Leiðandi í lasermeðferð
Húðlaeknastöðin hefur verið leiðandi í lasermeðferðum í rúm 20 ár og leitast við að vera með öflugustu laserana hverju sinni. Þar er boðið upp á ýmsar meðferðir, til daemis að fjarlaegja tattú.
Við erum með öflugan háreyðingarlaser, aeðaslitsog rósroðalaser, sem og eina Pico-laser landsins. Hann er notaður til að fjarlaegja húðflúr og draga úr örum eftir bólur og skurðaðgerðir. Pico-laserinn er einnig notaður í meðferð sem felst í að fyrirbyggja öldrun húðarinnar, sem og að vinna gegn öldrunarbreytingum sem þegar eru komnar fram. Svo sem að draga úr fínum línum og hrukkum, draga úr brúnum litabreytingum og svo framvegis,“segir Anton Örn Bjarnason, sérfraeðingur í húðsjúkdómalaekningum við Húðlaeknastöðina.
„Með Pico-lasernum getum við einnig boðið upp á byltingarkennda meðferð í fjarlaegingu tattúa,“segir Anton, og lýsir því nánar hvernig hin nýja taekni virkar.
„Þegar laser er notaður til að fjarlaegja tattú er ljósorku skotið inn í litarefnið, það hitað upp og brotið í smaerri einingar sem líkaminn getur sjálfur hreinsað upp. Tíminn sem það tekur ljósorkuna að hita upp og brjóta niður litarefnið hefur hingað til verið talinn í nanósekúndum en með nýja lasernum er tíminn talinn í picosekúndum. Litarefnið er því hitað upp marghundruðfalt hraðar sem leiðir til að það brotnar niður í mun smaerri einingar sem auðveldar líkamanum enn betur að hreinsa þaer upp,“lýsir hann og tekur daemi um stein sem er mulinn í smaerri steinvölur. Með nýju taekninni maetti segja að steininum sé breytt í duft.
Minni sársauki og faerri skipti
„Með Pico-lasernum fást mun öflugri áhrif en notuð er til þess minni orka en með öðrum aðferðum. Þannig verður bólgumyndun minni og lítil haetta á öramyndun eftir sjálfa meðferðina. Sársaukinn er líka minni en mestu máli skiptir að faerri meðferðarskipta er þörf,“lýsir Anton og bendir á að rannsóknir sýni að með Pico-lasernum þurfi fólk þriðjungi til helmingi faerri meðferðarskipti miðað við nano-lasera.
Inntur eftir því hve mörg skipti þurfi til að fjarlaegja tattú segir Anton að meta verði hvert tilvik fyrir sig. „Litir í tattúum bregðast misvel við laserum en tattúlitir eru mjög ólíkir og engin stöðlun á þeim. Meðferðartíminn er því breytilegur, fer eftir gaeðum lita, magni þeirra, dýpt og blöndun,“útskýrir Anton.
Hann segir að svarti liturinn svari langbest en pico-laserinn fjarlaegir einnig bláan, graenan og gulan lit mun betur en eldri taekni. „Með gömlu taekninni vildi það oft gerast að ljós, upphleyptur skuggi og ör varð til eftir meðferðina. Rannsóknir hafa sýnt að picolaserinn getur oftast fjarlaegt þessa skugga. Innbyggt í taekið er sterkur fractional-laser sem virkar vel á ör,“segir Anton.
En má tattúvera yfir húð sem búið er að fjarlaegja gamalt tattú af? „Já, það maelir ekkert gegn því þar sem ekki verða húðskemmdir eftir meðferðina.“
Háreyðing
„Háreyðingar-lasermeðferð hefur verið mjög vinsael hjá okkur í mörg ár. Við heyrum oft hve mikill léttir það er að geta lagt rakvélina, vaxið eða háreyðingarkremið á hilluna. Fólk losnar við aukaverkanir af hinum háreyðingarmeðferðunum, svo sem ertingu og bólur, ásamt því að losa um töluverðan tíma sem annars faeri í síendurteknar háreyðingameðferðir heima,“segir Anton.
Í einföldu máli er lasermeðferð meðferð með ljósi af ólíkum bylgjulengdum, en bylgjulengdin raeður því hve langt ljósið naer niður í húðina.
„Á Húðlaeknastöðinni er notaður Vectus-laser til háreyðingar en laserinn samanstendur af innrauðu ljósi sem naer djúpt í húðina. Vectus-lasergeislinn beinist sérstaklega gegn dökka litarefninu í hárinu, hitar það alveg niður í hársekkinn og eyðileggur þannig hársekkinn. Meðhöndlað er nokkrum sinnum á nokkurra vikna fresti til að ná mismunandi hársekkjum sem eru á mismunandi vaxtarstigum til að ná sem bestum árangri,“segir Anton.
Vectus-laser er með innbyggðian kaelibúnað (Advanced Contact Cooling™) sem hjálpar til við að kaela og vernda húðina á meðan á meðferð stendur. Auk þess getur Vectus-laserinn metið magn litarefnisins melaníns í húðinni hjá hverjum og einum og þar af leiðandi húðgerð (húðgerð I-VI) viðkomandi. „Þetta eykur áhrif og öryggi meðferðarinnar. Meðferð með Vectus-laser hentar til daemis ef fjarlaegja á óaeskilegan hárvöxt í andliti eða á líkama, til daemis á bikinísvaeði, fótleggjum, handarkrikum og baki,“segir Anton.
AEðaslits- og rósroðalaser
AEðaslit og roði í andliti truflar marga. Orsakir roða í andliti geta verið verið af ýmsum toga, meða annars vegna bólgusjúkdóms í andliti sem kallast rósroði (rosacea). Mikilvaegt er að fá mat húðlaeknis áður en farið er af stað með aeðalasermeðferð í andliti þannig að greining liggi fyrir og rétt sé staðið að meðhöndlun.
„AEðalaser hefur fyrst og fremst áhrif á grunnar aeðar og roða í húðinni og hentar því vel til meðhöndlunar rósroða, almenns roða í andliti og háraeðaslits. Einnig leitar fólk til okkar með litla rauða aeðabletti í andliti sem oft hverfa eftir eina meðferð. Í flestum tilfellum er nauðsynlegt að meðhöndla nokkrum sinnum, eða á nokkurra vikna fresti til að ná góðum árangri. Sjúklingar okkar eru mjög ánaegðir með árangurinn. Haegt er að fjarlaegja háraeðaslit að mestu leyti. Verulega dregur úr roða og tilhneigingin til að roðna minnkar til muna,“segir Anton.
Örameðferð
„Á Húðlaeknastöðinni höfum við meðhöndlað ör eftir bólur með góðum árangri í mörg ár. Haegt er að draga úr roða í örum með aeðalaser og vinna í ójöfnum í húðinni með fractional Pico-laser. Haegt er að gera dýpri holuör minna sjáanleg með því að sameina svokallaða subscision-meðferð með lasermeðferð. Þá er farið með sljóa nál undir húðina og örvefurinn losaður frá undirlaginu áður en lasermeðferðinni er beitt,“útskýrir Anton.
Þessum sömu lasermeðferðum er svo haegt að beita til að draga úr örmyndun eftir aðgerðir. Rannsóknir hafa sýnt að því fyrr sem farið er að stað með lasermeðferð eftir aðgerð, því mun minna sjáanleg verða örin.
Lasermeðferðir til að fyrirbyggja og draga úr öldrun húðarinnar
Miklar framfarir hafa orðið á meðferðum til að fyrirbyggja og draga úr öldrun húðarinnar. Aukin meðvitund um umhirðu húðarinnar og notkun sólarvarna skila sínu. Sprautumeðferðir svo sem fylliefni og toxín leika stór hlutverk. Lasermeðferðir (Laser resurfacing/skin rejuvenation) eru kjörin meðferð fyrir þá sem vilja ekki sprautumeðferðir eða þá sem vilja sameina kosti beggja meðferða.
„Á Húðlaeknastöðinni er notaður Pico non-ablative fractional laser en þá fer ljósgeisli djúpt ofan í húðina, hitar hana upp og örvar bandvefsfrumur til að mynda kollagen og byggja þannig upp bandvefinn. Við það þéttist húðin og fínar línur og hrukkur mildast, ásamt því að húðin faer fallegra yfirbragð og meiri ljóma,“segir Anton.
Að lokum tekur hann fram að fagmennskan sé í fyrirrúmi á Húðlaeknastöðinni. „Hér eru allar meðferðir framkvaemdar af heilbrigðismenntuðu starfsfólki undir faglegri handleiðslu sérfraeðilaekna í húðsjúkdómum.“