Fréttablaðið - Serblod

Við­brögð Norð­ur­land­anna við heims­mark­mið­um SÞ

-

Benoit Chér­on er sér­fra­eð­ing­ur í sjálf­ba­erri þró­un hjá KPMG á Íslandi. St­ine Lise Hattestad Brats­berg er með­eig­andi hjá KPMG í Nor­egi og stýr­ir þar þjón­ustu á sviði sjálf­ba­err­ar þjón­ustu baeði fyr­ir op­in­bera að­ila og einka­geir­ann. Þau eru sam­eig­in­lega höf­und­ar þess­ar­ar grein­ar.

Ár­ið 2015 sam­þykktu Sa­mein­uðu þjóð­irn­ar (SÞ) áa­etl­un um sjálf­ba­era þró­un fyr­ir 2030. Í þess­ari áa­etl­un var sett fram sam­eig­in­leg sýn fyr­ir hag­felld­an og sjálf­ba­er­ari heim. Með

17 heims­markmið um sjálf­ba­era þró­un í for­grunni, hef­ur þessi sýn vak­ið heims­byggð­ina til um­hugs­un­ar og varð­að leið­ina fyr­ir leið­toga um all­an heim til að tak­ast sam­eig­in­lega á við for­gangs­verk­efni eins og að út­rýma hungri og fá­ta­ekt, draga úr ójöfn­uði, stuðla að friði og far­sa­eld og vernda nátt­úru og líf­fra­eði­lega fjöl­breytni.

Heims­markmið SÞ hafa orð­ið að mik­ilvaeg­um ramma fyr­ir op­in­bera að­ila og einka­geir­ann, til að móta og að­laga eig­in stefnu fyr­ir 2030. Í janú­ar 2016, inn­an við einu ári eft­ir að áa­etl­un­in var sam­þykkt, höfðu meira en 40% af

200 staerstu fyr­ir­ta­ekj­um heims með­tek­ið heims­mark­mið­in og gert þau að sín­um.

Heims­mark­mið­in eru þannig úr garði gerð að þau má að­laga að öll­um kim­um hag­kerf­is­ins. Þau eru við­eig­andi fyr­ir þró­uð lönd jafnt sem þró­un­ar­lönd, fram­kvaem­an­leg fyr­ir hrein­an og sann­gjarn­an vöxt, og (þetta kem­ur mögu­lega á óvart) gróða­vaen­leg þar sem þau verð­launa fyr­ir­ta­eki sem beita að­ferð­ar­fra­eði ný­sköp­un­ar við sjálf­ba­erni með verð­ma­eta­sköp­un til langs tíma að leið­ar­ljósi. Fyrr á þessu ári birt­ist frétt í Fin­ancial Ti­mes þar sem fram kom að „… meira en helm­ing­ur ábyrgra fjár­fest­inga­sjóða hefðu stað­ið sig bet­ur en aðr­ir sjóð­ir sam­kvaemt heims­vísi­tölu í nið­ur­sveiflu mark­að­ar­ins með því að forð­ast fjár­fest­ing­ar í ol­íu- og orku­geira sem hafa dreg­ið nið­ur óvirka (e. passi­ve) sjóði“.

Í sept­em­ber ár­ið 2016 var KPMG í Nor­egi, boð­ið af SÞ að sitja svo­kall­að „High-Level Political For­um (HLPF)“til að tala um hvernig einka­geir­inn vaeri að nýta ramma heims­mark­mið­anna við að móta sín markmið í sjálf­ba­erni. Þar var tek­ið til þátta eins og ófjár­hags­legra upp­lýs­inga (e. non-fin­ancial report­ing) byggð­um á heims­mark­mið­un­um með hag fjár­festa, eft­ir­lits­að­ila, starfs­fólks og annarra hag­að­ila að leið­ar­ljósi. Leit­að var leiða til að tak­ast á við áhaett­ur sem fal­ist gaetu í hag­kerf­inu með því að greina við­skipta­líf­ið, op­in­bera þjón­ustu og hag­kerf­ið út frá hverju hinna 17 heims­mark­miða.

Nú ár­ið 2020, þeg­ar ein­göngu tíu ár eru til stefnu til að ná mark­mið­um áa­etl­un­ar­inn­ar, vinna sveit­ar­fé­lög, hags­muna­sam­tök og borg­ara­leg sam­tök öll að sama marki. Í einka­geir­an­um vinna stór­fyr­ir­ta­eki jafnt sem lít­il og með­al­stór fyr­ir­ta­eki sem og fjöl­skyldu­fyr­ir­ta­eki að því að leggja sín lóð á vog­ar­skál­arn­ar.

En hvað þýða heims­mark­mið­in í okk­ar sam­hengi nú í miðj­um al­heims­far­aldri COVID-19? Þetta er spurn­ing sem einka­geir­inn, fyr­ir­ta­eki og stofn­an­ir um all­an heim spyrja sig um þess­ar mund­ir. Hvernig má fram­fylgja mark­mið­um stað­bund­ið sem sett eru ann­ars stað­ar og und­ir öðr­um kring­umsta­eð­um?

Fyrr í þess­ari viku fékk Norra­eni þró­un­ar­sjóð­ur­inn (e. Nordic Develop­ment Fund-NDF) 350 millj­óna evra auka­fjár­veit­ingu. Þetta fjár­magn mun nýt­ast til að vinna að frek­ari skil­grein­ing­um á norra­en­um gild­um og til bar­áttu gegn lofts­lags­vá þró­un­ar­land­anna sem sann­ar­lega er ekki van­þörf á. Slík sam­vinna þvert á landsvaeði er góð, en átak­ið þarf að eiga sér stað heima ekki síð­ur en að heim­an.

Í áa­etl­un­inni fyr­ir 2030 er tek­ið fram að heims­mark­mið­in þurfi að þýða og stað­fa­era í hverju landi. Þessi vinna er haf­in í Nor­egi og hafa stjórn­völd boð­ið öll­um geir­um lands­ins að borð­inu og að koma á fram­fa­eri ekki bara áskor­un­un­um held­ur einnig taka fram hvað þau sjá sem taekifa­eri í þessu fram­taki til að ná sett­um mark­mið­um.

Í síð­asta mán­uði var tek­ið stórt skref á Íslandi þeg­ar stjórn­völd og meg­in­hluti fyr­ir­ta­ekja á ís­lensk­um fjár­mála­mark­aði skrif­uðu und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu um að nýta fjár­magn til að við­halda sjálf­ba­erri þró­un og taka til­lit til al­þjóð­legra skuld­bind­inga Ís­lands og þeirra við­miða sem stjórn­völd hafa sett sér. Þar má nefna mark­mið­ið um kol­efn­is­hlut­laust Ís­land og mark­mið­ið um að dreg­ið verði úr los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda. Auk­in sam­vinna er fagn­að­ar­efni og leið­in til að ná ár­angri.

SÞ hafa horft til Finn­lands sem leið­toga á með­al Norð­ur­land­anna, en öll Norð­ur­lönd­in; Dan­mörk, Finn­land, Ís­land, Nor­eg­ur og Sví­þjóð hafa sína sér­stöku styrk­leika og áskor­an­ir og þau geta laert hvert af öðru. Efna­hags­leg­ir hags­mun­ir okk­ar þvera landa­ma­eri og þá aetti hið sama að eiga við um hvernig við nálg­umst heims­mark­mið­in. Stjórn­völd og við­skipta­líf á Norð­ur­lönd­um verða að grípa til sam­eig­in­legra að­gerða baeði heima og að heim­an og skuld­binda sig til að ná mark­mið­um áa­etl­un­ar­inn­ar fyr­ir 2030 og byggja aft­ur betra og graenna sam­fé­lag.

 ?? MYNDIR/AÐSENDAR ?? Benoit Chér­on er sér­fra­eð­ing­ur í sjálf­ba­erri þró­un hjá KPMG á Íslandi.
MYNDIR/AÐSENDAR Benoit Chér­on er sér­fra­eð­ing­ur í sjálf­ba­erri þró­un hjá KPMG á Íslandi.
 ??  ?? St­ine Lise Hattestad Brats­berg er með­eig­andi hjá KPMG í Nor­egi og stýr­ir þjón­ustu á sviði sjálf­ba­err­ar þjón­ustu fyr­ir op­in­bera að­ila og einka­geir­ann.
St­ine Lise Hattestad Brats­berg er með­eig­andi hjá KPMG í Nor­egi og stýr­ir þjón­ustu á sviði sjálf­ba­err­ar þjón­ustu fyr­ir op­in­bera að­ila og einka­geir­ann.
 ??  ??

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland