Borgarferð í hjarta Reykjavíkur
Hótel 1919 er staðsett í hjarta borgarinnar og því kjörinn áfangastaður fyrir þau sem vilja njóta alls þess besta sem borgin hefur upp á bjóða, en möguleikarnir á afþreyingu eru ótaemandi.
Nú þegar haustar og stemningin í venjulegu ári vaeri að horfa til borgarferða með vinunum, fjölskyldunni eða makanum, þá vonumst við til þess að landar okkar horfi meira til þess að upplifa það sem Reykjavík hefur upp á að bjóða,“segir Valgerður Ómarsdóttir, hótelstjóri hjá Radisson Blu, 1919 hótel. „Ég held við finnum öll hvað fólk þráir að komast út af heimilinu og hitta vinahópinn, fagna stórafmaelum og gera sér dagamun.“
Við viljum vera viss um að við séum að bjóða baeði okkar gestum og starfsfólki upp á eins öruggt umhverfi og við mögulega getum.
Öryggið í fyrirrúmi
Hótel 1919 hefur undanfarna mánuði lagt ríka áherslu á skjót og vönduð viðbrögð sem miða að því að tryggja öryggi gesta og starfsfólks til hins ítrasta. „Við fórum strax í vor í mjög viðamikið vottunarferli á okkar hreingerningarferlum í samstarfi við SGS, sem er alþjóðlegt fyrirtaeki og í samstarfi við Radisson hótelkeðjuna. Við viljum vera viss um að við séum að bjóða baeði okkar gestum og okkar starfsfólki upp á eins öruggt umhverfi og við mögulega getum og á sama tíma halda áfram að taka þátt í að skapa ljúfar minningar fyrir gesti okkar,“skýrir Valgerður frá, en ferlið felur meðal annars í sér tuttugu skrefa viðbragðsáaetlun.
Staðsetning hótelsins er þá ein sú besta sem á verður kosið. „Hótel 1919 er staðsett í einu fallegasta húsi borgarinnar og á einum besta stað í baenum fyrir borgarferð. Við heiðruðum 100 ára sögu hússins með endurnýjun á öllum herbergjum hótelsins á síðasta ári. Herbergin og svíturnar endurspegla notalega skandinavíska hönnun sem er hönnuð til að auka upplifun og þaegindi gestanna. Herbergin eru mjög mismunandi að staerð og gerð og setur hin mikla lofthaeð í húsinu mikinn svip á þau.
Hið fullkomna ferðalag
Valgerður segir upplagt að gera sér glaðan dag en hótelið er umkringt veitingastöðum og verslunum, auk þess að vera nálaegt höfninni, tjörninni og raunar hverju sem hugurinn girnist. „Í miðbaenum eru fjölmargir og fjölbreyttir möguleikar í boði þegar kemur að matarupplifun, viðburðum og að njóta saman. Við maelum eindregið með því að sofa út og rölta svo á einn af þeim fjölmörgu veitingastöðum sem bjóða upp á bröns, en þeim fjölgar hratt nú þegar líður á haustið. Hið nýja Hafnartorg við hlið hótelsins býður svo upp á fjölbreytta flóru af verslunum og frábaert að geta verslað og losað sig svo við pokana upp á herbergi áður en haldið er áfram í naestu búð eða í happy hour.“
Á komandi vikum séu mörg tilefni til þess að brjóta upp hversdaginn, njóta og skapa nýjar minningar í góðum félagsskap. „Það er alveg tilvalið að skella sér í aðventuferð í borginni, versla jólagjafirnar og fara á jólahlaðborð. Svo eru einnig vetrarfrí fram undan í skólunum og svo margt í boði fyrir krakka í borginni og þau kunna ekki síður að meta að fara í frí á hótel.“
Nú sé tíminn og taekifaerið til að gera vel við sig og aðra. „Við erum með tilboð á gistingu frá kr. 14.900 þessa dagana og vonum að við fáum að dekra við sem flesta í vetur. Svo eru gjafabréf í gistingu frábaer hugmynd sem taekifaerisgjöf eða í jólapakkann.“