Fréttablaðið - Serblod

Suzuki Across kom­inn í sölu

-

Suzuki hef­ur haf­ið sölu á Acrossten­gilt­vinn­bíln­um sem er hluti af sam­starfi bíla­merk­is­ins við Toyota. Er hann boð­inn hjá Suzuki á 8.590.000 krón­ur en Toyota RAV4 sem er í grunn­inn sami bíll er á 8.550.000 krón­ur.

Bíla­blaða­mað­ur Frétta­blaðs­ins hafði bíl­inn til próf­un­ar á dög­un­um og er skemmst frá að segja að bíll­inn er í engu frá­brugð­inn RAV4 PHEV fyr­ir ut­an smá­vaegi­leg­ar út­lits­breyt­ing­ar.

Að inn­an þekk­ir mað­ur mun­inn ein­ung­is út frá Suzuki-merk­inu í stýr­inu en fram­end­inn er það sem skil­ur bíl­ana að út­lits­lega með mjórri að­al­ljós­um og öðru­vísi grilli. Þótt vissu­lega sé hér kom­inn dýr­asti Suzuki-bíll­inn er hann líka sá lang­öflug­asti með sín rúm 300 hest­öfl. Sama upp­tak er í hundrað­ið eða að­eins sex sek­únd­ur sem er einnig það besta sem sést hef­ur í Suzuki-bíl.

Hvernig sal­an verð­ur á þess­um syst­ur­bíl­um á eft­ir að koma í ljós en vissu­lega eru ten­gilt­vinn­vaedd­ir jepp­ling­ar góð sölu­vara um þess­ar mund­ir. Þeir sem ann­ars gaetu þurft að bíða eft­ir Toyota-bíln­um fá sama bíl­inn í Suzuki Across og því get­ur ver­ið kost­ur að hafa bíl­inn á sölu hjá tveim­ur um­boð­um.

 ??  ?? Nýr Suzuki Across er sami bíll og RAV4 PHEV að öllu leyti nema út­liti fram­enda þar sem kom­in eru þynnri að­al­ljós og end­ur­hann­að grill.
Nýr Suzuki Across er sami bíll og RAV4 PHEV að öllu leyti nema út­liti fram­enda þar sem kom­in eru þynnri að­al­ljós og end­ur­hann­að grill.
 ??  ?? Sama inn­rétt­ing er í bíl­un­um og eini mun­ur­inn er Suzuki merk­ið í stýr­inu.
Sama inn­rétt­ing er í bíl­un­um og eini mun­ur­inn er Suzuki merk­ið í stýr­inu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland