Fréttablaðið - Serblod

Yf­ir hraun á helg­an stað á hjóla­stóln­um

-

Áerf­ið­um tíma í end­ur­haef­ing­unni á Grens­ási, birt­ist mér í ein­um svip feg­urð lífs­ins og jarð­ar­inn­ar okk­ar. Síð­an þá hef ég með­vit­að reynt að njóta lífs­ins og þess sem það hef­ur upp á að bjóða.“

Þetta seg­ir tón­list­ar­kenn­ar­inn Helga Þór­ar­ins­dótt­ir sem varð fyr­ir maenusk­aða á hálsi þeg­ar leið yf­ir hana fyr­ir ut­an veit­inga­hús ár­ið 2012 með þeim af­leið­ing­um að hún féll í göt­una og lam­að­ist fyr­ir neð­an brjóst.

„Yf­ir­leitt er ég frek­ar létt í skapi en róður­inn er stund­um þung­ur. Líf­ið á það til að vera ansi flók­ið og erfitt en ég gleymi því jafnóð­um þeg­ar ég vel að gera eitt­hvað skemmti­legt. Ég er hepp­in að eiga góða vini og að hafa áhuga á mörgu, en sátt­in tek­ur dá­lít­ið lang­an tíma. Ég er á leið­inni þang­að,“seg­ir Helga.

Hlust­ar, nýt­ur og ferð­ast

Helga var víólu­leik­ari hjá Sin­fón­íu­hljóm­sveit Ís­lands, þeg­ar slys­ið breytti öllu.

„Ég spila ekki meira á víól­una. Það er úti­lok­að mál. Í stað­inn er ég tón­leika­gest­ur númer eitt hjá Sin­fó og bara alls stað­ar, því ég fer mik­ið á tón­leika, hlusta og nýt tón­list­ar­inn­ar út í ystu aes­ar,“seg­ir Helga sem er líka mik­ill nátt­úru­unn­andi.

„Ég geng ekki leng­ur um fjöll og firn­indi, sem var mitt líf og yndi, en ég get enn not­ið nátt­úr­unn­ar og fer oft til Þing­valla, því þar kemst ég um á hjóla­stóln­um. Ég fer líka norð­ur og al­mennt mik­ið út, um göngu­stíg­ana í Ell­iða­ár­daln­um og þótt þetta sé ekki beint torfa­eru­hjóla­stóll hef ég far­ið á hon­um yf­ir hraun og inn í Skóg­ar­kot á Þing­völl­um; auð­vit­að ekki ein en með hjálp vin­ar sem er stór og sterk­ur. Það er stað­ur sem ég elska, ég finn fyr­ir mót­un­ar­sög­unni eins og Jón­as lýs­ir í „Fjall­ið Skjald­breið­ur". Feg­urð­in í mos­an­um og hraun­inu – það er ein­hver helgi þarna.“

Á lúx­us­gra­eju um all­ar triss­ur

Helga er ný­kom­in á splunku­nýj­an raf­magns­hjóla­stól frá Stoð. „Nýi stóll­inn er al­gjör lúx­us­gra­eja. Það vant­ar bara á hann fluggír­inn en það kem­ur kannski í naestu út­gáfu,“seg­ir Helga og hla­er að öllu sam­an. „Í nýja stóln­um get ég stað­ið upp. Þá set ég upp hnéhlíf og get stað­ið eins lengi og ég þoli og gert mig breiða. Það er dá­sam­leg til­finn­ing og mik­ill létt­ir, því það er þreyt­andi fyr­ir bak­ið að sitja enda­laust.“

Helga seg­ir raf­magns­hjóla­stól­inn hafa opn­að sér dyr að líf­inu. „Ég hef oft hugs­að að hefði ég lam­ast fyr­ir upp­finn­ingu raf­magns­hjóla­stóls­ins laegi ég mest bakk og ósjálf­bjarga í rúm­inu. Stól­inn ger­ir mig frjáls­ari, og ger­ir mér kleift að taka þátt í líf­inu og vera á með­al fólks. Ég nota hjóla­stól­inn til að rúnta um all­ar triss­ur því mér finnst nauð­syn­legt að kom­ast út und­ir bert loft og fer iðu­lega ferða minna um ba­einn í stóln­um til að fá frísk­andi vind í fang­ið, and­lit­ið og hár­ið,“seg­ir Helga sem býr í mið­bae Reykja­vík­ur.

„Þar eru upp­hit­að­ar gang­stétt­ir og ég kemst leið­ar minn­ar í búð­ir í snjó. Er svo enga stund að koma mér í Hörpu, Þjóð­leik­hús­ið og Bíó Para­dís. Ég fer auð­vit­að bara á staði þar sem er gott að­gengi, en það er baeði menn­ing­ar­legt og nú­tíma­legt að hafa gott að­gengi fyr­ir fatl­aða og mik­ill doði að gera ekki úr­baet­ur þar sem þarf.“

Ungling­arn­ir ynd­is­leg­ir

Helga starfar sem tón­list­ar­kenn­ari við Tón­list­ar­skóla Seltjarn­ar­ness og Tón­skóla Sig­ur­sveins og stjórn­ar þar strengja­sveit elstu nem­enda.

„Við aef­um viku­lega og ungling­arn­ir kynn­ast tón­bók­mennt­un­um. Af því leið­ir ynd­is­leg sam­vera og vinátta. Það er óskap­lega gam­an að vinna með ung­ling­um,“seg­ir Helga.

Strengja­sveit­in á vina­hljóm­sveit í Am­er­íku og hef­ur Helga far­ið með henni vest­ur um haf í raf­magns­hjóla­stóln­um, rétt eins og þrumuguð­inn Þór á sín­um vagni sem hann beitti höfr­un­um Tann­g­risni og Tann­gnjóstri fyr­ir.

„Ég hef ferð­ast mik­ið út fyr­ir land­stein­ana á hjóla­stóln­um. Þannig hef ég með­al ann­ars þvaelst um Róm­ar­borg og Vín­ar­borg, en þeg­ar ég kvaddi gamla raf­magns­hjóla­stól­inn minn í sum­ar hafði ég keyrt á hon­um yf­ir 9.000 kíló­metra á fimm ár­um, sem sam­svar­ar þó nokkr­um hringj­um í kring­um land­ið.“

Hlakk­ar til heim­sókna í Stoð

Á ferða­lög­um sín­um um heim­inn hef­ur Helga hvergi séð jafn flotta og full­komna raf­magns­hjóla­stóla og hún not­ar. Þeir eru sa­ensk­ir, en Stoð flyt­ur þá inn og sér um að breyta þeim og þjón­usta.

„Það ger­ir gaefumun­inn að hafa svo góð­an raf­magns­hjóla­stól til um­ráða, því þótt ég hafi mátt í hand­leggj­un­um eru hend­urn­ar og fing­urn­ir kraft­litl­ir og ég get ekki ýtt mér áfram í venju­leg­um hjóla­stól svo vel sé. Þetta er mik­il löm­un en ég gleymi því þeg­ar ég er í stóln­um því þá get ég gert það sem ég vil og er and­lega hress og klár á öllu,“seg­ir Helga, sem dá­sam­ar baeði starfs­fólk­ið og þjón­ust­una í Stoð.

„Þeg­ar gamli stóll­inn var að syngja sitt síð­asta var ég eins og grár kött­ur í Stoð og í hvert sinn maetti ég sömu ein­stöku ljúf­mennsk­unni enda er starfs­fólk­ið þar al­veg sér­stakt. Því er alltaf til­hlökk­un­ar­efni fyr­ir mig að fara í Stoð, ég er him­insa­el með þjón­ust­una og sam­skipt­in, og auð­vit­að með stól­inn.“

 ?? FRÉTTABLAЭIÐ/VALLI ?? Helga Þór­ar­ins­dótt­ir er sa­el í nýja lúx­us­hjóla­stóln­um.
FRÉTTABLAЭIÐ/VALLI Helga Þór­ar­ins­dótt­ir er sa­el í nýja lúx­us­hjóla­stóln­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland