Fréttablaðið - Serblod

SAL­AT MEÐ HANGIKJÖTI

-

Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir ástríðu­kokk­ur býr til óvenju­legt sal­at með tví­reyktu hangikjöti sem er til­val­ið að njóta um há­tíð­irn­ar.

Ég skar hangi­kjöt­ið í þunn­ar, litl­ar sneið­ar, best að það sé hálf­fros­ið, þá geng­ur bet­ur að skera það. Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir

Það er ým­is­legt haegt að gera með hangi­kjöt­ið. Tvíreykt hangi­kjöt er haegt að borða hrátt og setja í jóla­legt sal­at. Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir held­ur úti blogg­inu Kon­an sem kynd­ir ofn­inn sinn. Þar má finna marg­ar frá­ba­er­ar upp­skrift­ir, með­al ann­ars þetta sal­at sem Nanna gaf okk­ur leyfi til að birta til að gefa hug­mynd­ir um hangi­kjöt á ann­an veg en við eig­um að venj­ast. Nanna mið­ar upp­skrift­ina við fjóra og not­ar 80–100 g af tví­reyktu hangikjöti. Hún var með sauða­hangi­kjöt úr Mý­vatns­sveit, 5–6 þurrk­að­ar apríkós­ur (mjúk­ar, ekki harð­þurrk­að­ar), 4–5 grá­fíkj­ur (líka mjúk­ar), vaena lúku af kletta­sal­ati og 1/2 granatepli. „Ég skar hangi­kjöt­ið í þunn­ar, litl­ar sneið­ar (best að það sé hálf­fros­ið, þá geng­ur bet­ur að skera það þunnt) og apríkós­urn­ar og grá­fíkj­urn­ar í bita eða þunn­ar sneið­ar og bland­aði sam­an við kletta­sal­at­ið á disk­un­um. Svo skóf ég fra­ein úr granatepl­inu og stráði þeim yf­ir,“seg­ir hún.

„Síð­an hraerði ég sam­an 2 msk. af góðri olíu, 2 tsk. af góðu balsam­e­diki, nokkra dropa af hlyns­írópi og ögn af pip­ar og salti og dreypti yf­ir. Ég not­aði blöndu af hnetu- og trufflu­olíu, 40 ára gamalt balsam­e­dik og ekta, kanadískt hlyns­íróp.

Hangi­kjöts­sal­at með ávöxt­um og granatepl­um

80–100 g tvíreykt hangi­kjöt

5–6 þurrk­að­ar apríkós­ur

4–5 grá­fíkj­ur Lófa­fylli af kletta­sal­ati ½ granatepli

2 msk. góð ol­ía

2 tsk. gott balsam­e­dik Nokkr­ir drop­ar af hlyns­írópi Salt og Pip­ar

 ?? FRÉTTABLAЭIÐ/ERNIR ?? Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir hef­ur gam­an af því að prófa nýj­ung­ar í mat­ar­gerð­inni. Hér gef­ur hún skemmti­lega og öðru­vísi upp­skrift.
FRÉTTABLAЭIÐ/ERNIR Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir hef­ur gam­an af því að prófa nýj­ung­ar í mat­ar­gerð­inni. Hér gef­ur hún skemmti­lega og öðru­vísi upp­skrift.
 ??  ?? Hangi­kjöts­sal­at með ávöxt­um og granatepl­um. Mjög ljúf­fengt og ekki síð­ur fal­legt.
Hangi­kjöts­sal­at með ávöxt­um og granatepl­um. Mjög ljúf­fengt og ekki síð­ur fal­legt.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland