Geðfraeðsla skiptir sköpum
Félagið Hugrún var stofnað 2016 af nemendum HÍ til að auka umraeður um geðheilsu framhaldsskólanema.
Geðraen vandamál geta hafist hvenaer sem er á lífsleiðinni en koma oftast fram á aldrinum 14-24 ára. Það þarf að hefja fraeðslu snemma svo það megi grípa inn í fyrr. Opnari umraeða um líðan, geðraskanir og geðheilbrigði er almennt af hinu góða og dregur úr fordómum, eykur líkur á að fólk leiti sér aðstoðar og getur dregið úr alvarleika ef vandi kemur upp, segir Athena Neve Leex, markaðsstýra Hugrúnar.
Staersta verkefni Hugrúnar er að ferðast um landið og halda geðfraeðslufyrirlestra í framhaldsskólum, endurgjaldslaust. Félagið er rekið á frjálsum framlögum, fjáröflun og styrkjum og rennur allur ágóði í fraeðslu ungmenna um geðheilbrigði.
„Við förum yfir geðheilbrigði, þunglyndi, kvíða, átraskanir, fíkniraskanir, bendum á úrraeði sem eru í boði og aðstaeður aðstandenda. Fraeðarar Hugrúnar eru ekki fagfólk. Þetta flokkast sem jafningjafraeðsla. Við gefum ekki ráð en beinum fólki áfram eftir bestu getu. Það er mikilvaegt að ungt fólk sem upplifir erfiðar tilfinningar og einkenni geðröskunar hafi einhvern til að leita til.“Kvíði hjá ungu fólki hefur verið mikið til umraeðu. Mikilvaegt er að hafa í huga að kvíði er mannleg tilfinning, en ekki geðröskun í sjálfu sér. „Það er eðlilegt að upplifa kvíða en hann getur orðið vandamál ef hann truflar daglegt líf.“
Athena og stjórn Hugrúnar benda á að þörf sé á nýjum og staerri rannsóknum á geðheilsu ungmenna á Íslandi. „Samkvaemt nýjustu könnunum í framhaldsskólum á vegum Embaettis landlaeknis, hafa 33% stelpna og 23% stráka hugleitt sjálfsvíg. Þá hafa 12% stelpna og
7% stráka gert tilraun til sjálfsvígs. Niðurstöður rannsóknarinnar „Heilsa og líðan Íslendinga“benda líka til hnignunar í geðheilbrigði ungs fólks, en 36,2% á aldrinum
18-24 ára mátu andlega heilsu sína sem saemilega eða lélega árið 2017.“
Félagið rekur vefsíðuna gedfraedsla.is. Þar má finna fróðleik um geðheilsu og geðraskanir. „Markmið síðunnar er að gera fraeðsluefni um geðheilbrigði og geðraskanir á mannamáli og erum við stolt af því að vefsíðan er nú aðgengileg á íslensku, ensku og pólsku. Stefnan er að þýða síðuna á fleiri tungumál því þetta efni á við alla.“
Haegt er að fylgjast með Hugrúnu geðfraeðslufélagi á Instagram: Geðfraeðsla, og á Facebook: Hugrún-Geðfraeðslufélag.