Fréttablaðið - Serblod

Áhersla á ábyrgð frá upp­hafi

BYKO hef­ur allt frá stofn­un lagt mikla áherslu á um­hverf­is­mál og sam­fé­lags­ábyrgð og í dag er BYKO að inn­leiða heims­markmið Sa­mein­uðu þjóð­anna í all­ar hlið­ar rekstr­ar fyr­ir­ta­ek­is­ins.

-

BYKO skil­greindi um mitt ár­ið 2019 hvaða heims­markmið vaeru mest við­eig­andi fyr­ir rekst­ur­inn til að hafa að leið­ar­ljósi og valdi þar fjög­ur svo­köll­uð kjarna­markmið til að vinna eft­ir, en styðja samt um leið við önn­ur mik­ilvaeg markmið. Í gegn­um um­hverf­is­stefnu fyr­ir­ta­ek­is­ins býð­ur BYKO upp á val­mögu­leik­ann á að kaupa vist­vaenni bygg­ing­ar­efni og hjálpa við­skipta­vin­um sín­um með því að út­vega ým­is gögn, til daem­is vott­an­ir á verk­efni sem er ver­ið að byggja eft­ir ákveðn­um vist­vott­un­ar­kerf­um, eins og BREEAM. Þetta styð­ur til að mynda við heims­mark­mið­ið um ábyrga neyslu og fram­leiðslu.

„BYKO er að inn­leiða heims­mark­mið­in í sinn rekst­ur. Við fór­um að skoða mark­mið­in um mitt síð­asta ár og greind­um öll 17 mark­mið­in og þessi 169 und­ir­markmið til að finna út hvaða markmið vaeru mest við­eig­andi fyr­ir fyr­ir­ta­ek­ið,“seg­ir Berg­lind Ósk Ólafs­dótt­ir, verk­efna­stjóri um­hverf­is­mála BYKO. „Það eru fjög­ur kjarna­markmið sem BYKO vill hafa að leið­ar­ljósi. Auð­vit­að eru þau samt öll mik­ilvaeg og við vinn­um að fleiri mark­mið­um óbeint í gegn­um áhersl­una á þessi fjög­ur.

Mark­mið­in sem við völd­um að setja í for­gang eru núm­er 5; Jafn­rétti kynj­anna, núm­er 8; Góð at­vinna og hag­vöxt­ur, núm­er

9; Ný­sköp­un og upp­bygg­ing og núm­er 12; Ábyrg neysla og fram­leiðsla,“seg­ir Berg­lind. „Við höf­um ráð­ist í fjöl­breytt­ar að­gerð­ir til að styðja við hvert þess­ara mark­miða á ýms­an hátt.“

Fara vel yf­ir rekst­ur­inn

„Í sept­em­ber skrif­uð­um við und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu við Kópa­vogs­bae um inn­leið­ingu á heims­mark­mið­un­um,“seg­ir Berg­lind. „Þar með höf­um við, ásamt nokkr­um öðr­um fyr­ir­ta­ekj­um í Kópa­vogi, skuld­bund­ið okk­ur til að gera það sem við segj­umst aetla að gera. Við er­um stolt af vinnu okk­ar með heims­mark­mið­in en þetta er einnig hvatn­ing til annarra fyr­ir­ta­ekja um að gera það sama.

Inn­leið­ing­ar­ferl­ið tek­ur tíma, helsta áskor­un okk­ar er að breyta hug­ar­fari baeði stjórn­enda og starfs­manna. Til þess er­um við með fra­eðslu til starfs­manna og tryggj­um að þessi kjarna­markmið séu sýni­leg inn­an fyr­ir­ta­ek­is­ins,“seg­ir Berg­lind.

Við er­um að vinna í inn­leið­ing­unni enn þá og stór hluti af henni er fra­eðsla til starfs­fólks. Starfs­fólk þarf að máta mark­mið­in við það sem þau gera í sínu starfi og finnv a út hvort þau séu í takt við stefn­una,“seg­ir Berg­lind. „Stjórn­andi sem sér um ráðn­ing­ar þarf til daem­is að horfa til fimmta mark­miðs­ins, um jafn­rétti kynj­anna, at­huga hvort ráðn­ing­ar fylgi stefn­unni sem hef­ur ver­ið sett. Eins þarf starfs­mað­ur í inn­kaup­um að hugsa um markmið tólf, ábyrga neyslu og fram­leiðslu, og skoða hvað má gera bet­ur til að styðja það.“

Áhersla á um­hverf­is­mál

„Til lengri tíma lit­ið er fullt sem við get­um gert, en veg­ferð­in er haf­in, við vit­um hvert við stefn­um og er­um sí­fellt að gera bet­ur. En þetta er lang­hlaup,“út­skýr­ir Berg­lind. „Þessi hugs­un er sí­fellt að verða meira áber­andi í fyr­ir­ta­ekj­um og við vilj­um vera leið­andi í þess­ari þró­un, góð fyr­ir­mynd og hvetja aðra til að líta í eig­in rekst­ur og láta hann samra­em­ast mark­mið­un­um.

BYKO er leið­andi á þessu sviði og eft­ir því sem ég best veit er­um við til daem­is fyrsta bygg­ing­ar­vöru­fyr­ir­ta­ek­ið til að gefa út sam­fé­lags­skýrslu, en við gerð­um það fyr­ir síð­asta ár og þar til­grein­um við ein­mitt heims­mark­mið­in,“seg­ir Berg­lind. „BYKO hef­ur haft áhuga á um­hverf­is­mál­um og að sýna sam­fé­lags­lega ábyrgð lengi, þannig að við er­um ekki bara að hugsa um þetta núna vegna þess að þró­un­in al­mennt sé í þá átt, við er­um bara að verða sýni­legri með þetta þetta allt.

BYKO hef­ur til daem­is stund­að skógra­ekt í yf­ir 30 ár í eig­in landi að Drum­bodds­stöð­um í Blá­skóga­byggð. Við er­um í sam­starfi við Skógra­ekt­ina sem er að fram­kvaema út­tekt á vís­inda­leg­an hátt til að maela kol­efn­is­bind­ingu skóg­ar­ins. Þetta rím­ar auð­vit­að við mark­mið­in og þyk­ir merki­legt inn­an skógra­ekt­ar, sér­fra­eð­ing­ar sem við vinn­um með vita ekki til þess að svona mael­ing hafi ver­ið gerð áð­ur,“seg­ir Berg­lind. „Loka­skýrslu er að vaenta í lok þessa árs en við er­um kom­in með bráða­birgðanið­ur­stöðu sem gef­ur til kynna að BYKO sé að binda að með­al­tali meira ár­lega en það los­ar. Þessi raekt­un hef­ur tí­fald­ast að flat­ar­máli á þess­um þrem­ur ára­tug­um og sýn­ir hversu mik­il áhrif beitar­frið­un get­ur haft á sjálf­gra­eðslu birk­is.“

Um­hverf­isáhrif birt­ast í vöru­fram­boð­inu

„Allt sem við ger­um skoð­um við í gegn­um linsu mark­mið­anna. Við er­um til daem­is stór inn­flutn­ings­að­ili á timbri og styðj­um við markmið tólf, ábyrga neyslu og fram­leiðslu, með því að auka notk­un á end­ur­nýj­an­leg­um bygg­ing­ar­efn­um. Það ger­um við með­al ann­ars með því að auð­velda fólki að kaupa bygg­ing­ar­vör­ur sem eru betri með til­liti til heilsu- og um­hverf­is­sjón­ar­miða,“seg­ir Berg­lind. „Þetta er á byrj­un­arstigi hjá okk­ur en við vilj­um auð­velda vist­vaen­ar um­hverf­is­vott­að­ar fram­kvaemd­ir og vera skýr val­kost­ur þeg­ar kem­ur að um­hverf­is­vaen­um lausn­um.

Ríki og sveit­ar­fé­lög eru far­in að gera aukn­ar kröf­ur um að bygg­ing­ar­að­il­ar byggi eft­ir ákveðn­um vist­vott­un­ar­kerf­um,“út­skýr­ir Berg­lind. „Svona vist­vott­un­ar­kerfi tek­ur á mörg­um þátt­um, en vaegi bygg­ing­ar­efna er mis­mik­ið. Til að bygg­ing­ar­að­ili fái um­hverf­is­vott­un þarf líka að afla ým­iss kon­ar gagna, eins og um­hverf­is­yf­ir­lýs­ing­ar fyr­ir vör­una, ýms­ar vott­an­ir og svo fram­veg­is en við er­um byrj­uð að bjóða við­skipta­vin­um okk­ar að sjá um að afla þess­ara gagna til að ein­falda ferl­ið. Þetta er al­veg nýtt og á eft­ir að hjálpa okk­ar við­skipta­vin­um mik­ið og stytta verktím­ann, því það get­ur ver­ið flók­ið að finna út úr þess­um gögn­um.“

Sótt­varn­ir upp á tíu

„Sótt­varn­ir eru tekn­ar mjög al­var­lega hjá BYKO. Öll ör­ygg­is- og sótt­varna­mál eru al­veg upp á tíu hjá okk­ur,“seg­ir Berg­lind. „Ég heyrði meira að segja að Víð­ir hefði hrós­að okk­ur sér­stak­lega í út­varp­inu og við höf­um unn­ið með al­manna­vörn­um til að vekja at­hygli á mik­ilvaegi réttra sótt­varna. Hér er grímu­skylda á ákveðn­um stöð­um og þa­er eru skaff­að­ar fyr­ir við­skipta­vini. Við er­um líka bú­in að hólfa fyr­ir­ta­ek­ið nið­ur og leggj­um mikla áherslu á að gera þess­ar ráð­staf­an­ir all­ar mjög sýni­leg­ar.“

Nán­ari upp­lýs­ing­ar um að­gerð­ir BYKO til að styðja við mark­mið­in og rök­semd­ir og álita­mál um heims­mark­mið­in má finna á vef BYKO und­ir: www.byko.is/um­hverf­is­mal/heimsmarkm­id.

 ?? MYND/AÐSEND ?? Berg­lind seg­ir að BYKO hafi haft mik­inn áhuga á um­hverf­is­mál­um og því að sýna sam­fé­lags­lega ábyrgð allt frá upp­hafi og sé ekki bara að vakna til vit­und­ar um þetta núna vegna þess að þró­un­in sé al­mennt í þá átt, held­ur séu að­gerð­ir sem miða að þessu bara að verða sýni­legri.
MYND/AÐSEND Berg­lind seg­ir að BYKO hafi haft mik­inn áhuga á um­hverf­is­mál­um og því að sýna sam­fé­lags­lega ábyrgð allt frá upp­hafi og sé ekki bara að vakna til vit­und­ar um þetta núna vegna þess að þró­un­in sé al­mennt í þá átt, held­ur séu að­gerð­ir sem miða að þessu bara að verða sýni­legri.
 ?? MYND/AÐSEND ?? BYKO er stór inn­flutn­ings­að­ili á timbri og vill auka notk­un á end­ur­nýj­an­leg­um bygg­ing­ar­efn­um og auð­velda fólki að kaupa bygg­ing­ar­vör­ur sem eru betri með til­liti til heilsu- og um­hverf­is­sjón­ar­miða. Fyr­ir­ta­ek­ið vill líka auð­velda vist­vaen­ar um­hverf­is­vott­að­ar fram­kvaemd­ir.
MYND/AÐSEND BYKO er stór inn­flutn­ings­að­ili á timbri og vill auka notk­un á end­ur­nýj­an­leg­um bygg­ing­ar­efn­um og auð­velda fólki að kaupa bygg­ing­ar­vör­ur sem eru betri með til­liti til heilsu- og um­hverf­is­sjón­ar­miða. Fyr­ir­ta­ek­ið vill líka auð­velda vist­vaen­ar um­hverf­is­vott­að­ar fram­kvaemd­ir.
 ?? FRÉTTABLAЭIÐ/STEFÁN ?? Berg­lind Ósk, verk­efna­stjóri um­hverf­is­mála BYKO, seg­ir fyr­ir­ta­ek­ið vera að inn­leiða heims­mark­mið­in í sinn rekst­ur. Þar er lögð mik­il áhersla á þau fjög­ur kjarna­markmið sem BYKO valdi að setja í for­gang.
FRÉTTABLAЭIÐ/STEFÁN Berg­lind Ósk, verk­efna­stjóri um­hverf­is­mála BYKO, seg­ir fyr­ir­ta­ek­ið vera að inn­leiða heims­mark­mið­in í sinn rekst­ur. Þar er lögð mik­il áhersla á þau fjög­ur kjarna­markmið sem BYKO valdi að setja í for­gang.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland