Sólarhringur í farsóttarhúsi
Rauði krossinn hefur frá vormánuðum rekið farsóttarhús vegna heimsfaraldursins. Starfsfólk hússins tók saman verkefni dagsins í farsóttarhúsinu sem eru mörg og misjafnlega flókin.
08:00 Farið með morgunmat til gesta. Sumir sváfu og var bakki skilinn eftir við hurðina. Tekið spjall við þá sem voru vakandi, hvernig þeir sváfu og hvernig þeim líði. Á eitt herbergi vantaði kaffi, sykur og verkjatöflur. Í öðru herbergi var gestur kominn með 39,2 stiga hita og þarf að fylgjast vel honum.
10:00 Allur morgunmatur kominn á herbergi, rómantík í loftinu þar sem maki eins gestsins kom með blóm og nammi og raeddu þau svo saman út um gluggann á hótelinu.
10:30 Gestur af þriðju haeð kom niður í anddyri og hafði allan farangur með sér, en hann var erlendur ferðamaður. Sagðist hann vera búinn í sóttkví og aetlaði því heim. Viðkomandi er hins vegar COVID-sýktur og einangrun hans því ekki lokið. Var hann því sendur aftur upp á herbergi en var mjög ósáttur. Haft var samband við COVIDdeildina sem aetlar að tala við hann og útskýra betur hvernig einangrun virkar og hvenaer hann faer ferðaleyfi.
11:00 Gestir komu á Fosshótel Rauðará, á sama tíma var einstaklingur sendur frá Landspítalanum sem var tekið á móti á Fosshótel Lind. Hlaup milli staða.
11:15 Einn gesturinn átti afmaeli. Hann dvelur í herbergi ásamt kaerustu sinni og fjölskylda hennar kom með pakka sem við fórum með upp til hans. Á sama tíma stóðu þau nokkur fyrir utan og spiluðu afmaelissönginn fyrir hann á trompet.
12:00 Ljúffengum hádegismat var dreift, gestir tóku vel í lamb og piparsósu fyrir utan einn gest sem gleymdi að láta vita að hann borðaði ekki lambakjöt. Í ljós kom að tveir gestir höfðu ekki opnað og náð í morgunmat. Bankað var og annar opnaði, hafði sofið fram eftir. Tók hann baeði morgun- og hádegismat fegins hendi. Hinn gesturinn opnaði ekki þrátt fyrir að bankað vaeri og var því hringt í hann. Hann svaraði loks og kvaðst hafa sofið illa. Farið var upp og spjallað við hann, honum líður illa, er með beinverki og höfuðverk. Var maeldur og fékk hitalaekkandi lyf sem hann tók. Haft var samband við hann aftur um klukkutíma síðar og leið honum þá betur. Fylgst verður með líðan hans.
13:00 Í dag eru fimm skjólstaeðingar komnir í hús og einn hefur fengið útskrift frá okkur að beiðni COVID-göngudeildar.
14:00 Vínberið kom faerandi hendi, nammi handa baeði gestum og starfsfólki. Við erum snortin og þakklát fyrir það.
14:30 Gest vantaði tannbursta og tannkrem og var það útvegað.
15:00 Námskeið fyrir verðandi sjálfboðaliða. Tíu komu á námskeiðið, þar af ein sem var hjá okkur í fyrstu bylgju sem skjólstaeðingur.
16:00 Námskeiðið gekk mjög vel og það aetla allir að halda áfram að starfa með okkur í farsóttarhúsi. 16:30 Vaktaskipti þar sem farið er yfir stöðuna.
17:00 Fjölskylda útskrifuð. Meðan þau pökkuðu niður mátti sjá börn hlaupa á milli herbergja og spennan greinilega mikil. Þau voru afar þakklát fyrir góðar móttökur og vingjarnleika í þeirra garð.
18:00 Mat var útdeilt og í leiðinni var spjallað við gesti hússins um daginn og veginn, einstaka þurfa andlega hvatningu og aðrir spjall um líkamlega líðan.
19:00 Laeknir af Laeknavaktinni kom til að taka 15 sýni, sem tók rúman klukkutíma. Nýr gestur kom í einangrun á sama tíma. Nóg að gera hjá starfsfólki og sjálfboðaliðum Rauða krossins í kvöld.
01:00 Brunakerfið fór í gang og sýndi stjórnborð brunameldingu úr ákveðnu herbergi. Gengið var úr skugga um að enginn eldur vaeri, en í ljós kom að einhver hafði verið að reykja inni á herbergi. Kerfi var endurraest, farið var upp á loft og loftraestikerfi endurraest og hringt var í þá gesti sem sáust á ferli í myndavélum.
02:00 Þrír gestir komu. Tekið var á móti þeim, útskýrðar fyrir þeim reglur hússins og fylgt inn á herbergi.
05:00 var hringt úr einu herbergi, gesturinn gat ekki sofið fyrir kvíða. Farið var upp í spjall, setið í ca. klukkutíma þar til honum leið betur og treysti sér til að sofa. Kíkt var aftur inn til hans um 06 og var hann þá sofandi. Síðar um daginn var aftur kíkt á gestinn, honum leið betur og var mjög þakklátur fyrir að hafa fengið spjall í nótt.