Aðkoma atvinnulífsins er ein helsta forsenda framfara
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, beitir sér fyrir auknum hlut atvinnulífsins í þróunarsamvinnu og segir að aðkoma þess sé mikilvaeg forsenda framfara.
Heimsmarkmiðin snerta í sjálfu sér allt sem lífsanda dregur og mynda jafnvaegi milli helstu þátta sjálfbaerrar þróunar. Þótt staerstu áskoranirnar snúi að því að útrýma fátaekt og hungri í þróunarríkjunum þá taka þau líka til sviða sem varða okkur öll, til daemis umhverfis- og loftslagsmála,“segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, um heimsmarkmiðin.
„Í alþjóðlegri samvinnu leggjum við mikla áherslu á mál þar sem við höfum hvað mestu að miðla, en það eru markmiðin sem varða jafnrétti og sjálfbaera nýtingu náttúruauðlinda,“segir Guðlaugur Þór. „Í þessu samhengi má nefna að vel hefur gengið að virkja íslenska sérþekkingu á sviði jarðhita í samstarfi við alþjóðlegar stofnanir svo sem Norraena þróunarsjóðinn (NDF) og Alþjóðabankann. Þessi verkefni styðja við viðleitni og getu landa til að nýta jarðhita, framleiða orku og skapa störf, en á sama tíma skapast taekifaeri fyrir íslensk fyrirtaeki til frekari þátttöku í verkefnum á þessu sviði.“
Fyrr í vikunni var samþykkt að endurfjármagna NDF um 350 milljónir evra til naestu tíu ára, og er hlutur Íslands þar af um 870 milljónir króna sem greiðist á árunum 2022-2031. Guðlaugur Þór segir að í því geti falist mikil taekifaeri fyrir íslenskt atvinnulíf til að vinna að frekari verkefnum í þróunarlöndunum á sviði loftslagsog umhverfismála.
Um síðustu áramót var embaettisheiti utanríkisráðherra breytt í utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Guðlaugur Þór segir skýringuna einfalda, þróunarmálin séu orðin mjög umfangsmikill hluti af starfsemi utanríkisþjónustunnar og nafnabreytingin endurspegli það. Hann leggur áherslu á að leita nýrra leiða að settu marki með auknu samstarfi við atvinnulíf og frjáls félagasamtök, sem verið er að kynna þessa dagana í samvinnu við Íslandsstofu með nýstofnuðu þjónustuborði. Þar er haegt að nálgast upplýsingar, fá leiðsögn og ráð sérfraeðinga ráðuneytisins á sviði þróunarsamvinnu ef fyrirtaeki eða fjárfestar hafa hug á að stofna til viðskiptasambanda víða um heim. Hjá ráðuneytinu er líka mikil þekking á samvinnu við alþjóðastofnanir og sérhaefða sjóði og þar eru vannýtt taekifaeri fyrir íslenska ráðgjafa á ýmsum sviðum eins og fiskimálum, jafnréttismálum, landgraeðslu og sjálfbaerri orku.
„Þróunarríki koma fyrst til með að rétta úr kútnum efnahagslega þegar þeim tekst að fjölga sjálfbaerum fyrirtaekjum og efla sjálfstaeðan atvinnurekstur. Fyrirtaeki ráða fólk til vinnu og skapa verðmaeti, sem þau útdeila með því að borga kaup. Þannig aukast umsvif sem ýta undir almenna hagsaeld, alveg eins og gerðist hjá okkur fyrir ekki svo löngu síðan. Efnahagur Íslands var á pari við
Afríkuríki sunnan Sahara fyrir hundrað árum. Við rifum okkur upp með því að byggja upp heilbrigða atvinnuvegi, sem borga fyrir almenna velmegun. Afríka getur það líka,“segir Guðlaugur Þór.
Skortir nýjungar í atvinnulífi
Hann segir frá heimsókn sinni til Malaví á síðasta ári, eins fátaekasta lands heims, sem hefur verið samstarfsland Íslands í rúmlega þrjá áratugi. Þar hafi hann talað við fólk af öllum þjóðfélagsstigum og margir hafi nefnt fyrst af öllu að nýjungar skorti í atvinnulífið. „Lítið útflutningsfyrirtaeki í þorpi við Malavívatn getur skipt sköpum fyrir afkomu þorpsbúa. Takist vel upp í einu þorpi verður það öðru þorpi fyrirmynd og svo koll af kolli. Þannig má draga úr fátaekt og skapa grundvöll fyrir góða, almenna menntun og nauðsynlega laeknishjálp til að verjast landlaegum plágum, sem oft lama þjóðlífið og kalla yfir það stöðnun. Öll sjálfbaer uppbygging innviða, sem svo sárlega vantar víða, byggist á sköpun verðmaeta,“segir hann.
Í framhaldinu bendir hann á að afurðir frá fátaeku ríki margfaldist gjarnan í verði í hagkerfi þar sem kaupmáttur er mikill. Oft séu þaer kostakaup fyrir þá sem hafa meira á milli handanna. Í þessu sára misraemi, sem keppikefli allrar þróunarsamvinnu sé að uppraeta, felist taekifaeri til að brúa bilið. „Með réttum formerkjum geta fyrirtaeki í okkar heimshluta lagt mikið af mörkum í þessari baráttu. Þau geta kynnt nýja taekni og þekkingu sem eykur framleiðni og skapar störf og af því er gagnkvaemur ávinningur,“segir Guðlaugur Þór.
Með þessa hugsun að leiðarljósi varð Samstarfssjóður við atvinnulífið um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna til. Ráðherrann segir hlutverk sjóðsins að hvetja til þátttöku atvinnulífsins í þróunarsamvinnu – og með því móti yfirfaera taekni og þekkingu sem allir hagnast á. Þróunarríkin saekjast enda í auknum maeli eftir erlendum fjárfestingum til að byggja upp atvinnugreinar sem geta drifið sjálfbaeran vöxt, skapað störf og aukið velsaeld. Það er forsenda þess að raunverulegur árangur náist við að útrýma fátaekt og auka velsaeld í ríkjunum.
Þessa dagana er verið að auglýsa eftir umsóknum um styrki í Samstarfssjóðinn með umsóknarfresti til 7. desember. Átta íslensk fyrirtaeki hafa þegar hlotið vilyrði fyrir styrkjum úr sjóðnum.
Íslenskt atvinnulíf hefur mikið fram að faera
Guðlaugur Þór bendir á í þessu sambandi að ekki megi nýta sér samkeppnisyfirburði á veikburða markaði. Ný taekni geti eins og hendi sé veifað svipt fólk afkomunni. Við slíkar kringumstaeður blasi við möguleikar til hagraeðingar og ný vinnubrögð séu í sjálfu sér aeskileg. En fólkið á staðnum verði að vera undir breytingarnar búið – annars sé oft betur heima setið en af stað farið.
„Í þessum efnum höfum við vítin til að varast,“áréttar Guðlaugur Þór og nefnir að þess vegna sé fyrirtaekjum sem fá styrk frá sjóðnum gert að ganga í gegnum mat sem staðfestir með sannfaerandi haetti hvað fyrir þeim vaki, að starfsemin feli í sér ávinning fyrir þróunarríkið ekki síður en fyrirtaekið sjálft.
„Opinber þróunarsamvinna hefur verið stunduð um árabil og komið mörgu góðu til leiðar, það er engin spurning. En í henni felast þekktar haettur. Sannfaerandi kenningar eru um að hún geti dregið úr framtaksvilja. Í einstaka ríkjum er hún atvinnustarfsemi í sjálfu sér sem best menntaða fólkið hefur lífsviðurvaeri sitt af. Það fólk þarf fleiri taekifaeri sem gera þróunarsamvinnu óþarfa þegar fram líða stundir. Það gerist ekki á einni nóttu – engum dettur það í hug. En Samstarfssjóðurinn er stofnaður með það fyrir augum. Íslenskt atvinnulíf hefur mikið fram að faera á þeirri leið,“segir Guðlaugur Þór Þórðarson.