Fréttablaðið - Serblod

Sól­ar­hring­ur í far­sótt­ar­húsi

Rauði kross­inn hef­ur frá vor­mán­uð­um rek­ið far­sótt­ar­hús vegna heims­far­ald­urs­ins. Starfs­fólk húss­ins tók sam­an verk­efni dags­ins í far­sótt­ar­hús­inu sem eru mörg og mis­jafn­lega flók­in.

-

08:00 Far­ið með morg­un­mat til gesta. Sum­ir sváfu og var bakki skil­inn eft­ir við hurð­ina. Tek­ið spjall við þá sem voru vak­andi, hvernig þeir sváfu og hvernig þeim líði. Á eitt her­bergi vant­aði kaffi, syk­ur og verkja­töfl­ur. Í öðru her­bergi var gest­ur kom­inn með 39,2 stiga hita og þarf að fylgj­ast vel hon­um.

10:00 All­ur morg­un­mat­ur kom­inn á her­bergi, róm­an­tík í loft­inu þar sem maki eins gests­ins kom með blóm og nammi og raeddu þau svo sam­an út um glugg­ann á hót­el­inu.

10:30 Gest­ur af þriðju haeð kom nið­ur í and­dyri og hafði all­an far­ang­ur með sér, en hann var er­lend­ur ferða­mað­ur. Sagð­ist hann vera bú­inn í sótt­kví og aetl­aði því heim. Við­kom­andi er hins veg­ar COVID-sýkt­ur og ein­angr­un hans því ekki lok­ið. Var hann því send­ur aft­ur upp á her­bergi en var mjög ósátt­ur. Haft var sam­band við COVID­deild­ina sem aetl­ar að tala við hann og út­skýra bet­ur hvernig ein­angr­un virk­ar og hvena­er hann faer ferða­leyfi.

11:00 Gest­ir komu á Foss­hót­el Rauðará, á sama tíma var ein­stak­ling­ur send­ur frá Land­spít­al­an­um sem var tek­ið á móti á Foss­hót­el Lind. Hlaup milli staða.

11:15 Einn gest­ur­inn átti af­ma­eli. Hann dvel­ur í her­bergi ásamt kaer­ustu sinni og fjöl­skylda henn­ar kom með pakka sem við fór­um með upp til hans. Á sama tíma stóðu þau nokk­ur fyr­ir ut­an og spil­uðu af­ma­el­is­söng­inn fyr­ir hann á trom­pet.

12:00 Ljúf­feng­um há­deg­is­mat var dreift, gest­ir tóku vel í lamb og pip­arsósu fyr­ir ut­an einn gest sem gleymdi að láta vita að hann borð­aði ekki lamba­kjöt. Í ljós kom að tveir gest­ir höfðu ekki opn­að og náð í morg­un­mat. Bank­að var og ann­ar opn­aði, hafði sof­ið fram eft­ir. Tók hann ba­eði morg­un- og há­deg­is­mat feg­ins hendi. Hinn gest­ur­inn opn­aði ekki þrátt fyr­ir að bank­að vaeri og var því hringt í hann. Hann svar­aði loks og kvaðst hafa sof­ið illa. Far­ið var upp og spjall­að við hann, hon­um líð­ur illa, er með bein­verki og höf­uð­verk. Var maeld­ur og fékk hitala­ekk­andi lyf sem hann tók. Haft var sam­band við hann aft­ur um klukku­tíma síð­ar og leið hon­um þá bet­ur. Fylgst verð­ur með líð­an hans.

13:00 Í dag eru fimm skjólsta­eð­ing­ar komn­ir í hús og einn hef­ur feng­ið út­skrift frá okk­ur að beiðni COVID-göngu­deild­ar.

14:00 Vín­ber­ið kom faer­andi hendi, nammi handa ba­eði gest­um og starfs­fólki. Við er­um snort­in og þakk­lát fyr­ir það.

14:30 Gest vant­aði tann­bursta og tann­krem og var það út­veg­að.

15:00 Nám­skeið fyr­ir verð­andi sjálf­boða­liða. Tíu komu á nám­skeið­ið, þar af ein sem var hjá okk­ur í fyrstu bylgju sem skjólsta­eð­ing­ur.

16:00 Nám­skeið­ið gekk mjög vel og það aetla all­ir að halda áfram að starfa með okk­ur í far­sótt­ar­húsi. 16:30 Vakta­skipti þar sem far­ið er yf­ir stöð­una.

17:00 Fjöl­skylda út­skrif­uð. Með­an þau pökk­uðu nið­ur mátti sjá börn hlaupa á milli her­bergja og spenn­an greini­lega mik­il. Þau voru af­ar þakk­lát fyr­ir góð­ar mót­tök­ur og vin­gjarn­leika í þeirra garð.

18:00 Mat var út­deilt og í leið­inni var spjall­að við gesti húss­ins um dag­inn og veg­inn, ein­staka þurfa and­lega hvatn­ingu og aðr­ir spjall um lík­am­lega líð­an.

19:00 La­ekn­ir af La­ekn­a­vakt­inni kom til að taka 15 sýni, sem tók rúm­an klukku­tíma. Nýr gest­ur kom í ein­angr­un á sama tíma. Nóg að gera hjá starfs­fólki og sjálf­boða­lið­um Rauða kross­ins í kvöld.

01:00 Bruna­kerf­ið fór í gang og sýndi stjórn­borð bruna­meld­ingu úr ákveðnu her­bergi. Geng­ið var úr skugga um að eng­inn eld­ur vaeri, en í ljós kom að ein­hver hafði ver­ið að reykja inni á her­bergi. Kerfi var end­urraest, far­ið var upp á loft og loftraesti­kerfi end­urraest og hringt var í þá gesti sem sáust á ferli í mynda­vél­um.

02:00 Þrír gest­ir komu. Tek­ið var á móti þeim, út­skýrð­ar fyr­ir þeim regl­ur húss­ins og fylgt inn á her­bergi.

05:00 var hringt úr einu her­bergi, gest­ur­inn gat ekki sof­ið fyr­ir kvíða. Far­ið var upp í spjall, set­ið í ca. klukku­tíma þar til hon­um leið bet­ur og treysti sér til að sofa. Kíkt var aft­ur inn til hans um 06 og var hann þá sof­andi. Síð­ar um dag­inn var aft­ur kíkt á gest­inn, hon­um leið bet­ur og var mjög þakk­lát­ur fyr­ir að hafa feng­ið spjall í nótt.

 ??  ?? Starfs­menn Rauða kross­ins að störf­um í far­sótt­ar­hús­inu.
Starfs­menn Rauða kross­ins að störf­um í far­sótt­ar­hús­inu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland