Fréttablaðið - Serblod

Axla-mara­þon­hlaup­ar­ar í Sin­fó

Það kem­ur ef­laust ein­hverj­um á óvart að heyra að það sé starf­andi sjúkra­þjálf­ari á veg­um Sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar Ís­lands. Kári Árna­son hef­ur starf­að inn­an sjúkra­þjálf­un­ar­geir­ans um ára­bil.

- Jó­hanna Ma­ría Ein­ars­dótt­ir johanna­m­aria@fretta­bla­did.is

Sam­kvaemt Kára er brýn þörf á starf­andi sjúkra­þjálf­ara með at­vinnu­hljóð­fa­er­a­leik­ur­un­um. „Þetta eru í raun ekk­ert ann­að en at­vinnuí­þrótta­menn, nema að íþrótt­in er tónlist en ekki fót­bolti. Að vera hljóð­fa­er­a­leik­ari í sin­fón­íu­hljóm­sveit er mjög lík­am­legt starf og því fylgja álags­meiðsl líkt og í íþrótt­um. Það er margt sem tón­list­in og íþrótt­ir eiga sam­eig­in­legt og ef­laust mun meira en flest­ir gera sér grein fyr­ir. Sem daemi þá eru baeði tón­list­ar- og íþrótta­fólk und­ir miklu aef­inga-, keppn­is- og tón­leika­álagi og því fylg­ir óhjákvaemi­lega hátt al­gengi álags­meiðsla. Báð­ir hóp­ar sömu­leið­is starfa í um­hverfi þar sem kröf­urn­ar um nán­ast full­komna frammi­stöðu eru ávallt til stað­ar og því fylg­ir eðli­lega mik­ið and­legt álag.

Þeg­ar ég út­skýri eðli máls­ins skil­ur fólk yf­ir­leitt fljótt þörf­ina. Marg­ir hafa jafn­vel orð­ið áhuga­sam­ir í kjöl­far­ið um lík­am­lega þátt­inn í tón­listar­flutn­ingi og far­ið að horfa á tón­list­ar­menn með sjúkra­þjálf­ara­aug­um.“

Sam­kvaemt Kára er tón­list­ar­heim­ur­inn þó tals­vert á eft­ir íþrótt­un­um þeg­ar kem­ur að nú­tíma­þjálf­un­ar­fra­eði. „Það er stund­um ansi langt í land að brjóta upp aldagaml­ar venj­ur sem stang­ast marg­ar hverj­ar á við nú­tíma þjálf­un­ar­vís­indi. Það er ekki mjög langt síð­an það var í raun sam­þykkt inn­an tón­list­ar­heims­ins að það vaeri aeski­legt að tón­list­ar­menn stund­uðu íþrótt­ir eða ein­hverja hreyf­ingu sam­hliða tón­list­inni,“seg­ir Kári.

Kári hef­ur kennt nám­skeið­ið „Lík­ami, list og heilsa“við tón­list­ar­deild Lista­há­skól­ans í fimm ár. „Þann vett­vang nota ég óspart til þess að planta heilsu­efl­ing­ar­fra­einu. Þar kynni ég nem­end­ur fyr­ir töfr­um styrkt­ar­þjálf­un­ar og hvernig líf­ið og sér­stak­lega hljóð­fa­er­a­leik­ur­inn verð­ur auð­veld­ari með smá kjöt á bein­un­um. Ég er mik­ill áhuga­mað­ur um holl­ar aef­inga­venj­ur, þjálf­un­arsálfra­eði og hvernig við get­um not­að alla þá þjálf­fra­eði­þekk­ingu sem við höf­um frá íþrótt­un­um til þess að búa til eins hrausta tón­list­ar­menn og við mögu­lega get­um.“

Sa­mein­ar tvo heima

Sér­svið Kára er fyrst og fremst tengt íþrótta- og baeklun­ar­sjúkra­þjálf­un, en hann er sér­fra­eð­ing­ur í baeklun­ar­sjúkra­þjálf­un. Hann lauk meist­ara­gráðu í Per­form­ing Arts Medic­ine frá Uni­versity Col­l­e­ge London haust­ið 2016, með sér­haef­ingu í með­höndl­un tón­list­ar­manna og dans­ara. Þá hef­ur hann starf­að sem sjúkra­þjálf­ari hjá ýms­um íþróttalið­um. „Ég reyni að yf­ir­fa­era nýj­ustu þekk­ingu úr íþróttavís­ind­un­um og að­laga eft­ir bestu getu að tón­list­ar­heim­in­um. Ég er líka mik­ill áhuga­mað­ur um axl­ir, háls og efri út­limi eins og þeir leggja sig og því kem­ur sér það vel að starfa með hljóð­fa­er­a­leik­ur­um því naeg er notk­un­in á þess­um lík­ams­pört­um við hljóð­fa­er­a­leik.“

Kári tók við Sin­fón­íu­hljóm­sveit Ís­lands haust­ið 2016. „Okk­ar fyrsta verk­efni var að taka alla sveit­ina í stoð­kerf­is­skimun sem var mjög skemmti­legt og gaf mér gott taekifa­eri til þess að kynn­ast sveit­inni og þess­um klass­íska heimi. Sam­starfi okk­ar er þannig hátt­að að hljóð­fa­er­a­leik­ar­ar leita til mín á stof­una sem ég starfa á þeg­ar þau þurfa á að halda.“

Þó að flest­ir hljóð­fa­er­a­leik­ar­ar þurfi á hon­um að halda tek­ur Kári þó eft­ir að strengja­leik­ar­arn­ir þurfi sér­staka at­hygli um­fram aðra tón­list­ar­menn. „Ég er far­inn að kalla þau axla-mara­þon­hlaup­ara en þau spila al­veg ógur­lega mik­ið og eru gjarn­an að all­an tím­ann sem sveit­in er á svið­inu. Það er ekk­ert grín að halda hand­leggj­un­um uppi í 1-2 klukku­stund­ir.“

Fjör á tón­leika­ferða­lög­um

„Síð­an ár­ið 2018 hef ég far­ið með þeim í tón­leika­ferða­lög og þar má segja að hlut­verk mitt sé meira fólg­ið í því að slökkva elda svo að sýn­ing­in geti hald­ið áfram. Fyrsta ár­ið flökk­uð­um við í 3 vik­ur um Jap­an sem var al­gjör­lega meiri­hátt­ar aevin­týri. Í fyrra tók­um við svo viku í Aust­ur­ríki og Þýskalandi og í fe­brú­ar fór­um við í tíu daga rúnt um Bret­land. Á þess­um ferða­lög­um hef ég þurft að bregða mér í alls kon­ar hlut­verk, eins og að hlaupa út í apó­tek rétt fyr­ir tón­leika og gra­eja ein­hver lyf, enda get­ur ým­is­legt kom­ið upp á.“

Það er ekk­ert grín að halda hand­leggj­un­um uppi í eina til tvaer klukku­stund­ir.

 ?? FRÉTTABLAЭIÐ/SIGTRYGGUR ARI ?? Kári Árna­son, sjúkra­þjálf­ari hjá Sjúkra­þjálf­un Ís­lands, seg­ist áhuga­mað­ur um axl­ir, háls og efri út­limi eins og þeir leggja sig.
FRÉTTABLAЭIÐ/SIGTRYGGUR ARI Kári Árna­son, sjúkra­þjálf­ari hjá Sjúkra­þjálf­un Ís­lands, seg­ist áhuga­mað­ur um axl­ir, háls og efri út­limi eins og þeir leggja sig.
 ??  ??

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland