Faerri veikindadagar og minni óvissa
Aðstoð til atvinnugetu er nýtt og hvetjandi úrraeði Vinnuverndar, fyrir þá sem eiga á haettu að geta ekki sinnt starfi sínu vegna veikinda til styttri eða lengri tíma, til að koma þeim til heilsu á ný.
Úrraeðið miðar að því að greina og koma einstaklingum í réttan farveg til betri heilsu, sama hvort um er að raeða stoðkerfiseinkenni, andlega líðan eða önnur einkenni sem hafa áhrif á getu til starfs og þátttöku í daglegu lífi.
„Við finnum vel að það er almennt mikill vilji hjá fyrirtaekjum að hlúa sem best að starfsfólki sínu. Hins vegar vantar oft viðeigandi úrraeði sem ná utan um einstaklinginn heildraent,“segir Gunnlaugur Már Briem, sjúkraþjálfari hjá Vinnuvernd. Hann hefur mikla reynslu af því að starfa með fyrirtaekjum og mannauðsteymum að heilsufarslegum málum starfsmanna og fyrirtaekja í heild sinni.
„Úrraeði sem í boði eru geta verið dreifð á milli margra mismunandi staða og eins getur verið erfitt að komast að til að fá svör vegna biðlista. Það getur haft veruleg áhrif og tafið fyrir því að einstaklingar fái viðeigandi aðstoð sem fyrst. Þar af leiðandi lenda þeir í meiri haettu á að missa atvinnugetu eða detta alveg út af vinnumarkaði,“segir Gunnlaugur.
Öll þjónustan veitt á sama stað og sama tíma
Vinnuvernd hefur búið til nýja þjónustuleið sem byggir á þverfaglegri nálgun. Þar er tengd saman sérfraeðiþekking sjúkraþjálfara, laekna, hjúkrunarfraeðinga og sálfraeðinga sem mynda atvinnuteymi Vinnuverndar.
„Sjúkraþjálfari sinnir skoðun og greiningu stoðkerfiseinkenna ásamt fraeðslu um hreyfingu og aefingaval. Sérstök áhersla er á stoðkerfiseinkenni sem geta haft áhrif á getu til atvinnuþátttöku, sama hvort um raeðir verki eða aðrar hreyfiskerðingar,“upplýsir Gunnlaugur.
Sálfraeðingur með mikla reynslu í almennri sálfraeði og atvinnutengdum málum annast greiningu og mat á andlegri líðan og styður við einstaklinginn á því sviði.
„Þá sér hjúkrunarfraeðingur eða laeknir um að meta aðra heilsufarsþaetti og hvort frekari rannsókna sé þörf. Einnig er farið yfir svefn og naeringu þar sem lögð er áhersla á að ná heildraent utan um einstaklinginn og aðstoða hann við að koma málum í góðan farveg,“útskýrir Gunnlaugur.
Hann segir óvissu geta haft mikil áhrif á einstaklinginn, ekki síst andlega.
„Til að lágmarka óvissu leggjum við áherslu á hraða og góða þjónustu. Því er miðað við að einstaklingur hitti atvinnuteymi Vinnuverndar í einni heimsókn og má því segja að öll þjónustan sé á sama tíma á sama stað,“segir Gunnlaugur.
Aukin þörf á úrraeðum
Úrraeðið Aðstoð til atvinnugetu er hugsað sem snemmbaer íhlutun þar sem megináhersla er lögð á greiningu og fraeðslu með möguleikum á eftirfylgd eftir þörfum hvers og eins. Þá er sama hvort aðalvandamálið tengist andlegum þáttum eða líkamlegum.
„Að lokinni greiningu og mati fer teymið saman yfir stöðu einstaklingsins og metur áframhaldandi þarfir og hvað muni gagnast honum best. Þar sem Aðstoð til atvinnugetu er ekki hugsað sem langtíma meðferðarúrraeði munum við styðja og maela með slíkum úrraeðum fyrir einstaklinginn, sé þess þörf,“segir Gunnlaugur.
Í starfi sínu hefur hann fundið fyrir aukinni þörf á úrraeðum fyrr í ferlinu þar sem haegt er að aðstoða einstaklingana áður en vandamálin þarfnast þungra inngripa.
„Það er að miklu að keppa þar sem langvarandi fjarvera af vinnumarkaði hefur sýnt sig að geta haft verulega neikvaeð áhrif á atvinnugetu til lengri tíma. Það er mikilvaegt að fyrirtaeki og einstaklingar hafi verkfaeri til að bregðast fljótt og vel við. Því að því fyrr sem við bregðumst við, því betur gengur að leysa vandamálin. Það er markmið okkar að úrrraeðið Aðstoð til atvinnugetu geti hjálpað fyrirtaekjum að faekka veikindadögum og draga úr óvissu í starfsmannamálum,“segir Gunnlaugur.
Til að lágmarka óvissu leggjum við áherslu á hraða og góða þjónustu, því óvissa getur haft mikil áhrif, ekki síst andlega.
Vinnuvernd er í Holtasmára 1. Sími 578 0800. Allar nánari upplýsingar á vinnuvernd.is og á netfanginu vinnuvernd@vinnuvernd.is