AEVINTÝRI Í SKÓGINUM
Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir notar gjarnan náttúrulegan efnivið í skreytingar fyrir jólin. Það er vel við haefi því hún vinnur hjá Skógraektarfélagi Reykjavíkur í Heiðmörk.
Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir notar gjarnan náttúrulegan efnivið í skreytingar fyrir jólin. Það er vel við haefi því hún vinnur hjá Skógraektarfélagi Reykjavíkur í Heiðmörk og stutt að fara út í skóg að saekja greinar og köngla. Jólakransinn er kominn á útidyrahurðina heima hjá Guðfinnu en hún bjó hann til úr fíngerðum hreindýramosa. „Það er fastur liður í jólaundirbúningnum að búa til hurðarkrans. Á haustin fer ég út í skóg til að finna efni í vetrar- eða jólaskreytingar og finnst það alltaf mikil stemning. Ég gaeti þess auðvitað að ganga vel um náttúruna og passa upp á að skilja hvergi eftir ummerki um mig, en það er mikilvaegt að sýna umhverfinu virðingu. Það sást til daemis ekki á nokkurri þúfu að ég hefði tínt hreindýramosa,“segir hún með bros á vör.
Þetta árið aetlar Guðfinna að setja jólaljósin fyrr upp en vanalega, sem og jólaskrautið. „Það er nauðsynlegt fyrir fólk sem býr á norðurslóðum að hafa notalegt inni hjá sér í mesta skammdeginu og það hefur sjaldan skipt jafnmiklu máli og í ár. Mér finnst aðventan yndislegur tími en hef aldrei verið föst í jólahefðum, heldur er ég meira fyrir að spila í takt við það stuð sem ég er í hverju sinni. Ég er alin upp við að jólin séu með ýmsu móti og er þakklát fyrir að hafa upplifað fjölbreytileg jól í gegnum tíðina,“segir Guðfinna.
Jólamarkaðurinn að bresta á
Guðfinna er vöruhönnuður að mennt og stofnaði Vík Prjónsdóttur á sínum tíma. Í fyrra lauk hún námi í umhverfisskipulagi frá Landbúnaðarháskólanum og stýrir jólamarkaði Skógraektarfélags Reykjavíkur í Heiðmörk í fyrsta sinn í ár. Síðustu vikur hafa því verið óvenju líflegar.
„Jólamarkaðurinn snýst um að fólk gangi inn í jólaaevintýri, með skóginn og útivistarsvaeðið alltumlykjandi. Við aetlum að opna markaðinn fyrstu helgina í aðventu og hann er algjörlega hannaður í takt við sóttvarnareglur. Sölubásarnir verða faerri en venjan er og með tveggja metra millibili og það verður einstefna í gegnum markaðinn. Við verðum líka með logandi varðeld úti í rjóðri allan þann tíma sem opið er,“segir Guðfinna og baetir við að jólaskógurinn verði opnaður viku síðar, en þá gefst fólki taekifaeri til að velja sér og fella eigið jólatré.
„Það er mjög vinsaelt, enda mikil upplifun að fara út í skóg að velja sitt eigið jólatré, furu- eða grenitré. Það verður líka haegt að kaupa einstakt jólatré á markaðnum sjálfum. Ég held að það verði kaerkomið fyrir marga eftir þetta sérstaka ár, að koma og upplifa jólastemningu í skóginum og fá endurnaeringu úr náttúrunni. Það er vissulega mikil áskorun að skipuleggja viðburði í þessu árferði. Fólk þráir að komast út, stíga út úr hversdagsleikanum og upplifa jólaaevintýri en við erum í þeirri stöðu að þurfa stöðugt að meta aðstaeður í takt við gildandi reglur,“segir hún að lokum.