Djörfung í draumaborg Dags
Borgarstjórinn og laeknirinn Dagur B. Eggertsson trúir á graena framtíð. Með Graena planið að vopni tekst hann á við efnahagslegar og samfélagslegar afleiðingar kórónuveirunnar af bjartsýni.
Reykjavík er og verður alltaf mín draumaborg. Hún er ekki bara umhverfið sem við lifum í, heldur býr þar líka fólk sem er okkur kaert,“segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Nú í vikunni barst borgarbúum ritið „Uppbygging íbúða í borginni og Graena planið“en það inniheldur nýja stefnumörkun Reykjavíkurborgar og er í samraemi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
„Heimsmarkmiðin falla mjög vel að framtíðarsýn Reykjavíkurborgar. Þau kristalla hluti sem skipta máli og sem borgin, landið og heimurinn allur þarf að ná utan um,“segir Dagur.
Brugðist rétt við kreppunni
Graena planið er sóknaráaetlun Reykjavíkurborgar til efnahagslegrar viðspyrnu og graena endurreisn sem byggir á sjálfbaerni og skýrri framtíðarsýn til ársins 2030, um kolefnishlutlaust borgarsamfélag.
„Með Graena planinu tökumst við á við lykilþaetti sem við teljum að skipti sköpum á Íslandi nú,“segir Dagur. „Baeði til að bregðast við glímunni sem við heyjum við heimsfaraldur kórónuveirunnar, en líka efnahagslegt áfall hennar. Með Graena planinu vill borgin bregðast rétt við kreppunni og það gerum við með því að fjárfesta og stefna fram, ekki bara í einhverju, heldur því sem mun vinna á hinni stóru vánni sem við horfumst í augu við, og er loftslagsváin. Við höfum því stillt upp fjárhagsáaetlun sem mun koma borginni fyrr í átt að því að vera kolefnishlutlaus, sem er einmitt svo brýnt að allar borgir heimsins stefni að.“
Reykjavík í fararbroddi
Dagur segir Reykjavík hafa sérstöðu á meðal borga heimsins.
„Hún er höfuðborg lands sem hefur alla burði til að vera í fararbroddi þegar kemur að loftslagsmálum og graenni þróun. Það sýndu kynslóðirnar sem fóru á undan með lagningu hitaveitu og graenna innviða í orkuöflun. Því verkefni er lokið hjá okkur, en eru einmitt staerstu áskoranirnar í mörgum löndum.“
Okkar kynslóð þurfi að takast á við sambaerilegar áskoranir þegar kemur að samgöngumálum.
„Við notum bensínbíla í gríðarmiklum maeli og þurfum að fara í umfangsmikil orkuskipti á öllum sviðum, efla almenningssamgöngur, borgarlínu og hjólastíga. Við getum ekki haldið áfram að þenja út byggðina og ganga á graen svaeði, vatnsverndarsvaeði og náttúruna, heldur þurfum við að þróa höfuðborgarsvaeðið inn á við, nýta þá innviði sem fyrir eru og tryggja að þróunin sé eins graen og kostur er.“
70 þúsund nýir borgarar
Ný könnun leiddi í ljós að helmingur þeirra sem nota einkabíl vilji gjarnan ferðast á annan máta.
„Því kalli þurfa borgaryfirvöld að svara með því að gefa fólki kost á að breyta ferðavenjum sínum í graenni átt. Við þurfum líka að flokka meira og nýta betur. Haetta að hugsa um úrgang sem rusl og skapa þess í stað verðmaeti úr flestu sem til fellur og fer þá í hringrásarhagkerfið; ekki bara húsgögnin sem fara í Góða hirðinn heldur líka hvað við eigum að gera við steypuveggi, gler, plast og pappa til að gefa því framhaldslíf.“
Dagur er ósammála gagnrýnisröddum sem segja borgina eiga að staekka meira í stað þess að þéttast.
„Við stöndum frammi fyrir þeirri staðreynd að til ársins 2040 mun fjölga um 70 þúsund manns á höfuðborgarsvaeðinu. Síðast þegar okkur fjölgaði um 70 þúsund manns þöndum við byggðina og dreifðum henni sem víðast. Sameiginleg kortlagning sveitarfélaga á Stór-Reykjavíkursvaeðinu sýnir að við erum í raun komin með byggðina fast að okkar verðmaetu vatnsverndarsvaeðum, verðmaetu útivistarsvaeðum og óspilltri náttúrunni í kringum borgarlandið,“segir Dagur.
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvaeðinu séu því sammála um að þróast inn á við því það sé betra fyrir umhverfið, umferðina og heimilisbókhaldið.
„Ef við förum í naesta vaxtarfasa á sama hátt og áður var gert munum við ekki eingöngu ganga á þessi dýrmaetu svaeði heldur mun það leiða til enn aukins tafatíma í umferðinni og valda miklum kostnaði fyrir meðalheimili í rekstri bíla í dreifðari byggð.“
Lífsgaeða- og lýðheilsuborg
Graena planið felur í sér búsetukosti á eftirsóttum stöðum í Reykjavík, nálaegt góðum skólum, almenningssamgöngum og graenum útivistarsvaeðum.
„Það fylgja því meiri lífsgaeði að búa í borg þar sem þjónusta er innan seilingar. Við settum fram hugmynd um 20 mínútna hverfi þar sem íbúar þyrftu aldrei að ganga eða hjóla lengur en 20 mínútur eftir allri þjónustu. Í dag er tilhneiging til að fara höfuðborgarsvaeðið á enda eftir nauðsynjum en um leið og við hugsum hverfi borgarinnar sem sjálfbaerar einingar drögum við úr ferðalögum, minnkum tímann sem við sitjum föst í umferðinni og aukum samverustundir með fjölskyldu, vinum og kunningjum,“segir Dagur.
Graena planið felur jafnframt í sér fjárfestingu í stafraenni umbreytingu á þjónustu borgarinnar og innan tíðar geta borgarbúar og fyrirtaeki í borginni afgreitt sig sjálf með einföldum haetti heima.
„Með Graena planinu leggjum við líka enn meiri áherslu á graenu útivistarsvaeðin í borginni. Við aetlum að gróðursetja borgartré sem gera fallegar götur enn fegurri og höfum kortlagt hvar góðar tengingar vantar á milli graenna útivistarsvaeða til að auka að þeim aðgengi og köllum það Graena netið. Við viljum vera graen borg, lífsgaeðaborg og lýðheilsuborg og allt helst þetta í hendur því borg sem er áhugaverð til útivistar og leikja, með góðar almenningssamgöngur og hjólastíganet, er borg þar sem íbúarnir eru líklegri til að njóta hreyfingar og þar með uppskerum við betri lýðheilsu fyrir fólk á öllum aldri,“segir Dagur.
Göngu- og hjólastíganet borgarinnar hefur svo sannarlega sannað sig í heimsfaraldrinum.
„Við getum rétt ímyndað okkur hvernig ástandið vaeri, ef við horfum á þetta ár sem hefur verið með miklum ólíkindum, með lokun sundlauga og heilsuraektarstöðva, vaeru ekki komnir hjóla- og göngustígar sem byggst hafa upp á síðustu áratugum. Fólk hefur streymt út á þá til að fá ferskt loft og hreyfingu og við viljum baeta enn betur við þessa lýðheilsuinnviði borgarinnar.“
Mannraektin mikilvaeg
Graena planið hefur þrjár víddir. Fyrst er að nefna þá efnahagslegu, sem snýr að glímunni við efnahagsmálin, og svo er það umhverfisvíddin, til að tryggja árangur í loftlags- og graenum málum.
„Þriðja víddin er mannraektin, eða samfélagsvíddin,“upplýsir Dagur. „Við þurfum að komast í gegnum kreppuna sem sterkt samfélag. Til þess þurfum við að átta okkur á hvaða hópar verða verst úti, standa með þeim og búa til taekifaeri fyrir fólk að komast í gegnum ástandið. Atvinnuleysi er slaemt en langtímaatvinnuleysi hraeðilegt og það viljum við ekki sjá. Því er okkar staersta áskorun í vetur að leggja kapp á að búa til ný störf sem koma fólki aftur í vinnu.“
Dagur segir Reykvíkinga hafa metnað til að búa í graenni borg.
„Það sjáum við í alúðinni sem fólk leggur í garða sína. Reykjavík er nú staersti samfelldi skógur landsins og fyrir vikið hefur logn og blíðviðri aukist. Blómin hafa sennilega aldrei verið eins falleg í öllum hverfum borgarinnar og nú prýða þau meira að segja haustblóm og skrautkál sem þolir frost. Borgin á að vera í blóma og nú með fallegum jólaljósum til að teygja úr aðventunni.“
Fyrstu jólaljósin verða tendruð nú um helgina.
„Reykjavík á að vera lífsgaeðaborg árið um kring. Nú er kominn vetur en þó nýbúið að skipta um blóm í kerjum. Það eru ekki margir áratugir síðan fólk hélt að ekki vaeri haegt að raekta neitt á Íslandi, og alls ekki að sitja úti og drekka kaffi, en borgin og borgarbúar hafa sýnt að það er alrangt. Allt er það hluti af okkar graenu framtíðarsýn þar sem gróður og graent umhverfi verða í öllum hverfum.“
Laeknisfraeðin nýtist nú vel
Dagur nýtur sín í starfi borgarstjórans í Reykjavík.
„Það sem er svo magnað við Reykjavík er að hér er svo margt jákvaett og skemmtilegt að gerast. Við erum stödd í einhverju mesta uppbyggingarskeiði borgarinnar og erum ekki bara að sjá hús verða til fyrir einn ákveðinn hóp heldur hefur aldrei verið jafn mikið byggt fyrir þá sem hafa minna á milli handanna, hvort sem það er félagslegt húsnaeði, stúdentaíbúðir eða íbúðir fyrir aldraða. Það gerir mig stoltan að borgarþróunin endurspegli þá fjölbreytni sem býr í borginni. Það er mikilvaegt að átta sig á og bregðast við því að allir þurfa öryggi og að allir geta þurft á stuðningi að halda um tíma í sínu lífi. Þá þarf borgin líka að vera til staðar með lausnir, úrraeði og skýra sýn, en allt gerir þetta áhugavert að vinna í borginni.“
Dagur er þó ekki farinn að hugsa til ársins 2022 þegar kosið verður að nýju um borgarstjóra.
„Nei, það kemur þegar það kemur, og ég leggst örugglega undir feld naesta vetur.“
Hann segist stoltastur af samstöðunni sem ríkir í borgarstjórn þegar kemur að graenum áherslum borgarinnar.
„Það er óskastaða að finna fyrir slíkri samstöðu því við þurfum svo sannarlega á henni að halda. Við erum samstíga í að fara í gegnum þetta saman, við aetlum að standa með borgarbúum og þróa borgina í graena átt sem hluta af viðnámi og viðbragði við þeirri erfiðu stöðu sem við erum í. Fram undan er erfiður vetur fyrir marga og ég veit að kvíði og óvissa getur sótt að mörgum. Þá er okkar að miðla trausti og öryggi til borgaranna og ég veit að við munum komast í gegnum þetta og það gerum við saman,“segir Dagur af festu og umhyggju.
Dagur segist aðspurður vissulega hafa hugsað um að gefa kost á sér sem laeknir í viðbragðsteymi heilbrigðisstarfsfólks vegna neyðarástands Landspítalans.
„Mér fannst talað inn í hjarta mitt þegar Alma landlaeknir nefndi það í sjónvarpinu að nú þyrfti allar hendur á dekk og ef ég vaeri ekki að vinna svona mikið með neyðarstjórn borgarinnar í sóttvörnum, þar sem bakgrunnur minn sem laeknir nýtist bókstaflega á hverjum degi, hefði ég svo sannarlega hugsað minn gang að gefa kost á mér inni á spítalanum.“
Borgarstjórinn Dagur segist hins vegar aldrei hugsa um hvað borgarbúar muni minnast hans fyrir þegar hann stígur úr borgarstjórastól.
„Ég vona bara að allir borgarstjórar á eftir mér verði líka graenir. Það er framtíðin og sú framtíð sem ég trúi á.“