Leggja áherslu á að koma til móts við óskir aðstandenda
Vegna samkomutakmarkana hafa útfarir landsins farið fram á kyrrlátan hátt á þessu ári. Í dag mega 200 manns koma í jarðarför en gaeta þarf að sóttvörnum. Útförum er oft streymt á netið.
Útfararstofa Kirkjugarðanna hefur starfað í yfir 70 ár. Þar starfar fólk af mikilli fagmennsku með áratugareynslu af útfararþjónustu og er að mennta sig meðal annars í guðfraeði og sálgaeslu. Útfararstofan þjónustar fólk allan sólarhringinn alls staðar að á landinu og óháð trúarbrögðum.
Þegar andlát náins aðstandanda verður aðstoðar Útfararstofa Kirkjugarðanna fólk við allan undirbúning útfararinnar.
„Við sjáum um alla þjónustu og undirbúning útfarar, allt frá líkflutningi til hinstu hvílu,“segir Emilía Jónsdóttir, framkvaemdastjóri Útfararstofu Kirkjugarðanna.
„Við saekjum hinn látna og bjóðum upp á naerverustundir ef andlát verður í heimahúsi eða ef einhver hefur ekki náð að koma að dánarbeði. Við bjóðum fólki að koma í viðtal til okkar í hlýlegu umhverfi í Vesturhlíð 2 en við getum einnig komið í heimahús. Við aðstoðum í raun og veru við allt sem viðkemur útförinni, eins og að bóka prest, kirkju, tónlistarfólk og blóm. Við aðstoðum fjölskylduna við að afla leyfa og veita upplýsingar um réttindi. Við fylgjum svo fjölskyldunni í gegnum allt ferlið, kistulagningu, jarðarför og upp í kirkjugarð.“
Hjá útfararstofunni er svarað í símann allan sólarhringinn alla daga ársins þar sem andlát bera að á öllum tímum.
„Því andlát eiga sér stað alla daga ársins, jafnt daga sem naetur og því er þjónustan í boði alla daga eftir því sem þarf,“útskýrir Emilía.
Hjá Útfararstofu Kirkjugarðanna er lögð áhersla á að hlusta á óskir aðstandendanna og að þeir fái aðstoð við að gera útförina persónulega.
„Þegar fólk kemur í viðtal til okkar þá faer það gátlista og við förum yfir þau atriði sem þarf að huga, að skref fyrir skref. Sumir hafa komið fram með óskir um hvernig þeir vilja hafa sína útför áður en þeir deyja en aðrir hafa aldrei raett það við sína nánustu. En allt byggist þetta á að hlusta á óskir aðstandenda og reyna að maeta þeim óskum.“
Þjónusta alla óháð búsetu og trúarbrögðum
Útfararstofan þjónustar alla óháð trúarbrögðum. Lögð er áhersla á að haegt sé að fá allar kistur án krossa og einnig hafa þau búið til tákn eða myndir á kisturnar eða duftkerin ef fólk vill.
Þó að útfararstofan sé með aðsetur í Fossvoginum í Reykjavík þjónustar hún allt landið. Til daemis er veitt aðstoð við flutning á hinum látna verði andlátið á landsbyggðinni en útförin á höfuðborgarsvaeðinu eða öfugt.
„Sömuleiðis veitum við aðstoð við flutning á kistu eða duftkeri milli landa ef andlát er erlendis og flytja þarf hinn látna heim eða ef viðkomandi deyr hérlendis en á að vera jarðsettur erlendis. Þá fá aðstandendur aðstoð við að afla allra leyfa til að flytja hinn látna,“segir Emilía.
Samtal um hinstu ósk
Útfararstofa kirkjugarðanna býður upp á samtal um hinstu ósk. Það er að segja óskir varðandi eigin útför.
„Það geta verið ýmsar ástaeður fyrir að fólk vilji skrá sínar óskir. Sumir eru veikir og vita að þeir eru dauðvona, svo eru aðrir sem vilja bara ákveða þetta fyrir fram til að gera aðstandendum sínum auðveldara að skipuleggja útförina,“útskýrir Emilía.
„Við látum fólk fá baekling og bjóðum fólki að fara yfir hann í sameiningu en sumir vilja taka hann með heim og fylla inn þar. Óskirnar eru varðveittar hjá útfararstofunni sem kynnir þaer fyrir aðstandendum þegar að andláti kemur.“
Auk aðstoðar við útför býður útfararstofan upp á aðstoð við dánarbússkipti og erfðaskrá. Hjá útfararstofunni starfar lögfraeðingur og innifalið í útfararþjónustunni er eitt ókeypis upplýsingaviðtal við hann.
„Upplýsingaviðtalið er hugsað til að veita upplýsingar um hvað fólk þarf að gera í sambandi við dánarbússkipti en svo getur lögfraeðingurinn einnig tekið að sér að gera erfðaskrá fyrir fólk og aðstoðað við dánarbússkiptin en þá er það gert samkvaemt taxta,“segir Emilía.
Öll þjónusta á einum stað
Í Vesturhlíð 2 er sýningarherbergi með kistum, duftkerjum, leiðismerkingum, rúmfötum og líkklaeðum. Duftkerin og kisturnar sem útfararstofan býður upp á eru vistvaenar. Á naestu dögum verður vefverslun opnuð á vefsíðu útfararstofunnar, utfor.is, þar sem haegt er að kaupa til daemis krossa, kistur og duftker beint.
„Vefversluninni er aetlað að auka þjónustuna við þá sem búa til daemis úti á landi. Það verður meðal annars haegt að fara á síðuna og panta krossa sem við sendum hvert á land sem er eða förum með í kirkjugarðana á höfuðborgarsvaeðinu,“segir Emilía.
„Við erum með íslenskar og erlendar kistur og duftker. Íslensku duftkerin eru til daemis handsmíðuð og handprjónuð, við reynum að hafa eitthvað fyrir alla. Við erum með svartar kistur, hvítar kistur og rauðar kistur auk viðarkista og ýmsa liti af duftkerjum. Ef aðstandendur segja okkur að hinn látni hafi til daemis haldið mikið upp á graenan lit þá bjóðum við upp á graen duftker eða graena kistu, ef einhver var hrifinn af fuglum þá reynum við að koma til móts við það. Aðstandendur velja ekki fyrirframgefnar leiðir heldur förum við eftir því hvað fjölskyldan vill og hlustum á þarfir hennar,“útskýrir Emilía.
„Í rauninni er kista það eina sem þarf að vera og ef það er bálför þá verður að vera duftker líka. Allt annað er valfrjálst. Það þarf ekki að vera athöfn, prestur eða kirkja, þó að langflestir vilji hafa hefðbundna kveðjustund. Markmiðið með okkar þjónustu er ekki að segja aðstandendum hvað þeir eiga að gera heldur að benda þeim á leiðir og finna hvað hentar þeim og aðstoða þau við það.“
Handprjónuðu duftkerin eru nýjung en þau eru prjónuð af íslenskri prjónakonu. Einnig er boðið upp á fjörusteina með áletrun til að merkja leiði.
„Margir kjósa þá frekar en hefðbundna krossa eða legsteina. Það er einn og einn sem vill gera öðruvísi og það er markmið okkar að bjóða upp á eitthvað fyrir alla.“
Þegar fólk kemur í viðtal til okkar faer það gátlista og við förum yfir þau atriði sem þarf að huga að, skref fyrir skref.
Séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir, prestur í Hallgrímskirkju, segir að útfarir á þessu ári hafi verið óvenjulegar vegna COVID-19. „Fólk hefur tekið þessu ótrúlega vel og sýnt mikinn skilning og aeðruleysi á þessum erfiðu tímum. Núna er eins og útfarir fari fram í kyrrþey. Fjölskyldur bjóða nánustu fjölskyldu, vinum og vinnufélögum. Gestir sem koma í útförina gera líka sitt til að passa upp á eins metra bil og koma með andlitsgrímu. Ef fólk kemur ekki með grímu höfum við boðið þaer í Hallgrímskirkju. Það er reyndar mjög undarlegt að horfa yfir kirkjugesti á þessum óvenjulegu tímum,“segir Irma. „En fólk er mjög skilningsríkt við þessar aðstaeður,“baetir hún við.
Irma Sjöfn segir að þetta ástand sé vissulega svolítið skrítið fyrir presta en þetta sé þó fyrst og fremst erfitt fyrir aðstandendur þess látna. Hún segir að athöfnin sé falleg þótt ekki sé margmenni. Ekki er heldur aðstaða til að bjóða upp á stóra kóra vegna fjöldatakmarkana í athöfnum auk þess sem þurfi gott bil milli söngvara. „Það er ekki haegt að hafa marga tónlistarmenn og gaett að öllum sóttvörnum í kirkjunni. Við reynum alltaf að gera kveðjustundina fallega líkt og sá látni óskaði eftir. Það eru bara faerri kirkjugestir. Sömuleiðis eru erfidrykkjur minni um sig. Það þarf líka að huga að öllum sóttvörnum í þeim. Fólki þykir oft erfitt að geta ekki boðið öllum og hitt marga.“
Núna er 200 manna reglan í gildi og Irma bendir á að fólk sé hraett þessa dagana um að samkomutakmarkanir verði hertar. „Það er virkilega óþaegilegt fyrir fólk sem er í sorgarferli að hafa áhyggjur af þessum málum líka,“segir hún. „Þetta var erfitt í vetur þegar einungis 20 manns máttu koma saman. Jarðarförin var með frekar einföldu sniði. Sumir töluðu um að hafa minningarathöfn síðar en svo veit maður ekki hvort úr því verður. Það reyna allir að gera sitt besta,“segir hún.
Margir streyma jarðarförum í gegnum netið og þá eiga allir aettingjar og vinir kost á að fylgjast með. „Það er orðið mjög algengt að hafa jarðarförina í gegnum netið og er stórkostlegt að nýta taeknina. Þá geta allir verið með. Aðstandendur sjálfir útvega slíkan búnað en mörg fyrirtaeki taka það að sér að streyma. Útfararstjórar hafa oft yfirlit yfir fyrirtaeki sem annast streymi við útfarir. Þetta hefur allt farið vel af því að allir eru tilbúnir að leggja sig fram um að gera sitt besta. Sömuleiðis hlakka allir til þegar lífið verður eðlilegt á ný,“segir hún.
Fólk hefur tekið þessu ótrúlega vel og sýnt mikinn skilning og aeðruleysi á þessum erfiðu tímum.