Fréttablaðið - Serblod

- Jó­hanna Ma­ría Ein­ars­dótt­ir johanna­m­aria@fretta­bla­did.is

Net­versl­un hef­ur sótt í sig veðr­ið síð­ustu ár, og þá sér­stak­lega síð­ustu mán­uði eft­ir að far­ald­ur­inn skók heims­byggð­ina alla. En hvar byrj­aði þetta allt? Versl­an­ir hér á landi sem höfðu varla sett upp vef­síðu á net­inu eru nú marg­ar hverj­ar bún­ar að setja upp full­komn­ar vef­versl­an­ir til þess að þjón­usta við­skipta­vini bet­ur í far­aldri og vega upp á móti hratt minnk­andi sölu í versl­un­um. Net­versl­un hef­ur ekki ein­göngu ver­ið að ryðja sér til rúms á síð­ustu ár­um, held­ur má rekja sögu net­versl­un­ar mun lengra aft­ur en marg­ir gera sér grein fyr­ir. Net­versl­un eins og við þekkj­um hana í dag á sér nefni­lega fjar­skylda fra­enku, svo­kall­að „Vi­deotex“-kerfi, sem þró­að var af enska upp­finn­inga­mann­in­um Michael Aldrich.

Í grein BBC er því lýst hvernig þetta kerfi var not­að á svip­að­an hátt og versl­un í dag í vef­versl­un­um mat­vöru­búða. Ár­ið er 1984 í Ga­tes­head, Englandi. Sjö­tíu og tveggja ára amma að nafni Ja­ne Snowball sit­ur í haeg­inda­stól sín­um og not­ar sjón­varps­fjar­stýr­ing­una til þess að panta smjör­líki, korn­flög­ur og egg. Þarna má líta upp­haf­ið á nú­tím­an­um. Aldrich hafði hér breytt sjón­varp­inu henn­ar Ja­ne í tölvu­kerfi og hún not­aði Vi­deotex-taekn­ina til þess að skrifa eins kon­ar tossal­ista á sjón­varps­skján­um. Pönt­un­in var svo send áfram með sím­tali í Tesco-versl­un í ná­grenn­inu. Líkt og í aevin­týri birt­ust vör­urn­ar stuttu síð­ar á tröpp­un­um fyr­ir ut­an hús­ið hjá Ja­ne.

Upp­haf­lega var Vi­deotex-kerf­ið aetl­að sem sam­fé­lags­þjón­usta fyr­ir eldri borg­ara og þá sem eiga erfitt með að ferð­ast á milli staða. Kerf­ið sem um raeð­ir var hann­að sem lok­að tölvu­net­kerfi og nú ára­tug­um síð­ar hef­ur þessi snið­uga taekni­lega til­raun lagt grunn­inn að iðn­aði sem hleyp­ur á tug­um millj­arða króna í Bretlandi.

Naesta stóra upp­finn­ing­in í net­versl­un var svo tíu ár­um síð­ar, 1994, þeg­ar tölvug­úrú­inn Daniel M. Kohn, þá 21 árs, opn­aði mark­aðs­torg á net­inu sem hann kall­aði NetM­ar­ket. Þess­ari nýju versl­un­ar­leið var líkt við eins kon­ar versl­un­ar­klasa á net­inu og bauð einnig upp á fyrstu ör­uggu in­ter­net­kaup­in. Og hvað var það þá sem var fyrst selt á þessu merka mark­aðs­torgi fram­tíð­ar­inn­ar? Nú auð­vit­að var það St­ing geisladisk­ur sem seld­ist á taep­ar tvö þús­und ís­lensk­ar krón­ur.

 ??  ?? Ja­ne Snowball var sú fyrsta til að nýta sér eins kon­ar „net“versl­un ár­ið 1984 með notk­un sjón­varpsta­ek­is­ins.
Ja­ne Snowball var sú fyrsta til að nýta sér eins kon­ar „net“versl­un ár­ið 1984 með notk­un sjón­varpsta­ek­is­ins.
 ??  ??
 ??  ??

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland