Við stjórnvölinn í eigin lífi
Hundruð eldri borgara í Reykjavík hafa endurheimt sjálfstaeði sitt, faerni og getu til að búa við öruggan kost og sem lengst heima, með liðsinni verkefnisins Endurhaefing í heimahúsi.
Okkur þykir öllum svo innilega gaman í vinnunni. Það eru forréttindi að kynnast mannauði eldri borgara sem við hittum í hvert sinn sem ný beiðni berst um heimaþjónustu. Við fáum taekifaeri til að kynnast nýju fólki, hverju með sína lífssögu og styrkleika sem nýtist þeim í vegferðinni í átt að bata og betri líðan, og hjálpar þeim að vera áfram við stjórnvölinn í eigin lífi,“segir Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir, verkefnastjóri Endurhaefingar í heimahúsi hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar.
„Við hittum einstaklinga sem óska eftir endurhaefingu heima hjá sér og setja í forgang að endurheimta faerni sína í að geta baðað sig, klaett sig og greitt sér; að sinna heimili sínu, ganga frá, versla og elda og að vera í tengslum við fjölskyldu, vini og samfélagið. Fólk á tíraeðisaldri setur sér markmið um að komast aftur í golf eða skíðaferðalag og við fáum að vera með og samgleðjast þegar framförum í batanum er náð, hvort sem það er þegar þau upplifa að geta aftur þurrkað á sér faeturna, komist út í búð eða á golfvöllinn.“
Konur meirihluti notenda
Verkefnið Endurhaefing í heimahúsi má rekja til Norðurlandanna og hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar er það að miklu leyti byggt á fyrirmynd frá Fredericia í Danmörku: Laengst muligt i eget liv.
Fyrsta teymið hóf störf hjá Reykjavíkurborg í mars 2018 og er staerstur hluti notenda konur á aldrinum 70 til 89 ára.
„Helsta takmark Endurhaefingar í heimahúsi er að einstaklingurinn nái fyrri faerni og verði aftur sjálfbjarga, svo draga megi úr þjónustuþörfinni. Þjónustan styður við fólk til að geta búið sem lengst heima og með öruggum haetti. Hvort sem það er að ná aftur fyrri faerni eða styrk eftir veikindi að fullu eða að hluta til og nota þá hjálpartaeki eða velferðartaekni, eins og að versla á netinu eða nota ryksuguróbóta til að einfalda lífið og geta tekist betur á við það sjálf, án þess að vera háð aðkomu annarra og áreitinu sem því getur fylgt,“segir Guðrún Jóhanna.
Lengur sjálfbjarga heima
Guðrún Jóhanna tekur daemi um heimaþjónustu fyrir einstakling sem á erfitt með að klaeða sig.
„Þegar ég sem iðjuþjálfi hitti einstaklinginn kemur oft í ljós að hann getur í raun klaett sig að öllu leyti nema að komast í stífa stuðningsokkana. Þar geta ýmis hjálpartaeki gert hann sjálfbjarga, eins og sokkaífaera eða griptöng, eða bara að sitja og framkvaema athöfnina með breyttum haetti.“
Stundum þurfi orkusparandi vinnuaðferðir, hjálpartaeki, styrkjandi og liðkandi hreyfiþjálfun eða verkjastillandi meðferð, svo að viðkomandi nái bata og stundum þurfi að huga að naeringarinntöku og veita ráðgjöf henni tengda svo hann nái bata.
„Því er dýrmaett að starfa í þverfaglegum hópi sem samanstendur af ólíkri sérfraeðiþekkingu. Þjónustuáaetlun er alltaf sett upp út frá þörfum notandans, hann stýrir þjónustunni og við fagfólkið nýtum sérfraeðiþekkingu okkar til að styðja hann í vegferð í átt að bata. Oft tekst fólki að ná tökum á lífinu aftur með því að breyta venjum sínum heima og stundum þarf að breyta umhverfinu svo þau geti orðið sjálfbjarga,“segir Guðrún Jóhanna.
Trú á eigin getu eykst
Endurhaefingarteymin hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar eru þrjú, mynduð af fagfólki innan félags-, mennta- og heilbrigðisvísinda, til að stuðla að heildraenni þjónustu sem tekur mið af ólíkum þörfum.
„Það er eflandi fyrir fagaðila að þurfa að halda sig við efnið og kynna sér ný úrraeði og taekni, því við viljum að fólk á efri árum haldi áfram að taka þátt í samfélaginu, hvort sem það er með því að vera sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum eða hlusta á skólabörn aefa heimalestur á bókasafninu. Það getur líka verið að fara í heimsókn til fjölskyldu og vina, því innan um eru einstaklingar sem hafa ekki komist til sinna nánustu í langan tíma vegna faerniskerðingar og heilsubrests.“
Allt að 80 prósent þeirra sem ljúka þjónustuferli Endurhaefingar í heimahúsi verða sjálf bjarga með þeim haetti að þurfa enga, eða minni þjónustu en í upphafi.
„Við hlúum að líkamlegu, andlegu og félagslegu heilbrigði því heilsa okkar byggir á þeim þáttum. Framfarirnar eru eflandi og trú á eigin getu eykst samhliða. Fólk fer að hreyfa sig meira og við það losnar um vellíðunarhormón sem hefur afar jákvaeð áhrif.“
Mikil aðstoð til að byrja með
Endurhaefing í heimahúsi er sniðin að þörfum og vilja notandans, með aðstoð maelitaekisins COPM (Canadian Occupational Performance Measure) eða maelingu á faerni við iðju.
„COPM styður einstaklinginn í að greina mögulegan iðjuvanda tengdan eigin umsjá, störfum og tómstundaiðju og þörf fyrir aðstoð, og að forgangsraða iðjuvanda út frá því hversu mikilvaegt það er fyrir hann að ná fyrri faerni við þá iðju. Sú forgangsröðun verður markmið endurhaefingar sem getur breyst í önnur markmið eftir því sem faerni viðkomandi eykst,“upplýsir Guðrún Jóhanna.
Til að byrja með hittast einstaklingurinn og teymið oft, svo hann fái taekifaeri til að endurtaka athöfnina oft í viku, aefa faerni sína í hvert skipti og finna lausnir við mögulegum vanda.
„Við veitum því mikla aðstoð í upphafi en drögum svo haegt og rólega úr þjónustunni eftir því sem faerni einstaklingsins eykst. Við viljum gera okkur óþörf, en með styðjandi og öruggum haetti og þá snýst þetta oft um að fylgjast með í seinni hluta þjónustunnar, til að sjá hvort og þá hvað það er sem veldur að viðkomandi er ekki að ná að verða sjálfbjarga.“
Breytir lífi fólks til hins betra
Árið 2019 voru 697 einstaklingar í þjónustu hjá endurhaefingarteymunum. Alls voru 575 einstaklingar útskrifaðir á árinu og 122 einstaklingar enn í þjónustu 1. janúar 2020.
„Til að fá endurhaefingu í heimahúsi þarf fyrst að saekja um félagslega heimaþjónustu hjá þjónustumiðstöð hverfanna eða leita til eða fá þjónustu á heilbrigðisstofnun, heilsugaeslu eða Landspítala, þar sem metin er þörf fyrir þjónustu heim af heilbrigðisstarfsfólki, sem saekir þá um heimahjúkrun,“útskýrir Guðrún Jóhanna.
„Í framtíðinni vonumst við til að sjá fleiri beiðnir sem tengjast forvarnarstarfi, þar sem sótt er um þjónustuna þegar einstaklingurinn er að byrja að veikjast eða missa faerni. Þannig getum við dregið úr þörfinni sem skapast í kjölfar veikinda, slysa og áfalla, þegar aðstaeður eru orðnar slaemar og ekki reynist alltaf létt að styðja viðkomandi í að ná settum markmiðum og finna jafnvaegi í daglegu lífi á ný,“segir Guðrún Jóhanna.
Hún lýsir sér eins og gangandi eldfjalli gagnvart þjónustuúrraeðinu Endurhaefing í heimahúsi.
„Því ég hef séð hversu miklu það breytir fyrir stóran hóp fólks sem er nú aftur við stjórnvölinn í sínu lífi og gerir það sem það vill, þegar það þarf og langar til.“