Alsael á nýja staðnum
Hjónin Björg Saeby Friðriksdóttir og Sveinn Sveinsson fluttu á Sléttuna frá Siglufirði fyrir mánuði og segjast alsael á nýja staðnum. „Við erum búin að vera að hugsa um að flytja í þrjú til fjögur ár og áttum stórt hús á Siglufirði sem við seldum,“segir Björg. „Það var erfitt að minnka við sig heima, allir aettingjar og vinir okkar eru hérna og við erum komin á aldur, þannig að við ákváðum að það vaeri kominn tími til að breyta til.
Sveinn er fyrrverandi sjómaður og Naustavör, dótturfélag Sjómannadagsráðs, rekur leiguíbúðir hér. Við sáum fram á að þessi staður myndi henta okkur sérstaklega vel. Það er mjög vel búið að fólkinu sem flytur hérna inn og hér er mjög mikið að gera,“segir Björg. „Við göngum mikið og það eru frábaerar gönguleiðir hér í kring og við sjáum fram á að geta farið á gönguskíði á veturna. Það er líka púttvöllur hérna fyrir framan og við erum með dásamlegt útsýni úr íbúðinni okkar á fjórðu haeð. Svalirnar eru líka yfirbyggðar með gleri, sem er dásamlegt og baeði lengir sumarið og staekkar íbúðina.
Hér verður líka ýmiss konar heilsuefling og tómstundir, eins og bridds og vist í boði, þannig að Sléttan hefur upp á mjög margt að bjóða,“segir Björg. „Hér getur fólk baeði tekið þátt í öllu mögulegu og lifað sínu lífi.
Hér erum við svolítið út úr, en samt í hringiðunni, og svo er náttúrulega frábaert að geta verið svona nálaegt sínu fólki, börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum. Við erum mjög ánaegð að við skyldum flytja hingað og líkar afar vel,“segir Björg að lokum.