Kostir netverslana
Það er óhaett að fullyrða að netverslun hafi aldrei komið sér jafn vel og undanfarna mánuði. Það eru ýmsir kostir sem fylgja því að versla á netinu. Helsti kosturinn liggur auðvitað í þaegindunum. Nú þarf ekki að fara úr húsi eða hafa sig til, það er einfaldlega haegt að opna tölvuna eða símann. Þetta sparar því baeði tíma og fyrirhöfn og gefst fólki kostur á að versla hvenaer sem er sólarhrings.
Þá er auðvelt að gera verðsamanburð á vörum og þannig fá betri kjör. Á mörgum stöðum er svo haegt að versla beint við fyrirtaeki eða framleiðanda sem gerir kaupin oft hagstaeðari, enda ekki þriðji aðili á milli. Einnig sparast peningur þar sem ekki þarf að eyða peningum í eldsneyti eða stöðumaeli.
Vefverslanir eru nú margar hverjar orðnar svo góðar að auðvelt er að leita eftir nákvaemlega því sem óskað er eftir og haegt er að velja á milli fjölda vara. Vefverslanir eru enn fremur oft með meiri birgðir svo það geta verið meiri líkur á að finna vörur í ákveðinni staerð, lit eða út frá öðrum eiginleikum. Ef varan er ekki til stendur oftar en ekki til boða að panta fyrir fram og fá þá tilkynningu um leið og varan er komin á ný.
Margir kannast við að eyða meiri peningum en áaetlað var í verslunarferðum. Á netinu er auðveldara að sjá til þess að það gerist ekki auk þess sem meiri líkur eru á að þú kaupir bara nákvaemlega það sem sóst er eftir, en freistist ekki til að kaupa eitthvað í staðinn. Þannig stjórnast kaupin ekki af því vöruúrvali sem er í tiltekinni verslun, heldur raeður neytandinn för.
Eitt af því sem kemur sér afar vel við að versla á netinu er þegar kaupa þarf gjafir. Það hefur aldrei verið einfaldara að kaupa gjafir og láta senda þaer beint á viðkomandi, sama hvar viðkomandi er staddur í veröldinni. Margar verslanir bjóða upp á innpökkun svo að það er kjörið að nýta taekifaerið og klára daemið alveg á netinu. Taekifaerisdagar á borð við maeðra-, feðra-, konu- og bóndadag geta því orðið minni höfuðverkur.
Umsagnir frá kaupendum verða sífellt algengari á ýmsum síðum og kemur það sér afar vel fyrir neytendur sem fá þá aukið svigrúm til þess að taka upplýstari ákvarðanir.
Eitt af því sem getur tekið á taugarnar við hefðbundnar verslunarferðir er mannmergð, og á það ekki síst við í aðdraganda hátíða. Það getur verið mjög streituvaldandi að bíða í löngum röðum og getur ýtt undir fljótfaernismistök þegar fólk vill ekkert heitar en að komast í burtu frá hávaðanum. Þá getur starfsfólk verslana oft haft áhrif á það sem keypt er en flestir þekkja sölufólkið sem reynir oftar en ekki eftir fremsta megni að sannfaera fólk um að kaupa ákveðnar vörur og oft laetur fólk undan.
Þessi vandamál eru úr sögunni þegar verslað er á netinu og haegt er að klára innkaupin uppi í rúmi, í náttfötum og notalegheitum. Það er því um að gera að nýta 11.11. til að byrja jólagjafaundirbúninginn og þannig draga úr stressinu sem vill fylgja jólagjafakaupum og spara tíma jafnt sem peninga.
Margir kannast við að eyða meiri peningum en áaetlað var í verslunarferðum.