Fall er alvarlegt
Mjög mikilvaegt er að gera jafnvaegisaefingar með öldruðum til að koma í veg fyrir fall. Þessar aefingar er einfalt að gera heima, fái aldraðir heimsókn frá sjúkraþjálfara. Fall meðal aldraðra er stórt alþjóðlegt vandamál. Allt að 30-40 prósent aldraðra detta að minnsta kosti einu sinni á ári með alvarlegum afleiðingum. Jafnvaegisaefingar hafa reynst árangursríkar til að vinna gegn þessu. Þessi slys eru mjög kostnaðarsöm fyrir samfélagið.
Fall getur haft mikil áhrif á líkamlega heilsu. Algengust eru mjaðma- og fótbrot. Slík slys geta haft varanleg áhrif á gamla fólkið jafnt líkamlega sem andlega. Algengt er að aldraðir búi heima, flestir einir. Mikilvaegt er að koma í veg fyrir slys í heimahúsum.