Fréttablaðið - Serblod

Sjö þús­und ára saga legg­ur grunn­inn

Það kem­ur ef­laust ein­hverj­um á óvart að vita til þess að sögu end­ur­skoð­un­ar og bók­halds má allt í senn rekja til Mesópóta­míu til forna, Ítal­íu mið­alda og Bret­lands stuttu fyr­ir iðn­bylt­ing­una.

-

Upp­haf end­ur­skoð­un­ar sem fags má í raun rekja langt aft­ur í ald­ir til forn Mesópóta­míu fyr­ir 7.000 ár­um og teng­ist hún sterk­lega þró­un í rit­máli, taln­ingu og pen­ing­um sem og aeva­forn­um end­ur­skoð­un­ar­kerf­um Egypta og Ba­býlon­íu­manna.

Kus­him, fyrsti nefndi mað­ur­inn?

Fyrstu rit­uðu heim­ild­irn­ar sem til eru al­mennt eru ein­mitt frá þess­um tíma, í formi leir- og síð­ar steintafla sem rist­ar voru með skrift sem kall­ast cu­nei­form. Cu­nei­form var not­að í yf­ir 3.000 ár og er í sjálfu sér ekki tungu­mál held­ur eins kon­ar upp­lýs­inga­form sem fjöldi menn­ing­ar­heima nýtti sér, eins kon­ar „lingua franca“sam­skipta­mál as­sýríska og babýlon­íska heimsveld­is­ins. Súm­er­ísk­ir rit­ar­ar í fornu borg­inni Uruk, sem í dag sam­svar­ar því landsvaeði þar sem Írak er, voru þá fyrst­ir til þess að þróa cu­nei­form ár­ið 3200 f. Kr.

Lang­flest­ar rit­að­ar heim­ild­ir með cu­nei­form voru í formi bók­halds eða skrift­ara­ef­inga. Til gam­ans má geta að fyrsta nefnda mann­eskj­an í rit­uð­um heim­ild­um er lík­lega mað­ur að nafni Kus­him. En Kus­him nafn­ið er að finna á hinni svo­nefndu „Kus­him-töflu“frá Uruk-tíma­bil­inu, sem stóð frá 3400-3000 f. Kr. Á þess­ari sömu töflu var að finna upp­lýs­ing­ar um kaup og sölu á byggi. Þó er óljóst hvort Kus­him sé nafn á ein­stak­lingi, tit­ill manns eða stofn­un. Á töfl­unni stend­ur „29.086 mael­ing­ar bygg 37 mán­uð­ir Kus­him.“Halda sum­ir að Kus­him sé und­ir­skrift þess sem rit­aði töfl­una, en Kus­him kem­ur fram á átján mis­mun­andi leirtöfl­um frá tíma­bil­inu.

Auk­in þörf á bókur­um í Evr­ópu

Þeg­ar Evr­ópa mið­alda fór að þró­ast í átt að fjár­mála­veldi á 13. öld, óx þörf­in á bók­haldi hjá kaup­mönn­um til þess að halda ut­an um við­skipti sem voru fjár­mögn­uð af bank­an­um. Ítalski munkur­inn Luca Pacioli er stund­um nefnd­ur fað­ir end­ur­skoð­un­ar og bók­halds, en hann gaf út fyrstu út­skýr­ing­ar á reikn­ings­haldi ár­ið 1494. Um er að raeða að­ferð­ir, sem nefnd­ar eru tví­hliða bók­hald, sem kaup­menn á Ítal­íu höfðu að öll­um lík­ind­um þá þeg­ar not­að í hálfa öld. En tví­hliða bók­hald, þar sem hald­ið var ut­an um baeði de­bet- og kred­it­fa­ersl­ur, var tölu­verð bylt­ing þeg­ar það kom fram.

Iðn­bylt­ing­in í Bretlandi

Fyrstu end­ur­skoð­end­urn­ir voru í raun bók­ar­ar sem að­stoð­uðu stjórn­end­ur við þró­un kerf­is­bund­inna að­ferða á skrán­ingu við­skipta, og efna­hags­leg­ar af­leið­ing­ar verk­efna hverju sinni. Nú­tíma­end­ur­skoð­un má þó segja að sé upp­runn­in að mestu leyti í Bretlandi. Á 19. öld voru Bret­ar helstu boð­ber­ar kaupauðg­is­stefnu og það var ein­mitt þar sem iðn­bylt­ing­in hófst.

Upp­runi hins hefð­bundna bók­hald­ara í Bretlandi bygg­ist á aevagöml­um hefð­um sem rekja má allt aft­ur í mið­ald­ir. Þá voru bók­ar­ar ekki end­ur­skoð­end­ur eins og við þekkj­um þá í dag, held­ur starfs­menn fyr­ir­ta­ekj­anna. Þrátt fyr­ir að sjá um fjár­mál fyr­ir­ta­ek­is­ins hafði bók­hald­ari enga getu til þess að veita vinnu­veit­anda sín­um að­hald í fjár­mál­um, líkt og end­ur­skoð­end­ur í dag.

Á þrett­ándu öld var síð­an orð­in til hug­mynd um nú­tíma­legri end­ur­skoð­anda, sem var þá kos­inn ein­stak­ling­ur sem fór yf­ir það hvort op­in­beru fé vaeri ekki ör­ugg­lega var­ið á skyn­sam­leg­an hátt. Þar með var sá að­ili orð­inn að eins kon­ar mál­svara fyr­ir íbúa rík­is­ins.

Við upp­haf iðn­bylt­ing­ar­inn­ar í Bretlandi voru gild­andi lög um stofn­un nýrra fyr­ir­ta­ekja sem höml­uðu mjög þró­un og ný­stofn­un út öld­ina og leng­ur. Lög­in sem höfðu ver­ið sett ár­ið 1720 kröfð­ust þess að við stofn­un nýrra fyr­ir­ta­ekja þyrfti að liggja fyr­ir sér­stakt leyfi frá krún­unni. En ásta­eða þess að lög­in höfðu ver­ið sett, var fyrsta efna­hags­ból­an á hluta­bréfa­mark­aði í kring­um fyr­ir­ta­ek­ið South Seas í upp­hafi 18. ald­ar. Ár­ið 1825 var lög­un­um breytt þannig að ekki þurfti leng­ur sér­stakt leyfi frá krún­unni til að stofna fyr­ir­ta­eki.

Fjölg­un end­ur­skoð­enda

Ár­ið 1844 voru enn frem­ur sett ný lög í Bretlandi um stofn­un og rekst­ur fyr­ir­ta­ekja. Laga­setn­ing­in kom til vegna nýrr­ar efna­hags­bólu vegna upp­bygg­ing­ar járn­brauta og sölu á hluta­bréf­um til fjár­mögn­un­ar á þeim. Laga­setn­ing­in gerði kröfu um að not­að­ir yrðu end­ur­skoð­end­ur sem vaeru kosn­ir af hlut­höf­um til að stað­festa fjár­hags­upp­lýs­ing­ar. Lög­in juku mjög eft­ir­spurn eft­ir end­ur­skoð­end­um, langt um­fram fram­boð. En ár­ið 1799 voru starf­andi ell­efu end­ur­skoð­end­ur í London og fimm­tíu ár­um seinna voru þeir orðn­ir 210.

Þró­un­in hef­ur ver­ið hröð í end­ur­skoð­un­ar- og bók­halds­geir­an­um og nýj­asta þró­un­ar­stökk­ið er vaent­an­lega hið rafra­ena, enda laet­ur það í té allt í senn hraða, skil­virkni, ná­kvaemni og veit­ir yf­ir­sýn, sem allt eru lyk­il­at­riði í far­sa­el­um fyr­ir­ta­ekja- og stofn­ana­rekstri.

Þró­un­in hef­ur ver­ið hröð í geir­an­um og nýj­asta þró­un­ar­stökk­ið er vaent­an­lega hið rafra­ena.

 ?? MYNDIR/GETTY. ?? Leirtafla þessi sem rist er cu­nei­form rit­máli fannst í upp­greftri á Nipp­ir í Mesópóta­míu. Tafl­an er lík­lega frá 2600–2350 f. Kr. Upp­lýs­ing­arn­ar segja til um dreif­ingu kop­ar­hnífa og til­grein­ir hnífa­út­hlut­un til ein­stak­linga.
MYNDIR/GETTY. Leirtafla þessi sem rist er cu­nei­form rit­máli fannst í upp­greftri á Nipp­ir í Mesópóta­míu. Tafl­an er lík­lega frá 2600–2350 f. Kr. Upp­lýs­ing­arn­ar segja til um dreif­ingu kop­ar­hnífa og til­grein­ir hnífa­út­hlut­un til ein­stak­linga.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland