Fréttablaðið - Serblod

Vetni sem orku­gjafi í sam­göng­um

Mik­ill áhugi er á vetn­is­bíl­um hér á landi en sölu­töl­ur eru þó ekki há­ar. Enn sem kom­ið er eru fá­ar vetn­is­stöðv­ar á land­inu og það gaeti faelt frá kaup­um á vetn­is­bíl­um. Fjölga þarf slík­um stöðv­um.

- Njáll Gunn­laugs­son njall@fretta­bla­did.is

Að sögn Páls Þor­steins­son­ar, kynn­ing­ar­full­trúa Toyota á Íslandi, hef­ur orð­ið ákveð­in vakn­ing í áhuga á vetn­is­bíl­um á Íslandi að und­an­förnu. Því mið­ur er ekki að sjá þenn­an aukna áhuga í sölu­töl­um og má þá velta fyr­ir sér hvers vegna. Að­eins einn vetn­is­bíll hef­ur ver­ið skráð­ur á þessu ári og er hann enn í eigu Toyota-um­boðs­ins. En hvað er það sem veld­ur? Er það verð­ið eða sú stað­reynd að að­eins tvaer vetn­is­stöðv­ar eru í notk­un á land­inu? Verð­ið get­ur haft eitt­hvað að segja en nýr Nexo kost­ar frá 6.900.000 krón­um og Toyota Mirai er að­eins boð­inn í leigu eins og er og kost­ar þá mán­uð­ur­inn 120.000 krón­ur.

Að­eins tvaer stöðv­ar

Skelj­ung­ur setti það á áa­etl­un 2017 að byggja fleiri vetn­is­stöðv­ar sem hluta af neti slíkra stöðva á Íslandi. Er það gert sem sam­vinnu­verk­efni við Nel ASA í gegn­um ís­lenska vetn­is­fé­lag­ið ehf. Alls koma 70% af kostn­aði við upp­setn­ingu stöðv­anna frá Evr­ópu­sam­band­inu sem styrk­ur, eða um 2,7 millj­ón­ir evra.

Er þetta hluti af staerra verk­efni sem fel­ur það í sér að setja upp vetn­is­stöðv­ar í Sk­andi­nav­íu, Þýskalandi, Hollandi, Frakklandi og Bretlandi ásamt Íslandi. Að sögn Árna Pét­urs Jóns­son­ar, for­stjóra Skelj­ungs, hafa þrjár stöðv­ar ver­ið byggð­ar og eru þa­er við Vest­ur­lands­veg og á Fitj­um í Reykja­nes­bae. Eins er ein stöð við Miklu­braut sem er lok­uð eins og er. Ekki stend­ur til að baeta við stöðv­um í bili en fylgst verð­ur með þró­un­inni ásamt því að reka stöðv­arn­ar áfram að sögn Árna Pét­urs.

Gott dra­egi ekki nóg

Dra­egi vetn­is­bíla get­ur ver­ið tölu­vert en ný­lega setti Hyundai Nexo vetn­is­bíll­inn met í dra­egi slíkra bíla þeg­ar hann fór 779 kíló­metra á ein­um tanki. Fréttablað­ið tók í bíl­inn á dög­un­um ásamt Toyota Mirai vetn­is­bíln­um og reyndi hvernig það var að aka vetn­is­bíl í tvaer vik­ur eða svo. Skemmst er frá því að segja að það er til­tölu­lega ein­falt mál að nota vetn­is­bíl og áfyll­ing á vetni er ekki flókn­ari en áfyll­ing á bens­íni og fel­ur ekki í sér aukna haettu. Ólíkt því að keyra raf­magns­bíl er minni „dra­eg­iskvíði“en gall­inn er sá að að­eins er um þessa einu stöð á höf­uð­borg­ar­svaeð­inu að raeða. Dra­eg­ið er hins veg­ar gott en Hyundai Nexo er með 666 km dra­egi sem dug­ar vel í styttri ferð­ir út á land. Hafa verð­ur í huga að mað­ur þarf að eiga vetni fyr­ir ferð­inni til baka þeg­ar ek­ið er ann­að en út á Reykja­nes­ið. Við reynd­um eldri gerð Toyota Mirai sem er með minna dra­egi og eldri hönn­un en von er á nýj­um bíl á naesta ári. Sá bíll lík­ist meira Lex­us-bíl og er líka staerri, og dra­eg­ið sam­ba­eri­legt við Nexo, eða um 650 km. Þrátt fyr­ir gott dra­egi bíl­anna kem­ur sú stað­reynd að um að­eins tvaer stöðv­ar á suð­vest­ur­horn­inu er að raeða í veg fyr­ir að haegt sé að nota vetn­is­bíl á Íslandi nema ein­mitt þar. Von er á vetni sem orkju­gjafa í fleiri gerð­um ökuta­ekja eins og flutn­inga­bíl­um og því hlýt­ur það að vera álit­leg­ur kost­ur fyr­ir yf­ir­völd að skoða upp­setn­ingu f leiri vetn­is­stöðva hring­inn í kring­um land­ið.

 ??  ?? Áfyll­ing vetn­is­bíla er álíka ein­föld og áfyll­ing bens­ín­bíls og tek­ur líka svip­að­an tíma. Von er á vetni sem orkju­gjafa fyr­ir fleiri gerð­ir ökuta­ekja.
Áfyll­ing vetn­is­bíla er álíka ein­föld og áfyll­ing bens­ín­bíls og tek­ur líka svip­að­an tíma. Von er á vetni sem orkju­gjafa fyr­ir fleiri gerð­ir ökuta­ekja.
 ??  ?? Hyundai Nexo kom á mark­að 2018 og setti heims­met í hraða vetn­is­bíla í fyrra þeg­ar hann náði 171 km hraða.
Hyundai Nexo kom á mark­að 2018 og setti heims­met í hraða vetn­is­bíla í fyrra þeg­ar hann náði 171 km hraða.
 ??  ?? Toyota Mirai var kynnt­ur af sinni ann­arri kyn­slóð í fe­brú­ar en von er á bíln­um hing­að snemma á naesta ári.
Toyota Mirai var kynnt­ur af sinni ann­arri kyn­slóð í fe­brú­ar en von er á bíln­um hing­að snemma á naesta ári.
 ??  ??
 ??  ??
 ??  ??
 ??  ??

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland