Fréttablaðið - Serblod

NÝTIR ALLA AF­GANGA

- Elín Al­berts­dótt­ir el­in @fretta­bla­did.is

Davíð Örn Há­kon­ar­son mat­reiðslu­mað­ur kann að gera dýr­ind­is sal­at með af­göng­um af ham­borg­ar­hrygg. Salat­ið er ólíkt öll­um öðr­um salöt­um.

Davíð Örn Há­kon­ar­son mat­reiðslu­mað­ur seg­ir að það sé ein­falt að kla­eða jóla­mat­inn í létt­ari bún­ing þeg­ar all­ir hafa feng­ið nóg af þung­um mat. Hann hef­ur stýrt sjón­varps­þátt­um þar sem hann ger­ir allt úr engu. Hér not­ar hann af­ganga af ham­borg­ar­hrygg til að gera einkar girni­legt sal­at sem vaeri spenn­andi að prófa yf­ir há­tíð­arn­ar.

Davíð seg­ir að fólk borði oft yf­ir sig af þung­um jóla­mat með kart­öfl­um, sósu og öðru með­la­eti. „Afgang­arn­ir þurfa ekki að vera það líka,“seg­ir hann. „Fólk á oft og tíð­um eitt­hvað eft­ir af ham­borg­ar­hrygg og an­an­as þannig að ég ákvað að hafa hann með sem gef­ur góða ávaxta­sa­etu í rétt­inn. Það get­ur ver­ið svo­lít­ið mis­jafnt hversu mik­ið hrygg­ur­inn er salt­að­ur og því þyk­ir mér gott að nota svo­lít­ið af sýru á móti til að stilla salt­ið af. Dress­ing­in er súr en faer kjall­ara­bragð frá soj­anu. Kimchi er nátt­úr­lega gerj­að kál og er einnig súrt í sjálfu sér en gef­ur gott uma­mi-bragð og smá sterkt bragð,“seg­ir hann um jóla­sal­at­ið sem hann gef­ur hér upp­skrift að. „Þetta er hinn full­komni rétt­ur til að geta sest nið­ur við jóla­borð­ið og nýtt það sem er til í ís­skápn­um án þess að fá velgju,“seg­ir hann.

Davíð er veit­inga­stjóri og yf­ir­mat­reiðslu­mað­ur á Hót­el Húsa­felli. Þar hef­ur hann starf­að síð­an í nóv­em­ber á síð­asta ári. Einnig er hann þátta­stjórn­andi og höf­und­ur þátt­anna Allt úr engu, sem voru sýnd­ir á Stöð 2 í haust og haegt er að nálg­ast á Stöð 2 Maraþon. „Þar er ég að leika mér með að nýta það sem fólk á í ís­skápn­um hjá sér og gefa því nýtt líf,“seg­ir hann.

En er hann dug­leg­ur að nýta af­ganga?

„Það eru eig­in­lega aldrei af­gang­ar hjá mér nema ég geri það vilj­andi að búa til of mik­ið. Ef það er eitt­hvað eft­ir klára ég það yf­ir­leitt fyr­ir miðna­etti af ein­hverj­um ásta­eð­um. Ef ég geng fram hjá boxi með af­göng­um hika ég ekki við að stinga upp í mig einni eða tveim­ur skeið­um og held svo áfram að gera það sem ég var að gera. Svona geng­ur þetta yf­ir kvöld­ið þang­að til allt er bú­ið. Hins veg­ar er alltaf mik­ið til af gra­en­meti sem er að eyði­leggj­ast í ís­skápn­um hjá mér þar sem vinnu­tím­inn gef­ur mér kannski ekki faeri á að elda á hverju kvöldi. Ég á það því til að elda það, varð­veita, frysta eða hvað það sem mér dett­ur í hug til að gefa því nýtt og lengra líf.

Þeg­ar Davíð er spurð­ur um upp­á­hald­sjó­la­mat, svar­ar hann: „Fjöl­skylda mín hef­ur borð­að kalk­ún með fyll­ingu, sósu og waldorfsal­ati á jól­un­um síð­an ég faedd­ist og við höf­um ekk­ert aetl­að okk­ur að haetta því. Ég held þess vegna að kalk­únn­inn sé mitt upp­á­halds en mér finnst samt líka eitt­hvað kósí við það að borða hangi­kjöt með upp­stúf, rauð­róf­u­sal­ati, laufa­brauði og rauð­káli og gra­en­um baun­um frá Ora. Það verð­ur að vera Ora. Ann­ars eru ekki jól.“

Gra­ent sal­at með ham­borg­ar­hrygg, ses­am og an­an­as fyr­ir um það bil fjóra

Und­ir­bún­ings­tími 15–20 mín­út­ur.

Salat­dress­ing­in

Gott að gera dag­inn áð­ur en virk­ar líka að neyta samda­eg­urs)

1 msk. fínt sax­að engi­fer

1/4 hvít­lauks­geiri – rif­inn fínt eða press­að­ur

1/4 eldpip­ar – fínt sax­að (er einnig haegt að sleppa þar sem það er eldpip­ar í kimchi)

2 stk. wasa­bi paste (má sleppa ef fólk fíl­ar ekki wasa­bi er samt klár­lega betra með)

1 stk. lime – safi og fínt rif­inn börk­ur

2 msk. sojasósa – kik­kom­an helst

2 tsk. rist­uð ses­a­mol­ía eða önn­ur ol­ía sem hendi er naest

6 msk. ólífu­olía

2 tsk. hun­ang Topp­arn­ir af vor­laukn­um sem verð­ur not­að­ur í salat­ið hér á eft­ir. Setja allt sam­an í skál og hra­era þang­að til hun­ang­ið og wasa­bi er bú­ið að leys­ast upp í vökv­an­um. Geyma til hlið­ar á með­an mað­ur gra­ej­ar rest­ina af sal­at­inu.

Mar­in­er­að kína­kál

Gott að gera dag­inn áð­ur en er ekki nauð­syn­legt.

1/2 stk. ís­lenskt kína­kál – skor­ið þvert í 1/2 strimla

2 msk. ís­lenskt kimchi

10–12 stang­ir kórí­and­er – sax­að gróft

1/4 tsk. fínt salt Allt bland­að vel sam­an og leyft að mar­in­er­ast á með­an mað­ur gra­ej­ar rest­ina af sal­at­inu.

1/2 fersk­ur an­an­as – eða það sem er til af­gangs frá ham­borg­ar­hryggn­um, skor­inn í þunna strimla eða sneið­ar.

1/2 ís­lensk ag­úrka, skor­in í helm­inga, svo þvert. Eða í það form sem þig dreym­ir um á nótt­unni.

4–5 stang­ir vor­lauk­ur – sax­að­ur þvert í þunn­ar skíf­ur

1/2 poki ís­lenskt og lífra­ent spínat

1/2 poki gra­en­kál – rif­ið af stöngl­in­um í minni stykki og lagt í vatn í 10–15 mín­út­ur til að gera það stökk­ara

Það sem til er af af­göng­un­um af ham­borg­ar­hryggn­um sem svo er skor­inn í þunn­ar sneið­ar eða strimla

Svört ses­am­frae eft­ir smekk. Setj­ið allt sam­an í stóra plast­skál og bland­ið vel sam­an. Bor­ið fram í fal­legri skál beint á borð­ið eða í skál­um fyr­ir hvern og einn. Skreyt­ið ham­borg­ar­hrygg­inn með kórí­and­er og an­an­as og sáldr­ið smá ses­am yf­ir.

Mun­ið að það er alltaf skemmti­legra að borða fal­leg­an mat en þó mik­ilvaeg­ara að hann bragð­ist vel, þannig að smakk­ið salat­ið áð­ur en þið ber­ið her­leg­heit­in fram.

Einnig maeli ég með að borða þetta á fal­legu jóla­borði.

Ps. Ég hef heyrt að þetta sé fá­rán­lega gott dag­inn eft­ir líka. Afgang­ur á af­gang of­an.

 ??  ??
 ?? FRÉTTABLAЭIÐ/VALLI ?? Ótrú­lega girni­legt sal­at með ham­borg­ar­hrygg og an­an­as sem meist­ara­kokk­ur­inn Davíð býð­ur upp á.
Davíð Örn bauð voffa að setj­ast til borðs með sér. Ekki fór sög­um af því hvort hann fékk sér sal­at.
FRÉTTABLAЭIÐ/VALLI Ótrú­lega girni­legt sal­at með ham­borg­ar­hrygg og an­an­as sem meist­ara­kokk­ur­inn Davíð býð­ur upp á. Davíð Örn bauð voffa að setj­ast til borðs með sér. Ekki fór sög­um af því hvort hann fékk sér sal­at.
 ??  ??

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland