Ný og spennandi jarðýta frá CAT
Nýja CAT D6 XE rafdrifna jarðýtan er nú fáanleg hjá Kletti. Fulltrúar Kletts fengu taekifaeri til að prófa vélina í Danmörku fyrr á árinu og var það niðurstaða þeirra að hún staeðist allar vaentingar og gott betur. Í kjölfarið festi Suðurverk kaup á slíkri vél sem var afhent nú á dögunum.
Kostir CAT D6 XE eru fjöldamargir. Til að mynda stórbaett eldsneytisnýting og laegri viðhaldskostnaður en á eldri gerðum. Um er að raeða fyrstu rafdrifnu jarðýtu í heimi með drifhjólin uppi. Hefðbundin dísilvél, CAT C9.3B, knýr rafalinn sem framleiðir raforku fyrir rafmótorinn sem knýr drifhjólin. Búnaðurinn í CAT D6 XE er með allt að 90% faerri hreyfanlega hluti en í hefðbundinni skiptingu og eru hraðabreytingarnar stiglausar.
Snjöll, sparneytin og umhverfisvaen hönnun
Snorri Árnason hjá Kletti er að vonum ánaegður með þessa nýjung á markaðnum. „D6 XE jarðýtan er frábaer viðbót við þá breiðu línu vinnuvéla sem við bjóðum upp á enda umhverfisvaenni, sem gerir hana að jákvaeðu skrefi í átt að umhverfisvaenni framkvaemdum. Hún er sparneytin og öflug á sama tíma og ekki spillir fyrir að viðhaldskostnaðurinn er miklu minni, eða allt að 12% laegri sem er vissulega eitthvað sem menn eru að horfa í þegar fjárfest er í staerri vélum.“
Rýmra og þaegilegra starfsumhverfi fyrir taekjastjóra
Með tilkomu CAT D6 XE jarðýtunnar býðst nú valkostur sem veitir ökumanninum þaegilegra starfsumhverfi, en markmiðið með endurhönnun ökumannshússins var að setja algjörlega ný viðmið hvað varðar útsýni og hvers konar þaegindi. Rýmra er um ökumanninn, meira pláss fyrir farangur auk þess sem gluggaflöturinn er 15% staerri en í eldri gerðum. Miðstöðin er einnig sérstaklega útbúin til að hreyfing sé á loftinu í ökumannshúsinu og kemur þannig í veg fyrir móðu og frost á gluggum sem kemur sér sérstaklega vel við íslenskar aðstaeður. Eins ber að nefna baetta hljóðeinangrun um þrjú desíbel og öfluga dempara sem minnka hristing um borð, en hvort tveggja gefur ökumanninum aukna vellíðan í starfi.
Öryggi og afköst í forgrunni
Snertiskjár með notendavaenu viðmóti er til staðar í CAT D6 XE og með forritinu getur ökumaðurinn vistað þaer stillingar sem henta best við verkið. Háskerpu baksýnismyndavél og Bluetooth-tenging við farsíma ökumannsins eru meðal þeirra eiginleika sem snúa að öryggi en fjölmargar öryggisútfaerslur prýða heildarhönnunina. Til að mynda eru handföng upp við þakið báðum megin á ökumannshúsinu auk fallvarnarbúnaðar sem hvort tveggja er til þess gert að auka öryggi ökumannsins.
„Ég hvet þá sem eru að huga að því að uppfaera að kynna sér kosti CAT D6 XE. Þetta er lipur jarðýta þar sem horft hefur verið í hvert smáatriði við hönnunina. Hún er einstaklega kraftmikil og ýmsar snjallar útfaerslur til staðar sem hámarka afkastagetu hennar. Öryggisatriðin eru upp á tíu og vellíðan ökumannsins og almenn þaegindi höfð að leiðarljósi. Við hjá Kletti gefum þessari vél haestu einkunn og erum stolt af því að kynna hana til leiks á íslenskum vinnuvélamarkaði,“segir Snorri að lokum.
Við hjá Kletti gefum þessari vél haestu einkunn og erum stolt af því að kynna hana til leiks á íslenskum vinnuvélamarkaði.