Fréttablaðið - Serblod

Blóm hugga og sefa sorg­ina

Blóma­val hef­ur í hálfa öld út­bú­ið glaesi­lega út­far­ar­kransa og út­far­ar­skreyt­ing­ar sem veita syrgj­end­um hugg­un og bera kaer­ar kveðj­ur, hjart­ans þökk og virð­ing­ar­vott á hinstu kveðju­stund.

- Fram­hald af for­síðu ➛ Sjá nán­ar á blom­a­val.is

Blóm: þau tala, hugga og sefa sorg­ina því þau tala baeði til þess sem lifði og þeirra sem eft­ir lifa,“seg­ir Dí­ana All­ans­dótt­ir, blóma­skreyt­ir og deild­ar­stjóri í Blóma­vali. Þar hafa forkunn­ar­fagr­ir út­far­ar­krans­ar ver­ið sett­ir sam­an af list­fengi í hálfa öld.

„Með blóm­um er svo margt sagt, ekki með orð­um, held­ur lit­um og feg­urð. Hvíti lit­ur­inn er sí­gild­ur og hug­hreyst­ir í mildi sinni. Hann tákn­ar sorg, sam­úð, sökn­uð, hlut­tekn­ingu og hrein­leika. Svo baet­ast við lit­ir í krans­ana sem segja ann­að og meira, eins og rauð­ar rós­ir sem tákna ást­ina,“út­skýr­ir Dí­ana.

Hún liðsinn­ir syrgj­end­um við að velja blóm í kransa.

„Marg­ir eru dapr­ir og eiga erfitt með að festa hug­ann við blóma­val­ið og þá er dýrma­ett og gef­andi fyr­ir okk­ur í Blóma­vali að geta stutt fólk í gegn­um þung­ba­er skref. Því fylg­ir mik­il hugs­un að velja blóm í út­far­ar­skreyt­ing­ar og það er okk­ar að hlusta, taka vel eft­ir og koma með hug­mynd­ir. Við veit­um þá þjón­ustu af al­úð og hlut­tekn­ingu.“

Fána­lit­irn­ir þykja við­eig­andi

Tísk­an fer í hringi í blóma­vali líkt og fata­vali.

„Í dag eru all­ir lit­ir og blóm í móð, allt frá villt­um blóm­um yf­ir í lit­ríka blómakr­ansa og svo blóm í mild­um pastellit­um eins og með nýju föllilla­bláu an­tíkrós­inni sem heill­ar marga. Vinsa­eld­ir ís­lensku fána­lit­anna hafa líka sótt í sig veðr­ið. Það þyk­ir við­eig­andi að hvít, blá og rauð blóm fylgi með hinstu kveðju til Ís­lend­ings, tákn um fóst­ur­jörð­ina sem ól af sér hinn látna,“seg­ir Dí­ana og baet­ir við: „Þessi sið­ur er ekki bara við lýði hjá Ís­lend­ing­um því þetta á einnig við um önn­ur þjóð­erni, eins og til daem­is Pól­verja sem velja gjarn­an hvíta og rauða kransa við út­far­ir sinna nán­ustu.“

Marg­ir velji liti sem tengj­ast per­sónu og smekk hins látna.

„Ef hann eða hún var litaglöð mann­eskja í lif­anda lífi end­ur­spegl­ast lita­dýrð­in í út­far­ar­krans­in­um. Marg­ir voru nátt­úru­unn­end­ur og þá eru vald­ir villt­ir nátt­úru­lit­ir og grein­ar. Það er fag­urt að hafa krans­inn í anda hins látna en líka áhuga­vert að leyfa börn­um að velja blóm fyr­ir ást­vini sína og leyfa þá þeirra karakt­er að skína í gegn, eins og hjá afa­st­elp­unni sem valdi bleikt blóma­hjarta fyr­ir jarð­ar­för afa síns því það er upp­á­halds lit­ur­inn henn­ar,“seg­ir Dí­ana.

Bálfar­ir kalla á minni kransa

Út­far­ar­þjón­usta Blóma­vals bygg­ir á breið­um grunni og Dí­ana fylg­ist vel með er­lend­um nýj­ung­um í út­far­ar­skreyt­ing­um- og kveðju­kröns­um.

„Ís­lend­ing­ar hafa þó sinn hátt­inn á og vilja hafa hlut­ina öðru­vísi en geng­ur og ger­ist ytra. Til daem­is eru borð­ar á kröns­um látn­ir liggja á gólf­um úti á með­an Ís­lend­ing­ar vilja geta les­ið hinstu kveðj­ur á borð­um krans­anna og frá hverj­um kveðj­an er,“upp­lýs­ir Dí­ana.

Þar sem bálfar­ir hafa orð­ið ae al­geng­ari hér á landi hafi þurft nýja hugs­un í út­fa­erslu bálfar­ar­kransa.

„Á út­far­ar­degi eru pant­að­ir stór­ir blómakr­ans­ar en þeg­ar kem­ur að bálfar­ar­deg­in­um sjálf­um fylg­ir því sér­stök at­höfn. Þá eru pant­að­ir minni blómakr­ans­ar og blóma­hjörtu þar sem duft­ker­ið er sett í miðju krans­ins við at­höfn­ina. Það kem­ur vel út og set­ur fal­leg­an brag á at­höfn­ina.“

Gef­andi að faera blóm­in heim

Dí­ana seg­ir mik­inn stíg­anda í út­far­ar­kröns­um og -skreyt­ing­um.

„Við er­um oft­ar en ekki með þrjá til fimm kransa í sömu út­för­inni ásamt blóm­vönd­um en þá hef­ur fólk val um að taka þá með sér heim. Þeir sem senda út­far­ar­kransa í jarð­ar­far­ir eru yf­ir­leitt nán­asta fjöl­skylda, vin­ir og aett­ingj­ar en faerst hef­ur í vöxt að vinnu­veit­end­ur og vinnu­fé­lag­ar gefi veg­lega blómakr­ansa sem fara fyrst í kirkj­una og síð­an á gröf­ina.“

Blóma­val býr líka til fal­leg­ar blóma- og kertaskrey­t­ing­ar fyr­ir erfi­drykkj­ur og til heimsend­ing­ar.

„Marg­ir senda sam­úð­ar­skreyt­ingu heim til eft­ir­lif­enda í stað blóm­vand­ar því við­tak­and­inn faer kannski tíu vendi og á ekki fleiri blóma­vasa til. Þá er gott að fá kerta- og blóma­skreyt­ingu í stað­inn, sem er nota­legt að kveikja á í minn­ingu hins látna því blóm­in fylla svo­lít­ið upp í sorg­ina,“seg­ir Dí­ana.

Hún seg­ir syrgj­end­ur taka því feg­ins hendi að fá blóm heim.

„Það er alltaf mjög gef­andi að faera eft­ir­lif­end­um blóm í heima­hús og ekki óvana­legt að bíl­stjór­arn­ir okk­ar fái hjart­ans þakk­ir að laun­um,“upp­lýs­ir Dí­ana.

Eft­ir að bálfar­ir urðu al­geng­ari tóku við minni blómakr­ans­ar ut­an um ker­ið.

Ís­lend­ing­ar vilja hafa sinn hátt­inn á í út­för­um og geta les­ið hinstu kveðju á borð­um krans­anna og frá hverj­um kveðj­an er. Þá þyk­ir við haefi að fána­lit­ir í blóma­kröns­um fylgi Ís­lend­ingi til graf­ar, tákn um fóst­ur­jörð­ina sem ól af sér hinn látna.

Gam­an að sér­út­fa­ersl­um

Blóma­val rek­ur sjö versl­an­ir víðs veg­ar um land­ið og sinn­ir lands­byggð­inni vel. Tveggja daga fyr­ir­vari er á pönt­un­um út­far­ar­kransa og -skreyt­inga en Dí­ana seg­ir Blóma­val þó reyna að af­greiða all­ar pant­an­ir hratt og vel þótt fyr­ir­var­inn sé skemmri.

„Það ger­ist iðu­lega að fólk hef­ur sam­band klukk­an níu að morgni út­far­ar­dags og vill senda krans í út­för sem hefst klukk­an 13 og auð­vit­að reyn­um við að maeta því eins og haegt er. Að sama skapi fá­um við stund­um pant­an­ir á borð við akk­eri og skeifu sem eru af­ar skemmti­leg verk­efni og krefjast sér­út­fa­erslu.“

Blóma­val í hálfa öld

Þann 1. októ­ber verða lið­in 50 ár síð­an bra­eð­urn­ir Bjarni og Kol­beinn Finns­syn­ir opn­uðu blóma­búð í stóru gróð­ur­húsi í Sig­tún­inu og nefndu hana Blóma­val.

„Þeir bra­eð­ur voru fyrst­ir til að selja af­skor­in blóm og urðu fljótt at­kvaeða­mikl­ir í út­far­ar­kröns­um. Þeir voru fram­sýn­ir og komu fyrst­ir með marg­ar nýj­ung­ar á ís­lensk­an mark­að eins og Gra­ena torg­ið sem bauð upp á frum­legt gra­en­meti og ávexti. Þá hef­ur frá fyrstu tíð ver­ið lagt upp með skemmti­lega upp­lif­un fyr­ir gesti og gang­andi að koma við í Blóma­val, ekki síst fyr­ir börn­in að sjá ap­ana og fugl­ana, að ógleymdu Jóla­land­inu sem trekk­ir að börn á öll­um aldri á að­vent­unni,“seg­ir Dí­ana sem unn­ið hef­ur í fimmtán ár á þeim góða og lif­andi vinnu­stað sem Blóma­val er.

„Blóma­val er sér­haefð blóma­búð sem á fáa sína líka og eng­in við­líka blóma­búð sem topp­ar hana í Evr­ópu. Hjá okk­ur er eini blóma­bar­inn í Evr­ópu þar sem haegt er að ganga í gegn­um blómaka­eli og velja sér af­skor­in blóm í vendi. Hér rík­ir nota­leg stemn­ing og alltaf jafn vinsa­elt að gera sér dagamun og taka fjöl­skyld­urúnt­inn í Blóma­val til tala við páfa­gauk­ana, fá sér ís, verða fyr­ir inn­blaestri og skoða nýj­ar og spenn­andi árs­tíða­bundn­ar vör­ur.“

 ?? FRÉTTABLAЭIÐ/ANTON ?? Dí­ana All­ans­dótt­ir, deild­ar­stjóri í Blóma­vali, hef­ur unn­ið í fimmtán ár við gerð út­far­ar­kransa og -skreyt­inga í Blóma­vali sem fagn­ar 50 ára af­ma­eli á fimmtu­dag­inn, 1. októ­ber.
FRÉTTABLAЭIÐ/ANTON Dí­ana All­ans­dótt­ir, deild­ar­stjóri í Blóma­vali, hef­ur unn­ið í fimmtán ár við gerð út­far­ar­kransa og -skreyt­inga í Blóma­vali sem fagn­ar 50 ára af­ma­eli á fimmtu­dag­inn, 1. októ­ber.
 ?? FRÉTTABLAЭIÐ/ANTON BRINK ?? Dí­ana seg­ir út­far­ar­kransa oft fela í sér liti sem voru í upp­á­haldi hjá þeim látnu í lif­anda lífi.
FRÉTTABLAЭIÐ/ANTON BRINK Dí­ana seg­ir út­far­ar­kransa oft fela í sér liti sem voru í upp­á­haldi hjá þeim látnu í lif­anda lífi.
 ??  ?? Blóma­hjörtu eru vinsa­el í út­far­ir þeg­ar yngra fólk kveð­ur sem og elsk­end­ur.
Blóma­hjörtu eru vinsa­el í út­far­ir þeg­ar yngra fólk kveð­ur sem og elsk­end­ur.
 ??  ?? Kr­ans­ar í fána­lit­un­um þykja við­eig­andi á kveðju­stund en hvít­ur lit­ur sem tákn­ar sorg og sam­úð er ríkj­andi í út­far­ar­kröns­um sem og mild­ir pastellit­ir.
Kr­ans­ar í fána­lit­un­um þykja við­eig­andi á kveðju­stund en hvít­ur lit­ur sem tákn­ar sorg og sam­úð er ríkj­andi í út­far­ar­kröns­um sem og mild­ir pastellit­ir.
 ??  ??
 ??  ?? St­and­andi blóma­skreyt­ing með fal­legu kerti er vinsa­el sam­úð­ar­gjöf.
St­and­andi blóma­skreyt­ing með fal­legu kerti er vinsa­el sam­úð­ar­gjöf.
 ??  ??
 ??  ??
 ??  ??
 ??  ??

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland