, sem hef­ur ára­langa reynslu af um­sjón nám­skeiða og fra­eðslu­tengdr­ar starf­semi sem snýr að vinnu­vernd við kennslu, gerð fra­eðslu­efn­is og þró­un­ar­starfs.

Flest nám­skeið­in sem Keil­ir býð­ur upp á í Vinnu­vernd­ar­skól­an­um eru þriggja klukku­stunda nám­skeið sem tek­in eru í vendi­námi. Nem­end­ur fá sent les­efni til að kynna sér viku áð­ur en fyrsti tím­inn er. Nám­ið er kennt í formi fyr­ir­lestr­ar sem hald­inn er í gegn­um Teams vegna að­sta­eðna af sök­um COVID-19. „Einnig má ljúka nám­skeið­inu í kennslu­stofu eft­ir nán­ara sam­komu­lagi við at­vinnu­rek­end­ur,” seg­ir Guð­mund­ur.

„Ár­ið um kring bjóð­um við upp á Grunn­nám­skeið vinnu­véla. Þar fá þátt­tak­end­ur öll bók­leg vinnu­véla­rétt­indi, þar með tal­in rétt­indi á alla krana, gröf­ur og fleira. Nám­skeið­ið er ígildi 80 kennslu­stunda og er tek­ið al­far­ið í fjar­námi. Nem­end­ur klára nám­skeið­ið á því tíma­bili sem hent­ar þeim. Þeir geta því byrj­að að laera þeg­ar þeir vilja og klár­að eft­ir sinni henti­semi. Þá er haegt að horfa á kennslu­efn­ið eins oft og hver vill. Nem­end­ur fá svo verk­efni og svara spurn­ing­um rafra­ent. Þá eru nokk­ur próf sem þátt­tak­end­ur fá þrjár at­renn­ur til þess að klára. Að lok­um lýk­ur nám­skeið­inu í prófi í kennslu­stofu.”

„Einnig bjóð­um við fyr­ir­ta­ekj­um upp á að halda hálf­tíma til klukku­stund­ar­langa fyr­ir­lestra fyr­ir starfs­fólk í fyr­ir­ta­ekj­un­um sem snúa að þeim nám­skeiðs­efn­um sem við bjóð­um upp á hjá Vinnu­vernd­ar­skól­an­um. Fyr­ir­lestr­arn­ir eru sniðn­ir að starf­semi hvaða fyr­ir­ta­ekis sem er.”

Nem­end­ur klára nám­skeið­ið á því tíma­bili sem hent­ar þeim. Þeir byrja að laera þeg­ar þeir vilja og klára eft­ir henti­semi. Guð­mund­ur Kjer­úlf

Nám­skeið á ensku

„Þess má geta að við er­um ný­byrj­uð að bjóða upp á Vinnu­vernd 101 fyr­ir enskuma­elandi. Um er að raeða klukku­tíma kennslu­efni þar sem far­ið er í grund­vall­ar­at­riði í vinnu­vernd. Eins og er þá er lít­ið til af kennslu­efni á ensku og pólsku á Íslandi og er þetta því stórt skref í átt­ina að mark­miði okk­ar að bjóða í fram­hald­inu upp á meira kennslu­efni á ensku og svo pólsku.”

Naesta nám­skeið á dag­skrá hjá Vinnu­vernd­ar­skól­an­um hefst í naestu viku og nefn­ist Örygg­is­trún­að­ar­menn og ör­ygg­is­verð­ir. Í lok mán­að­ar byrj­ar svo Verk­stjóra­nám­skeið en dag­skrá­in er að­gengi­leg á heima­síðu Keil­is vinnu­vernd­ar­skoli.is.

 ??  ?? Hjá Keili er mik­ið lagt upp úr nú­tíma­leg­um og fjöl­breytt­um kennslu­hátt­um, baeði í fjar­námi og stað­námi.
Hjá Keili er mik­ið lagt upp úr nú­tíma­leg­um og fjöl­breytt­um kennslu­hátt­um, baeði í fjar­námi og stað­námi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland