Fréttablaðið - Serblod

Frum­kvöð­ull í heilsu­efl­ingu

Mar­grét Jón­as­dótt­ir og Guð­jón Ragn­ars­son vinna að heim­ild­ar­mynd um Jón­as Kristjáns­son frum­kvöð­ul.

-

Jón­as Kristjáns­son var langt á und­an sinni sam­tíð en sögu hans verða gerð góð skil í heim­ild­ar­mynd sem Mar­grét og Guð­jón vinna nú að. „Mynd­in sem við í Sagafilm er­um að fram­leiða, fjall­ar um Jón­as og hans miklu arf­leifð, sem lif­ir enn í starf­inu á Heilsu­stofn­un í Hvera­gerði. Hann var frum­kvöð­ull í heilsu­efl­ingu og kom fram með hug­mynd­ir sem á þeim tíma þóttu fram­andi en eru í fullu gildi enn þann dag í dag. Strax í upp­hafi tutt­ug­ustu ald­ar­inn­ar tal­aði Jón­as fyr­ir heilsu­efl­ingu og hvatti fólk til að hugsa vel um heils­una, passa upp á mat­ara­eð­ið, baeta húsa­kost og fleira, en óhrein­indi og lé­leg húsa­kynni ollu eða kyntu und­ir alls kon­ar sjúk­dóm­um. Hann forma­elti neyslu á sykri, hvítu hveiti og áfengi og tal­aði mik­ið um skað­semi tób­aks. Jón­as Kristjáns­son vildi að fólk baeri ábyrgð á eig­in heilsu, með því að lifa heilsu­sam­legu lífi og fyr­ir­byggja þannig ýmsa sjúk­dóma,“seg­ir Mar­grét, sem er fram­leið­andi mynd­ar­inn­ar.

Saga Heilsu­stofn­un­ar er samof­in aevi­sögu Jónas­ar og er því í stóru hlut­verki í mynd­inni. „Við segj­um frá því þeg­ar Heilsu­hael­ið, eins og það hét í fyrstu, var stofn­að ár­ið 1955, og för­um yf­ir hvernig starf­sem­in var og hef­ur ver­ið frá upp­hafi. Einnig kem­ur fram hvers vegna það er stað­sett í Hvera­gerði, en það er merki­leg saga á bak við það. Jón­as hafði lok­ið sinni starfsa­evi sem hér­aðslaekn­ir, en hann var lengst af á Sauð­ár­króki, sem var stórt og víð­feð­mt laekn­isumda­emi, þeg­ar hann setti Heilsu­hael­ið á lagg­irn­ar, átta­tíu og fimm ára að aldri, sem er stór­merki­legt. Hann var yf­ir­la­ekn­ir á hael­inu þar til hann lést, ár­ið 1960,“seg­ir Mar­grét og áhug­inn á við­fangs­efn­inu leyn­ir sér ekki.

Hún tal­ar sér­stak­lega um hversu vel arf­tök­um hans hef­ur tek­ist að halda kenn­ing­um Jónas­ar um nátt­úrula­ekn­ing­ar á lofti. „Þa­er hafa lif­að af all­ar tísku­bylgj­ur, enda mik­il vís­indi á bak við þa­er. Hann byggði hug­mynd­ir sín­ar um nátt­úrula­ekn­ing­ar með­al ann­ars á hug­mynda­fra­eði er­lendra heilsu­haela, sem hann heim­sótti á ferð­um sín­um um heim­inn,“upp­lýs­ir Mar­grét.

Hug­sjón­a­starf­ið heill­aði

Til­vilj­un réði því að Mar­grét tók að sér að gera heim­ild­ar­mynd um Heilsu­stofn­un og hún fékk Guð­jón með sér í verk­ið, en hann leik­stýr­ir mynd­inni. „Hann er ung­ur og upp­renn­andi leik­stjóri, sem er að vinna með mér að öðru verk­efni. Heim­ild­ar­mynd­in kom þannig til að ég maelti mér mót við langafa­barn Jónas­ar, sem var á Heilsu­stofn­un. Ég hélt við aetl­uð­um bara að spjalla sam­an yf­ir fjalla­grasa­tei en þá kom í ljós að hann vildi að ég taeki að mér að gera þessa mynd. Ég hafði eng­an tíma til þess en svo hitti ég fólk­ið sem stýr­ir Heilsu­stofn­un og heill­að­ist svo af þessu hug­sjón­a­starfi að ég ákvað að finna tíma fyr­ir þetta spenn­andi verk­efni,“seg­ir Mar­grét.

Hans­ína Bene­dikts­dótt­ir var eig­in­kona Jónas­ar og seg­ir Mar­grét að hún hafi átt stór­an þátt í starfi hans. „Jón­as átti frá­ba­era konu sem stóð þétt við bak­ið á hon­um. Hann hefði aldrei áork­að svona miklu ef hún hefði ekki ver­ið með hon­um í þessu starfi.“

Mikl­ar heim­ild­ir eru til um líf og starf Jónas­ar, sem hafa nýst vel í ferl­inu. Þau Mar­grét og Guð­jón fóru á slóð­ir Jónas­ar, baeði fyr­ir norð­an og aust­an þar sem hann hóf starfs­fer­il­inn og var lengi laekn­ir, en þau hjón­in bjuggu að Brekku í Fljóts­dal. Þau hafa komst yf­ir gam­alt og nýtt mynd­efni, með­al ann­ars frá Kvik­mynda­safn­inu og Sjón­varp­inu. „Það er hald­ið vel ut­an um þessa sögu á Heilsu­stofn­un og af­kom­end­ur Jónas­ar brenna fyr­ir henni. Nokkr­ir hafa reynt við að gera mynd um hann, það var til daem­is bú­ið að taka upp nokk­ur við­töl við fólk sem teng­ist þess­ari sögu, svo bú­ið var að vinna tölu­verða for­vinnu. Jónas­ar­stofa stend­ur líka óhreyfð á Heilsu­stofn­un og þar eru upp­lýs­ing­ar, mynd­ir og baek­ur sem við get­um sótt í. Við er­um ekki með nein við­töl við Jón­as sjálf­an, og það vaeri gam­an ef ein­hver lum­ar á göml­um mynd­um frá fyrstu ár­un­um eða ein­hverju efni sem kaemi sér vel við þessa vinnu, þá má hafa sam­band við Inga Þór Jóns­son hjá Heilsu­stofn­un sem kem­ur þeim til okk­ar,“seg­ir Mar­grét von­góð.

Stefnt er að því að frum­sýna heim­ild­ar­mynd­ina öðru hvoru meg­in við ára­mót­in en í ár er 150 ára ár­tíð Jónas­ar.

 ?? FRÉTTABLAЭIÐ/SIGTRYGGUR ARI ?? Mar­grét og Guð­jón hjá Sagafilm von­ast til að heim­ilda­mynd­in verði frum­sýnd öðru hvoru meg­in við ára­mót­in.
FRÉTTABLAЭIÐ/SIGTRYGGUR ARI Mar­grét og Guð­jón hjá Sagafilm von­ast til að heim­ilda­mynd­in verði frum­sýnd öðru hvoru meg­in við ára­mót­in.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland