Fréttablaðið - Serblod

Geð­fra­eðsla skipt­ir sköp­um

Fé­lag­ið Hugrún var stofn­að 2016 af nem­end­um HÍ til að auka umra­eð­ur um geð­heilsu fram­halds­skóla­nema.

-

Geðra­en vanda­mál geta haf­ist hvena­er sem er á lífs­leið­inni en koma oft­ast fram á aldr­in­um 14-24 ára. Það þarf að hefja fra­eðslu snemma svo það megi grípa inn í fyrr. Opn­ari umra­eða um líð­an, geðrask­an­ir og geð­heil­brigði er al­mennt af hinu góða og dreg­ur úr for­dóm­um, eyk­ur lík­ur á að fólk leiti sér að­stoð­ar og get­ur dreg­ið úr al­var­leika ef vandi kem­ur upp, seg­ir At­hena Neve Leex, mark­aðs­stýra Hugrún­ar.

Staersta verk­efni Hugrún­ar er að ferð­ast um land­ið og halda geð­fra­eðslu­fyr­ir­lestra í fram­halds­skól­um, end­ur­gjalds­laust. Fé­lag­ið er rek­ið á frjáls­um fram­lög­um, fjár­öfl­un og styrkj­um og renn­ur all­ur ágóði í fra­eðslu ung­menna um geð­heil­brigði.

„Við för­um yf­ir geð­heil­brigði, þung­lyndi, kvíða, átrask­an­ir, fíknirask­an­ir, bend­um á úrra­eði sem eru í boði og að­sta­eð­ur að­stand­enda. Fra­eð­ar­ar Hugrún­ar eru ekki fag­fólk. Þetta flokk­ast sem jafn­ingja­fra­eðsla. Við gef­um ekki ráð en bein­um fólki áfram eft­ir bestu getu. Það er mik­ilvaegt að ungt fólk sem upp­lif­ir erf­ið­ar til­finn­ing­ar og ein­kenni geðrösk­un­ar hafi ein­hvern til að leita til.“Kvíði hjá ungu fólki hef­ur ver­ið mik­ið til umra­eðu. Mik­ilvaegt er að hafa í huga að kvíði er mann­leg til­finn­ing, en ekki geðrösk­un í sjálfu sér. „Það er eðli­legt að upp­lifa kvíða en hann get­ur orð­ið vanda­mál ef hann trufl­ar dag­legt líf.“

At­hena og stjórn Hugrún­ar benda á að þörf sé á nýj­um og staerri rann­sókn­um á geð­heilsu ung­menna á Íslandi. „Sam­kvaemt nýj­ustu könn­un­um í fram­halds­skól­um á veg­um Emba­ett­is landla­ekn­is, hafa 33% stelpna og 23% stráka hug­leitt sjálfs­víg. Þá hafa 12% stelpna og

7% stráka gert til­raun til sjálfs­vígs. Nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar­inn­ar „Heilsa og líð­an Ís­lend­inga“benda líka til hnign­un­ar í geð­heil­brigði ungs fólks, en 36,2% á aldr­in­um

18-24 ára mátu and­lega heilsu sína sem sa­emilega eða lé­lega ár­ið 2017.“

Fé­lag­ið rek­ur vef­síð­una ged­fra­edsla.is. Þar má finna fróð­leik um geð­heilsu og geðrask­an­ir. „Markmið síð­unn­ar er að gera fra­eðslu­efni um geð­heil­brigði og geðrask­an­ir á manna­máli og er­um við stolt af því að vef­síð­an er nú að­gengi­leg á ís­lensku, ensku og pólsku. Stefn­an er að þýða síð­una á fleiri tungu­mál því þetta efni á við alla.“

Haegt er að fylgj­ast með Hugrúnu geð­fra­eðslu­fé­lagi á Insta­gram: Geð­fra­eðsla, og á Face­book: Hugrún-Geð­fra­eðslu­fé­lag.

 ??  ?? Stjórn Hugrún­ar frá vinstri: Ár­ný Árna­dótt­ir, Krist­ín Rós Sig­urð­ar­dótt­ir, Stefán Már Jóns­son, Ragna Guð­finna Ólafs­dótt­ir, Kar­en Geirs­dótt­ir, At­hena Neve Leex og Ylfa Dögg Árna­dótt­ir ligg­ur fremst. Á mynd­ina vant­ar hvort tveggja þa­er Sigrúnu Hörpu Stef­áns­dótt­ur og Birnu Ýr Magnús­dótt­ur.
Stjórn Hugrún­ar frá vinstri: Ár­ný Árna­dótt­ir, Krist­ín Rós Sig­urð­ar­dótt­ir, Stefán Már Jóns­son, Ragna Guð­finna Ólafs­dótt­ir, Kar­en Geirs­dótt­ir, At­hena Neve Leex og Ylfa Dögg Árna­dótt­ir ligg­ur fremst. Á mynd­ina vant­ar hvort tveggja þa­er Sigrúnu Hörpu Stef­áns­dótt­ur og Birnu Ýr Magnús­dótt­ur.
 ??  ?? Alda Lilja er teikn­ari frá Reykja­vík en býr og starfar í Am­ster­dam. Hún laerði mynd­lýs­ingu (e. Illustrati­on) við Arts Uni­versity Bour­nemouth í Englandi 2015 - 2018. Hún vinn­ur með stafra­en­ar teikn­ing­ar og kera­mik og þemu á borð við geð­heilsu og kyn­hneigð/kyn­hegð­un.
Alda Lilja er teikn­ari frá Reykja­vík en býr og starfar í Am­ster­dam. Hún laerði mynd­lýs­ingu (e. Illustrati­on) við Arts Uni­versity Bour­nemouth í Englandi 2015 - 2018. Hún vinn­ur með stafra­en­ar teikn­ing­ar og kera­mik og þemu á borð við geð­heilsu og kyn­hneigð/kyn­hegð­un.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland