Vilja líta vel út á sínum aldri
Ottó Guðjónsson er einn okkar fremstu lýtalaekna. Hann starfaði um árabil í New York í Bandaríkjunum áður en hann flutti til Íslands árið 2002 og opnaði eigin stofu í Domus Medica.
Ottó dvaldi í Bandaríkjunum í taep átján ár og starfaði við Long Island Plastic Surgical Group, sem er ein elsta stofan í lýtalaekningum þar í landi. Áður hafði hann tekið sérfraeðinám í lýta- og skapnaðarlaekningum við Nassau County Medical Center í New York. Ottó fór um níu ára skeið til Danmerkur eftir að hann kom til Íslands og starfaði þar í eina viku í senn í hverjum mánuði á klíník í Kaupmannahöfn. Nú vinnur hann alfarið á laeknastofu sinni í Domus Medica.
Algengar aðgerðir
Þegar Ottó er spurður hvaða aðgerðir hann framkvaemi oftast hér á landi, svarar hann: „Brjóstaaðgerðir eru algengastar hér á landi, þá sérstaklega brjóstastaekkun og -lyfting. Svuntuaðgerðir eru sömuleiðis algengar. Þeir sem leita eftir þeim eru annars vegar konur sem þurfa að láta lagfaera slit eftir meðgöngu og hins vegar fólk sem hefur átt við offitu að stríða en síðan grennst mikið. Það síðarnefnda hefur aukist meðfram heilsueflingunni. Konurnar koma frekar í svona aðgerðir en karlar, þótt þeim fari fjölgandi,“segir Ottó. „Þriðja algengasta aðgerðin er lagfaering á augnlokum. Sífellt fleiri koma í þannig aðgerð,“útskýrir hann.
Ottó bendir á að lagfaering á augnlokum sé fegrunaraðgerð þar sem konur geta ekki farðað sig eins og þaer vilja, en einnig eru aðgerðirnar oft vegna þyngsla á augnlokum sem geti verið hvimleitt. „Þegar við eldumst þyngjast augnlokin og síga. Konur um og eftir fertugt eru fjölmennasti hópurinn sem kemur í slíka aðgerð, ekki vegna þess að þaer eru komnar á ákveðinn aldur, heldur vegna aldurstengdra breytinga á húðinni. Síðan framkvaemi ég aðrar aðgerðir en þar má nefna andlitslyftingu og fitusog auk annars. Fitusog er til daemis algengt hjá körlum sem hugnast ekki að vera með of stór brjóst,“segir hann.
Þótt við verðum ekki tvítug aftur vilja flestir líta vel út á sínum aldri. Fólk er farið að hugsa meira um heilsu og útlit. Það er ekki lengur eitthvert tabú að fara í fegrunaraðgerð og fólk kemur yngra til lýtalaekna.
Ekki lengur tabú
Allar aðgerðir hjá Ottó fara fram á sérhaefðri skurðstofu í Domus Medica. „Skurðlaeknar í Domus Medica reka sameiginlega fullbúna skurðstofu í húsinu með svaefingalaeknum og vöknun, sem er í mjög góðri aðstöðu. Smaerri aðgerðir gerum við á minni skurðstofum. Við bjóðum upp á toppaðstöðu og sjúklingar fara heim að aðgerð lokinni. Það hefur verið mikið að gera undanfarið og ég held að það tengist því að flestir landsmenn eru að framkvaema og setja í gang eitthvað sem hefur beðið. Það á baeði við um mannslíkamann sem heimilið,“útskýrir Ottó. „Þótt við verðum ekki tvítug aftur vilja flestir líta vel út á sínum aldri. Fólk er farið að hugsa meira um heilsu og útlit. Það er ekki lengur eitthvert tabú að fara í fegrunaraðgerð og fólk kemur yngra til lýtalaekna.“
Reynslan skiptir máli
Þegar fólk leitar til lýtalaekna vegna einhverra vandamála er alltaf byrjað á viðtali við laekninn. Gott er að kynna sér áður hvort viðkomandi laeknir geri margar aðgerðir eins og sóst er eftir. „Reynslan skiptir máli ef fólk er að leita að lýtalaekni,“segir Ottó. „Ég legg alltaf áherslu á að raeða við viðkomandi um aðgerðina og hvort hún henti. Það hafa komið til mín konur sem vilja andlitslyftingu en ég hef bent þeim á að koma aftur eftir fimm ár. Ég spyr gjarnan um vaentingar og hverju konan sé að leita eftir.“
Brjóstaaðgerðir
Brjóstaaðgerðir eru einhverjar algengustu aðgerðirnar. Þaer skiptast í brjóstastaekkanir og brjóstalyftingar, með og án púða. Það má segja að þetta séu tveir hópar, yngri konur sem ekki hafa átt börn sem koma aðallega í brjóstastaekkun og hins vegar konur sem hafa átt börn sem hefur tekið sinn toll af brjóstunum og þau geta verið sigin og tóm. Þaer þurfa brjóstalyftingu með eða án púða. Stundum þarf einnig að minnka brjóst.
Það hafa orðið miklar nýjungar í brjóstapúðum á undanförnum árum. Áður fyrr þurfti að skipta út púðunum á tíu ára fresti en nú eru komnir á markað betri púðar sem framleiðendur segja að endist út aevina. Það er bylting og varan er orðin miklu betri.
Aldurstakmark til að fá brjóstapúða er 18 ár, eða um leið og kona er sjálfráða. Ottó segir að það geti verið mjög margar ástaeður fyrir því að konur fái púða. „Það er aldrei markmið mitt að búa til einhverjar bombur, eins og umraeðan hefur stundum snúist um. Um 75% kvenna sem leita til mín eru ekki með brjóst, sem skapar þeim mikla vanlíðan. Það kemur fyrir að maeður komi með daetrum sínum þar sem þetta er orðið mikið vandamál. Ég hef fengið mörg þakkarbréf frá maeðrum eftir aðgerð sem lýsa því hversu líf daetranna hafi breyst til batnaðar. Þaer blómstra og eru farnar að fara út á meðal vina sem þaer gerðu ekki áður,“segir Ottó.
Hvenaer má maeta í vinnu?
Margir sem koma til Ottós vilja vita um eftirfylgni, hvenaer haegt er að maeta í vinnu eða raektina. „Þetta eru algengar spurningar sem ágaett er að svara,“segir hann. „Eftir brjóstaaðgerð eru flestar konur komnar til vinnu eftir viku. Þaer ganga í stuðningsbrjóstahaldara í þrjá mánuði. Meginreglan er sú að maður djöflast ekki í CrossFit eða líkamlega erfiðri vinnu í fjórar til sex vikur. Það er í lagi að fara á aefingahjól fyrr en það þarf að hvíla handleggina.
Eftir augnaðgerð verður fólk bólgið og marið í allt að tvaer vikur. Fólk er ágaetlega vinnufaert eftir viku en verður að meta útlitslega hvað það treystir sér til. Saumar eru teknir viku eftir aðgerð. Þessi aðgerð er framkvaemd mikið hjá báðum kynjum.
Svuntuaðgerð er staerri. Þá er í lagi að maeta í skrifstofuvinnu eftir þrjár vikur. Svuntuaðgerðir hafa aukist hjá körlum með sívaxandi lífsstílsbreytingum. Sjúklingar koma síðan á stofuna í umbúðaskipti og eftirfylgni.“
Golf og badminton
Það er gríðarlega mikið að gera hjá Ottó, sem hefur orðið til þess að hann tekur sér reglulega frí. Þegar hann er spurður hvernig hann eyði frítímanum, svarar hann: „Ég spila badminton með félögunum á veturna og golf á sumrin. Ég keppti í badminton á yngri árum. Ferðalög eru líka áhugamál þegar þau gefast. Við hjónin ferðumst talsvert innanlands. Eigum lítið hjólhýsi, dropann, sem er mjög skemmtilegt farartaeki. Við fórum norður á Akureyri í sumar, Ásbyrgi og ókum alla Melrakkasléttuna. Nýlega ferðuðumst við svo um Austfirðina. Síðan eigum við frábaeran sumarbústað í Kiðjabergi þar sem við dveljum oft og spilum golf.“
Ottó er kvaentur Guðbjörgu Sigurðardóttur kvikmyndagerðarmanni. Guðbjörg rak lengi verslun á Skólavörðustíg en söðlaði um þegar hún varð fimmtug og fór í kvikmyndanám, laerði leikstjórn og framleiðslu. Kvikmyndir sem hún hefur verið meðframleiðandi að eru Kona fer í stríð og Svanurinn. „Ég fékk að fara með henni til Cannes á kvikmyndahátíð sem áhangandi, sem var alveg meiriháttar,“segir Ottó, stoltur af sinni konu.
Tímapantanir hjá Ottó Guðjónssyni, lýtalaekni í Domus Medica, Egilsgötu 3, eru í síma 563 1060.