Stöðugur vöxtur Singles’ Day
Singles’ Day á ellefu ára afmaeli í ár. Útsalan hefur vaxið hratt ár frá ári og nú er gert ráð fyrir að hún verði staerri en nokkru sinni. Hér er það sem er talið líklegt til að einkenni útsöluna þetta árið.
Ellefti Singles’ Day-dagurinn verður að öllum líkindum staersti netverslunardagur sögunnar, ef marka má þróun fyrri ára og vinsaeldir netverslunar á árinu. Hér er það sem Xiaofeng Wang, greinandi hjá bandaríska markaðsráðgjafarfyrirtaekinu Forrester, telur að muni einkenna verslunaraeðið í ár.
Lengra og flóknara en áður
Wang býst við lengsta og flóknasta Singles’ Day til þessa. Vörumerki og kaupmenn eru að reyna að baeta upp fyrir tapið vegna COVID og leggja því aukna áherslu á útsöluna í ár. Efnahagur Kína hefur náð góðum bata og verslunarhegðun kínverskra neytenda er orðin svipuð því sem var fyrir faraldurinn og neyslan hefur jafnvel aukist.
Það er algengt að það séu alls kyns tilboð í gangi fyrir stóra daginn sjálfan, en í ár tilkynnti Alibaba að Singles’ Day yrði skipt í tvo hluta. Fyrri hlutinn hófst 1. nóvember og sá seinni hefst 11. nóvember. Fyrri hlutinn snýst meðal annars um ný vörumerki og vörur en seinni hlutinn verður með hefðbundnu sniði. Þessi fyrri hluti mun auka vöxtinn og gera Singles’ Day staerri í sniðum en nokkru sinni. Kínverska netverslunin JD.com tók þetta skrefinu lengra og skipti þessu útsölutímabili í fjóra hluta, frá 21. október til 13. nóvember. Auk þess eru alls kyns kynningartilboð orðin fjölbreyttari og flóknari í sniðum en áður.
Beint streymi stór þáttur
Wang telur að verslun í gegnum beint streymi eigi eftir að vera lykilþáttur í vextinum í ár. Í fyrra tóku yfir 17 þúsund vörumerki þátt í beinu streymi sem skilaði tekjum sem voru yfir 400 milljarðar íslenskra króna. Þau merki sem hafa verið fljót að tileinka sér verslun gegnum beint streymi hafa skilað ótrúlegum sölutölum. Snemmbúin tilboð hjá staerstu streymendunum eru nú þegar sögð hafa skilað um 152 milljörðum króna sölu. Það er því gríðarlegur vöxtur í þessari tegund verslunar og gert er ráð fyrir að fleiri vöruflokkar og merki fari að nýta sér verslun í gegnum beint streymi.
Fleiri lúxusvörur
Ákveðin lúxusvörumerki hafa áður tekið þátt í Singles’ Day en í ár eru þau fleiri en nokkru sinni og nýir vöruflokkar að koma inn, eins og lúxusfatnaður, aukahlutir og skartgripir. Það eru líka nokkur fraeg lúxusvörumerki með tilboð í kínversku netversluninni Tmall. Þessi merki eru yfirleitt ekki að bjóða afslaetti, heldur frekar vörur sem fást ekki annars staðar eða vaxtalausar afborganir.
Alþjóðlegri bragur
Fleiri kaupmenn taka þátt í ár. Alibaba gerði minni fyrirtaekjum auðveldara að taka þátt til þess að hjálpa þeim að ná sér eftir hremmingar ársins og fjöldi fyrirtaekja sem starfa ekki í Kína fá að taka þátt í útsölunni þar. Tmall hefur einnig staðið fyrir átaki til að leyfa erlendum fyrirtaekjum að selja vörur sínar á vef þeirra.
Netsöludagurinn hefur slegið í gegn utan Kína og getið af sér hliðstaett markaðsátak í öðrum löndum, eins og 9.9., 10.10. og 12.12. Það má gera ráð fyrir auknum krafti í öllu þessu átaki víða um heim nú þegar verslanir reynir að vinna upp tap eftir COVID. Þar sem efnahagur Kína hefur náð meiri bata en hjá flestum öðrum ríkjum gerir Wang líka ráð fyrir að vörumerki og kaupmenn utan Kína reyni í auknum maeli að höfða til kínverskra neytenda.
Það er algengt að það séu alls kyns tilboð í gangi fyrir stóra daginn sjálfan, en í ár tilkynnti Alibaba að Singles’ Day yrði skipt í tvo hluta. Fyrri hlutinn hófst 1. nóvember og sá seinni hefst 11. nóvember.