Áhersla á ábyrgð frá upphafi
BYKO hefur allt frá stofnun lagt mikla áherslu á umhverfismál og samfélagsábyrgð og í dag er BYKO að innleiða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í allar hliðar rekstrar fyrirtaekisins.
BYKO skilgreindi um mitt árið 2019 hvaða heimsmarkmið vaeru mest viðeigandi fyrir reksturinn til að hafa að leiðarljósi og valdi þar fjögur svokölluð kjarnamarkmið til að vinna eftir, en styðja samt um leið við önnur mikilvaeg markmið. Í gegnum umhverfisstefnu fyrirtaekisins býður BYKO upp á valmöguleikann á að kaupa vistvaenni byggingarefni og hjálpa viðskiptavinum sínum með því að útvega ýmis gögn, til daemis vottanir á verkefni sem er verið að byggja eftir ákveðnum vistvottunarkerfum, eins og BREEAM. Þetta styður til að mynda við heimsmarkmiðið um ábyrga neyslu og framleiðslu.
„BYKO er að innleiða heimsmarkmiðin í sinn rekstur. Við fórum að skoða markmiðin um mitt síðasta ár og greindum öll 17 markmiðin og þessi 169 undirmarkmið til að finna út hvaða markmið vaeru mest viðeigandi fyrir fyrirtaekið,“segir Berglind Ósk Ólafsdóttir, verkefnastjóri umhverfismála BYKO. „Það eru fjögur kjarnamarkmið sem BYKO vill hafa að leiðarljósi. Auðvitað eru þau samt öll mikilvaeg og við vinnum að fleiri markmiðum óbeint í gegnum áhersluna á þessi fjögur.
Markmiðin sem við völdum að setja í forgang eru númer 5; Jafnrétti kynjanna, númer 8; Góð atvinna og hagvöxtur, númer
9; Nýsköpun og uppbygging og númer 12; Ábyrg neysla og framleiðsla,“segir Berglind. „Við höfum ráðist í fjölbreyttar aðgerðir til að styðja við hvert þessara markmiða á ýmsan hátt.“
Fara vel yfir reksturinn
„Í september skrifuðum við undir viljayfirlýsingu við Kópavogsbae um innleiðingu á heimsmarkmiðunum,“segir Berglind. „Þar með höfum við, ásamt nokkrum öðrum fyrirtaekjum í Kópavogi, skuldbundið okkur til að gera það sem við segjumst aetla að gera. Við erum stolt af vinnu okkar með heimsmarkmiðin en þetta er einnig hvatning til annarra fyrirtaekja um að gera það sama.
Innleiðingarferlið tekur tíma, helsta áskorun okkar er að breyta hugarfari baeði stjórnenda og starfsmanna. Til þess erum við með fraeðslu til starfsmanna og tryggjum að þessi kjarnamarkmið séu sýnileg innan fyrirtaekisins,“segir Berglind.
Við erum að vinna í innleiðingunni enn þá og stór hluti af henni er fraeðsla til starfsfólks. Starfsfólk þarf að máta markmiðin við það sem þau gera í sínu starfi og finnv a út hvort þau séu í takt við stefnuna,“segir Berglind. „Stjórnandi sem sér um ráðningar þarf til daemis að horfa til fimmta markmiðsins, um jafnrétti kynjanna, athuga hvort ráðningar fylgi stefnunni sem hefur verið sett. Eins þarf starfsmaður í innkaupum að hugsa um markmið tólf, ábyrga neyslu og framleiðslu, og skoða hvað má gera betur til að styðja það.“
Áhersla á umhverfismál
„Til lengri tíma litið er fullt sem við getum gert, en vegferðin er hafin, við vitum hvert við stefnum og erum sífellt að gera betur. En þetta er langhlaup,“útskýrir Berglind. „Þessi hugsun er sífellt að verða meira áberandi í fyrirtaekjum og við viljum vera leiðandi í þessari þróun, góð fyrirmynd og hvetja aðra til að líta í eigin rekstur og láta hann samraemast markmiðunum.
BYKO er leiðandi á þessu sviði og eftir því sem ég best veit erum við til daemis fyrsta byggingarvörufyrirtaekið til að gefa út samfélagsskýrslu, en við gerðum það fyrir síðasta ár og þar tilgreinum við einmitt heimsmarkmiðin,“segir Berglind. „BYKO hefur haft áhuga á umhverfismálum og að sýna samfélagslega ábyrgð lengi, þannig að við erum ekki bara að hugsa um þetta núna vegna þess að þróunin almennt sé í þá átt, við erum bara að verða sýnilegri með þetta þetta allt.
BYKO hefur til daemis stundað skógraekt í yfir 30 ár í eigin landi að Drumboddsstöðum í Bláskógabyggð. Við erum í samstarfi við Skógraektina sem er að framkvaema úttekt á vísindalegan hátt til að maela kolefnisbindingu skógarins. Þetta rímar auðvitað við markmiðin og þykir merkilegt innan skógraektar, sérfraeðingar sem við vinnum með vita ekki til þess að svona maeling hafi verið gerð áður,“segir Berglind. „Lokaskýrslu er að vaenta í lok þessa árs en við erum komin með bráðabirgðaniðurstöðu sem gefur til kynna að BYKO sé að binda að meðaltali meira árlega en það losar. Þessi raektun hefur tífaldast að flatarmáli á þessum þremur áratugum og sýnir hversu mikil áhrif beitarfriðun getur haft á sjálfgraeðslu birkis.“
Umhverfisáhrif birtast í vöruframboðinu
„Allt sem við gerum skoðum við í gegnum linsu markmiðanna. Við erum til daemis stór innflutningsaðili á timbri og styðjum við markmið tólf, ábyrga neyslu og framleiðslu, með því að auka notkun á endurnýjanlegum byggingarefnum. Það gerum við meðal annars með því að auðvelda fólki að kaupa byggingarvörur sem eru betri með tilliti til heilsu- og umhverfissjónarmiða,“segir Berglind. „Þetta er á byrjunarstigi hjá okkur en við viljum auðvelda vistvaenar umhverfisvottaðar framkvaemdir og vera skýr valkostur þegar kemur að umhverfisvaenum lausnum.
Ríki og sveitarfélög eru farin að gera auknar kröfur um að byggingaraðilar byggi eftir ákveðnum vistvottunarkerfum,“útskýrir Berglind. „Svona vistvottunarkerfi tekur á mörgum þáttum, en vaegi byggingarefna er mismikið. Til að byggingaraðili fái umhverfisvottun þarf líka að afla ýmiss konar gagna, eins og umhverfisyfirlýsingar fyrir vöruna, ýmsar vottanir og svo framvegis en við erum byrjuð að bjóða viðskiptavinum okkar að sjá um að afla þessara gagna til að einfalda ferlið. Þetta er alveg nýtt og á eftir að hjálpa okkar viðskiptavinum mikið og stytta verktímann, því það getur verið flókið að finna út úr þessum gögnum.“
Sóttvarnir upp á tíu
„Sóttvarnir eru teknar mjög alvarlega hjá BYKO. Öll öryggis- og sóttvarnamál eru alveg upp á tíu hjá okkur,“segir Berglind. „Ég heyrði meira að segja að Víðir hefði hrósað okkur sérstaklega í útvarpinu og við höfum unnið með almannavörnum til að vekja athygli á mikilvaegi réttra sóttvarna. Hér er grímuskylda á ákveðnum stöðum og þaer eru skaffaðar fyrir viðskiptavini. Við erum líka búin að hólfa fyrirtaekið niður og leggjum mikla áherslu á að gera þessar ráðstafanir allar mjög sýnilegar.“
Nánari upplýsingar um aðgerðir BYKO til að styðja við markmiðin og röksemdir og álitamál um heimsmarkmiðin má finna á vef BYKO undir: www.byko.is/umhverfismal/heimsmarkmid.