SALAT MEÐ HANGIKJÖTI
Nanna Rögnvaldardóttir ástríðukokkur býr til óvenjulegt salat með tvíreyktu hangikjöti sem er tilvalið að njóta um hátíðirnar.
Ég skar hangikjötið í þunnar, litlar sneiðar, best að það sé hálffrosið, þá gengur betur að skera það. Nanna Rögnvaldardóttir
Það er ýmislegt haegt að gera með hangikjötið. Tvíreykt hangikjöt er haegt að borða hrátt og setja í jólalegt salat. Nanna Rögnvaldardóttir heldur úti blogginu Konan sem kyndir ofninn sinn. Þar má finna margar frábaerar uppskriftir, meðal annars þetta salat sem Nanna gaf okkur leyfi til að birta til að gefa hugmyndir um hangikjöt á annan veg en við eigum að venjast. Nanna miðar uppskriftina við fjóra og notar 80–100 g af tvíreyktu hangikjöti. Hún var með sauðahangikjöt úr Mývatnssveit, 5–6 þurrkaðar apríkósur (mjúkar, ekki harðþurrkaðar), 4–5 gráfíkjur (líka mjúkar), vaena lúku af klettasalati og 1/2 granatepli. „Ég skar hangikjötið í þunnar, litlar sneiðar (best að það sé hálffrosið, þá gengur betur að skera það þunnt) og apríkósurnar og gráfíkjurnar í bita eða þunnar sneiðar og blandaði saman við klettasalatið á diskunum. Svo skóf ég fraein úr granateplinu og stráði þeim yfir,“segir hún.
„Síðan hraerði ég saman 2 msk. af góðri olíu, 2 tsk. af góðu balsamediki, nokkra dropa af hlynsírópi og ögn af pipar og salti og dreypti yfir. Ég notaði blöndu af hnetu- og truffluolíu, 40 ára gamalt balsamedik og ekta, kanadískt hlynsíróp.
Hangikjötssalat með ávöxtum og granateplum
80–100 g tvíreykt hangikjöt
5–6 þurrkaðar apríkósur
4–5 gráfíkjur Lófafylli af klettasalati ½ granatepli
2 msk. góð olía
2 tsk. gott balsamedik Nokkrir dropar af hlynsírópi Salt og Pipar