Fréttablaðið - Serblod

Leggja áherslu á að koma til móts við ósk­ir að­stand­enda

Vegna sam­komutak­mark­ana hafa út­far­ir lands­ins far­ið fram á kyrr­lát­an hátt á þessu ári. Í dag mega 200 manns koma í jarð­ar­för en gaeta þarf að sótt­vörn­um. Út­för­um er oft streymt á net­ið.

- Nán­ari upp­lýs­ing­ar á ut­for.is eða hjá Út­far­ar­stofu Kirkju­garð­anna Vest­ur­hlíð 2, sími: 551 1266

Út­far­ar­stofa Kirkju­garð­anna hef­ur starf­að í yf­ir 70 ár. Þar starfar fólk af mik­illi fag­mennsku með ára­tugareynsl­u af út­far­ar­þjón­ustu og er að mennta sig með­al ann­ars í guð­fra­eði og sálgaeslu. Út­far­ar­stof­an þjón­ust­ar fólk all­an sól­ar­hring­inn alls stað­ar að á land­inu og óháð trú­ar­brögð­um.

Þeg­ar and­lát ná­ins að­stand­anda verð­ur að­stoð­ar Út­far­ar­stofa Kirkju­garð­anna fólk við all­an und­ir­bún­ing út­far­ar­inn­ar.

„Við sjá­um um alla þjón­ustu og und­ir­bún­ing út­far­ar, allt frá lík­flutn­ingi til hinstu hvílu,“seg­ir Emil­ía Jóns­dótt­ir, fram­kvaemda­stjóri Út­far­ar­stofu Kirkju­garð­anna.

„Við sa­ekj­um hinn látna og bjóð­um upp á naer­veru­stund­ir ef and­lát verð­ur í heima­húsi eða ef ein­hver hef­ur ekki náð að koma að dán­ar­beði. Við bjóð­um fólki að koma í við­tal til okk­ar í hlý­legu um­hverfi í Vest­ur­hlíð 2 en við get­um einnig kom­ið í heima­hús. Við að­stoð­um í raun og veru við allt sem við­kem­ur út­för­inni, eins og að bóka prest, kirkju, tón­listar­fólk og blóm. Við að­stoð­um fjöl­skyld­una við að afla leyfa og veita upp­lýs­ing­ar um rétt­indi. Við fylgj­um svo fjöl­skyld­unni í gegn­um allt ferlið, kistu­lagn­ingu, jarð­ar­för og upp í kirkju­garð.“

Hjá út­far­ar­stof­unni er svar­að í sím­ann all­an sól­ar­hring­inn alla daga árs­ins þar sem and­lát bera að á öll­um tím­um.

„Því and­lát eiga sér stað alla daga árs­ins, jafnt daga sem naet­ur og því er þjón­ust­an í boði alla daga eft­ir því sem þarf,“út­skýr­ir Emil­ía.

Hjá Út­far­ar­stofu Kirkju­garð­anna er lögð áhersla á að hlusta á ósk­ir að­stand­end­anna og að þeir fái að­stoð við að gera út­för­ina per­sónu­lega.

„Þeg­ar fólk kem­ur í við­tal til okk­ar þá faer það gátlista og við för­um yf­ir þau at­riði sem þarf að huga, að skref fyr­ir skref. Sum­ir hafa kom­ið fram með ósk­ir um hvernig þeir vilja hafa sína út­för áð­ur en þeir deyja en aðr­ir hafa aldrei raett það við sína nán­ustu. En allt bygg­ist þetta á að hlusta á ósk­ir að­stand­enda og reyna að maeta þeim ósk­um.“

Þjón­usta alla óháð bú­setu og trú­ar­brögð­um

Út­far­ar­stof­an þjón­ust­ar alla óháð trú­ar­brögð­um. Lögð er áhersla á að haegt sé að fá all­ar kist­ur án krossa og einnig hafa þau bú­ið til tákn eða mynd­ir á kist­urn­ar eða duft­ker­in ef fólk vill.

Þó að út­far­ar­stof­an sé með að­set­ur í Foss­vog­in­um í Reykja­vík þjón­ust­ar hún allt land­ið. Til daem­is er veitt að­stoð við flutn­ing á hinum látna verði and­lát­ið á lands­byggð­inni en út­för­in á höf­uð­borg­ar­svaeð­inu eða öf­ugt.

„Sömu­leið­is veit­um við að­stoð við flutn­ing á kistu eða duft­keri milli landa ef and­lát er er­lend­is og flytja þarf hinn látna heim eða ef við­kom­andi deyr hér­lend­is en á að vera jarð­sett­ur er­lend­is. Þá fá að­stand­end­ur að­stoð við að afla allra leyfa til að flytja hinn látna,“seg­ir Emil­ía.

Sam­tal um hinstu ósk

Út­far­ar­stofa kirkju­garð­anna býð­ur upp á sam­tal um hinstu ósk. Það er að segja ósk­ir varð­andi eig­in út­för.

„Það geta ver­ið ýms­ar ásta­eð­ur fyr­ir að fólk vilji skrá sín­ar ósk­ir. Sum­ir eru veik­ir og vita að þeir eru dauð­vona, svo eru aðr­ir sem vilja bara ákveða þetta fyr­ir fram til að gera að­stand­end­um sín­um auð­veld­ara að skipu­leggja út­för­ina,“út­skýr­ir Emil­ía.

„Við lát­um fólk fá baek­ling og bjóð­um fólki að fara yf­ir hann í sam­ein­ingu en sum­ir vilja taka hann með heim og fylla inn þar. Ósk­irn­ar eru varð­veitt­ar hjá út­far­ar­stof­unni sem kynn­ir þa­er fyr­ir að­stand­end­um þeg­ar að and­láti kem­ur.“

Auk að­stoð­ar við út­för býð­ur út­far­ar­stof­an upp á að­stoð við dán­ar­bús­skipti og erfða­skrá. Hjá út­far­ar­stof­unni starfar lög­fra­eð­ing­ur og innifal­ið í út­far­ar­þjón­ust­unni er eitt ókeyp­is upp­lýs­inga­við­tal við hann.

„Upp­lýs­inga­við­tal­ið er hugs­að til að veita upp­lýs­ing­ar um hvað fólk þarf að gera í sam­bandi við dán­ar­bús­skipti en svo get­ur lög­fra­eð­ing­ur­inn einnig tek­ið að sér að gera erfða­skrá fyr­ir fólk og að­stoð­að við dán­ar­bús­skipt­in en þá er það gert sam­kvaemt taxta,“seg­ir Emil­ía.

Öll þjón­usta á ein­um stað

Í Vest­ur­hlíð 2 er sýn­ing­ar­her­bergi með kist­um, duft­kerj­um, leið­is­merk­ing­um, rúm­föt­um og lík­kla­eð­um. Duft­ker­in og kist­urn­ar sem út­far­ar­stof­an býð­ur upp á eru vist­vaen­ar. Á naestu dög­um verð­ur vef­versl­un opn­uð á vef­síðu út­far­ar­stof­unn­ar, ut­for.is, þar sem haegt er að kaupa til daem­is krossa, kist­ur og duft­ker beint.

„Vef­versl­un­inni er aetl­að að auka þjón­ust­una við þá sem búa til daem­is úti á landi. Það verð­ur með­al ann­ars haegt að fara á síð­una og panta krossa sem við send­um hvert á land sem er eða för­um með í kirkju­garð­ana á höf­uð­borg­ar­svaeð­inu,“seg­ir Emil­ía.

„Við er­um með ís­lensk­ar og er­lend­ar kist­ur og duft­ker. Ís­lensku duft­ker­in eru til daem­is hand­smíð­uð og hand­prjón­uð, við reyn­um að hafa eitt­hvað fyr­ir alla. Við er­um með svart­ar kist­ur, hvít­ar kist­ur og rauð­ar kist­ur auk við­arkista og ýmsa liti af duft­kerj­um. Ef að­stand­end­ur segja okk­ur að hinn látni hafi til daem­is hald­ið mik­ið upp á gra­en­an lit þá bjóð­um við upp á gra­en duft­ker eða gra­ena kistu, ef ein­hver var hrif­inn af fugl­um þá reyn­um við að koma til móts við það. Að­stand­end­ur velja ekki fyr­ir­fram­gefn­ar leið­ir held­ur för­um við eft­ir því hvað fjöl­skyld­an vill og hlust­um á þarf­ir henn­ar,“út­skýr­ir Emil­ía.

„Í raun­inni er kista það eina sem þarf að vera og ef það er bál­för þá verð­ur að vera duft­ker líka. Allt ann­að er val­frjálst. Það þarf ekki að vera at­höfn, prest­ur eða kirkja, þó að lang­flest­ir vilji hafa hefð­bundna kveðju­stund. Mark­mið­ið með okk­ar þjón­ustu er ekki að segja að­stand­end­um hvað þeir eiga að gera held­ur að benda þeim á leið­ir og finna hvað hent­ar þeim og að­stoða þau við það.“

Hand­prjón­uðu duft­ker­in eru nýj­ung en þau eru prjón­uð af ís­lenskri prjóna­konu. Einnig er boð­ið upp á fjöru­steina með áletr­un til að merkja leiði.

„Marg­ir kjósa þá frek­ar en hefð­bundna krossa eða leg­steina. Það er einn og einn sem vill gera öðru­vísi og það er markmið okk­ar að bjóða upp á eitt­hvað fyr­ir alla.“

Þeg­ar fólk kem­ur í við­tal til okk­ar faer það gátlista og við för­um yf­ir þau at­riði sem þarf að huga að, skref fyr­ir skref.

Séra Irma Sjöfn Ósk­ars­dótt­ir, prest­ur í Hall­gríms­kirkju, seg­ir að út­far­ir á þessu ári hafi ver­ið óvenju­leg­ar vegna COVID-19. „Fólk hef­ur tek­ið þessu ótrú­lega vel og sýnt mik­inn skiln­ing og aeðru­leysi á þess­um erf­iðu tím­um. Núna er eins og út­far­ir fari fram í kyrr­þey. Fjöl­skyld­ur bjóða nán­ustu fjöl­skyldu, vin­um og vinnu­fé­lög­um. Gest­ir sem koma í út­för­ina gera líka sitt til að passa upp á eins metra bil og koma með and­lits­grímu. Ef fólk kem­ur ekki með grímu höf­um við boð­ið þa­er í Hall­gríms­kirkju. Það er reynd­ar mjög und­ar­legt að horfa yf­ir kirkju­gesti á þess­um óvenju­legu tím­um,“seg­ir Irma. „En fólk er mjög skiln­ings­ríkt við þess­ar að­sta­eð­ur,“baet­ir hún við.

Irma Sjöfn seg­ir að þetta ástand sé vissu­lega svo­lít­ið skrít­ið fyr­ir presta en þetta sé þó fyrst og fremst erfitt fyr­ir að­stand­end­ur þess látna. Hún seg­ir að at­höfn­in sé fal­leg þótt ekki sé marg­menni. Ekki er held­ur að­staða til að bjóða upp á stóra kóra vegna fjölda­tak­mark­ana í at­höfn­um auk þess sem þurfi gott bil milli söngv­ara. „Það er ekki haegt að hafa marga tón­list­ar­menn og gaett að öll­um sótt­vörn­um í kirkj­unni. Við reyn­um alltaf að gera kveðju­stund­ina fal­lega líkt og sá látni ósk­aði eft­ir. Það eru bara faerri kirkju­gest­ir. Sömu­leið­is eru erfi­drykkj­ur minni um sig. Það þarf líka að huga að öll­um sótt­vörn­um í þeim. Fólki þyk­ir oft erfitt að geta ekki boð­ið öll­um og hitt marga.“

Núna er 200 manna regl­an í gildi og Irma bend­ir á að fólk sé hra­ett þessa dag­ana um að sam­komutak­mark­an­ir verði hert­ar. „Það er virki­lega óþa­egi­legt fyr­ir fólk sem er í sorg­ar­ferli að hafa áhyggj­ur af þess­um mál­um líka,“seg­ir hún. „Þetta var erfitt í vet­ur þeg­ar ein­ung­is 20 manns máttu koma sam­an. Jarð­ar­för­in var með frek­ar ein­földu sniði. Sum­ir töl­uðu um að hafa minn­ing­ar­at­höfn síð­ar en svo veit mað­ur ekki hvort úr því verð­ur. Það reyna all­ir að gera sitt besta,“seg­ir hún.

Marg­ir streyma jarð­ar­för­um í gegn­um net­ið og þá eiga all­ir aett­ingj­ar og vin­ir kost á að fylgj­ast með. „Það er orð­ið mjög al­gengt að hafa jarð­ar­för­ina í gegn­um net­ið og er stór­kost­legt að nýta taekn­ina. Þá geta all­ir ver­ið með. Að­stand­end­ur sjálf­ir út­vega slík­an bún­að en mörg fyr­ir­ta­eki taka það að sér að streyma. Út­far­ar­stjór­ar hafa oft yf­ir­lit yf­ir fyr­ir­ta­eki sem ann­ast streymi við út­far­ir. Þetta hef­ur allt far­ið vel af því að all­ir eru til­bún­ir að leggja sig fram um að gera sitt besta. Sömu­leið­is hlakka all­ir til þeg­ar líf­ið verð­ur eðli­legt á ný,“seg­ir hún.

Fólk hef­ur tek­ið þessu ótrú­lega vel og sýnt mik­inn skiln­ing og aeðru­leysi á þess­um erf­iðu tím­um.

 ?? FRÉTTABLAЭIÐ/ANTON BRINK ?? Starfs­fólk Út­far­ar­stofu Kirkju­garð­anna starfar af mik­illi fag­mennsku og hef­ur margt ára­tugareynsl­u af út­far­ar­þjón­ustu.
FRÉTTABLAЭIÐ/ANTON BRINK Starfs­fólk Út­far­ar­stofu Kirkju­garð­anna starfar af mik­illi fag­mennsku og hef­ur margt ára­tugareynsl­u af út­far­ar­þjón­ustu.
 ??  ?? Í Vest­ur­hlíð 2 er sýn­ing­ar­her­bergi með kist­um, duft­kerj­um, leið­is­merk­ing­um, rúm­föt­um og lík­kla­eð­um.
Í Vest­ur­hlíð 2 er sýn­ing­ar­her­bergi með kist­um, duft­kerj­um, leið­is­merk­ing­um, rúm­föt­um og lík­kla­eð­um.
 ??  ?? Hand­prjón­uðu duft­ker­in eru nýj­ung hjá út­far­ar­stof­unni. Einnig er boð­ið upp á fjöru­steina til að merkja leiði.
Hand­prjón­uðu duft­ker­in eru nýj­ung hjá út­far­ar­stof­unni. Einnig er boð­ið upp á fjöru­steina til að merkja leiði.
 ?? FRÉTTABLAЭIÐ/ANTON BRINK ?? Séra Irma Sjöfn seg­ir að þótt jarð­ar­far­ir séu fá­menn­ar í dag séu þa­er engu að síð­ur fal­leg­ar.
FRÉTTABLAЭIÐ/ANTON BRINK Séra Irma Sjöfn seg­ir að þótt jarð­ar­far­ir séu fá­menn­ar í dag séu þa­er engu að síð­ur fal­leg­ar.
 ??  ??

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland