Viðbrögð Norðurlandanna við heimsmarkmiðum SÞ
Benoit Chéron er sérfraeðingur í sjálfbaerri þróun hjá KPMG á Íslandi. Stine Lise Hattestad Bratsberg er meðeigandi hjá KPMG í Noregi og stýrir þar þjónustu á sviði sjálfbaerrar þjónustu baeði fyrir opinbera aðila og einkageirann. Þau eru sameiginlega höfundar þessarar greinar.
Árið 2015 samþykktu Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) áaetlun um sjálfbaera þróun fyrir 2030. Í þessari áaetlun var sett fram sameiginleg sýn fyrir hagfelldan og sjálfbaerari heim. Með
17 heimsmarkmið um sjálfbaera þróun í forgrunni, hefur þessi sýn vakið heimsbyggðina til umhugsunar og varðað leiðina fyrir leiðtoga um allan heim til að takast sameiginlega á við forgangsverkefni eins og að útrýma hungri og fátaekt, draga úr ójöfnuði, stuðla að friði og farsaeld og vernda náttúru og líffraeðilega fjölbreytni.
Heimsmarkmið SÞ hafa orðið að mikilvaegum ramma fyrir opinbera aðila og einkageirann, til að móta og aðlaga eigin stefnu fyrir 2030. Í janúar 2016, innan við einu ári eftir að áaetlunin var samþykkt, höfðu meira en 40% af
200 staerstu fyrirtaekjum heims meðtekið heimsmarkmiðin og gert þau að sínum.
Heimsmarkmiðin eru þannig úr garði gerð að þau má aðlaga að öllum kimum hagkerfisins. Þau eru viðeigandi fyrir þróuð lönd jafnt sem þróunarlönd, framkvaemanleg fyrir hreinan og sanngjarnan vöxt, og (þetta kemur mögulega á óvart) gróðavaenleg þar sem þau verðlauna fyrirtaeki sem beita aðferðarfraeði nýsköpunar við sjálfbaerni með verðmaetasköpun til langs tíma að leiðarljósi. Fyrr á þessu ári birtist frétt í Financial Times þar sem fram kom að „… meira en helmingur ábyrgra fjárfestingasjóða hefðu staðið sig betur en aðrir sjóðir samkvaemt heimsvísitölu í niðursveiflu markaðarins með því að forðast fjárfestingar í olíu- og orkugeira sem hafa dregið niður óvirka (e. passive) sjóði“.
Í september árið 2016 var KPMG í Noregi, boðið af SÞ að sitja svokallað „High-Level Political Forum (HLPF)“til að tala um hvernig einkageirinn vaeri að nýta ramma heimsmarkmiðanna við að móta sín markmið í sjálfbaerni. Þar var tekið til þátta eins og ófjárhagslegra upplýsinga (e. non-financial reporting) byggðum á heimsmarkmiðunum með hag fjárfesta, eftirlitsaðila, starfsfólks og annarra hagaðila að leiðarljósi. Leitað var leiða til að takast á við áhaettur sem falist gaetu í hagkerfinu með því að greina viðskiptalífið, opinbera þjónustu og hagkerfið út frá hverju hinna 17 heimsmarkmiða.
Nú árið 2020, þegar eingöngu tíu ár eru til stefnu til að ná markmiðum áaetlunarinnar, vinna sveitarfélög, hagsmunasamtök og borgaraleg samtök öll að sama marki. Í einkageiranum vinna stórfyrirtaeki jafnt sem lítil og meðalstór fyrirtaeki sem og fjölskyldufyrirtaeki að því að leggja sín lóð á vogarskálarnar.
En hvað þýða heimsmarkmiðin í okkar samhengi nú í miðjum alheimsfaraldri COVID-19? Þetta er spurning sem einkageirinn, fyrirtaeki og stofnanir um allan heim spyrja sig um þessar mundir. Hvernig má framfylgja markmiðum staðbundið sem sett eru annars staðar og undir öðrum kringumstaeðum?
Fyrr í þessari viku fékk Norraeni þróunarsjóðurinn (e. Nordic Development Fund-NDF) 350 milljóna evra aukafjárveitingu. Þetta fjármagn mun nýtast til að vinna að frekari skilgreiningum á norraenum gildum og til baráttu gegn loftslagsvá þróunarlandanna sem sannarlega er ekki vanþörf á. Slík samvinna þvert á landsvaeði er góð, en átakið þarf að eiga sér stað heima ekki síður en að heiman.
Í áaetluninni fyrir 2030 er tekið fram að heimsmarkmiðin þurfi að þýða og staðfaera í hverju landi. Þessi vinna er hafin í Noregi og hafa stjórnvöld boðið öllum geirum landsins að borðinu og að koma á framfaeri ekki bara áskorununum heldur einnig taka fram hvað þau sjá sem taekifaeri í þessu framtaki til að ná settum markmiðum.
Í síðasta mánuði var tekið stórt skref á Íslandi þegar stjórnvöld og meginhluti fyrirtaekja á íslenskum fjármálamarkaði skrifuðu undir viljayfirlýsingu um að nýta fjármagn til að viðhalda sjálfbaerri þróun og taka tillit til alþjóðlegra skuldbindinga Íslands og þeirra viðmiða sem stjórnvöld hafa sett sér. Þar má nefna markmiðið um kolefnishlutlaust Ísland og markmiðið um að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda. Aukin samvinna er fagnaðarefni og leiðin til að ná árangri.
SÞ hafa horft til Finnlands sem leiðtoga á meðal Norðurlandanna, en öll Norðurlöndin; Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð hafa sína sérstöku styrkleika og áskoranir og þau geta laert hvert af öðru. Efnahagslegir hagsmunir okkar þvera landamaeri og þá aetti hið sama að eiga við um hvernig við nálgumst heimsmarkmiðin. Stjórnvöld og viðskiptalíf á Norðurlöndum verða að grípa til sameiginlegra aðgerða baeði heima og að heiman og skuldbinda sig til að ná markmiðum áaetlunarinnar fyrir 2030 og byggja aftur betra og graenna samfélag.