Fréttablaðið - Serblod

EKTA NAMMIKAKA

- Elín Al­berts­dótt­ir el­in @fretta­bla­did.is

Ma­ría Ólafs­dótt­ir set­ur allt upp­á­haldsnamm­ið sitt í jóla­kök­una. Hún býr í Bandaríkju­num og finnst gott að kom­ast í ís­lenskt sa­elga­eti.

Ma­ría Ólafs­dótt­ir er al­in upp við bakst­ur og hef­ur mjög gam­an af því að baka tert­ur sem gleðja aug­að. Þessi jóla­bomba sem hún gef­ur hér upp­skrift að er eig­in­lega stút­full af gleði og sa­et­ind­um. Ma­ría býr ásamt eig­in­manni sín­um, Dav­id Mi­lo, og tveim­ur börn­um í Aust­in í Texas. Vegna COVID-19 hafa þau dval­ið hér á landi hjá for­eldr­um Maríu í nokkra mán­uði, enda er veir­an mjög ska­eð á þeirra heima­slóð­um. Ma­ría seg­ist al­in upp við bakst­ur og móð­ir henn­ar sé sömu­leið­is dug­leg að skreyta fyr­ir jól­in. „Við reyn­um yf­ir­leitt að koma til Ís­lands um jól en vor­um heima í fyrra. Þá keypt­um við okk­ar fyrsta jóla­tré og skreytt­um fal­lega. Reynd­ar eru Banda­ríkja­menn óð­ir í jóla­skreyt­ing­ar og skreyta mik­ið. Ís­lenska jóla­hefð­in er öðru­vísi og lengri. Það er eig­in­lega bara einn frí­dag­ur í Bandaríkju­num um jól­in. Þeir fá að­eins lengra frí á þakk­ar­gjörð­ar­dag­inn. Hér er meira um fjöl­skyldu­sam­veru­stund­ir,“seg­ir hún. „Það eru eng­ar sér­stak­ar hefð­ir á jól­un­um hjá for­eldr­um mín­um varð­andi mat ut­an þess að við fá­um alltaf hum­ar í for­rétt. Á und­an­förn­um ár­um hef­ur auk­ist að það sé villi­bráð á að­fanga­dag, til daem­is hrein­dýr en mág­ur minn er veiði­mað­ur og hef­ur boð­ið upp á það. Stund­um höf­um við haft nauta­lund.“

Þeg­ar Ma­ría bak­ar skoð­ar hún alls kon­ar tert­ur á net­inu og býr síð­an til sína eig­in. „Hug­mynd­irn­ar koma úr öll­um átt­um en alltaf með smá tvisti frá mér sjálfri,“seg­ir hún. „Ég reyni að betr­umba­eta og setja eitt­hvað sem mér finnst gott í upp­skrift­irn­ar,“seg­ir hún.

Ma­ría aetl­ar að nota tím­ann sem hún dvel­ur hér á landi til að stunda nám í Reykja­vik Ma­keup. „Ég klára skól­ann í fe­brú­ar og reikna með að við snú­um þá aft­ur heim. Dav­id er að vinna sína vinnu héð­an en vegna sex tíma tíma­mis­mun­ar er vinnu­tím­inn frá 15–23 sem er ekki mjög skemmti­legt,“seg­ir hún. „Á hans vinnu­stað eru all­ir að vinna heima, líkt og hér, svo stað­setn­ing­in skipt­ir ekki miklu máli.“

En hér kem­ur bom­b­an henn­ar Maríu sem aetti ekki að svíkja neinn sem elsk­ar góð­ar tert­ur.

JÓLA­BOMBA

Þessi kaka er sam­an­sett af brún­köku­botni og tveim­ur mar­engs­botn­um, tveim­ur lög­um af sa­elga­et­is-rjóma­fyll­ingu, kó­kos­boll­um, jarð­ar­berj­um, bra­edd­um þrist­um og kara­mell­um.

SÚKKULAÐIB­OTN

Þetta er upp­skrift fyr­ir tvo súkkulaði­botna. Ég nota ann­an botn­inn í kök­una og frysti hinn botn­inn.

3 eggja­hvít­ur

180 g syk­ur

200 g syk­ur

100 g smjör (við stofu­hita)

320 g hveiti

40 g kakó

1 ½ tsk. mat­ar­sódi

½ tsk. salt

2 ½ dl mjólk

1 tsk. vanillu­drop­ar

1 Stíf­þeyt­ið eggja­hvít­ur og syk­ur. Setj­ið í aðra skál og geym­ið í kaeliskáp.

2 Þeyt­ið vel sam­an syk­ur og smjör. Á með­an það er þeytt sam­an, sigt­ið sam­an öll þurrefn­in í skál.

3 Ba­et­ið eggj­ar­auð­un­um út í, einni í einu, í syk­ur/smjör blönd­una og skaf­ið vel nið­ur á milli.

4 Setj­ið vanillu­drop­ana út í mjólk­ina. Ba­et­ið mjólk­ur­blönd­unni og þur­refn­un­um út í til skipt­is.

Ba­et­ið þeyttu eggja­hvítu­blönd­unni var­lega sam­an við með sleikju.

Bak­ið í tveim­ur form­um við 180 gráð­ur í 25–28 mín.

MARENGSBOT­N

Þetta er upp­skrift fyr­ir tvo mar­engs­botna.

4 eggja­hvít­ur

200 g syk­ur

3 dl Rice Krispies Stíf þeyt­ið eggja­hvít­urn­ar. Setj­ið syk­ur­inn sam­an við í nokkr­um skömmt­um og þeyt­ið vel.

Setj­ið Rice Krispies var­lega sam­an við með sleikju.

Not­ið sömu bök­un­ar­formin og fyr­ir súkkulaði­botn­ana og teikn­ið tvo hringi eft­ir þeim á bök­un­ar­papp­ír svo að botn­arn­ir verði jafn stór­ir.

Deil­ið mar­engsn­um á hring­ina og bak­ið við 150 gráð­ur í 60 mín.

Slökkv­ið á ofn­in­um og lát­ið botn­ana kólna inni í ofn­in­um.

SAELGAETIS­RJÓMAFYLLI­NG

200 g þrist­ur (ca 12 þrist­ar) ½–¾ dl rjómi

250 g askja jarð­ar­ber

4 mars súkkulaðis­tykki (4 x 45 g)

1 poki Nóa Síríus Tromp kurl

1 poki Nóa Síríus Krisp kúl­ur

750 ml rjómi

1 pakki kó­kos­boll­ur

1 Bra­eð­ið þrist og rjóma sam­an í potti, ka­el­ið að­eins.

2 Sker­ið mars í litla bita og jarð­ar­ber­in. Þeyt­ið rjómann og bland­ið öllu var­lega sam­an við rjómann nema kó­kos­boll­un­um og bra­eddu þrist­un­um.

Sker­ið hverja kó­kos­bollu í 4 bita, eða til helm­inga ef not­að­ar eru minni kó­kos­boll­urn­ar.

SAM­SETN­ING

Setj­ið ann­an mar­engs­botn­inn á kökudisk og helm­ing­inn af rjóma­fyll­ing­unni of­an á mar­engs­inn. Of­an á rjóma­fyll­ing­una kem­ur brún­köku­botn­inn. Dreif­ið bra­eddu þrist­un­um of­an á brún­köku­botn­inn. Rað­ið kó­kos­boll­un­um of­an á bra­eddu þrist­ana. Setj­ið hinn helm­ing­inn af rjóma­blönd­unni of­an á kó­kos­boll­urn­ar. Að lok­um fer hinn mar­engs­botn­inn of­an á rjóma­blönd­una.

SKREYTING

150 g rjómak­ara­mell­ur ¾ dl rjómi Bra­eð­ið sam­an kara­mell­urn­ar og rjómann og ka­el­ið. Hell­ið kara­mellu­bráð­inni yf­ir kök­una.

Skreyt­ið að vild, t.d. með jarð­ar­berj­um og/eða sa­elga­eti.

Ég not­aði kó­kos sem snjó og skreytti með jóla­trjám og jóla­svein­um.

Súkkulaðij­óla­tré

Bra­eð­ið 150 g suð­usúkkulaði yf­ir vatns­baði. Teikn­ið jóla­tré á blað og legg­ið bök­un­ar­papp­ír of­an á. Gott er að setja tvö­falt lím­band á milli svo að bök­un­ar­papp­ír­inn faer­ist ekki til. Setj­ið súkkulað­ið í sprautu­poka og spraut­ið á bök­un­ar­papp­ír­inn og lát­ið harðna í kaeli. Tak­ið var­lega af bök­un­ar­papp­írn­um og skreyt­ið hlið­arn­ar á kök­unni. Ég not­aði bra­edda kara­mellu til að festa trén á kök­una.

 ??  ?? Þessi kaka er ekk­ert smára­eði. Full af gúm­mel­aði.
Þessi kaka er ekk­ert smára­eði. Full af gúm­mel­aði.
 ?? FRÉTTABLAЭIÐ/ERNIR ?? Ma­ría býr í Bandaríkju­num en dvel­ur nú á Íslandi með fjöl­skyldu sinni. Hún hef­ur mjög gam­an af því að baka tert­ur og er al­gjör snill­ing­ur í skreyt­ing­um.
FRÉTTABLAЭIÐ/ERNIR Ma­ría býr í Bandaríkju­num en dvel­ur nú á Íslandi með fjöl­skyldu sinni. Hún hef­ur mjög gam­an af því að baka tert­ur og er al­gjör snill­ing­ur í skreyt­ing­um.
 ??  ??

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland