Fréttablaðið - Serblod

Líð­an maeðra mót­ar heilsu barna þeirra

Tvaer nýj­ar rann­sókn­ir gefa til kynna að and­leg heilsa verð­andi og nýbak­aðra maeðra hafi mik­il áhrif á and­lega og lík­am­lega heilsu barna þeirra. Vellíð­an get­ur styrkt þau og van­líð­an gert þau við­kvaemari fyr­ir álagi.

- Odd­ur Freyr Þor­steins­son odd­ur­freyr@fretta­bla­did.is

Rann­sókn­ir sýna að líð­an verð­andi maeðra hef­ur veru­leg áhrif á heilsu barna þeirra. Góð and­leg líð­an hef­ur jákvaeð áhrif á heilsu ung­barna en van­líð­an maeðr­anna virð­ist gera börn­in við­kvaemari fyr­ir álagi.

Um tvaer að­skild­ar rann­sókn­ir er að raeða, en önn­ur þeirra var unn­in við Cha­rité-há­skóla­sjúkra­hús­ið í Berlín og birt­ist í ritrýnda sálfra­eði­tíma­rit­inu American Journal of Psychia­try. Nið­ur­staða henn­ar er að and­leg vellíð­an maeðra lengi litn­ing­senda, sem eru frum­ur sem vernda enda litn­inga við frumu­skipti. Þetta er tal­ið haegja á öldrun frumna og geta baett heilsu barn­anna til lengri tíma lit­ið.

Það er margt sem get­ur haft áhrif á þroska barns á með­göng­unni en hing­að til hafa rann­sak­end­ur að­al­lega skoð­að áhrif neikvaeðra þátta og lít­ið kann­að áhrif jákvaeðra þátta. Ým­is­legt get­ur haft áhrif á litn­ing­senda, en tal­ið er að lengri litn­ing­send­ar teng­ist aukn­um lífs­lík­um og vinni gegn ýms­um ald­ur­stengd­um sjúk­dóm­um.

Rann­sak­end­ur sýndu fram á að geta móð­ur til að tak­ast á við álag á með­göng­unni tengd­ist lengd litn­ing­senda. Þeim mun jákvaeð­ari og and­lega stöð­ugri sem móð­ir var á með­göng­unni, þeim mun lengri voru litn­ing­send­ar barns henn­ar.

Rann­sak­end­urn­ir segja að þetta und­ir­striki mik­ilvaegi and­legr­ar heilsu verð­andi maeðra hvað varð­ar fram­tíð­ar­þroska og heilsu barna þeirra, sem og mik­ilvaegi þess að þung­að­ar kon­ur fái auk­inn and­leg­an og fé­lags­leg­an stuðn­ing.

Rann­sak­end­urn­ir segja að þetta und­ir­striki mik­ilvaegi and­legr­ar heilsu verð­andi maeðra hvað varð­ar fram­tíð­ar­þroska og heilsu barna þeirra.

Van­líð­an skap­ar óör­yggi

Nið­ur­staða í ann­arri rann­sókn, sem var gerð við há­skól­ann í Hei­del­berg, var að börn þung­lyndra eða kvíð­inna maeðra sýni sterk­ari sálra­en ein­kenni álags þeg­ar þau taka staðl­að álags­próf en börn maeðra sem hafa ekki glímt við slíkt.

Sam­skipti móð­ur og ung­barns eru gríð­ar­lega mik­ilvaeg­ur hluti af heil­brigð­um þroska, sér­stak­lega á fyrstu mán­uð­um aevinn­ar. Sum­ar maeð­ur, sér­stak­lega ef þa­er þjást af þung­lyndi, kvíða eða faeð­ing­ar­þung­lyndi, eiga erfitt með að eiga við neikvaeða hegð­un ung­barna og það er tal­ið skapa óör­yggi hjá börn­un­um þeg­ar þau eld­ast. Slík geðra­en vanda­mál eru mun al­geng­ari á með­göngu og eft­ir barns­burð en ann­ars og hrjá 10-20% kvenna á því tíma­bili aevinn­ar.

Áhrif af­skipta­leys­is maeðra voru sýnd í fra­egri rann­sókn frá 8. ára­tug þar sem maeð­ur voru beðn­ar um að eiga létt sam­skipti við börn­in sín í smá tíma, sýna þeim svo eng­in við­brögð í smá­stund og haga sér svo aft­ur venju­lega. Þeg­ar börn­un­um voru ekki sýnd nein við­brögð sýndu þau neikvaeð­ari til­finn­ing­ar og höfðu líka minni fé­lags­leg sam­skipti en ann­ars.

Sterk­ari við­brögð við álagi

Þessi að­ferða­fra­eði var not­uð aft­ur í nýju rann­sókn­inni, þar sem nið­ur­stöð­urn­ar sýndu að þeg­ar móð­ir sýn­ir eng­in við­brögð og veit­ir barn­inu ekki at­hygli, hef­ur það meiri áhrif á börn maeðra sem voru þung­lynd­ar eða kvíðn­ar. Hjart­slátt­ur þeirra jókst meira en barna sem áttu maeð­ur sem höfðu ekki glímt við slíkt, en mun­ur­inn var átta slög á mín­útu. Maeð­ur þess­ara barna töldu þau líka erf­ið­ari í skapi. Rann­sak­end­ur ótt­ast að þetta gaeti leitt til and­legra erf­ið­leika þeg­ar barn­ið vex úr grasi.

Rann­sókn­in náði til 50 maeðra og barna þeirra, 20 þeirra höfðu þjáðst af þung­lyndi eða kvíða í kring­um faeð­ingu barna sinna og 30 höfðu ekki gert það. Enn um sinn er því bara um bráða­birgðanið­ur­stöð­ur að raeða og það þarf að end­ur­taka rann­sókn­ina með staerra úr­taki. Rann­sak­end­ur segja að það sé naesta skref­ið.

 ?? MYND/GETTY ?? Nið­ur­stöð­ur hinn­ar rann­sókn­ar­inn­ar voru að börn maeðra sem þjáð­ust af þung­lyndi eða kvíða vaeru við­kvaemari fyr­ir álagi. Rann­sak­end­ur ótt­uð­ust að það gaeti leitt til and­legra erf­ið­leika síð­ar á aevi barn­anna.
MYND/GETTY Nið­ur­stöð­ur hinn­ar rann­sókn­ar­inn­ar voru að börn maeðra sem þjáð­ust af þung­lyndi eða kvíða vaeru við­kvaemari fyr­ir álagi. Rann­sak­end­ur ótt­uð­ust að það gaeti leitt til and­legra erf­ið­leika síð­ar á aevi barn­anna.
 ?? MYND/GETTY ?? Nið­ur­stöð­ur annarr­ar rann­sókn­ar­inn­ar voru að and­leg vellíð­an móð­ur lengdi litn­ing­senda barns henn­ar. Lengri litn­ing­send­ar eru tald­ir haegja á öldrun frumna og gaetu baett heilsu barn­anna til lengri tíma lit­ið.
MYND/GETTY Nið­ur­stöð­ur annarr­ar rann­sókn­ar­inn­ar voru að and­leg vellíð­an móð­ur lengdi litn­ing­senda barns henn­ar. Lengri litn­ing­send­ar eru tald­ir haegja á öldrun frumna og gaetu baett heilsu barn­anna til lengri tíma lit­ið.
 ??  ??
 ??  ??
 ??  ??

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland