Bjartara og unglegra útlit með Restylane fylliefnum
Í Húðinni Skin Clinic er lögð áhersla á fagmennsku og hlýjar móttökur. Meðal vinsaelustu húðmeðferðanna á stofunni eru húðfyllingar með Restylane fylliefni, sem er eitt elsta og mest rannsakaða fylliefnið og þar af leiðandi sú vara sem fagaðilar saekjast
Sigríður Arna, hjúkrunar- og förðunarfraeðingur, starfar á Húðinni. Hún segir húðmeðferðir sem stuðli að unglegra útliti njóta mestra vinsaelda meðal viðskiptavina. „Flesta, sem koma til okkar, langar til að viðhalda unglegra útliti og er okkar markmið að viðskiptavinur fari út ánaegður. Vinsaelustu svaeðin eru munnvik, línan frá nefi og niður, varir og línan milli augna. Þessi svaeði fá oft ýmis nöfn hjá kúnnum, eins og til daemis reiðihrukka og fýlusvipur.“
Fyllingar gera mikið fyrir útlit og sjálfstraust
Þá er algengt að fólk leitist eftir meiri fyllingu í varir, en stofan leggur áherslu á að gaeta hófsemi. Markmiðið sé fyrst og fremst að baeta en ekki breyta útliti. „Varir minnka oft með aldrinum og þá er haegt að setja smá efni til að gefa meiri fyllingu. Við leggjum áherslu á að setja frekar minna af fylliefnum en meira og gefa þannig kost á því að koma frekar aftur ef þörf er á. Í sumum tilfellum er óskað eftir miklu magni strax í byrjun, svo sem í varir, en þar sem það er ekki okkar markmið að breyta útliti fólks vísum við þannig beiðnum frá,“útskýrir Sigríður Arna.
Meðferðin getur haft verulega jákvaeð áhrif á sjálfstraust viðkomandi. „Við erum með marga ánaegða kúnna sem hafa fengið fyllingar hjá okkur og við tökum ávallt myndir fyrir og eftir meðferð, svo haegt sé að meta árangur og er mjög ánaegjulegt að sjá hvað svona breyting getur gert mikið fyrir útlit og sjálfstraust. Hrósum fjölgar, skemmtilegra verður að setja á sig varalit, viðkomandi lítur út fyrir að vera betur úthvíldur, faeri meiri útgeislun og bjartara útlit.“
Til að líða vel en ekki hégómi
Sigríður kveðst hafa orðið vör við tilhneigingu til þess að afskrifa meðferðir af þessu tagi sem hégóma og sé það miður. Raunveruleikinn sé allt annar. „Hégómi er eitthvað sem gjarnan berst í tal þegar raett er um húðmeðferðir. Við vitum hins vegar að hégómi er nátengdur fordómum, sem iðulega spretta af þekkingarleysi. Ekki baetir úr að myndir af fólki sem hefur misst sig í fylliefnum eru gjarnan notaðar sem staðalímynd fylliefna, en það er svo langt frá raunveruleikanum. Langflestir sem koma til okkar í Restylane fylliefni eru konur á aldrinum 35 til 65 ára. Flestar vilja viðhalda húðinni sem lengst, minnka djúpar línur og fellingar sem hafa myndast með tímanum.“
Meðferðin er baeði fljótvirkandi og áhrifin langvarandi. „Restylane fylliefni er því ein vinsaelasta meðferðin hjá okkur í dag, því þú sérð strax árangur. Þú getur líka verið fullviss um að ganga ekki út frá okkur gjörbreytt, heldur einungis með unglegra og bjartara yfirbragð sem endist í eitt til þrjú ár. Meðferðin sjálf örvar kollgenmyndun í húðinni og því er venjulega haegt að lengja tímann á milli meðferðar eftir því sem efninu er viðhaldið.“
Meðferðin sjálf örvar kollgenmyndun í húðinni og því er venjulega haegt að lengja tímann á milli meðferðar eftir því sem efninu er viðhaldið.
Hvað er Restylane?
Lára G. Sigurðardóttir, laeknir á Húðinni, segir efnið sem notað er á Húðinni vera eitt vandaðasta og öruggasta fyllingarefni sem völ er á. „Við notum eingöngu Restylane fylliefni, sem er eitt það öruggasta og oft sagt vera Rollsinn í fylliefnum, en það er það fylliefni sem kom fyrst á markaðinn árið 1996. Restylane inniheldur 99% hýalúronsýru auk deyfiefna sem gera meðferðina þaegilegri. Þar sem efninu er sprautað undir húð er mjög mikilvaegt að vita hvaða efni er verið að nota. Mörg önnur efni innihalda mun minna hlutfall af hýalúrónsýru og þá með hinum og þessum öðrum efnum, sem ekki er alltaf ljóst hver eru. Fylliefni Restylane fara í gegnum strangt eftirlitsferli og gerð er sú krafa að meðferðaraðilar saeki viðurkennd námskeið.“
Náttúrulegt rakaefni húðarinnar
Lára segir efnið henta flestum. „Hýalúrónsýra er merkilegt efni. Það er aðalrakaefni húðarinnar og er gert úr náttúrulegum sykrum. Það er afar lítil haetta á ofnaemisviðbrögðum, auk þess sem það þolist venjulega vel. Hýalúrónsýra binst vatni í þúsundfalda þyngd sína, og því er aðalmarkmið meðferðarinnar að grynnka andlitslínur eða gefa smá fyllingu í varir og fá góðan raka í leiðinni. Fólk sem er gjarnt á að fá varaþurrk finnur því oft góðan mun á raka í vörunum eftir meðferðina.“
Líði sem best hjá okkur
Á stofunni starfar einungis fagfólk með áralanga reynslu og þekkingu að baki. „Húðin er deyfð með sérstöku kremi fyrir meðferðina og við högum aðstaeðum svo viðskiptavinum líði sem best hjá okkur. Við leggjum líka mikið upp úr fagmennsku og eru því eingöngu hjúkrunarfraeðingar og laeknar í meðferðunum. Við höfum einnig þróað með okkur sérstaka taekni sem minnkar líkur á fylgikvillum og erum með tiltaek mótefni á stofunni sem einungis laeknir getur skrifað upp á,“segir Sigríður.
Lífsstíll að hugsa vel um húðina
Lára segir umhirðu húðarinnar afar brýna og að ástand hennar hafi heildraen áhrif á heilsufar einstaklinga. „Húðin er staersta líffaeri líkamans og þarf að endast okkur út aevina. Það er lífsstíll að hugsa vel um hana, en ekki pjatt, eins og sú hugmynd sem sumir hafa. Okkar draumur er að breyta þessari hugmynd því það er ekkert pjatt að hugsa vel um húðina. Húðin er það líffaeri sem þú sérð með berum augum, hún gegnir mörgum mikilvaegum hlutverkum og þarf aðhlynningu eins og annað ef við aetlum að láta okkur líða vel í eigin skinni.“
Áhersla á fagmennsku og notalegheit
Sigríður segir stofuna leggja mikið upp úr því að skapa hlýlegt og afslappað andrúmsloft.
„Í HÚÐIN Skin Clinic er lögð áhersla á meðferðir til að viðhalda húð og auka heilbrigði hennar. Við leggjum áherslu á fagmennsku og notalegt andrúmsloft. Við tökum vel á móti öllum þannig að öllum líði sem best. Litlu atriðin skipta oft miklu máli, allir fá hitapoka á axlir, spiluð er ljúf tónlist, í boði er gott kaffi og notalegt spjall. Í meðferðunum leggjum við áherslu á faglegheit í bland við notalegheit, eins og andlitsnudd í lok meðferðar,“segir Sigríður.
„Við höfum lagt áherslu á að stilla verðum í hóf og í hverjum mánuði bjóðum við upp á góðan afslátt af einhverri meðferð. Í október bjóðum við 20% afslátt af dermapen, sem örvar nýmyndun kollagens í húðinni, minnkar andlitslínur og jafnar áferð húðarinnar, svo daemi sé tekið. Auk þess verðum við með 20% afslátt af Restylane fylliefnum fram í miðjan október.“
Innan fárra vikna verður ný og glaesileg heimasíða opnuð þar sem haegt er að kynna sér betur hvað í boði er á stofunni, skoða myndir og lesa áhugaverða pistla um húðina.
Sigríður Arna Sigurðardóttir, hjúkrunarfraeðingur og förðunarfraeðingur, starfar á Húðinni ásamt Láru G. Sigurðardóttur, laekni, Drífu Ísabellu Davíðsdóttur, Arndísi Ágústsdóttur, sem einnig eru hjúkrunarfraeðingar, og Margrét Pálmadóttir, sem er móttökuritari og snyrtifraeðingur.
HÚÐIN Skin Clinic er í Hátúni 6b. Sími 519-3223. Haegt er að bóka tíma á hudin.is eða með því að senda tölvupóst á timi@hudin.is.