Fréttablaðið - Serblod

Heim­il­isinn­stung­an er ekki gerð fyr­ir raf­bíla­hleðsl­ur

Með auk­inni raf­bíla­eign lands­manna og orku­frek­ari bíl­um eykst nauð­syn þess að standa rétt að upp­setn­ingu hleðslu­stöðva. Ein­göngu lög­gilt­ir raf­verk­tak­ar hafa leyfi til upp­setn­ing­ar þeirra.

- All­ar frek­ari upp­lýs­ing­ar, mynd­bönd og um­fjall­an­ir á sart.is.

Raf­bíl­um fjölg­ar nú ört hér á landi og dra­egni þeirra eykst hratt með staerri og afl­meiri raf­hlöð­um. Hleðsla raf­bíla kall­ar því á meiri raf­magns­notk­un og veld­ur stöð­ugt meira álagi á raf­kerf­ið. Því er brýnt ör­yggis­at­riði að lög­gilt­ir fag­að­il­ar í raf­virkj­un sjái um að fast­tengja all­ar hleðslu­stöðv­ar fyr­ir raf­bíla,“seg­ir Kristján Daní­el Sig­ur­bergs­son, fram­kvaemda­stjóri Sam­taka raf­verk­taka, SART, og við­skipta­stjóri á mann­virkja­sviði Sam­taka iðn­að­ar­ins.

Í SART eru lið­lega 200 lög­gilt­ir raf­verk­tak­ar, raf­virkja­meist­ar­ar og raf­einda­virkja­meist­ar­ar sem reka sín eig­in fyr­ir­ta­eki, eru með raf­iðn­að­ar­menn í vinnu og bera fag­lega ábyrgð á öll­um verk­efn­um fyr­ir­ta­ekja sinna.

„Í SART eru sér­fra­eð­ing­ar sem hafa öll til­skil­in leyfi til að setja upp hleðslu­stöðv­ar fyr­ir raf­bíla. Þeir bjóða upp á ráð­legg­ing­ar og vita fyr­ir víst hvernig best er að leysa mál­in fyr­ir raf­bíla­eig­end­ur sem óska eft­ir að setja upp hleðslu­stöðv­ar,“upp­lýs­ir Kristján og held­ur áfram:

„Sam­kvaemt lög­um má eng­inn setja upp raf­bún­að nema að hafa til þess út­gef­ið leyfi sem lög­gilt­ur raf­verktaki frá Húsna­eðis- og mann­virkja­stofn­un (HMS), en því mið­ur heyr­ir mað­ur af og til sög­ur af því að menn reyni að bjarga sér sjálf­ir með því að setja upp hleðslu­stöðv­ar. Það er alls ekki aeski­legt því þetta snýst um ann­að og meira en að tengja sam­an tvo víra.“

Raf­bíla­hleðsla á við fimm til sex hraðsuðuka­tla

Ávallt er maelt með fast­tengdri hleðslu­stöð fyr­ir hleðslu raf­bíla.

„Ekki er maelt með að nota hleðslukap­la sem fylgja raf­bíl­um nema til þess eins að bjarga sér til skamms tíma. Sé raf­bíll hlað­inn dags­dag­lega í gegn­um heim­il­isinn­stungu end­ar með að hún brenn­ur yf­ir með til­heyr­andi eld­haettu, vír­arn­ir of­hitna og sviðna og því er nauð­syn­legt að varn­ir séu í lagi,“upp­lýs­ir Kristján.

Vegna mik­ill­ar og auk­inn­ar straum­notk­un­ar hef­ur eft­ir­lits­að­il­inn HMS lagt til að raflagn­ir í hús­um séu tekn­ar út áð­ur en hleðsla raf­bíla hefst.

„Því mið­ur er al­gengt að fólk flaski á þessu mik­ilvaega at­riði. Í sum­um göml­um hús­um er ein­falt raf­kerfi á göml­um trétöfl­um sem þol­ir alls ekki að baett sé við raf­hleðslu­bún­aði fyr­ir raf­bíla án þess að far­ið sé í end­ur­nýj­un. Þetta verð­ur sí­fellt meira krefj­andi því raf­bíl­ar verða ae afl­meiri og ekki óal­gengt að ver­ið sé að hlaða 7,5 kílóvött (kW) á ein­um raf­bíl. Í sam­an­burði not­ar hraðsuðu­ketill 1,5 kW og get­ur það í sum­um til­vik­um sleg­ið út raf­magn­inu, þannig að með raf­bíla­hleðslu verð­ur til álag sem jafn­gild­ir notk­un fimm til sex hraðsuðuka­tla,“seg­ir Kristján.

Nauð­syn­legt sé því að lög­gilt­ur raf­verktaki taki út ástand raflagna þar sem fyr­ir­hug­að er að setja upp raf bíla­hleðslu.

„Þá er rétt að und­ir­strika að ekki má nota fram­leng­ing­ar­snúr­ur eða fjöltengi til að hlaða raf­bíla. Það er stór­haettu­legt því þess­ir grönnu kapl­ar eru ekki gerð­ir til að taka svo mörg am­per í gegn­um sig.“

Álags­stýr­ing sem for­gangsr­að­ar raf­magni

Í fjöl­býl­is­hús­um, þar sem hlaða þarf marga raf­bíla í einu, er mik­ilvaegt að nota álags­stýr­ing­ar sem skammta raf­magn inn á hleðslu­stöðv­ar og skulu all­ar hleðslu­stöðv­ar vera varð­ar með vari og lekaliða af réttri gerð.

„Álags­stýr­ing er sett upp af lög­gilt­um raf­verk­tök­um og for­rit­uð þannig að straum­notk­un húss­ins er for­gangs­stýrt. Þannig faer elda­mennsk­an og þvotta­vél­in for­gang um­fram hleðslu raf­bíls á þeim tíma dags sem fólk kem­ur heim úr vinnu og er bíll­inn þá sett­ur aft­ar í for­gangs­röð­ina. Þeg­ar kvöld­ar og nótt­in tek­ur við faer raf­bíla­hleðsl­an svo aft­ur for­gang,“út­skýr­ir Kristján.

Við álags­stýr­ingu þurfa hleðslu­stöðv­ar líka að geta tal­að sam­an.

„Hleðslu­stöðv­ar þurfa að vera sömu teg­und­ar til að geta átt sam­skipti sín á milli. Þá eru þa­er for­rit­að­ar til að vinna sam­an og í full­komn­ari kerf­um fá raf­bíl­ar með minnstu hleðsl­una for­gang en ekki endi­lega sá sem stakk fyrst í sam­band.“

Betra að hafa fleiri en eina hleðslu­stöð til taks

Kristján reikn­ar með að not­end­um raf­bíla fjölgi um­tals­vert á naestu ár­um og seg­ir skyn­sam­legt að horfa til fram­tíð­ar þeg­ar kem­ur að upp­setn­ingu hleðslu­stöðva.

„Mér verð­ur hugs­að til ná­granna míns sem fékk sér raf­bíl og svo ann­an að ári, en sá það ekki fyr­ir og þurfti að setja upp aðra hleðslu­stöð með til­heyr­andi fyr­ir­höfn. Marg­ir eru með tvo til þrjá bíla á heim­ili og þá er betra að vera með fleiri en eina hleðslu­stöð til taks. Það er líka hagsta­eð­ari kost­ur en að fá raf­verk­taka aft­ur eft­ir eitt til tvö ár til að gera allt upp á nýtt.“

Í bygg­ing­ar­reglu­gerð er ákvaeði um að gert skuli ráð fyr­ir hleðslu­bún­aði við hvert staeði, baeði inni og úti, í ný­bygg­ing­um og við end­ur­nýj­un bygg­inga.

„Þá er kom­ið fyr­ir röra- og lagna­leið sem ligg­ur að bílasta­eð­un­um og raf­verk­tak­ar nota, hvort sem hleðslu­stöð er sett strax upp eða ekki. Þá er alltaf haegt að baeta við hleðslu­stöð með litlu jarðraski í stað þess að þurfi að brjóta upp bíla­plan­ið til að leggja þar lagn­ir,“út­skýr­ir Kristján.

Í fjöleign­ar­húsa­lög eru líka komn­ar nýj­ar grein­ar um raf­bíla­hleðslu.

„Hús­fé­lög aettu und­an­tekn­ing­ar­laust að kynna sér nýju lög­in. Í þeim er kveð­ið skýrt á um hvernig standa skal að mál­um ef setja þarf hleðslu­bún­að á sam­eig­in­leg bílasta­eði og/eða breyta staeð­um í sam­eign í staeði fyr­ir raf­hleðslu. Lög­in voru sett til að ein­falda ákvarð­ana­töku þar að lút­andi því þeir sem eiga raf­bíla hafa lengi ver­ið í gísl­ingu í slík­um mál­um en lög­in sjá nú um að leysa úr því.“

Þá er að aukast að sum­ar­húsa­eig­end­ur vilji hlaða raf­bíla sína í bú­staðn­um.

„Það vek­ur sp­urn­ing­ar um hvort raf­kerf­ið í sum­ar­húsa­hverf­inu þoli það, hversu göm­ul raf­kerf­in eru og hvort menn geti hlað­ið þar bíla í stór­um stíl. Lög­gilt­ir raf­verk­tak­ar geta geng­ið úr skugga um það en þetta er líka um­hugs­un­ar­efni fyr­ir orku­fyr­ir­ta­ek­in sem sjá sum­ar­húsa­hverf­un­um fyr­ir raf­magni þeg­ar notk­un­in mögu­lega tvö­fald­ast af því fólk er far­ið að hlaða raf­bíla sína á svaeð­inu. Því er ekki haegt að ganga að því vísu að haegt sé að hlaða bíl­ana þar.“

Mik­ilvaegt að tryggja fag­mennsku og ör­yggi

Aldrei er nógu oft brýnt fyr­ir fólki að ein­göngu lög­gilt­ir raf­verk­tak­ar mega leggja raflagn­ir og tengja hleðslu­stöðv­ar.

„Sum­ir hafa sér­haeft sig í að þjón­usta raf­bíla­eig­end­ur og geta ráðlagt ein­stak­ling­um og hús­fé­lög­um um út­fa­ersl­ur. Á vef­síð­unni sart.is er leit­ar­vél og þar er haegt að finna lista yf­ir verk­taka sem gefa sig út fyr­ir að gera þetta. Þar er líka að finna gagn­leg mynd­bönd frá HMS, um hleðslu raf­bíla og leita sér alls kyns upp­lýs­inga. Að sama skapi bjóða mörg fyr­ir­ta­eki inn­an SART upp á heild­ar­lausn­ir við lagna­vinnu, raflagn­ir og hleðslu­stöðv­ar í sam­vinnu við inn­flytj­end­ur á hleðslu­stöðv­um,“upp­lýs­ir Kristján.

Þeg­ar lög­gilt­ur raf­verktaki hef­ur geng­ið frá öll­um raf­lögn­um og upp­setn­ingu á hleðslu­stöð til­kynn­ir hann fram­kvaemd­ina til HMS.

„Á vef­síð­unni meist­ar­inn.is er gátlisti og góð­ar leið­bein­ing­ar sem við bend­um öll­um í fram­kvaemda­hug á að skoða, hvort sem verk­ið er stórt eða smátt. Við mael­um alltaf með því að þeir sem eru í fram­kvaemda­hug geri skrif­leg­an samn­ing þar sem fram kem­ur um­fang verks og hvað beri að greiða fyr­ir. Við fá­um alltof oft um­kvart­an­ir fólks sem fer í fram­kvaemd­ir án þess að gera kostn­að­ar­áa­etl­un eða fá til­boð frá verk­tök­um. Þá er líka alltaf tölu­vert um að menn gefi sig út fyr­ir að vera raf­virkj­ar, píp­ar­ar, múr­ar­ar og smið­ir, án þess að hafa rétt­indi til þess. Því er ekki á vís­an að róa og sé ekki stað­ið rétt að mál­um get­ur far­ið illa og menn lent í bullandi vandra­eð­um því þeir sem vinna á svört­um mark­aði hafa eng­ar trygg­ing­ar ef illa fer,“seg­ir Kristján.

Með því að leita til lög­giltra raf­verk­taka á sart.is sé vinn­an gull­tryggð.

„Það er gríð­ar­lega mik­ilvaegt að tryggja sér fag­mennsku og ör­yggi. Einnig er haegt að fara á vef HMS, hms.is, og skoða þar lista með lög­gilt­um fag­að­il­um. Það dug­ir nefni­lega ekki að vera með sveins­rétt­indi því svein­ar í raf­virkj­un mega ekki taka að sér verk­efni í eig­in nafni, það verða að vera meist­ar­ar. Þetta virð­ist kannski vera flaekju­stig en þetta er gert til að neyt­end­ur geti geng­ið að því vísu að þeir kaupi vinn­una af fag­að­il­um með til­skil­in rétt­indi.“

 ?? FRÉTTABLAЭIÐ/ANTON ?? Kristján Daní­el Sig­ur­bergs­son er fram­kvaemda­stjóri Sam­taka raf­verk­taka, SART. Í þeim eru lög­gilt­ir sér­fra­eð­ing­ar með til­skil­in leyfi til að setja upp hleðslu­stöðv­ar fyr­ir raf­bíla.
FRÉTTABLAЭIÐ/ANTON Kristján Daní­el Sig­ur­bergs­son er fram­kvaemda­stjóri Sam­taka raf­verk­taka, SART. Í þeim eru lög­gilt­ir sér­fra­eð­ing­ar með til­skil­in leyfi til að setja upp hleðslu­stöðv­ar fyr­ir raf­bíla.
 ?? FRÉTTABLAЭIÐ/ ANTON BRINK ?? Kristján seg­ir skyn­sam­legt að hugsa til fram­tíð­ar þeg­ar kem­ur að upp­setn­ingu hleðslu­stöðva því raf­bíla­eign eykst stöð­ugt og þá er baeði minna rask og hagsta­eð­ara að fá raf­verk­taka til að setja upp fleiri en eina hleðslu­stöð í einu.
FRÉTTABLAЭIÐ/ ANTON BRINK Kristján seg­ir skyn­sam­legt að hugsa til fram­tíð­ar þeg­ar kem­ur að upp­setn­ingu hleðslu­stöðva því raf­bíla­eign eykst stöð­ugt og þá er baeði minna rask og hagsta­eð­ara að fá raf­verk­taka til að setja upp fleiri en eina hleðslu­stöð í einu.
 ??  ?? „Með því að leita til lög­giltra raf­verk­taka sem hafa rétt­indi til upp­setn­ing­ar hleðslu­stöðva eru fag­mennska og ör­yggi tryggð,“seg­ir Kristján hjá SART.
„Með því að leita til lög­giltra raf­verk­taka sem hafa rétt­indi til upp­setn­ing­ar hleðslu­stöðva eru fag­mennska og ör­yggi tryggð,“seg­ir Kristján hjá SART.
 ??  ??
 ??  ??
 ??  ??

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland