Fréttablaðið - Serblod

AEVINTÝRI Í SKÓGINUM

- Sig­ríð­ur Inga Sig­urð­ar­dótt­ir sigridur­inga@ fretta­bla­did.is

Guð­finna Mjöll Magnús­dótt­ir not­ar gjarn­an nátt­úru­leg­an efni­við í skreyt­ing­ar fyr­ir jól­in. Það er vel við haefi því hún vinn­ur hjá Skógra­ekt­ar­fé­lagi Reykja­vík­ur í Heið­mörk.

Guð­finna Mjöll Magnús­dótt­ir not­ar gjarn­an nátt­úru­leg­an efni­við í skreyt­ing­ar fyr­ir jól­in. Það er vel við haefi því hún vinn­ur hjá Skógra­ekt­ar­fé­lagi Reykja­vík­ur í Heið­mörk og stutt að fara út í skóg að sa­ekja grein­ar og köngla. Jólakr­ans­inn er kom­inn á úti­dyra­hurð­ina heima hjá Guð­finnu en hún bjó hann til úr fín­gerð­um hrein­dýramosa. „Það er fast­ur lið­ur í jó­laund­ir­bún­ingn­um að búa til hurð­ar­krans. Á haust­in fer ég út í skóg til að finna efni í vetr­ar- eða jóla­skreyt­ing­ar og finnst það alltaf mik­il stemn­ing. Ég gaeti þess auð­vit­að að ganga vel um nátt­úr­una og passa upp á að skilja hvergi eft­ir um­merki um mig, en það er mik­ilvaegt að sýna um­hverf­inu virð­ingu. Það sást til daem­is ekki á nokk­urri þúfu að ég hefði tínt hrein­dýramosa,“seg­ir hún með bros á vör.

Þetta ár­ið aetl­ar Guð­finna að setja jóla­ljós­in fyrr upp en vana­lega, sem og jóla­skraut­ið. „Það er nauð­syn­legt fyr­ir fólk sem býr á norð­ur­slóð­um að hafa nota­legt inni hjá sér í mesta skamm­deg­inu og það hef­ur sjald­an skipt jafn­miklu máli og í ár. Mér finnst að­vent­an ynd­is­leg­ur tími en hef aldrei ver­ið föst í jóla­hefð­um, held­ur er ég meira fyr­ir að spila í takt við það stuð sem ég er í hverju sinni. Ég er al­in upp við að jól­in séu með ýmsu móti og er þakk­lát fyr­ir að hafa upp­lif­að fjöl­breyti­leg jól í gegn­um tíð­ina,“seg­ir Guð­finna.

Jóla­mark­að­ur­inn að bresta á

Guð­finna er vöru­hönn­uð­ur að mennt og stofn­aði Vík Prjóns­dótt­ur á sín­um tíma. Í fyrra lauk hún námi í um­hverf­is­skipu­lagi frá Land­bún­að­ar­há­skól­an­um og stýr­ir jóla­mark­aði Skógra­ekt­ar­fé­lags Reykja­vík­ur í Heið­mörk í fyrsta sinn í ár. Síð­ustu vik­ur hafa því ver­ið óvenju líf­leg­ar.

„Jóla­mark­að­ur­inn snýst um að fólk gangi inn í jóla­aevin­týri, með skóg­inn og úti­vist­ar­svaeð­ið alltumlykj­andi. Við aetl­um að opna mark­að­inn fyrstu helg­ina í aðventu og hann er al­gjör­lega hann­að­ur í takt við sótt­varn­a­regl­ur. Sölu­bás­arn­ir verða faerri en venj­an er og með tveggja metra milli­bili og það verð­ur ein­stefna í gegn­um mark­að­inn. Við verð­um líka með log­andi varð­eld úti í rjóðri all­an þann tíma sem op­ið er,“seg­ir Guð­finna og baet­ir við að jóla­skóg­ur­inn verði opn­að­ur viku síð­ar, en þá gefst fólki taekifa­eri til að velja sér og fella eig­ið jóla­tré.

„Það er mjög vinsa­elt, enda mik­il upp­lif­un að fara út í skóg að velja sitt eig­ið jóla­tré, furu- eða greni­tré. Það verð­ur líka haegt að kaupa ein­stakt jóla­tré á mark­aðn­um sjálf­um. Ég held að það verði kaerkom­ið fyr­ir marga eft­ir þetta sér­staka ár, að koma og upp­lifa jóla­stemn­ingu í skóg­in­um og fá end­urna­er­ingu úr nátt­úr­unni. Það er vissu­lega mik­il áskor­un að skipu­leggja við­burði í þessu ár­ferði. Fólk þrá­ir að kom­ast út, stíga út úr hvers­dags­leik­an­um og upp­lifa jóla­aevin­týri en við er­um í þeirri stöðu að þurfa stöð­ugt að meta að­sta­eð­ur í takt við gild­andi regl­ur,“seg­ir hún að lok­um.

 ??  ?? Und­an­far­ið hef­ur Guð­finna haft í mörg horn að líta en hún stýr­ir hinum vinsa­ela jóla­mark­aði Skógra­ekt­ar Reykja­vík­ur í ár.
Und­an­far­ið hef­ur Guð­finna haft í mörg horn að líta en hún stýr­ir hinum vinsa­ela jóla­mark­aði Skógra­ekt­ar Reykja­vík­ur í ár.
 ?? FRÉTTABLAЭIÐ/ANTON BRINK ?? Guð­finna seg­ir ein­falt að búa til jólakr­ans. Hún keypti bast­kr­ans, sem er góð­ur grunn­ur, bleytti hrein­dýramos­ann upp, vafði hon­um ut­an um bast­kr­ans­inn og festi vand­lega með vír.
FRÉTTABLAЭIÐ/ANTON BRINK Guð­finna seg­ir ein­falt að búa til jólakr­ans. Hún keypti bast­kr­ans, sem er góð­ur grunn­ur, bleytti hrein­dýramos­ann upp, vafði hon­um ut­an um bast­kr­ans­inn og festi vand­lega með vír.
 ??  ??

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland