Í háttinn með Childs Farm
Childs Farm vörurnar hafa notið gríðarlegra vinsaelda síðan þaer komu fyrst í hillur verslana og eru ungbarnavörurnar oft eitt það fyrsta sem kemst í snertingu við húð íslenskra bleyjubossa.
Íungbarnalínu Childs Farm er að finna einstaklega mildar vörur sem hafa reynst börnum með viðkvaema húð vel. Vörurnar innihalda eingöngu skaðlaus og náttúruleg efni sem ekki valda ertingu og mikilvaegar olíur sem baeði stuðla að heilbrigði húðarinnar og gefa yndislegan ilm.
„Meginmarkmið Childs Farm er að vörur merkisins séu eins mildar og kostur er, en gefi jafnframt ungri og viðkvaemri húð mikinn raka. Þannig innihalda sápurnar einnig mýkjandi olíur svo baðferðir valdi ekki óþarfa þurrki,“segir Karen Elva Smáradóttir, vörumerkjastjóri Childs Farm á Íslandi.
Róandi fyrir svefninn
„Þegar talað er um að skapa góðar svefnvenjur fyrir ungbörn er rauði þráðurinn sá að finna ákveðna röð atburða sem gerast á hverju kvöldi fyrir svefn, svo að barnið finni að nú sé að koma að naetursvefni. Þótt engin þörf sé á að baða börn daglega finnst þeim flestum notalegt í baðinu og það skapar dýrmaett taekifaeri fyrir nána samveru,“segir Karen Elva.
„Margir kjósa því að hafa rólegan baðtíma á kvöldin sem hluta af háttatímarútínu barna sinna, og þess vegna hefur Childs Farm þróað vörur sínar með þetta að leiðarljósi.“
Ein af þessum vörum er Bedtime Bubbles sem er milt og léttfreyðandi freyðibað sem inniheldur róandi tangerínuolíu. Karen segir að olían sé talin hafa svipað róandi eiginleika og lavender, en valdi síður ertingu. Freyðibaðið hefur einnig ýmis rakagefandi innihaldsefni og hefur því ekki þurrkandi áhrif á viðkvaema ungbarnahúð.
„Til þess að vera viss um að innihald Bedtime Bubbles myndi ekki valda ertingu fékk Childs Farm foreldra um allt Bretland til liðs við sig og voru fengin 100 ungbörn á aldrinum 0-18 mánaða sem höfðu verið greind með exem til að prófa vöruna. Foreldrar 94% þeirra sögðu freyðibaðið ekki hafa haft ertandi áhrif á húð barna sinna,“segir Karen Elva.
Meginmarkmið Childs Farm er að vörur merkisins séu eins mildar og kostur er, en gefi jafnframt ungri og viðkvaemri húð mikinn raka.
Karen Elva Smáradóttir
Nudd og notalegheit
Eftir baðferðir, hvort sem þaer hafa verið rólegar eða fjörugar, er tilvalið að ná enn meiri ró og tengingu við barnið með því að gefa því létt nudd. Childs Farm Massage Oil er létt nuddolía í úðaformi sem inniheldur fjórar mismunandi olíur sem allar hafa sína eiginleika.
„Lífraen kókosolía ilmar ekki bara dásamlega heldur hefur hún mýkjandi og róandi áhrif á ertingu í húð, eins og exem og bleyjuútbrot. Olía úr vínberjakjarna er talin hafa bólgueyðandi og graeðandi áhrif. Baobab-olía hefur hátt innihald A-, E-, F- og D3-vítamína og fyrir utan að vera frábaer rakagjafi fyrir húðina hefur hún einnig róandi og bólgueyðandi eiginleika sem gerir það að verkum að hún getur minnkað húðertingu og og þurrk,“útskýrir Karen Elva.
„En Childs Farm nuddolían er ekki bara góð fyrir rólegt ungbarnanudd, heldur er hún frábaer sem rakakrem á þurra húð, enda smýgur hún vel inn í húðina. Sumar mömmur hafa meira að segja stolist til þess að bera hana á fótleggi sína eftir rakstur!“
Þrjóskir þurrkblettir
Það er oft erfitt að eiga við þráláta þurrkubletti og útbrot. Eins og margar Childs Farm vörur er bossakremið í ungbarnalínunni ekki bara aetlað til þess að halda bleyjubossum mjúkum og saetum, heldur er kremið svo graeðandi að það hentar einmitt vel á exem og erfiða þurrkbletti að sögn Karenar Elvu. „Bossakremið er ilmefnalaust, inniheldur graeðandi Aloe vera og ofurrakagefandi shea- og kakósmjör. Kremið inniheldur ekki sink og smýgur því hratt inn í húðina og má nota á alla þurrkbletti ásamt því að vera öruggt fyrir taubleyjur,“upplýsir hún.
Childs Farm-vörurnar eru prófaðar af húðlaeknum og samþykktar af barnalaeknum. Í þeim eru engin paraben, ekkert SLES, engar steinefnaolíur né tilbúin litarefni. Vörulínan samanstendur af sérhaefðri ungbarnalínu, krakkalínu og sólarlínu, sem innihalda flestar hársápu, baðsápu, krem og freyðibað. Sérhaefða ungbarnalínan inniheldur allt sem þarf til að hreinsa og naera húð ungbarna, jafnvel þótt húðin sé viðkvaem eða gjörn á að fá exem.