Fréttablaðið - Serblod

Við stjórn­völ­inn í eig­in lífi

Hundruð eldri borg­ara í Reykja­vík hafa end­ur­heimt sjálfsta­eði sitt, faerni og getu til að búa við ör­ugg­an kost og sem lengst heima, með liðsinni verk­efn­is­ins End­ur­haef­ing í heima­húsi.

-

Okk­ur þyk­ir öll­um svo inni­lega gam­an í vinn­unni. Það eru for­rétt­indi að kynn­ast mannauði eldri borg­ara sem við hitt­um í hvert sinn sem ný beiðni berst um heima­þjón­ustu. Við fá­um taekifa­eri til að kynn­ast nýju fólki, hverju með sína lífs­sögu og styrk­leika sem nýt­ist þeim í veg­ferð­inni í átt að bata og betri líð­an, og hjálp­ar þeim að vera áfram við stjórn­völ­inn í eig­in lífi,“seg­ir Guð­rún Jó­hanna Hall­gríms­dótt­ir, verk­efna­stjóri End­ur­haef­ing­ar í heima­húsi hjá vel­ferð­ar­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar.

„Við hitt­um ein­stak­linga sem óska eft­ir end­ur­haef­ingu heima hjá sér og setja í for­gang að end­ur­heimta faerni sína í að geta bað­að sig, kla­ett sig og greitt sér; að sinna heim­ili sínu, ganga frá, versla og elda og að vera í tengsl­um við fjöl­skyldu, vini og sam­fé­lag­ið. Fólk á tíra­eðis­aldri set­ur sér markmið um að kom­ast aft­ur í golf eða skíða­ferða­lag og við fá­um að vera með og sam­gleðj­ast þeg­ar fram­förum í bat­an­um er náð, hvort sem það er þeg­ar þau upp­lifa að geta aft­ur þurrk­að á sér faet­urna, kom­ist út í búð eða á golf­völl­inn.“

Kon­ur meiri­hluti not­enda

Verk­efn­ið End­ur­haef­ing í heima­húsi má rekja til Norð­ur­land­anna og hjá vel­ferð­ar­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar er það að miklu leyti byggt á fyr­ir­mynd frá Fredericia í Dan­mörku: La­engst muligt i eget liv.

Fyrsta teym­ið hóf störf hjá Reykja­vík­ur­borg í mars 2018 og er staerst­ur hluti not­enda kon­ur á aldr­in­um 70 til 89 ára.

„Helsta tak­mark End­ur­haef­ing­ar í heima­húsi er að ein­stak­ling­ur­inn nái fyrri faerni og verði aft­ur sjálf­bjarga, svo draga megi úr þjón­ustu­þörf­inni. Þjón­ust­an styð­ur við fólk til að geta bú­ið sem lengst heima og með ör­ugg­um haetti. Hvort sem það er að ná aft­ur fyrri faerni eða styrk eft­ir veik­indi að fullu eða að hluta til og nota þá hjálp­arta­eki eða vel­ferð­ar­ta­ekni, eins og að versla á net­inu eða nota ryk­suguró­bóta til að ein­falda líf­ið og geta tek­ist bet­ur á við það sjálf, án þess að vera háð að­komu annarra og áreit­inu sem því get­ur fylgt,“seg­ir Guð­rún Jó­hanna.

Leng­ur sjálf­bjarga heima

Guð­rún Jó­hanna tek­ur daemi um heima­þjón­ustu fyr­ir ein­stak­ling sem á erfitt með að kla­eða sig.

„Þeg­ar ég sem iðju­þjálfi hitti ein­stak­ling­inn kem­ur oft í ljós að hann get­ur í raun kla­ett sig að öllu leyti nema að kom­ast í stífa stuðn­ing­sokk­ana. Þar geta ým­is hjálp­arta­eki gert hann sjálf­bjarga, eins og sokkaífa­era eða griptöng, eða bara að sitja og fram­kvaema at­höfn­ina með breytt­um haetti.“

Stund­um þurfi orku­spar­andi vinnu­að­ferð­ir, hjálp­arta­eki, styrkj­andi og liðk­andi hreyfi­þjálf­un eða verkj­astill­andi með­ferð, svo að við­kom­andi nái bata og stund­um þurfi að huga að naer­ing­ar­inn­töku og veita ráð­gjöf henni tengda svo hann nái bata.

„Því er dýrma­ett að starfa í þverfag­leg­um hópi sem sam­an­stend­ur af ólíkri sér­fra­eði­þekk­ingu. Þjón­ustu­áa­etl­un er alltaf sett upp út frá þörf­um not­and­ans, hann stýr­ir þjón­ust­unni og við fag­fólk­ið nýt­um sér­fra­eði­þekk­ingu okk­ar til að styðja hann í veg­ferð í átt að bata. Oft tekst fólki að ná tök­um á líf­inu aft­ur með því að breyta venj­um sín­um heima og stund­um þarf að breyta um­hverf­inu svo þau geti orð­ið sjálf­bjarga,“seg­ir Guð­rún Jó­hanna.

Trú á eig­in getu eykst

End­ur­haef­ing­ar­t­eym­in hjá vel­ferð­ar­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar eru þrjú, mynd­uð af fag­fólki inn­an fé­lags-, mennta- og heil­brigð­is­vís­inda, til að stuðla að heildraenn­i þjón­ustu sem tek­ur mið af ólík­um þörf­um.

„Það er efl­andi fyr­ir fag­að­ila að þurfa að halda sig við efn­ið og kynna sér ný úrra­eði og taekni, því við vilj­um að fólk á efri ár­um haldi áfram að taka þátt í sam­fé­lag­inu, hvort sem það er með því að vera sjálf­boða­liði hjá Rauða kross­in­um eða hlusta á skóla­börn aefa heima­lest­ur á bóka­safn­inu. Það get­ur líka ver­ið að fara í heim­sókn til fjöl­skyldu og vina, því inn­an um eru ein­stak­ling­ar sem hafa ekki kom­ist til sinna nán­ustu í lang­an tíma vegna faernisker­ð­ing­ar og heilsu­brests.“

Allt að 80 pró­sent þeirra sem ljúka þjón­ustu­ferli End­ur­haef­ing­ar í heima­húsi verða sjálf bjarga með þeim haetti að þurfa enga, eða minni þjón­ustu en í upp­hafi.

„Við hlú­um að lík­am­legu, and­legu og fé­lags­legu heil­brigði því heilsa okk­ar bygg­ir á þeim þátt­um. Fram­far­irn­ar eru efl­andi og trú á eig­in getu eykst sam­hliða. Fólk fer að hreyfa sig meira og við það losn­ar um vellíð­un­ar­horm­ón sem hef­ur af­ar jákvaeð áhrif.“

Mik­il að­stoð til að byrja með

End­ur­haef­ing í heima­húsi er snið­in að þörf­um og vilja not­and­ans, með að­stoð maelita­ek­is­ins COPM (Cana­di­an Occupati­onal Per­formance Mea­sure) eða mael­ingu á faerni við iðju.

„COPM styð­ur ein­stak­ling­inn í að greina mögu­leg­an iðju­vanda tengd­an eig­in um­sjá, störf­um og tóm­stunda­iðju og þörf fyr­ir að­stoð, og að for­gangsr­aða iðju­vanda út frá því hversu mik­ilvaegt það er fyr­ir hann að ná fyrri faerni við þá iðju. Sú for­gangs­röð­un verð­ur markmið end­ur­haef­ing­ar sem get­ur breyst í önn­ur markmið eft­ir því sem faerni við­kom­andi eykst,“upp­lýs­ir Guð­rún Jó­hanna.

Til að byrja með hitt­ast ein­stak­ling­ur­inn og teym­ið oft, svo hann fái taekifa­eri til að end­ur­taka at­höfn­ina oft í viku, aefa faerni sína í hvert skipti og finna lausn­ir við mögu­leg­um vanda.

„Við veit­um því mikla að­stoð í upp­hafi en drög­um svo haegt og ró­lega úr þjón­ust­unni eft­ir því sem faerni ein­stak­lings­ins eykst. Við vilj­um gera okk­ur óþörf, en með styðj­andi og ör­ugg­um haetti og þá snýst þetta oft um að fylgj­ast með í seinni hluta þjón­ust­unn­ar, til að sjá hvort og þá hvað það er sem veld­ur að við­kom­andi er ekki að ná að verða sjálf­bjarga.“

Breyt­ir lífi fólks til hins betra

Ár­ið 2019 voru 697 ein­stak­ling­ar í þjón­ustu hjá end­ur­haef­ing­ar­t­eymun­um. Alls voru 575 ein­stak­ling­ar út­skrif­að­ir á ár­inu og 122 ein­stak­ling­ar enn í þjón­ustu 1. janú­ar 2020.

„Til að fá end­ur­haef­ingu í heima­húsi þarf fyrst að sa­ekja um fé­lags­lega heima­þjón­ustu hjá þjón­ustumið­stöð hverf­anna eða leita til eða fá þjón­ustu á heil­brigð­is­stofn­un, heilsugaes­lu eða Land­spít­ala, þar sem met­in er þörf fyr­ir þjón­ustu heim af heil­brigð­is­starfs­fólki, sem sa­ek­ir þá um heima­hjúkr­un,“út­skýr­ir Guð­rún Jó­hanna.

„Í fram­tíð­inni von­umst við til að sjá fleiri beiðn­ir sem tengj­ast for­varn­ar­starfi, þar sem sótt er um þjón­ust­una þeg­ar ein­stak­ling­ur­inn er að byrja að veikj­ast eða missa faerni. Þannig get­um við dreg­ið úr þörf­inni sem skap­ast í kjöl­far veik­inda, slysa og áfalla, þeg­ar að­sta­eð­ur eru orðn­ar slaem­ar og ekki reyn­ist alltaf létt að styðja við­kom­andi í að ná sett­um mark­mið­um og finna jafn­vaegi í dag­legu lífi á ný,“seg­ir Guð­rún Jó­hanna.

Hún lýs­ir sér eins og gang­andi eld­fjalli gagn­vart þjón­ustu­úrra­eð­inu End­ur­haef­ing í heima­húsi.

„Því ég hef séð hversu miklu það breyt­ir fyr­ir stór­an hóp fólks sem er nú aft­ur við stjórn­völ­inn í sínu lífi og ger­ir það sem það vill, þeg­ar það þarf og lang­ar til.“

 ?? FRÉTTABLAЭIÐ/VALLI ?? Þverfag­legt teymi vel­ferð­ar­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar. Guð­rún Jó­hanna stend­ur fremst.
FRÉTTABLAЭIÐ/VALLI Þverfag­legt teymi vel­ferð­ar­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar. Guð­rún Jó­hanna stend­ur fremst.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland