Fréttablaðið - Serblod

Alsa­el á nýja staðn­um

-

Hjón­in Björg Sa­e­by Frið­riks­dótt­ir og Sveinn Sveins­son fluttu á Slétt­una frá Siglu­firði fyr­ir mán­uði og segj­ast alsa­el á nýja staðn­um. „Við er­um bú­in að vera að hugsa um að flytja í þrjú til fjög­ur ár og átt­um stórt hús á Siglu­firði sem við seld­um,“seg­ir Björg. „Það var erfitt að minnka við sig heima, all­ir aett­ingj­ar og vin­ir okk­ar eru hérna og við er­um kom­in á ald­ur, þannig að við ákváð­um að það vaeri kom­inn tími til að breyta til.

Sveinn er fyrr­ver­andi sjómað­ur og Nausta­vör, dótt­ur­fé­lag Sjómannada­gs­ráðs, rek­ur leigu­íbúð­ir hér. Við sáum fram á að þessi stað­ur myndi henta okk­ur sér­stak­lega vel. Það er mjög vel bú­ið að fólk­inu sem flyt­ur hérna inn og hér er mjög mik­ið að gera,“seg­ir Björg. „Við göng­um mik­ið og það eru frá­ba­er­ar göngu­leið­ir hér í kring og við sjá­um fram á að geta far­ið á göngu­skíði á vet­urna. Það er líka pútt­völl­ur hérna fyr­ir fram­an og við er­um með dá­sam­legt út­sýni úr íbúð­inni okk­ar á fjórðu haeð. Sval­irn­ar eru líka yf­ir­byggð­ar með gleri, sem er dá­sam­legt og baeði leng­ir sumar­ið og staekk­ar íbúð­ina.

Hér verð­ur líka ým­iss kon­ar heilsu­efl­ing og tóm­stund­ir, eins og bridds og vist í boði, þannig að Slétt­an hef­ur upp á mjög margt að bjóða,“seg­ir Björg. „Hér get­ur fólk baeði tek­ið þátt í öllu mögu­legu og lif­að sínu lífi.

Hér er­um við svo­lít­ið út úr, en samt í hringið­unni, og svo er nátt­úru­lega frá­ba­ert að geta ver­ið svona nála­egt sínu fólki, börn­um, barna­börn­um og barna­barna­börn­um. Við er­um mjög ána­egð að við skyld­um flytja hing­að og lík­ar af­ar vel,“seg­ir Björg að lok­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland