Fréttablaðið - Serblod

Ný kyn­slóð Yamaha MT-09

-

Mótor­hjól fyr­ir ár­ið 2021 eru nú far­in að birt­ast eitt af öðru á frum­sýn­ing­um á net­inu. Eitt þeirra er end­ur­nýj­að Yamaha MT-09 sem kem­ur með nýju út­liti, minni þyngd og staerri vél en áð­ur.

Nak­in mótor­hjól í mill­istaerð­ar­flokki hafa ver­ið góð sölu­vara og vinsa­eld­ir þeirra halda áfram að aukast. Vél­in er nú orð­in 889 rúm­senti­metr­ar sem skil­ar meira afli og togi. Með þess­ari þriðju kyn­slóð er gerð tölu­verð breyt­ing á út­liti. Bú­ið er að skipta út tvö­földu fram­ljós­un­um fyr­ir eitt díóðu­að­al­ljós og kom­in eru tvö díóðu­dag­ljós sitt hvor­um meg­in. Vél­in er sýni­legri en áð­ur, sem og fjöðr­un hjóls­ins en bú­ið er að faera bens­ín­tank­inn neð­ar á hjól­ið. Púst­kerf­ið er líka fyr­ir­ferð­arminna en áð­ur og naer vél­inni, auk þess að vera létt­ara. Vél­in upp­fyll­ir hinn nýja Euro5 meng­un­ar­stað­al, þrátt fyr­ir meira afl. Tog­ið er neð­ar á snún­ings­svið­inu en áð­ur, sem aetti að gera hjól­ið enn skemmti­legra í akstri. Marg­ir völdu áð­ur að fá sér SP út­gáf­una til að fá betri fjöðr­un en nýja hjól­ið faer 41 mm fjölstill­an­lega KYB framdemp­ara. Einnig er end­ur­hönn­uð KYB fjöðr­un að aft­an, sem líka er still­an­leg. Felg­urn­ar eru enn létt­ari en áð­ur enda steypt­ar í einu lagi. Hjól­ið mun koma í þrem­ur lit­um þeg­ar það kem­ur á mark­að í mars á naesta ári.

 ??  ?? Öfl­ugri vél­in er sýni­legri en áð­ur og allt þar í kring­um er saman­rekn­ara.
Öfl­ugri vél­in er sýni­legri en áð­ur og allt þar í kring­um er saman­rekn­ara.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland