Netverslun hefur sótt í sig veðrið síðustu ár, og þá sérstaklega síðustu mánuði eftir að faraldurinn skók heimsbyggðina alla. En hvar byrjaði þetta allt? Verslanir hér á landi sem höfðu varla sett upp vefsíðu á netinu eru nú margar hverjar búnar að setja upp fullkomnar vefverslanir til þess að þjónusta viðskiptavini betur í faraldri og vega upp á móti hratt minnkandi sölu í verslunum. Netverslun hefur ekki eingöngu verið að ryðja sér til rúms á síðustu árum, heldur má rekja sögu netverslunar mun lengra aftur en margir gera sér grein fyrir. Netverslun eins og við þekkjum hana í dag á sér nefnilega fjarskylda fraenku, svokallað „Videotex“-kerfi, sem þróað var af enska uppfinningamanninum Michael Aldrich.
Í grein BBC er því lýst hvernig þetta kerfi var notað á svipaðan hátt og verslun í dag í vefverslunum matvörubúða. Árið er 1984 í Gateshead, Englandi. Sjötíu og tveggja ára amma að nafni Jane Snowball situr í haegindastól sínum og notar sjónvarpsfjarstýringuna til þess að panta smjörlíki, kornflögur og egg. Þarna má líta upphafið á nútímanum. Aldrich hafði hér breytt sjónvarpinu hennar Jane í tölvukerfi og hún notaði Videotex-taeknina til þess að skrifa eins konar tossalista á sjónvarpsskjánum. Pöntunin var svo send áfram með símtali í Tesco-verslun í nágrenninu. Líkt og í aevintýri birtust vörurnar stuttu síðar á tröppunum fyrir utan húsið hjá Jane.
Upphaflega var Videotex-kerfið aetlað sem samfélagsþjónusta fyrir eldri borgara og þá sem eiga erfitt með að ferðast á milli staða. Kerfið sem um raeðir var hannað sem lokað tölvunetkerfi og nú áratugum síðar hefur þessi sniðuga taeknilega tilraun lagt grunninn að iðnaði sem hleypur á tugum milljarða króna í Bretlandi.
Naesta stóra uppfinningin í netverslun var svo tíu árum síðar, 1994, þegar tölvugúrúinn Daniel M. Kohn, þá 21 árs, opnaði markaðstorg á netinu sem hann kallaði NetMarket. Þessari nýju verslunarleið var líkt við eins konar verslunarklasa á netinu og bauð einnig upp á fyrstu öruggu internetkaupin. Og hvað var það þá sem var fyrst selt á þessu merka markaðstorgi framtíðarinnar? Nú auðvitað var það Sting geisladiskur sem seldist á taepar tvö þúsund íslenskar krónur.