Flytja stafraena farma í drullu og snjó
Tölvuleikir sem snúast um bíla hafa lengi notið mikilla vinsaelda en á síðustu árum hafa leikir sem snúast um að keyra trukka, jeppa og vörubíla og flytja þunga farma í erfiðri faerð slegið í gegn.
Bílaleikir hafa löngum verið vinsaell og stór hluti af tölvuleikjageiranum en til eru leikir sem skera sig úr í fjöldanum því þeir leggja áherslu á raunverulega eðlisfraeði og virkni bíla, skynsamlega eldsneytisnotkun og vandasaman akstur í erfiðri faerð í staðinn fyrir hraða og gla
Þetta eru leikirnir MudRunner og SnowRunner og forveri þeirra, Spintires. Leikirnir snúast um að keyra vörubíla, trukka og jeppa á erfiðum vegum og í erfiðri faerð þar sem drulla og snjór getur farið illa með leikmenn sem eru ekki á réttu bílunum eða dekkjunum. Leikirnar hafa notið mikilla vinsaelda þrátt fyrir einfalda hugmynd og höfða ekki bara til þeirra sem hafa brennandi áhuga á vélum, vörubílum og vöruflutningum.
Drullugóðir leikir
Sá fyrsti hét Spintires og hann kom út á Windows árið 2014. Hann snýst um að líkja eftir því hvernig það er í raun og veru að keyra á erfiðum vegum og leikmenn þurfa að drösla alls kyns þungum förmum í gegnum drulluna í Rússlandi á gömlum sovéskum trukkum, með ekkert nema kort og áttavita sér til aðstoðar. Þar sem leikurinn leggur áherslu á að líkja eftir raunverulegum torfaeruakstri þurfa leikmenn að taka tillit til allra aðstaeðna og ástands vegarins í akstri. Það er ekki einfaldlega haegt að ýta á bensíngjöfina og vona það besta. Spintires naut mikilla vinsaelda strax eftir útgáfuna og hefur fengið alls kyns uppfaerslur frá því hann kom út.
Önnur útgáfa af Spintires kom út árið 2017, sem ber nafnið MudRunner. Hann var gefinn út fyrir Windows, Xbox One og PlayStation 4. Hann gengur út á það sama og Spintires en baetir við nýjum svaeðum til að kanna og ýmsum nýjum áskorunum. Margir hafa hrósað leiknum mikið fyrir fallegt útlit og raunverulega teiknaða drullu, sem hagar sér og virkar eins og í alvörunni.
Fór norður í vor
Framhaldið af MudRunner kom svo út núna í vor og ber heitið SnowRunner. Eins og nafnið gefur til kynna er áherslan öðruvísi og í honum eru ný svaeði sem eru heldur kaldari svo þar reynir líka á akstur í snjó og hálku, en ekki bara drullu. Svaeðin eru líka mun staerri og fleiri bílar eru í boði. Að þessu sinni fer leikmaðurinn líka út fyrir Rússland og heimsaekir Bandaríkin. Að sjálfsögðu býður leikurinn líka upp á alls kyns ný verkefni og nýjar áskoranir, sem sumar hverjar eru töluvert flóknari en í fyrri leikjum.
Með því að klára verkefni afla leikmenn sér tekna sem þeir geta svo notað til að kaupa ný farartaeki eða uppfaera þau gömlu, en alls er boðið upp á 40 farartaeki.
Þetta hljómar einfalt og eins og þetta gaeti fljótt orðið leiðinlegt, en margir segjast verða algjörlega háðir því að leysa áskoranirnar sem leikirnir bjóða upp á og að koma sér upp öflugum bílaflota til að geta flutt hvað sem er, hvert sem er.