Vetni sem orkugjafi í samgöngum
Mikill áhugi er á vetnisbílum hér á landi en sölutölur eru þó ekki háar. Enn sem komið er eru fáar vetnisstöðvar á landinu og það gaeti faelt frá kaupum á vetnisbílum. Fjölga þarf slíkum stöðvum.
Að sögn Páls Þorsteinssonar, kynningarfulltrúa Toyota á Íslandi, hefur orðið ákveðin vakning í áhuga á vetnisbílum á Íslandi að undanförnu. Því miður er ekki að sjá þennan aukna áhuga í sölutölum og má þá velta fyrir sér hvers vegna. Aðeins einn vetnisbíll hefur verið skráður á þessu ári og er hann enn í eigu Toyota-umboðsins. En hvað er það sem veldur? Er það verðið eða sú staðreynd að aðeins tvaer vetnisstöðvar eru í notkun á landinu? Verðið getur haft eitthvað að segja en nýr Nexo kostar frá 6.900.000 krónum og Toyota Mirai er aðeins boðinn í leigu eins og er og kostar þá mánuðurinn 120.000 krónur.
Aðeins tvaer stöðvar
Skeljungur setti það á áaetlun 2017 að byggja fleiri vetnisstöðvar sem hluta af neti slíkra stöðva á Íslandi. Er það gert sem samvinnuverkefni við Nel ASA í gegnum íslenska vetnisfélagið ehf. Alls koma 70% af kostnaði við uppsetningu stöðvanna frá Evrópusambandinu sem styrkur, eða um 2,7 milljónir evra.
Er þetta hluti af staerra verkefni sem felur það í sér að setja upp vetnisstöðvar í Skandinavíu, Þýskalandi, Hollandi, Frakklandi og Bretlandi ásamt Íslandi. Að sögn Árna Péturs Jónssonar, forstjóra Skeljungs, hafa þrjár stöðvar verið byggðar og eru þaer við Vesturlandsveg og á Fitjum í Reykjanesbae. Eins er ein stöð við Miklubraut sem er lokuð eins og er. Ekki stendur til að baeta við stöðvum í bili en fylgst verður með þróuninni ásamt því að reka stöðvarnar áfram að sögn Árna Péturs.
Gott draegi ekki nóg
Draegi vetnisbíla getur verið töluvert en nýlega setti Hyundai Nexo vetnisbíllinn met í draegi slíkra bíla þegar hann fór 779 kílómetra á einum tanki. Fréttablaðið tók í bílinn á dögunum ásamt Toyota Mirai vetnisbílnum og reyndi hvernig það var að aka vetnisbíl í tvaer vikur eða svo. Skemmst er frá því að segja að það er tiltölulega einfalt mál að nota vetnisbíl og áfylling á vetni er ekki flóknari en áfylling á bensíni og felur ekki í sér aukna haettu. Ólíkt því að keyra rafmagnsbíl er minni „draegiskvíði“en gallinn er sá að aðeins er um þessa einu stöð á höfuðborgarsvaeðinu að raeða. Draegið er hins vegar gott en Hyundai Nexo er með 666 km draegi sem dugar vel í styttri ferðir út á land. Hafa verður í huga að maður þarf að eiga vetni fyrir ferðinni til baka þegar ekið er annað en út á Reykjanesið. Við reyndum eldri gerð Toyota Mirai sem er með minna draegi og eldri hönnun en von er á nýjum bíl á naesta ári. Sá bíll líkist meira Lexus-bíl og er líka staerri, og draegið sambaerilegt við Nexo, eða um 650 km. Þrátt fyrir gott draegi bílanna kemur sú staðreynd að um aðeins tvaer stöðvar á suðvesturhorninu er að raeða í veg fyrir að haegt sé að nota vetnisbíl á Íslandi nema einmitt þar. Von er á vetni sem orkjugjafa í fleiri gerðum ökutaekja eins og flutningabílum og því hlýtur það að vera álitlegur kostur fyrir yfirvöld að skoða uppsetningu f leiri vetnisstöðva hringinn í kringum landið.