Grundvöllur betra atvinnulífs
Samtök atvinnulífsins hafa síðustu ár verið tengiliður Global Compact hér á landi. Það eru 25 íslensk fyrirtaeki, stofnanir og sveitarfélög sem starfa samkvaemt viðmiðum vettvangsins.
Global Compact er á vegum Sameinuðu þjóðanna og er umfangsmesta framtak heims á sviði samfélagsábyrgðar. Í aðild að Global Compact felst yfirlýsing sem er samraemd og viðurkennd á alþjóðavísu. Hún felur í sér ásetning um að innleiða markmið vettvangsins í alla sína starfsemi með það að leiðarljósi að fyrirtaekið stuðli að ábyrgum starfsháttum og sýni samfélagsábyrgð í öllum sínum verkum.
„Eitt af því sem ég tel að geri Global Compact að svo öflugum vettvangi er að aðilar vettvangsins geta verið fyrirtaeki, stofnanir, borgir, sveitarfélög, frjáls félagasamtök og háskólar. Þetta dregur svo vel fram mikilvaegi þess að við vinnum að samfélagsábyrgð á breiðum vettvangi óháð markmiðum rekstrareininga eða eðli rekstrarumgjarðar,“segir Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, verkefnastjóri á samkeppnishaefnisviði Samtaka atvinnulífsins
Í aðild að Global Compact felst ákveðið aðhald þar sem aðilar skila árlega skýrslu þar sem þeir gera grein fyrir því hver staðan er á innleiðingu grundvallarviðmiðanna. „Við sjáum að ársskýrslur fyrirtaekja og stofnana eru ár frá ári að taka með meira afgerandi haetti á viðfangsefnum samfélagsábyrgðar og annarra þátta sem snúa að nýjum áskorunum og nútíma stjórnarháttum. Það er afar ánaegjulegt. Þannig getur skýrsla til Global Compact verið mikilvaeg viðbót við hefðbundna ársskýrsluvinnu. Í þessum skýrslum er gerð grein fyrir tengingu við heimsmarkmiðin en einnig farið yfir þau markmið sem aðilar leggja áherslu á í sinni starfsemi. Öll þessi gögn eru svo aðgengileg í gagnagrunni Global Compact,“segir Ingibjörg.
Tíu viðmið Global Compact
„Hugmyndin með vettvanginum er að fyrirtaeki skuldbindi sig til að vinna að þeim viðmiðum sem sett eru fram í sáttmála hans. Þessi grundvallarviðmið endurspegla mörg af þeim markmiðum sem Sameinuðu þjóðirnar eru stofnaðar um en eru aðlagaðar að viðskiptaumhverfinu.“
Viðmiðin skiptast í fjóra meginflokka sem eru á sviði mannréttinda, vinnumarkaðsmála umhverfismála og baráttu gegn hvers kyns spillingu. Í hverjum flokki eru síðan tilgreind nákvaemari viðmið fyrir sértaekari viðfangsefni. Mannréttindi
1. Fyrirtaeki styðja og virða vernd alþjóðlegra mannréttinda. Fyrirtaeki fullvissa sig um að þau gerist ekki meðsek um mannréttindabrot. Vinnumarkaður
3. Fyrirtaeki styðja við félagafrelsi og viðurkenna í raun rétt til kjarasamninga. Fyrirtaeki tryggja afnám allrar nauðungar- og þraelkunarvinnu. Virkt afnám allrar barnavinnu er tryggt.
Fyrirtaeki styðja afnám misréttis til vinnu og starfsvals. Umhverfi
7. Fyrirtaeki styðja beitingu varúðarreglu í umhverfismálum. Fyrirtaeki hafi frumkvaeði að því að hvetja til aukinnar ábyrgðar gagnvart umhverfinu. Fyrirtaeki hvetji til þróunar og nýtingar á umhverfisvaenni taekni. Gegn spillingu
10. Fyrirtaeki vinni gegn hvers kyns spillingu, þar með talið kúgun og mútum. „Með markvissri þróun og samþaettingu þessara viðmiða við alla þaetti starfseminnar geta fyrirtaeki og stofnanir notað Global Compact sem verkfaeri. Það styður aðila til að ramma inn stefnu viðkomandi aðila á sviði samfélagslegrar ábyrgðar og tengja hana við grundvallargildi rekstrar fyrirtaekisins,“segir Ingibjörg.
Dýpri nálgun nauðsynleg
„Það að setja samfélagsábyrgð á dagskrá innan fyrirtaekja, stofnana eða annarra er um leið afstaða um að samþaetta ákveðin gildi við alla þaetti reksturs. Í því felst ásetningur um að stuðla að aukinni velferð samfélags, starfsmanna, viðskiptavina og hagsmunaaðila allra. Umhverfismál spila einnig stóran hlut í þessum verkefnum og svo fleiri þaettir. Það er mikilvaegt að verkefni samfélagsábyrgðar verði ekki einkamál markaðsdeilda eða nokkurra starfsmanna. Árangur naest ekki í þessum málum nema að nálgunin sé heildstaeð og að viðmiðin séu lögð til grundvallar í öllum ákvörðunum í öllum deildum. Sömuleiðis þarf að horfa til virðiskeðjunnar í þessu sambandi og stuðla að því að þeir aðilar sem við erum í viðskiptum við fylgi sömu viðmiðum. Þessari vinnu verður ekki bjargað með nokkurra daga átaki annað slagið því eins og ég nefndi áður, þetta snertir alla þaetti daglegs reksturs og naer langt umfram lagalegar skyldur fyrirtaekja hverju sinni,“skýrir Ingibjörg frá.
„Því miður eru enn of mörg daemi um það að fyrirtaeki kynni sitt framlag á sviði samfélagsábyrgðar sem stuðning við tiltekin góðgerðarmál eða framlag til skógraektar. Allt verkefni sem eru af hinu góða, sannarlega, en í umraeðunni um samfélagsábyrgð verðum við að ganga lengra ef við aetlum að tryggja samkeppnishaefni okkar til lengri tíma,“segir Ingibjörg.
Tenging Global Compact og heimsmarkmiða
Markmið Global Compact og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna kallast á. Í báðum tilfellum eru fyrirtaeki hvött til að grundvalla starfsemi sína á ábyrgum starfsháttum með skýrri áherslu á samfélagsábyrgð og mannréttindi. „Eðlismunurinn liggur í umgjörð verkefnanna. Heimsmarkmiðin eru afmörkuð í tíma, hvatning til okkar allra um þróun í ákveðnum málaflokkum fyrir tiltekinn tíma. Þau eru augljóslega sett fram af stórhug með það fyrir augum að tryggja lágmarks mannréttindi, um allan heim, innan ákveðins tíma. Global Compact er hins vegar vettvangur með formlegri umgjörð og aðhaldi. Viðmiðin eru ekki með tilgreindan lokadag heldur skuldbinda aðilar sig til að vinna samkvaemt þeim, í stöðugri þróun. Í aðild að vettvanginum felst líka nokkuð aðhald, meðal annars með skýrslugjöf.“
Mikilvaegur málaflokkur
Ingibjörg segir samfélagsábyrgð mikilvaegan málaflokk sem íslensk fyrirtaeki þurfi að huga að. „Baeði vegna þess að öll viljum við stuðla að betra samfélagi með okkar verkum en einnig vegna þess að krafa viðskiptavina, hér heima og um heim allan, varðandi samfélagsábyrgð verður sífellt meiri. Samkeppnishaefni fyrirtaekja muni á komandi árum byggja á öðrum maelikvörðum en við þekktum áður. Við séum þegar farin að sjá vísi að þessu í graenni fjármögnun, upprunavottorðum og fleiru slíku. Það séu ekki bara einstaklingar sem gera kröfu um ábyrga afstöðu fyrirtaekja og stofnana heldur séu það líka fyrirtaekin sjálf í viðskiptum sín á milli. Það sem aðgreinir Global Compact frá öðrum verkefnum á þessu sviði er alþjóðleg viðurkenning og þekking viðskiptalífsins á því hvað aðild felur í sér.“
Í þessum efnum gaetu Íslendingar átt heimsmet. „Á Íslandi erum við einstaklega heppin hvað varðar lífsgaeði, staðan í jafnréttismálum er góð, menntakerfið öflugt, við eigum hreint vatn og erum rík af náttúruauðlindum. Rekstrarumhverfi fyrirtaekja og stofnana er gott, spilling lítil og svo maetti lengi telja. Hafandi sagt þetta allt þá er það ekki svo að við sjáum ekki sóknarfaeri, við vinnum alla daga að baettum árangri á flestum þessara sviða. Eftir stendur sú staðreynd að í alþjóðlegum samanburði stöndum við vel. Viðmið Global Compact eru aðgengileg fyrir íslensk fyrirtaeki og stofnanir og mörg þeirra eru uppfyllt án þess að nokkurra sértaekra aðgerða sé þörf, bara vegna þess umhverfis sem við búum við. Það er samt sem áður mikilvaegt að setja þetta á dagskrá og auka vitund okkar um mikilvaegi þessara atriða, skoða hvernig þau hafa áhrif á samkeppnishaefni okkar og þróa svo áfram, gera enn betur,“útskýrir Ingibjörg.
„Það er held ég óhaett að fullyrða að það eru ekki mörg lönd sem hafa jafn góðan grunn og rekstrarumhverfi að bjóða aðilum í rekstri. Forgjöf íslenskra fyrirtaekja og stofnana er með þeim haetti að við aettum að geta án mikillar fyrirhafnar átt heimsmet í aðild að Global Compact og verið leiðandi á heimsvísu í mörgum af þeim viðmiðum sem þar liggja til grundvallar. Slíkt forskot myndi hafa grundvallaráhrif á samkeppnishaefni íslensks atvinnulífs og samfélags á komandi árum,“segir Ingibjörg að lokum.
Á Íslandi erum við einstaklega heppin hvað varðar lífsgaeði, staðan í jafnréttismálum er góð, menntakerfið öflugt, við eigum hreint vatn og erum rík af náttúruauðlindum.