Fréttablaðið - Serblod

Glaesi­legt til­boð á Hót­el Holti

Hót­el Holt hef­ur yf­ir sér virðu­leg­an blae þar sem það gna­ef­ir yf­ir mið­ba­einn í Reykjavík. Hótel­ið var opn­að ár­ið 1965 og geym­ir fá­da­ema lista­verka­safn. Á naestu dög­um opn­ar Osta­búð­in á Holt­inu.

-

Geir­laug Þor­valds­dótt­ir er eig­andi Hótels Holts. For­eldr­ar henn­ar, Þor­vald­ur Guð­munds­son og Ingi­björg Guð­munds­dótt­ir, byggðu það upp jafn­framt því að reka vinsa­ela versl­un, Síld og fisk sem lengi var stað­sett við hlið­ina á hót­el­inu. Þau hjón­in voru ein­stak­ir lista­verka­safn­ar­ar og nú prýða hótel­ið marg­ar af verð­ma­et­ustu mynd­un­um, með­al ann­ars mynd­ir eft­ir Kjar­val, en vin­skap­ur var á milli þeirra.

Ein­stök lista­verk

Geir­laug keypti hótel­ið ár­ið 2004 af systkin­um sín­um og seg­ist vilja halda því í fjöl­skyld­unni. Geir­laug hef­ur hald­ið í hefð­irn­ar og við­held­ur því ein­staka, heim­il­is­lega um­hverfi sem Hót­el Holt er þekkt fyr­ir. Hún býð­ur gest­um upp á lista­göngu um hótel­ið tvisvar í viku kl. 17.30. „Við bjóð­um þeim sem eru að koma í mat til okk­ar að ganga um og heyra sög­ur um verk­in. Gang­an er öll­um op­in, en þeir sem koma af göt­unni þurfa að greiða smá­veg­is fyr­ir,“seg­ir Geir­laug. „Hót­el Holt er eitt af mjög fá­um hót­el­um í heim­in­um sem hafa svona ein­stakt safn lista­verka uppi á vegg. Það er gam­an að geta sagt gest­um frá þess­um gömlu, klass­ísku verk­um meist­ar­anna. Við er­um í sam­bandi við fransk­an vef sem bend­ir fólki á hót­el með dýrma­et­um lista­verk­um. Marg­ir vilja sam­eina ferða­lag og menn­ingu. Það eru ekki marg­ir sem vita að Hót­el Holt var upp­haf­lega byggt sem hót­el og lista­safn. Fyrsta haeð­in er frið­uð og henni verð­ur ekk­ert breytt,“út­skýr­ir hún. „Ég og starfs­fólk­ið höld­um það í heiðri sem for­eldr­ar mín­ir lögðu upp með og geym­um sög­una. Þau vildu að all­ir gaetu kom­ið og skoð­að þessi glaesi­legu verk, en þetta er staersta lista­safn í einka­eigu hér á landi. Ég ber virð­ingu fyr­ir því hvernig hótel­ið var inn­rétt­að og manni líð­ur eig­in­lega sold­ið eins og að koma heim til sín,“seg­ir Geir­laug.

Mat­ur í há­deg­inu

Á hót­el­inu er vinsa­ell veit­inga­stað­ur þar sem boð­ið er upp á ís­lenskt gaeðahrá­efni. „Við leggj­um metn­að okk­ar í að hafa verð­ið sam­keppn­is­haeft og bjóða upp á góð­an mat,“seg­ir Geir­laug og bend­ir á fal­leg­an bar­inn, þar sem fólk get­ur kom­ið inn af göt­unni og feng­ið sér kokkteil eða ann­an drykk. „Nú er­um við að fara að opna aft­ur mat­sal­inn í há­deg­inu. Við bjóð­um upp á frá­ba­er­an há­deg­is­verð á góðu verði. Síð­an er­um við með Þing­holt sem er fyr­ir veisl­ur og ráð­stefn­ur. Ný­lega fór­um við að leigja út þriðju haeð­ina fyr­ir skrif­stof­ur svo það er margt að ger­ast á

Holt­inu,“seg­ir hún. Við störf­um í sam­keppn­is­um­hverfi og leggj­um áherslu á góða og fag­lega þjón­ustu. Hótel­ið er vel stað­sett í ró­legu hverfi og stutt í all­ar átt­ir.“

Osta­búð­in kem­ur á Holt­ið

Á Holt­inu verð­ur boð­ið upp á glaesi­legt til­boð í haust og fram til jóla. Fólk sem býr á lands­byggð­inni og borg­ar­bú­ar sem vilja gera vel við sig í glaesi­legu um­hverfi, aetti að skoða þetta frá­ba­era til­boð. Að auki er Osta­búð­in sem lengi var á Skóla­vörðu­stíg að opna á Holt­inu en marg­ir hafa sakn­að þeirr­ar versl­un­ar. Eig­andi Osta­búð­ar­inn­ar, Jó­hann Jóns­son, laerði mat­reiðslu á Holt­inu á sín­um tíma svo hann er að koma á gaml­ar slóð­ir.

Geir­laug seg­ist ekk­ert vera að hugsa um að minnka við sig vinn­una því hún hafi enn mjög gam­an af henni. „Ég er með gott starfs­fólk. Þetta er sam­vinna,“seg­ir hún. „Mér finnst ég ein­stak­lega hepp­in að geta starf­að enn. Vinn­an drep­ur eng­an. Nýj­ar kyn­slóð­ir vaxa úr grasi og von­andi koma þa­er líka á Hót­el Holt og upp­lifa þetta ein­staka and­rúms­loft sem hér hef­ur ver­ið ríkj­andi í 55 ár.“

 ?? FRÉTTABLAЭIÐ/ ANTON BRINK ?? Geir­laug sit­ur hér í veit­inga­saln­um á Hót­el Holti. Alls stað­ar blasa lista­verk­in við gest­um.
FRÉTTABLAЭIÐ/ ANTON BRINK Geir­laug sit­ur hér í veit­inga­saln­um á Hót­el Holti. Alls stað­ar blasa lista­verk­in við gest­um.
 ??  ?? Mik­ið og dýrma­ett safn af verk­um eft­ir Kjar­val prýð­ir veggi hót­els­ins.
Mik­ið og dýrma­ett safn af verk­um eft­ir Kjar­val prýð­ir veggi hót­els­ins.
 ??  ?? Glaesi­leg setu­stofa þar sem nota­legt er að setj­ast nið­ur og slappa af.
Glaesi­leg setu­stofa þar sem nota­legt er að setj­ast nið­ur og slappa af.
 ??  ??

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland