Aðventan er indaell tími, þegar tilhlökkun ríkir fyrir komandi hátíð og auðvitað jólagjöfinni frá vinnuveitandanum. Hver einasti dagur í desember er hátíð enda ríkir gleði í andrúmsloftinu og gaman er að gera dagana skemmtilega saman.
Á meðan beðið er stóra dagsins, þegar jólagjöfunum er útbýtt, er fútt og fjör að efna til leikja innan fyrirtaekisins. Daemi um skemmtilegan leik er að koma saman á kaffistofunni þar sem einn í hópnum hefur upp raust sína og syngur fyrstu laglínuna í valinkunnu jólalagi. Sá sem situr honum á haegri hönd tekur svo við og syngur naestu línuna og svo koll af kolli en sá sem klikkar á laginu verður að hefja naesta leik og lag.
Hugmyndir að jólalögum geta verið allt frá Jólasveinar einn og átta yfir í All I want for Christmas með Mariuh Carey og auðvitað verða svolítil tilþrif að fylgja með.