Árangursríkar húðmeðferðir
Húðlaeknastöðin býður upp á árangursríkar meðferðir sem hjálpa til við að haegja á öldrun húðarinnar og viðhalda heilbrigði hennar. Mismunandi er eftir aldri hvað hentar hverjum og einum.
Jenna Huld Eysteinsdóttir, doktor í húðlaekningum, segir að fólk á öllum aldri leiti til Húðlaeknastöðvarinnar til að fá ráðleggingar um hvað haegt sé að gera til að haegja á og jafnvel koma í veg fyrir öldrun húðarinnar. „Það er mjög persónubundið hvað hentar hverjum og einum. Aldur spilar stórt hlutverk og einnig hvort viðkomandi hefur passað sig á sólinni í gegnum árin og gaett vel að húðumhirðu. Geninn koma líka sterk inn en það er eitthvað sem við getum ekki stjórnað,“segir Jenna.
Strax um þrítugt minnkar framleiðsla kollagens, aðalbyggingarefnis húðarinnar. „Þess vegna dugar ekki venjuleg húðumhirða til að viðhalda húðinni og fyrirbyggja öldrun. Því fyrr sem við grípum inn í, því betri árangur. Ég maeli með sólarvörn fyrir alla aldurshópa, alltaf, en mikilvaegt er hver finni sólarvörn við sitt haefi. Ef húðin er olíukennd eða rósroði er til staðar, er aeskilegt að nota sólarvörn án olíu. Við hjá Húðlaeknastöðinni maelum alltaf með minnst 30 í SPF þaetti,“segir Jenna.
Fyrirbyggjandi húðmeðferðir
Kjörið er að byrja að hugsa um húðina í kringum unglingsaldurinn, að sögn Jennu. „Þegar komið er yfir tvítugt er að gott sé að nota C-vítamíndropa, sem eru andoxunarefni, á morgnana og retino eða retinóíða krem sem innihalda A-vítamín á kvöldin. Þetta tvennt örvar nýmyndum kollagens í húðinni. Hver og einn þarf að ákveða í samráði við sinn húðlaekni, hvaða retinóíða er gott að nota,“segir Jenna.
„Medical peel meðferð með sterkum ávaxtasýrum er afar góður kostur til að auka ljóma og raka í húðinni og hentar þeim sem eru 30-40 ára. Regluleg meðferð gefur bestan árangur, til daemis einu sinni í mánuði en dugar oft á tveggja til þriggja mánaða fresti. Ávaxtasýrurnar örva nýmyndun hyaluronic-sýru í húðinni, sem er mjög rakabindandi efni. Annar valkostur er húðslípun sem hentar þeim sem þola ekki ávaxtasýrurnar,“segir Jenna.
Aðrar meðferðir sem Jenna maelir með fyrir 30-40 ára, þó með fyrirvara um að þörfin sé mismunandi, eru fylliefni og toxín í mjög lágum skömmtum til að fyrirbyggja tap á fyllingu í andlitinu og myndun fínna lína.
„Mjög mikilvaegt að nota alls ekki of mikið og hafa í huga að minna er betra til að viðhalda náttúrulegu útliti. Fyrir þennan aldur maelum við með að nota sterkari lasera og þá picolaser sem yngir upp húðina (Skin rejuvenation). Það skiptir töluverðu máli hvaða laser er notaður þar sem þeir eru mjög mismunandi í virkni og meðferðarárangri. Húðyngingar pico-laserinn er sá öflugasti á markaðnum í dag, baetir áferð húðarinnar og fyllingu á náttúrulegan máta ásamt því að haegja verulega á öldrun húðarinnar,“segir hún.
Hljóðbylgjumeðferð fyrir þéttari húð
Jenna maelir með Ultraformer hljóðbylgjumeðferð til að þétta húðina en sú meðferð fer dýpra ofan í húðina og þéttir húðina meira en pico-laserinn. „Hollywood stjarnan Jennifer Aniston talar til daemis um að hún noti baeði djúpa lasera og húðþéttingu með hljóðbylgjum til að líta svona vel út. Báðar þessar meðferðir örva nýmyndun kollagens og eru mjög fyrirbyggjandi og því best að nota þaer báðar. Á þessum aldri, það er 30-40 ára, aetti að duga að koma árlega í hvora meðferðina. Auðvitað sníðum við meðferðarplanið að hverjum og einum, baeði út frá útliti húðarinnar og fjárhag. Til daemis er vel haegt að nota örnálar sem annan valkost í stað picolasersins,“bendir Jenna á.
Þegar komið er á fimmtugsaldurinn fer okkar náttúrulega framleiðsla af kollageni og elastíni að minnka töluvert, ásamt því að við byrjum að tapa baeði fitu- og beinvef. „Þetta sjáum við sem tap á fyllingu í húðinni og þar af leiðandi aukinni hrukkumyndun. Að grípa inn í náttúrlegt öldrunarferli húðarinnar er algjörlega val hvers og eins og margir sem njóta þess að eldast á náttúrulegan hátt. En fyrir hina, þá er haegt að grípa inn í og haegja töluvert á öldrun húðarinnar og þá gildir að því fyrr, því betri árangur,“segir Jenna.
Húðyngingarmeðferð
Auk áframhaldandi húðumhirðu með sólarvörnum, retinóíðum eða retinólum, og andoxunarefnum geti húðyngingarmeðferð hentað þessu aldri vel. „Til að ná alvöruárangri í yngingu húðarinnar (skinrejuvenation) þá er húðyngingarmeðferð með picolasernum og húðþéttingu með Ultraformer fyrsta val. Dermapen (örnálameðferð) vaeri annað val en dermapen örvar ekki eins mikið nýmyndun kollagens og laserinn og þarf fleiri meðferðarskipti. Þetta þarf þó alltaf að meta hjá hverjum og einum út frá húðgerð og fleiru. Toxín, sem mildar línur og hrukkur, á alltaf við og ekki er verra að það ýtir undir yngingu húðarinnar. Á þessum aldri gaeti hentað að nota fylliefnin þar sem oft vantar fyllingu í andlitið. Mikilvaegt er að nota fylliefnin hóflega og á réttum stöðum til að meðferðin komi sem náttúrulegast út og í góðu samraemi við beinabygginguna. Til að ná sem bestum gljáa og áferð á húðinni sjálfri maelum við með reglulegum andlitsmeðferðum, t.d. öflugum ávaxtasýrum (medical peel), húðslípunum eða með allra öflugustu húðmeðferðinni (facials) Aquagold,“segir Jenna.
Húðmeðferðir fyrir 50-60 ára
Fyrir 50-60 ára er mismunandi hvaða meðferðir henta best. „Hér erum við komin í mjög fjölbreyttan hóp, sem þarf frekar litla aðstoð með húðina og upp í að þurfa langt meðferðarplan. Í rauninni á allt það sama við þennan aldurshóp og við aldurshópinn 40-50 ára. Á þessum aldri erum við einnig oft
komin með ójafnan húðlit vegna góðkynja skemmda af völdum sólarinnar, þ.e. baeði brúna bletti og svo aeðaslit. Svitaholurnar eru oft opnari en áður þar sem teygjanleiki þeirra er einnig að tapast. Húðynging með picolasernum (skin rejuvenation) jafnar baeði húðlit húðarinnar, þéttir húðina og gerir áferðina fallegri með því að minnka svitaholurnar,“segir Jenna.
Hún bendir á að mikilvaegt sé að stilla vaentingum í hóf og eiga góðar myndir fyrir og eftir þar sem þessar breytingar koma mjög haegt og margir taka ekki eftir þeim fyrr en fyrir og eftir myndir eru bornar saman. „Ef mjög djúpar línur eru farnar að myndast, eins og kringum augu og kringum munn, þarf enn öflugri lasera til að meðhöndla þaer, eða „ablatífa“lasera. Við erum að fá þann laser til okkar á Húðlaeknastöðinni en þessi gerð af laserum hefur ekki verið til á Íslandi. Einnig er haegt að nota örþunnt fylliefni til að fara í línurnar kringum munninn og jafnvel augu og það kemur oft mjög fallega út,“segir hún.
Öflugri húðmeðferðir fyrir eldri húð
Um sjötugsaldurinn er haegt að notast við baeði skurðaðgerðir og öflugar húðmeðferðir eins og „ablatífa“lasera og húðþéttingu með hljóðbylgjum. „Fylliefni geta gert heilmikið til að jafna munnsvipin, móta og skerpa kjálkalínuna. Hér ber mjög að varast að setja fylliefni í varir því húðin í kringum munninn ber það ekki. Hún verður of þung, varirnar dragast niður á við og þá virðist viðkomandi vera eldri en hann er. Mun fallegra að byggja upp svaeðið í kringum munninn og styrkja þannig varirnar. Jafnvel örþunnt fylliefni í línurnar kringum munninn gaeti hentað. Hér eru einnig gagnaugun orðin nokkuð rýr, búin að missa alla fitu og djúp daeld komin í staðinn. Fylliefni í þessa daeld kemur oft mjög vel út á þessum aldri, lyftir oft aðeins upp auganu og styður við augnumgjörðina. Flestar sem leita til okkar vilja ekki gera mikið, kannski aðeins milda hrukkur og línur og baeta áferð húðarinnar, enda ánaegðar með aldurinn og bera hann vel,“segir Jenna að lokum.