Fréttablaðið - Serblod

JÓLATERTA

- Sjöfn Þórð­ar­dótt­ir

Berg­lind Hreið­ars­dótt­ir, einn af vinsa­el­u­stu mat­ar- og sa­elkera­blogg­ur­um lands­ins, býð­ur upp á ný­stár­lega súkkulaði­köku með jólaívafi.

Berg­lind Hreið­ars­dótt­ir, einn af vinsa­el­u­stu mat­ar- og sa­elkera­blogg­ur­um lands­ins, býð­ur upp á ný­stár­lega súkkulaði­köku með jólaívafi. Hún er að gefa út þriðju upp­skrifta­bók­ina. Berg­lindi er margt til lista lagt, ekki bara þeg­ar bakst­ur og mat­ar­gerð er ann­ars veg­ar held­ur öllu því sem henni dett­ur í hug að taka sér fyr­ir hend­ur. „Ég hef bras­að í eld­hús­inu síð­an ég man eft­ir mér og byrj­aði með www.gotteri.is sem lít­ið áhuga­blogg um kök­ur og köku­skreyt­ing­ar í hjá­verk­um þar sem ég er for­fall­inn áhuga­bak­ari. Með tíð og tíma þró­að­ist blogg­ið yf­ir í al­mennt mat­ar­blogg og nú er það mat­ar- og aevin­týra­blogg þar sem allt snýst um mat, kök­ur, mat­ar­upp­lif­un, veisl­ur, ferða­lög og ým­iss kon­ar aevintýri. Það má því í raun­inni segja að ég hafi sam­ein­að ástríð­una og áhuga­mál­in á ein­um stað þar sem ég leyfi fólki að fylgj­ast með og fá hug­mynd­ir,“seg­ir hún.

Berg­lind er með meist­ara­gráðu í verk­efna­stjórn­un frá HR og hef­ur unn­ið við mannauðs­mál og verk­efn­a­stýr­ingu í um 20 ár og ávallt ver­ið með blogg­ið á hlið­ar­lín­unni. Fyr­ir rúmu ári ákvað hún hins veg­ar að gefa því hug sinn all­an og prófa að vinna að­eins fyr­ir sjálfa sig.

Þrjár baek­ur

„Úr varð að ég var að klára að skrifa mína þriðju mat­reiðslu­bók, Sauma­klúbb­inn, og á því ferða­lagi laerði ég allt til þess að geta séð sjálf um bók­ina frá A-Ö, upp­skrifta­gerð, ljós­mynd­ir, hönn­un & um­brot ásamt út­gáfu. Þetta verk­efni er því bú­ið að fara með mig í all­ar átt­ir og kenna mér ansi margt nýtt og svo skul­um við ekki gleyma mark­aðs­setn­ing­unni sem nú stend­ur yf­ir. Ég hef sjálf þurft að sjá um slíkt og verð­ur að segj­ast að það sé líka bú­inn að vera góð­ur skóli, sett var upp net­versl­un á heima­síð­unni minni og ým­is taeki og tól nýtt til þess að geta kynnt bók­ina fyr­ir sem flest­um.“

Sauma­klúbbur­inn er al­hliða upp­skrifta­bók með fjöl­breytt­um upp­skrift­um. Hún er yf­ir 240 blað­síð­ur og upp­skrift­irn­ar eru yf­ir 140 tals­ins! Efn­ið hefði klár­lega ver­ið naegi­legt fyr­ir 2–3 baek­ur svo les­end­ur aettu að hafa úr naegu að velja. Það eru upp­skrift­ir að alls kyns salöt­um, osta­góðga­eti, brauð­rétt­um, snitt­um, að­al­rétt­um, smá­rétt­um, kök­um og eft­ir­rétt­um ásamt því sem tíu full­bú­in heim­boð eru sett sam­an frá A-Ö en vin­kon­ur Berg­lind­ar tóku þátt í þeim kafla bók­ar­inn­ar.

Guð­dóm­leg súkkulaðik­aka

Á jólakak­an sem þú bak­að­ir fyr­ir les­end­ur Frétta­blaðs­ins einhverja sögu? „Ég reyni alltaf að gera eina nýja köku fyr­ir hver jól/ára­mót þar sem það er svo gam­an að koma með nýj­ung­ar. Súkkulaði­kök­ur eru alltaf vinsa­el­ar og gam­an að koma með ný­stár­leg­ar út­fa­ersl­ur af slík­um. Ég hugsa að ég gaeti bak­að enda­laust af súkkulaði­kök­um með mis­mun­andi kremi eða fyll­ing­um. Þessi hér er dá­sam­leg, botn­arn­ir með sterku súkkulaði­bragði sem kaff­ið naer fram í þeim, blaut­ir í sér og mokkakrem­ið hreint út sagt guð­dóm­legt og mik­ilvaegt að hafa nóg af því á milli botn­anna og á toppn­um, því lít­ið fer fyr­ir því á hlið­un­um þeg­ar mað­ur vill ná fram þessu út­liti. Sykr­að­ar rós­marín­grein­ar eru síð­an al­veg til að toppa ann­ars nátt­úru­legt út­lit kök­unn­ar og gera hana svo há­tíð­lega og fal­lega.“

Ilm­ur­inn af gren­inu og jóla­ljós­in

Að­spurð svar­ar Berg­lind að það sé mis­mik­ið haft fyr­ir jól­un­um á henn­ar heim­ili. „Það er bara mis­jafnt og fer svo­lít­ið eft­ir þeim tíma sem við höf­um til und­ir­bún­ings hverju sinni. Jól­in koma al­veg, hvort sem allt er hreint, bú­ið að skreyta hverja ein­ustu hillu eða ekki. Ef ég hef tíma nostra ég meira við bakst­ur og skreyt­ing­ar, en ef ég hef hann ekki er ég ekki að stressa mig óþarf­lega held­ur bara kaupi til­bú­ið deig, skelli á plötu til að fá góða lykt í hús­ið og dimmi að­eins ljós­in og fer bara í hrein­gern­ing­ar þeg­ar sól­in fer að skína.“Berg­lind er á því að jól­in séu einn besti tími árs­ins og það sé margt skemmti­legt við þau. „Jóla­ljós­in, grenilykt­in, kerta­ljós­in, kósí fjöl­skyld­u­stund­irn­ar, spil, púsl, góð­ur mat­ur, og já, var ég bú­in að segja góð­ur mat­ur.“

Elsk­ar jól­in og glassúr­inn úti þeg­ar hann fer út um allt

„Ég elska jól­in og allt dúlle­rí í kring­um þau. Jól­in eru líka svo­lít­ið tími barn­anna, finnst mér, svo gam­an að sjá spenn­ing­inn hjá stelp­un­um mín­um þeg­ar jóla­sveinn­inn hef­ur kom­ið við í glugg­an­um með eitt­hvað í skó­inn, þeg­ar allt fer út um allt í glassúr við pip­ar­köku­skreyt­ing­ar, all­ir á nátt­föt­un­um fram eft­ir degi, jafn­vel all­an dag­inn, og ég gaeti ef­laust tal­ið enda­laust upp. Ég verð samt að segja að jólabarnið í mér er ána­egð­ast ef það snjó­ar í kring­um há­tíð­irn­ar, það verð­ur bara allt svo hvítt, bjart og fal­legt og síð­an er auð­vit­að dá­sam­legt að kom­ast út í snjó­inn að leika sér inni á milli þess sem mað­ur ligg­ur á melt­unni eða dúll­ast inni. Ég elska að gera risa snjó­karla, snjó­hús og allt þar á milli og get ham­ast úti með stelp­un­um mín­um tím­un­um sam­an í slíku og mér finnst mik­ilvaegt að varð­veita barn­ið í sér á slík­um stund­um.“

Heim með risa­stór­an ein­hyrn­ingakút

Að sögn Berg­lind­ar eru ekki marg­ar fast­ar jóla­hefð­ir sem fjöl­skyld­an held­ur í fyr­ir ut­an það að mat­ur­inn á að­fanga­dag er bor­inn á borð þeg­ar kirkju­klukk­urn­ar hringja inn jól­in klukk­an sex. „Við bök­um og skreyt­um ávallt pip­ar­kök­ur, ger­um að­ventukr­ans en ann­ars er­um við bara nokk­uð sveigj­an­leg með ann­að.“Það hef­ur oft heill­að að vera er­lend­is yf­ir jól­in. „Við höf­um ver­ið er­lend­is yf­ir jól og ára­mót nokkr­um sinn­um og þá fjúka all­ar hefð­ir. Fyr­ir tveim­ur ár­um vor­um við til daem­is með vin­um okk­ar í Taílandi yf­ir jól­in og eng­inn ís­lensk­ur mat­ur né pakk­ar tekn­ir með. Við feng­um taí­lensk­an kokk til þess að elda há­tíð­lega taí­lenska veislu á með­an við fór­um öll á mark­að­inn með 300 baht, sem er um 1.000 krón­ur ís­lensk­ar, á mann þar sem við fund­um jóla­gjöf fyr­ir leyni­vin­inn okk­ar. Við vor­um 15 tals­ins og höfð­um sett öll nöfn­in í pott og dreg­ið eitt nafn sem við ein viss­um hver var og þurft­um að finna gjöf fyr­ir. Al­mátt­ug­ur minn hvað það var mik­ið pískr­að og hleg­ið í þess­ari mark­aðs­ferð, krakk­arn­ir voru því­líkt spennt að velja gjaf­ir og töl­um nú ekki um þá að­ila sem þurftu að koma sér heim með risa­stór­an upp­blás­inn ein­hyrn­ingakút eða ann­að slíkt og síð­an var ansi skraut­leg inn­pökk­un á þess­um gjöf­um þar sem lít­ið var um jólapapp­ír­inn,“seg­ir Berg­lind og hla­er dátt. „Eft­ir mat­inn átt­um við síð­an kós­í­stund og fund­um út hver leyni­vin­ur­inn okk­ar var og krakk­arn­ir þurftu sko sann­ar­lega ekk­ert meira og elsk­uðu þessi jól.“

Jólasúkkul­að­iterta með mokkakremi Köku­botn­ar

225 g hveiti

330 g syk­ur

80 g Ca­dbury bök­un­ar­kakó

2 tsk. mat­ar­sódi

1 tsk. lyfti­duft

1 tsk. salt

2 egg

2 tsk. vanillu­drop­ar

80 ml matarol­ía

220 ml súr­mjólk

200 ml sterkt, heitt, upp­á­hellt Ja­va Mokka kaffi frá Te & kaffi Hit­ið ofn­inn í 170 °C. Smyrj­ið 3x15 köku­form vel með smjöri og sigt­ið bök­un­ar­kakó yf­ir, klipp­ið einnig bök­un­ar­papp­ír í botn­inn. Setj­ið öll þurrefn­in í hra­eri­vél­ar­skál­ina (sigt­ið bök­un­ar­kakó­ið sam­an við). Setj­ið naest egg, vanillu­dropa, matarol­íu og súr­mjólk sam­an í skál og písk­ið sam­an. Hell­ið heitu kaff­inu sam­an við eggja­blönd­una í mjórri bunu og hra­er­ið vel í á með­an. Hell­ið að lok­um allri eggja­blönd­unni í hra­eri­vél­ar­skál­ina, bland­ið sam­an við þurrefn­in og skaf­ið nið­ur þar til þunnt og slétt deig hef­ur mynd­ast. Skipt­ið jafnt á milli formanna og bak­ið í 30–35 mín­út­ur, eða þar til prjónn kem­ur út með smá köku­mylsnu á end­an­um en ekki blautu deigi.

Mokkakrem

190 g smjör við stofu­hita

500 g flór­syk­ur

2 tsk. vanillu­drop­ar

5 msk. sterkt upp­á­hellt Ja­va Mokka kaffi frá Te & kaffi (kaelt) Hra­er­ið öllu sam­an við með­al­há­an hraða í nokkr­ar mín­út­ur þar til létt, ljós­brúnt krem hef­ur mynd­ast, skaf­ið nið­ur á milli.

Jóla­tré

2–3 pok­ar af rós­marín­grein­um

120 ml vatn

100 g syk­ur (+ um 200 til að velta upp úr) Sjóð­ið sam­an syk­ur og vatn við með­al­há­an hita þar til syk­ur­inn er upp­leyst­ur. Velt­ið rós­marín­grein­um upp úr syk­ur­leg­in­um, hrist­ið eins mik­ið af vökv­an­um af og þið get­ið og legg­ið á bök­un­ar­papp­ír í um klukku­stund. Hell­ið þá um 200 g af sykri í skál og velt­ið syk­urlegn­um grein­un­um upp úr sykr­in­um og hrist­ið af eins og þið get­ið, legg­ið á nýj­an bök­un­ar­papp­ír og leyf­ið að þorna í að minnsta kosti klukku­stund áð­ur en þið skreyt­ið kök­una með þeim.

Sam­setn­ing

Setj­ið köku­botn á disk og smyrj­ið um 1 cm þykku lagi af kremi of­an á hann. Legg­ið naesta botn of­an á og end­ur­tak­ið leik­inn. Að lok­um fer þriðji botn­inn of­an á og kak­an er hjúp­uð þunnt á hlið­un­um og með um 1 cm þykku lagi á toppn­um.Slétt­ið naest topp­inn og skaf­ið síð­an vel af hlið­un­um með rök­um spaða til að fá „naked ca­ke“út­lit á kök­una. Það fer smá krem aft­ur upp fyr­ir kant­inn en það gef­ur kök­unni smá „rustic“út­lit svo endi­lega leyf­ið því bara að vera þannig í stað þess að slétta al­veg.Ka­el­ið kök­una svo krem­ið stífni vel og skreyt­ið síð­an með rós­marín jóla­trjám og bind­ið brún­an band­spotta um kök­una miðja.

 ??  ?? Glaesi­leg súkkulaðik­aka sem Berg­lind bak­aði.
Glaesi­leg súkkulaðik­aka sem Berg­lind bak­aði.
 ?? FRÉTTABLAЭIÐ/DIDDI ?? Berg­lind er mik­ið jóla­barn og hef­ur gam­an af því að baka og skreyta. Hún hef­ur líka stund­um breytt til og ver­ið er­lend­is um jól­in.
FRÉTTABLAЭIÐ/DIDDI Berg­lind er mik­ið jóla­barn og hef­ur gam­an af því að baka og skreyta. Hún hef­ur líka stund­um breytt til og ver­ið er­lend­is um jól­in.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland