Taekifaeri til að sinna breiðari hóp
Miðgarður er legudeild Reykjalundar þar sem veitt er sólahringsþjónusta. Deildin er opin um helgar. Miðgarður er hugsuð fyrir sjúklinga sem þurfa meiri hjúkrun og umönnun en þeir sem geta verið á dagdeildum. Á Miðgarði er pláss fyrir 16 sjúklinga. Þar eru þrettán stofur sem nýttar eru sem einbýli, en á þremur þeirra er mögulegt að tvímenna.
Ingibjörg Óskarsdóttir er hjúkrunarstjóri á Miðgarði. Hún segir sólarhringsdeildina mikilvaega, þar sem deildin gefur taekifaeri til að sinna breiðari hópi skjólstaeðinga, sem hafa oft og tíðum fjölþaett hjúkrunarvandamál.
„Deildin er vel í stakk búin til að taka á móti sjúklingum sem þurfa mikla aðstoð og þar geta sjúklingar frá öllum meðferðarsviðum Reykjalundar dvalið. Við höfum einnig möguleika á að taka fólk beint af spítala. Skjólstaeðingar á Miðgarði njóta þjónustu sérfraeðinga í endurhaefingu á hverju sviði fyrir sig, svo sem sjúkra- og iðjuþjálfunar, naeringarráðgjafar og sálfraeðiaðstoðar, svo eitthvað sé nefnt. Dagskrá hvers skjólstaeðings er einstaklingsmiðuð út frá hans þörfum,“útskýrir Ingibjörg.
Deildin er vel í stakk búin til að taka á móti sjúklingum sem þurfa mikla aðstoð og þar geta sjúklingar frá öllum meðferðarsviðum Reykjalundar dvalið.