Getur leitað í viskubrunninn
Sigfús Sigurðsson er alinn upp við að hjálpa til heima við. Hann segir að best sé að ganga frá jafnóðum svo ekki safnist drasl og auðveldara sé að þrífa. Í vinnunni þrífur hann hátt og lágt daglega.
Mér finnst gott að þrífa vel áður en ég set upp jólaskraut, það verður betra loft í íbúðinni og maður nýtur þess virkilega að hafa extra hreint hjá sér.
Sigfús var að aðstoða sjö ára dóttur sína, Eyvöru Margréti, við heimalaerdóminn þegar blaðamaður hafði samband og óskaði eftir ráðum varðandi heimilisþrif. Hann tók því ljúflega en móðir hans, Margrét Sigfúsdóttir, er skólastjóri Hússtjórnarskólans í Reykjavík, og því forvitnilegt að vita hvað hann hefur laert af henni í þeim efnum.
„Ég bý að því að geta ávallt leitað í viskubrunn móður minnar, hvort sem um er að raeða þrif eða annað. Pabbi var á sjó og mamma að kenna þegar ég var að alast upp, svo við systkinin byrjuðum snemma að hjálpa við að halda heimilinu hreinu. Við þurrkuðum af og ryksuguðum en ég viðurkenni fúslega að systir mín var miklu duglegri en ég. Hjá mér var þetta stundum hálfgerður kattarþvottur, enda er ég með ofvirkni og athyglisbrest og átti dálítið erfitt með að halda mér við efnið,“segir Sigfús og skellir upp úr.
Hann segir að mamma hans hafi kennt honum nokkur grunnatriði í heimilisþrifum, eins og að það sé góð regla að byrja á að þurrka af til daemis hillum og borðum því þá fellur rykið niður á gólfið. Að því loknu er best að sópa eða ryksuga og síðan skúra en aðeins það eitt að ryksuga léttir mikið andrúmsloftið innandyra.
„Það er líka gott að þvo eldhúsvaskinn eftir notkun og þurrka yfir hann og muna að fara vel undir borðbrúnir og borðplötur því þar safnast oft óhreinindi,“segir Sigfús, og baetir við að móðir hans hafi í raun kennt honum að halda heimili og huga vel að því sem hann eigi.
Gott að hafa extra hreint fyrir jólin
Fyrir jólin tekur Sigfús heimilið í gegn, og þrífur allt hátt og lágt. „Þá pússa ég líka yfir öll borð og ber olíu á viðinn. Mér finnst gott að þrífa vel áður en ég set upp jólaskraut, það verður betra loft í íbúðinni og maður nýtur þess virkilega að hafa extra hreint hjá sér.“
Þegar Sigfús er spurður hvort hann lumi á leyniráði varðandi heimilisþrif brosir hann og segir að besta ráðið sé að venja sig á að ganga frá eftir sig jafnóðum, svo ekki safnist upp drasl. Með þessu móti verði heimilisbragurinn betri og fljótlegra og auðveldra að þrífa. „Þetta er eina ráðið sem ég hef. Ef maður trassar að ganga frá, þá safnast allt upp og það verður miklu erfiðara að koma sér að verki. Ég maeli með að gera eitthvað smá á hverjum degi.“
Laerði mikið af Fiskikónginum
Sigfús á Fiskbúð Fúsa við Skipholt 70 og stendur vaktina allan daginn. Hann segir í nógu að snúast í eigin rekstri. „Ég er svo heppinn að eiga góða að, sem saekja Eyvöru Margréti í skólann og fylgja henni í íþróttir þegar ég kemst ekki frá,“segir hann en þau feðgin eru tvö í heimili.
Þegar talið berst að vinnunni segir Sigfús að þar þurfi að gaeta sérstaklega vel að öllu hreinlaeti. „Þar er allt þrifið daglega, svo sem fiskborð, vogir og afgreiðsluborð. Notuð er sérstök sápa, sem inniheldur klórblöndu sem drepur sýkla og bakteríur. Sápan er sérframleidd fyrir matvaelaiðnað og er notuð á borðið þar sem ég raða fiskibökkunum og líka á gólfið. Svo er ég með sérstakt efni sem sett er á vinnsluborðið og síðan skolað af með sjóðandi heitu vatni. Í hverri viku tek ég kaelinn í gegn og þríf vandlega. Þar eru geymd matvaeli og mikilvaegt að hreinlaetið sé tipp topp. Ég er búinn að koma mér upp ágaetu kerfi svo ég er ekki mjög lengi að þessu,“segir Sigfús, sem notar tímann þegar minna er að gera í afgreiðslu til að þrífa. „Í lok vinnudags úða ég sótthreinsispreyi yfir alla fleti þar sem matvaeli hafa legið. Matvaeli eru viðkvaem vara, ekki síst fiskur og því mikilvaegt að passa upp á allt hreinlaeti. Ég vann um nokkurt skeið hjá Fiskikónginum, Kristjáni Berg Ásgeirssyni, og laerði heilmikið af honum, baeði í fiskvinnslu og þrifum. Hann er algjör snyrtipinni,“segir Sigfús.
Fiskréttur Fúsa
1 þorskhnakki Smjör Beikon Döðlur Kasjúhnetur Saet kartafla
2-3 kartöflur Ólífuolía Salt
Skerðu vaenan þorskhnakka til helminga og léttsteiktu í smjöri þar til fiskurinn er hálfeldaður. Raðaðu beikonsneiðum í botninn á eldföstu móti. Saxaðu döðlur og kasjúhnetur í litla bita og svissaðu í smjöri í pönnu. Dreifðu helmingnum yfir beikonið, leggðu þorskbitana ofan á og dreifðu hinum helmingnum af döðlum og kasjúhnetum yfir fiskinn. Lokaðu með beikoni og eldaðu í ofni í 20 mínútur við 180°C hita.
Skerðu kartöflurnar í þunna strimla, settu í eldfast mót, helltu ólífuolíu yfir og stráðu grófu salti yfir. Blandaðu vel saman. Láttu bakast í ofni þar til kartöflurnar verða mjúkar og djúsí.
Gott er að bera réttinn fram með fersku salati og aioli-sósu.