Fréttablaðið - Serblod

UPP­LÝST JÓL

- Jóhanna Ma­ría Ein­ars­dótt­ir johanna­m­aria @fretta­bla­did.is

Jón Helga­son byrj­ar jó­laund­ir­bún­ing­inn í októ­ber og skreyt­ir af mikl­um krafti fyr­ir hver jól. Hann seg­ir þetta snú­ast um að njóta dimma tíma­bils­ins fyr­ir jól sem mest og hvet­ur alla til að skreyta eitt­hvað.

Hvort sem það er frá nátt­úr­unn­ar hendi eða af óta­em­andi metn­að­ar­girni þá ger­ir lífs­stíls­blogg­ar­inn, hjúkr­un­ar­fra­eð­ing­ur­inn og jólabarnið Ragna Björg Ár­sa­els­dótt­ir flestallt tölu­vert bet­ur en við hin og virð­ist fara létt með það. Ragna held­ur úti vinsa­elli blogg­síðu, ragna.is, er mennt­að­ur hjúkr­un­ar­fra­eð­ing­ur og verk­efna­stjóri, bak­ar og eld­ar dýr­ind­is kök­ur og mat, syng­ur eins og eng­ill, er mik­ill tísku- og förð­un­ar­spek­úl­ant og þar fram eft­ir göt­un­um. „Ég starfa sem verk­efna­stjóri yf­ir stórri evr­ópskri rann­sókn á veg­um Keres­is í Evr­ópu. Rann­sókn­in snýst um ár­ang­ur fiskroðs til að gra­eða krón­ísk syk­ur­sýk­is­fóta­sár. Einnig tek ég auka­vakt­ir á Bráða­mót­tök­unni á Land­spít­al­an­um og sinni svo söngverk­efn­um á kvöld­in og um helg­ar. Ný­ver­ið hef ég ver­ið að gera tölu­vert út á streymis­tón­leika þar sem ég býð upp á heima-happy hour fyr­ir fyr­ir­ta­eki,“seg­ir Ragna.

Þeg­ar hún er ekki í vinn­unni má yf­ir­leitt finna Rögnu uppi á há­lendi í sleð­aferð­um eða raulandi yf­ir súr­deigs­brauð­gerð, sem hún seg­ir að sé ný­fund­in ástríða. „Ég hef ekki keypt brauð inn á heim­il­ið í eitt og hálft ár og baka allt brauð sem fjöl­skyld­an borð­ar.“

En er eitt­hvað sem þessi orku­bolti og haefi­leika­búnt get­ur ekki gert? „Það er sumt sem ég er ekki af­skap­lega góð í. Ég er til daem­is arfaslök í að vakna hress og kát á morgn­ana. Nýj­asta til­raun heim­il­is­ins er að faera mér kaffi í rúm­ið á morgn­ana og skil­ar það tölu­verð­um ár­angri. Ann­ars er þol­in­ma­eði líka oft af skorn­um skammti þótt ég sé mark­visst að la­era að minnka strax-veik­ina mína. Oft hef ég þó tal­ið óþol­in­ma­eð­ina vera kost þó svo að það komi upp inni á milli að henn­ar sé kannski ekki þörf í öll­um mín­um verk­efn­um,“seg­ir Ragna og glott­ir.

Eitt­hvað lít­ið í hverri viku

Ragna við­ur­kenn­ir það fús­lega að hún sé mik­ið jóla­barn, heim­il­is­fólki stund­um til maeðu. „Ég byrja að hugsa um jóla­skraut og jólaserí­ur í októ­ber og faeri skreyt­ing­ar­dag­ana sí­fellt fram­ar í nóv­em­ber á hverju ári (fjöl­skyldu­með­lim­um al­ger­lega óaf­vit­andi). Jóla­lög­in gleðja hjart­að mitt og hef­ur það alltaf ver­ið und­ir­bún­ing­ur fyr­ir jóla­tón­leika sem setja mik­ið mark á vik­urn­ar fyr­ir jól og sá tími er alltaf ynd­is­leg­ur.“

Jó­laund­ir­bún­ing­ur­inn er ekki fyr­ir­ferð­ar­mik­ill á heim­ili Rögnu og hún seg­ist ekki þekkja jóla­stress. „Ég reyni að dreifa úr öllu álagi í að­drag­anda jól­anna með því að plana tím­an­lega það sem þarf að gera. Þó svo ég geri ekki beint lista og held ut­an um verk­efn­in, nota ég skipu­lag verk­efna­stjór­ans í hug­an­um svo við kom­umst öll í gegn­um þetta án stress og álags. Mitt helsta ráð er að gera eitt­hvað lít­ið í hverri viku með börn­un­um vik­urn­ar fyr­ir jól, jafn­vel þó að það sé bara kort­ers-verk­efni á þriðju­dags­kvöldi þar sem börn­in skrifa jóla­gjafal­ista og skreyta hann. Það þarf ekk­ert alltaf að vera eitt­hvað stórt og langt til að skapa góð­ar minn­ing­ar með þess­um börn­um.“

Lang­aði að skoða jóla­ljós­in í Evr­ópu

Sem bet­ur fer hef­ur far­ald­ur­inn ekki sett mik­ið strik í reikn­ing­inn í að­drag­anda jól­anna hjá Rögnu. „Ekki enn þá að minnsta kosti. Ég passa mig á að setja eng­ar vaent­ing­ar á það hvena­er all­ir geti far­ið að hitt­ast aft­ur og tek hverri viku eins og hún er lögð upp af teym­inu. Eina sem hef­ur breyst hjá mér er að vinn­unn­ar vegna hefði ég þurft að vera mik­ið í Evr­ópu í hverj­um mán­uði og var far­in að hlakka svo­lít­ið til að kynn­ast jóla­ljós­un­um í Frakklandi, Ítal­íu, Sví­þjóð og Þýskalandi, það­an sem rann­sókn­in er unn­in. Ég get kannski skoð­að þau jóla­ljós naestu jól í stað­inn. Á með­an dá­ist ég að ljós­un­um sem fóru að lýsa upp heim­ili höf­uð­borg­ar­inn­ar strax í byrj­un nóv­em­ber.“

Ragna aetl­ar að deila með les­end­um spenn­andi upp­skrift að kalk­úna­bringu sem er til­val­in í gómsa­eta og fal­lega jóla­steik. Sjálf seg­ist hún fara hefð­bundn­ari leið­ir í jóla­máls­verð­in­um. „Ég verð með ham­borg­ar­hrygg um jól­in. Sjálf er ég mik­ið fyr­ir að út­búa flók­inn og öðru­vísi mat reglu­lega, svo að það er gott að leita í eitt­hvað ein­falt, vinsa­elt og hefð­bund­ið, eins og ham­borg­ar­hrygg­inn, þeg­ar fjög­ur börn eru á heim­il­inu og all­ir óþreyju­full­ir að fá að opna pakk­ana.“

Kalkúnabri­nga með fyll­ingu

Þessi kalkúnabri­nga er fyllt með sa­etri, saltri, mjúkri fyll­ingu. Kalk­únn­inn verð­ur safa­rík­ur og mjúk­ur með mik­ið af olíu.

Fyll­ing

2 dl sax­að­ar döðlur

1 dl þurrk­uð trönu­ber

1 hvít­lauks­geiri (sax­að­ur smátt)

1 skarlottu­lauk­ur (sax­að­ur smátt)

1 msk. ferskt tim­i­an

1 krukka feta­ost­ur og öll olí­an

3 brauð­sneið­ar Steik­ið upp úr ol­í­unni af feta­ost­in­um lauk og hvít­lauk þar til hann mýk­ist.

Ba­et­ið tim­i­an, döðl­um og trönu­berj­um út í, la­ekk­ið hit­ann og steik­ið í 2–3 mín­út­ur.

Ba­et­ið feta­osti út í og la­ekk­ið hit­ann enn meira, hann á að­eins að bráðna sam­an við en ekki al­veg að leys­ast upp.

Ríf­ið nið­ur 3 brauð­sneið­ar í litla ten­inga (sleppa skorpu) og hra­er­ið sam­an.

Kalkúnabri­nga fyr­ir 4 full­orðna

1,2 kg kalkúnabri­nga Sker­ið bring­una naest­um því í tvennt þannig að hún verði út­flött.

Krydd­ið með góðu kryddi báð­um meg­in. Maeli með kalk­úna­eða kjúk­lingakrydd­i.

Setj­ið fyll­ing­una í og rúll­ið bring­unni þétt sam­an upp í rúllu, rúll­ið upp frá styttri hlið bring­unn­ar.

Ef ykk­ur finnst þurfa, sting­ið tann­stöngl­um í hana svo hún hald­ist vel sam­an.

Eld­ið við 190 °C í ofni (reikn­ið með ca klst. inni í ofni).

Not­ið kjöt­hita­ma­eli (al­ger­lega nauð­syn­legt). Ég maeli með að elda hana upp í 68 °C í kjarn­hita, taka hana þá út, setja álp­app­ír yf­ir og hand­kla­eði og láta hana standa í 20–30 mín. á borði. Hún mun ná 71 °C hita að lok­um, jafna sig og verða meira safa­rík en ef hún vaeri skor­in stuttu eft­ir að hún kaemi út úr ofni.

Sósa

2 skarlottu­lauk­ar, sax­að­ir smátt

1 hvít­lauks­geiri, sax­að­ur smátt

3–4 grein­ar af tim­i­an

2 msk. matarol­ía

1 l vatn

200 ml hvít­vín

2 msk. kjúk­lingakraft­ur (fljót­andi) frá Oscars Maizenamjö­l í vatni

2 msk. smjör salt og pip­ar eft­ir smekk Steik­ið skarlottu­lauk­inn, hvít­lauk og tim­i­an í matarol­íu þar til það verð­ur lint.

Ha­ekk­ið hit­ann og hell­ið hvít­víni út í. Lát­ið sjóða naer al­veg nið­ur.

Ba­et­ið vatni og krafti út í og lát­ið sjóða í 30 mín. við vaeg­an hita. Þykk­ið með maizenamjö­li. Salt­ið og pipr­ið að vild. Setj­ið 2 msk. af smjöri út í sós­una rétt áð­ur en hún er bor­in fram.

 ??  ?? Ekki sleppa því að leyfa kalk­úna­bring­unni að standa. Ef hún er skor­in strax eft­ir að hún kem­ur úr ofn­in­um er haetta á að saf­inn leki út og hún þorni upp. Ef hún faer að standa verð­ur hún safa­rík og ljúf­feng.
Ekki sleppa því að leyfa kalk­úna­bring­unni að standa. Ef hún er skor­in strax eft­ir að hún kem­ur úr ofn­in­um er haetta á að saf­inn leki út og hún þorni upp. Ef hún faer að standa verð­ur hún safa­rík og ljúf­feng.
 ?? FRÉTTABLAЭIÐ/ERNIR ?? Ragna deil­ir með les­end­um spenn­andi upp­skrift að kalk­úna­bringu sem er til­val­in í gómsa­eta og fal­lega jóla­steik. Til þess að sjá myndra­en­ar leið­bein­ing­ar er haegt að skoða blogg­síðu Rögnu, ragna.is.
FRÉTTABLAЭIÐ/ERNIR Ragna deil­ir með les­end­um spenn­andi upp­skrift að kalk­úna­bringu sem er til­val­in í gómsa­eta og fal­lega jóla­steik. Til þess að sjá myndra­en­ar leið­bein­ing­ar er haegt að skoða blogg­síðu Rögnu, ragna.is.
 ??  ??

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland