Fréttablaðið - Serblod

Að­koma at­vinnu­lífs­ins er ein helsta for­senda fram­fara

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son, ut­an­rík­is- og þró­un­ar­sam­vinnu­ráð­herra, beit­ir sér fyr­ir aukn­um hlut at­vinnu­lífs­ins í þró­un­ar­sam­vinnu og seg­ir að að­koma þess sé mik­ilvaeg for­senda fram­fara.

- Odd­ur Freyr Þor­steins­son odd­ur­freyr@fretta­bla­did.is

Heims­mark­mið­in snerta í sjálfu sér allt sem lífs­anda dreg­ur og mynda jafn­vaegi milli helstu þátta sjálf­ba­err­ar þró­un­ar. Þótt staerstu áskor­an­irn­ar snúi að því að út­rýma fá­ta­ekt og hungri í þró­un­ar­ríkj­un­um þá taka þau líka til sviða sem varða okk­ur öll, til daem­is um­hverf­is- og lofts­lags­mála,“seg­ir Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son, ut­an­rík­is- og þró­un­ar­sam­vinnu­ráð­herra, um heims­mark­mið­in.

„Í al­þjóð­legri sam­vinnu leggj­um við mikla áherslu á mál þar sem við höf­um hvað mestu að miðla, en það eru mark­mið­in sem varða jafn­rétti og sjálf­ba­era nýt­ingu nátt­úru­auð­linda,“seg­ir Guð­laug­ur Þór. „Í þessu sam­hengi má nefna að vel hef­ur geng­ið að virkja ís­lenska sér­þekk­ingu á sviði jarð­hita í sam­starfi við al­þjóð­leg­ar stofn­an­ir svo sem Norra­ena þró­un­ar­sjóð­inn (NDF) og Al­þjóða­bank­ann. Þessi verk­efni styðja við við­leitni og getu landa til að nýta jarð­hita, fram­leiða orku og skapa störf, en á sama tíma skap­ast taekifa­eri fyr­ir ís­lensk fyr­ir­ta­eki til frek­ari þátt­töku í verk­efn­um á þessu sviði.“

Fyrr í vik­unni var sam­þykkt að end­ur­fjármagna NDF um 350 millj­ón­ir evra til naestu tíu ára, og er hlut­ur Ís­lands þar af um 870 millj­ón­ir króna sem greið­ist á ár­un­um 2022-2031. Guð­laug­ur Þór seg­ir að í því geti fal­ist mik­il taekifa­eri fyr­ir ís­lenskt at­vinnu­líf til að vinna að frek­ari verk­efn­um í þró­un­ar­lönd­un­um á sviði lofts­lag­sog um­hverf­is­mála.

Um síð­ustu ára­mót var emba­ett­is­heiti ut­an­rík­is­ráð­herra breytt í ut­an­rík­is- og þró­un­ar­sam­vinnu­ráð­herra. Guð­laug­ur Þór seg­ir skýr­ing­una ein­falda, þró­un­ar­mál­in séu orð­in mjög um­fangs­mik­ill hluti af starf­semi ut­an­rík­is­þjón­ust­unn­ar og nafna­breyt­ing­in end­ur­spegli það. Hann legg­ur áherslu á að leita nýrra leiða að settu marki með auknu sam­starfi við at­vinnu­líf og frjáls fé­laga­sam­tök, sem ver­ið er að kynna þessa dag­ana í sam­vinnu við Ís­lands­stofu með ný­stofn­uðu þjón­ustu­borði. Þar er haegt að nálg­ast upp­lýs­ing­ar, fá leið­sögn og ráð sér­fra­eð­inga ráðu­neyt­is­ins á sviði þró­un­ar­sam­vinnu ef fyr­ir­ta­eki eða fjár­fest­ar hafa hug á að stofna til við­skipta­sam­banda víða um heim. Hjá ráðu­neyt­inu er líka mik­il þekk­ing á sam­vinnu við al­þjóða­stofn­an­ir og sér­haefða sjóði og þar eru vannýtt taekifa­eri fyr­ir ís­lenska ráð­gjafa á ýms­um svið­um eins og fiski­mál­um, jafn­rétt­is­mál­um, land­gra­eðslu og sjálf­ba­erri orku.

„Þró­un­ar­ríki koma fyrst til með að rétta úr kútn­um efna­hags­lega þeg­ar þeim tekst að fjölga sjálf­ba­er­um fyr­ir­ta­ekj­um og efla sjálfsta­eð­an at­vinnu­rekst­ur. Fyr­ir­ta­eki ráða fólk til vinnu og skapa verð­ma­eti, sem þau út­deila með því að borga kaup. Þannig aukast um­svif sem ýta und­ir al­menna hagsa­eld, al­veg eins og gerð­ist hjá okk­ur fyr­ir ekki svo löngu síð­an. Efna­hag­ur Ís­lands var á pari við

Afríku­ríki sunn­an Sa­hara fyr­ir hundrað ár­um. Við rif­um okk­ur upp með því að byggja upp heil­brigða at­vinnu­vegi, sem borga fyr­ir al­menna vel­meg­un. Afr­íka get­ur það líka,“seg­ir Guð­laug­ur Þór.

Skort­ir nýj­ung­ar í at­vinnu­lífi

Hann seg­ir frá heim­sókn sinni til Mala­ví á síð­asta ári, eins fá­ta­ek­asta lands heims, sem hef­ur ver­ið sam­starfs­land Ís­lands í rúm­lega þrjá ára­tugi. Þar hafi hann tal­að við fólk af öll­um þjóð­fé­lags­stig­um og marg­ir hafi nefnt fyrst af öllu að nýj­ung­ar skorti í at­vinnu­líf­ið. „Lít­ið út­flutn­ings­fyr­ir­ta­eki í þorpi við Mala­ví­vatn get­ur skipt sköp­um fyr­ir af­komu þorps­búa. Tak­ist vel upp í einu þorpi verð­ur það öðru þorpi fyr­ir­mynd og svo koll af kolli. Þannig má draga úr fá­ta­ekt og skapa grund­völl fyr­ir góða, al­menna mennt­un og nauð­syn­lega laekn­is­hjálp til að verj­ast landla­eg­um plág­um, sem oft lama þjóð­líf­ið og kalla yf­ir það stöðn­un. Öll sjálf­ba­er upp­bygg­ing inn­viða, sem svo sár­lega vant­ar víða, bygg­ist á sköp­un verð­ma­eta,“seg­ir hann.

Í fram­hald­inu bend­ir hann á að af­urð­ir frá fá­ta­eku ríki marg­fald­ist gjarn­an í verði í hag­kerfi þar sem kaup­mátt­ur er mik­ill. Oft séu þa­er kosta­kaup fyr­ir þá sem hafa meira á milli hand­anna. Í þessu sára misra­emi, sem keppikefli allr­ar þró­un­ar­sam­vinnu sé að uppra­eta, fel­ist taekifa­eri til að brúa bil­ið. „Með rétt­um for­merkj­um geta fyr­ir­ta­eki í okk­ar heims­hluta lagt mik­ið af mörk­um í þess­ari bar­áttu. Þau geta kynnt nýja taekni og þekk­ingu sem eyk­ur fram­leiðni og skap­ar störf og af því er gagnkvaem­ur ávinn­ing­ur,“seg­ir Guð­laug­ur Þór.

Með þessa hugs­un að leið­ar­ljósi varð Sam­starfs­sjóð­ur við at­vinnu­líf­ið um heims­markmið Sa­mein­uðu þjóð­anna til. Ráð­herr­ann seg­ir hlut­verk sjóðs­ins að hvetja til þátt­töku at­vinnu­lífs­ins í þró­un­ar­sam­vinnu – og með því móti yf­ir­fa­era taekni og þekk­ingu sem all­ir hagn­ast á. Þró­un­ar­rík­in sa­ekj­ast enda í aukn­um maeli eft­ir er­lend­um fjár­fest­ing­um til að byggja upp at­vinnu­grein­ar sem geta drif­ið sjálf­ba­er­an vöxt, skap­að störf og auk­ið velsa­eld. Það er for­senda þess að raun­veru­leg­ur ár­ang­ur ná­ist við að út­rýma fá­ta­ekt og auka velsa­eld í ríkj­un­um.

Þessa dag­ana er ver­ið að aug­lýsa eft­ir um­sókn­um um styrki í Sam­starfs­sjóð­inn með um­sókn­ar­fresti til 7. des­em­ber. Átta ís­lensk fyr­ir­ta­eki hafa þeg­ar hlot­ið vil­yrði fyr­ir styrkj­um úr sjóðn­um.

Ís­lenskt at­vinnu­líf hef­ur mik­ið fram að faera

Guð­laug­ur Þór bend­ir á í þessu sam­bandi að ekki megi nýta sér sam­keppn­is­yf­ir­burði á veik­burða mark­aði. Ný taekni geti eins og hendi sé veif­að svipt fólk af­kom­unni. Við slík­ar kring­umsta­eð­ur blasi við mögu­leik­ar til hagra­eð­ing­ar og ný vinnu­brögð séu í sjálfu sér aeski­leg. En fólk­ið á staðn­um verði að vera und­ir breyt­ing­arn­ar bú­ið – ann­ars sé oft bet­ur heima set­ið en af stað far­ið.

„Í þess­um efn­um höf­um við vít­in til að var­ast,“árétt­ar Guð­laug­ur Þór og nefn­ir að þess vegna sé fyr­ir­ta­ekj­um sem fá styrk frá sjóðn­um gert að ganga í gegn­um mat sem stað­fest­ir með sann­fa­er­andi haetti hvað fyr­ir þeim vaki, að starf­sem­in feli í sér ávinn­ing fyr­ir þró­un­ar­rík­ið ekki síð­ur en fyr­ir­ta­ek­ið sjálft.

„Op­in­ber þró­un­ar­sam­vinna hef­ur ver­ið stund­uð um ára­bil og kom­ið mörgu góðu til leið­ar, það er eng­in spurn­ing. En í henni fel­ast þekkt­ar haett­ur. Sann­fa­er­andi kenn­ing­ar eru um að hún geti dreg­ið úr fram­taksvilja. Í ein­staka ríkj­um er hún at­vinnu­starf­semi í sjálfu sér sem best mennt­aða fólk­ið hef­ur lífs­við­ur­vaeri sitt af. Það fólk þarf fleiri taekifa­eri sem gera þró­un­ar­sam­vinnu óþarfa þeg­ar fram líða stund­ir. Það ger­ist ekki á einni nóttu – eng­um dett­ur það í hug. En Sam­starfs­sjóð­ur­inn er stofn­að­ur með það fyr­ir aug­um. Ís­lenskt at­vinnu­líf hef­ur mik­ið fram að faera á þeirri leið,“seg­ir Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son.

 ?? MYND/HARALDUR GUÐJÓNSSON ?? Guð­laug­ur Þór seg­ir að í al­þjóð­legri sam­vinnu leggi Ís­land mikla áherslu á þau mál þar sem það hef­ur hvað mestu að miðla, en það eru mark­mið­in sem varða jafn­rétti, sjálf­ba­era orku og sjálf­ba­era nýt­ingu hafs og lands. Vel hef­ur geng­ið að nýta ís­lenska sér­þekk­ingu á sviði jarð­hita.
MYND/HARALDUR GUÐJÓNSSON Guð­laug­ur Þór seg­ir að í al­þjóð­legri sam­vinnu leggi Ís­land mikla áherslu á þau mál þar sem það hef­ur hvað mestu að miðla, en það eru mark­mið­in sem varða jafn­rétti, sjálf­ba­era orku og sjálf­ba­era nýt­ingu hafs og lands. Vel hef­ur geng­ið að nýta ís­lenska sér­þekk­ingu á sviði jarð­hita.
 ?? MYND/UT­AN­RÍK­IS­RÁÐU­NEYT­IÐ/GUNNISAL ?? Guð­laug­ur seg­ir að efna­hag­ur Ís­lands hafi ver­ið á pari við Afríku­ríki sunn­an Sa­hara fyr­ir hundrað ár­um, en að við höf­um rif­ið okk­ur upp með því að byggja upp heil­brigða at­vinnu­vegi sem borga fyr­ir al­menna vel­meg­un og að Afr­íka geti gert það sama.
MYND/UT­AN­RÍK­IS­RÁÐU­NEYT­IÐ/GUNNISAL Guð­laug­ur seg­ir að efna­hag­ur Ís­lands hafi ver­ið á pari við Afríku­ríki sunn­an Sa­hara fyr­ir hundrað ár­um, en að við höf­um rif­ið okk­ur upp með því að byggja upp heil­brigða at­vinnu­vegi sem borga fyr­ir al­menna vel­meg­un og að Afr­íka geti gert það sama.
 ??  ??

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland