Fréttablaðið - Serblod

Stöð­ug­ur vöxt­ur Sing­les’ Day

- Odd­ur Freyr Þor­steins­son odd­ur­freyr@fretta­bla­did.is

Sing­les’ Day á ell­efu ára af­ma­eli í ár. Út­sal­an hef­ur vax­ið hratt ár frá ári og nú er gert ráð fyr­ir að hún verði staerri en nokkru sinni. Hér er það sem er tal­ið lík­legt til að ein­kenni út­söl­una þetta ár­ið.

Ellefti Sing­les’ Day-dag­ur­inn verð­ur að öll­um lík­ind­um staersti net­versl­un­ar­dag­ur sög­unn­ar, ef marka má þró­un fyrri ára og vinsa­eld­ir net­versl­un­ar á ár­inu. Hér er það sem Xia­ofeng Wang, grein­andi hjá banda­ríska mark­aðs­ráð­gjaf­ar­fyr­ir­ta­ek­inu For­rester, tel­ur að muni ein­kenna versl­un­ar­a­eð­ið í ár.

Lengra og flókn­ara en áð­ur

Wang býst við lengsta og flókn­asta Sing­les’ Day til þessa. Vörumerki og kaup­menn eru að reyna að baeta upp fyr­ir tap­ið vegna COVID og leggja því aukna áherslu á út­söl­una í ár. Efna­hag­ur Kína hef­ur náð góð­um bata og versl­un­ar­hegð­un kín­verskra neyt­enda er orð­in svip­uð því sem var fyr­ir far­ald­ur­inn og neysl­an hef­ur jafn­vel auk­ist.

Það er al­gengt að það séu alls kyns til­boð í gangi fyr­ir stóra dag­inn sjálf­an, en í ár til­kynnti Ali­baba að Sing­les’ Day yrði skipt í tvo hluta. Fyrri hlut­inn hófst 1. nóv­em­ber og sá seinni hefst 11. nóv­em­ber. Fyrri hlut­inn snýst með­al ann­ars um ný vörumerki og vör­ur en seinni hlut­inn verð­ur með hefð­bundnu sniði. Þessi fyrri hluti mun auka vöxt­inn og gera Sing­les’ Day staerri í snið­um en nokkru sinni. Kín­verska net­versl­un­in JD.com tók þetta skref­inu lengra og skipti þessu út­sölu­tíma­bili í fjóra hluta, frá 21. októ­ber til 13. nóv­em­ber. Auk þess eru alls kyns kynn­ing­ar­til­boð orð­in fjöl­breytt­ari og flókn­ari í snið­um en áð­ur.

Beint streymi stór þátt­ur

Wang tel­ur að versl­un í gegn­um beint streymi eigi eft­ir að vera lyk­il­þátt­ur í vext­in­um í ár. Í fyrra tóku yf­ir 17 þús­und vörumerki þátt í beinu streymi sem skil­aði tekj­um sem voru yf­ir 400 millj­arð­ar ís­lenskra króna. Þau merki sem hafa ver­ið fljót að til­einka sér versl­un gegn­um beint streymi hafa skil­að ótrú­leg­um sölu­töl­um. Snemm­bú­in til­boð hjá staerstu strey­m­end­un­um eru nú þeg­ar sögð hafa skil­að um 152 millj­örð­um króna sölu. Það er því gríð­ar­leg­ur vöxt­ur í þess­ari teg­und versl­un­ar og gert er ráð fyr­ir að fleiri vöru­flokk­ar og merki fari að nýta sér versl­un í gegn­um beint streymi.

Fleiri lúxusvör­ur

Ákveð­in lúxusvörum­erki hafa áð­ur tek­ið þátt í Sing­les’ Day en í ár eru þau fleiri en nokkru sinni og ný­ir vöru­flokk­ar að koma inn, eins og lúx­us­fatn­að­ur, auka­hlut­ir og skart­grip­ir. Það eru líka nokk­ur fra­eg lúxusvörum­erki með til­boð í kín­versku net­versl­un­inni Tm­all. Þessi merki eru yf­ir­leitt ekki að bjóða af­slaetti, held­ur frek­ar vör­ur sem fást ekki ann­ars stað­ar eða vaxta­laus­ar af­borg­an­ir.

Al­þjóð­legri brag­ur

Fleiri kaup­menn taka þátt í ár. Ali­baba gerði minni fyr­ir­ta­ekj­um auð­veld­ara að taka þátt til þess að hjálpa þeim að ná sér eft­ir hremm­ing­ar árs­ins og fjöldi fyr­ir­ta­ekja sem starfa ekki í Kína fá að taka þátt í út­söl­unni þar. Tm­all hef­ur einnig stað­ið fyr­ir átaki til að leyfa er­lend­um fyr­ir­ta­ekj­um að selja vör­ur sín­ar á vef þeirra.

Net­sölu­dag­ur­inn hef­ur sleg­ið í gegn ut­an Kína og get­ið af sér hlið­sta­ett mark­aðs­átak í öðr­um lönd­um, eins og 9.9., 10.10. og 12.12. Það má gera ráð fyr­ir aukn­um krafti í öllu þessu átaki víða um heim nú þeg­ar versl­an­ir reyn­ir að vinna upp tap eft­ir COVID. Þar sem efna­hag­ur Kína hef­ur náð meiri bata en hjá flest­um öðr­um ríkj­um ger­ir Wang líka ráð fyr­ir að vörumerki og kaup­menn ut­an Kína reyni í aukn­um maeli að höfða til kín­verskra neyt­enda.

Það er al­gengt að það séu alls kyns til­boð í gangi fyr­ir stóra dag­inn sjálf­an, en í ár til­kynnti Ali­baba að Sing­les’ Day yrði skipt í tvo hluta. Fyrri hlut­inn hófst 1. nóv­em­ber og sá seinni hefst 11. nóv­em­ber.

 ?? FRÉTTA­BLAЭIÐ/GETTY ?? Sala í gegn­um beint vef­streymi er í mikl­um vexti og tal­ið er að hún knýi stór­an hluta af vexti Sing­les’ Day í ár. Til­boð hjá staerstu strey­m­end­un­um eru sögð hafa skil­að um 152 millj­arða króna tekj­um nú þeg­ar.
FRÉTTA­BLAЭIÐ/GETTY Sala í gegn­um beint vef­streymi er í mikl­um vexti og tal­ið er að hún knýi stór­an hluta af vexti Sing­les’ Day í ár. Til­boð hjá staerstu strey­m­end­un­um eru sögð hafa skil­að um 152 millj­arða króna tekj­um nú þeg­ar.
 ??  ??
 ??  ??

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland