UPPLÝST JÓL
Jón Helgason byrjar jólaundirbúninginn í október og skreytir af miklum krafti fyrir hver jól. Hann segir þetta snúast um að njóta dimma tímabilsins fyrir jól sem mest og hvetur alla til að skreyta eitthvað.
Hvort sem það er frá náttúrunnar hendi eða af ótaemandi metnaðargirni þá gerir lífsstílsbloggarinn, hjúkrunarfraeðingurinn og jólabarnið Ragna Björg Ársaelsdóttir flestallt töluvert betur en við hin og virðist fara létt með það. Ragna heldur úti vinsaelli bloggsíðu, ragna.is, er menntaður hjúkrunarfraeðingur og verkefnastjóri, bakar og eldar dýrindis kökur og mat, syngur eins og engill, er mikill tísku- og förðunarspekúlant og þar fram eftir götunum. „Ég starfa sem verkefnastjóri yfir stórri evrópskri rannsókn á vegum Keresis í Evrópu. Rannsóknin snýst um árangur fiskroðs til að graeða krónísk sykursýkisfótasár. Einnig tek ég aukavaktir á Bráðamóttökunni á Landspítalanum og sinni svo söngverkefnum á kvöldin og um helgar. Nýverið hef ég verið að gera töluvert út á streymistónleika þar sem ég býð upp á heima-happy hour fyrir fyrirtaeki,“segir Ragna.
Þegar hún er ekki í vinnunni má yfirleitt finna Rögnu uppi á hálendi í sleðaferðum eða raulandi yfir súrdeigsbrauðgerð, sem hún segir að sé nýfundin ástríða. „Ég hef ekki keypt brauð inn á heimilið í eitt og hálft ár og baka allt brauð sem fjölskyldan borðar.“
En er eitthvað sem þessi orkubolti og haefileikabúnt getur ekki gert? „Það er sumt sem ég er ekki afskaplega góð í. Ég er til daemis arfaslök í að vakna hress og kát á morgnana. Nýjasta tilraun heimilisins er að faera mér kaffi í rúmið á morgnana og skilar það töluverðum árangri. Annars er þolinmaeði líka oft af skornum skammti þótt ég sé markvisst að laera að minnka strax-veikina mína. Oft hef ég þó talið óþolinmaeðina vera kost þó svo að það komi upp inni á milli að hennar sé kannski ekki þörf í öllum mínum verkefnum,“segir Ragna og glottir.
Eitthvað lítið í hverri viku
Ragna viðurkennir það fúslega að hún sé mikið jólabarn, heimilisfólki stundum til maeðu. „Ég byrja að hugsa um jólaskraut og jólaseríur í október og faeri skreytingardagana sífellt framar í nóvember á hverju ári (fjölskyldumeðlimum algerlega óafvitandi). Jólalögin gleðja hjartað mitt og hefur það alltaf verið undirbúningur fyrir jólatónleika sem setja mikið mark á vikurnar fyrir jól og sá tími er alltaf yndislegur.“
Jólaundirbúningurinn er ekki fyrirferðarmikill á heimili Rögnu og hún segist ekki þekkja jólastress. „Ég reyni að dreifa úr öllu álagi í aðdraganda jólanna með því að plana tímanlega það sem þarf að gera. Þó svo ég geri ekki beint lista og held utan um verkefnin, nota ég skipulag verkefnastjórans í huganum svo við komumst öll í gegnum þetta án stress og álags. Mitt helsta ráð er að gera eitthvað lítið í hverri viku með börnunum vikurnar fyrir jól, jafnvel þó að það sé bara korters-verkefni á þriðjudagskvöldi þar sem börnin skrifa jólagjafalista og skreyta hann. Það þarf ekkert alltaf að vera eitthvað stórt og langt til að skapa góðar minningar með þessum börnum.“
Langaði að skoða jólaljósin í Evrópu
Sem betur fer hefur faraldurinn ekki sett mikið strik í reikninginn í aðdraganda jólanna hjá Rögnu. „Ekki enn þá að minnsta kosti. Ég passa mig á að setja engar vaentingar á það hvenaer allir geti farið að hittast aftur og tek hverri viku eins og hún er lögð upp af teyminu. Eina sem hefur breyst hjá mér er að vinnunnar vegna hefði ég þurft að vera mikið í Evrópu í hverjum mánuði og var farin að hlakka svolítið til að kynnast jólaljósunum í Frakklandi, Ítalíu, Svíþjóð og Þýskalandi, þaðan sem rannsóknin er unnin. Ég get kannski skoðað þau jólaljós naestu jól í staðinn. Á meðan dáist ég að ljósunum sem fóru að lýsa upp heimili höfuðborgarinnar strax í byrjun nóvember.“
Ragna aetlar að deila með lesendum spennandi uppskrift að kalkúnabringu sem er tilvalin í gómsaeta og fallega jólasteik. Sjálf segist hún fara hefðbundnari leiðir í jólamálsverðinum. „Ég verð með hamborgarhrygg um jólin. Sjálf er ég mikið fyrir að útbúa flókinn og öðruvísi mat reglulega, svo að það er gott að leita í eitthvað einfalt, vinsaelt og hefðbundið, eins og hamborgarhrygginn, þegar fjögur börn eru á heimilinu og allir óþreyjufullir að fá að opna pakkana.“
Kalkúnabringa með fyllingu
Þessi kalkúnabringa er fyllt með saetri, saltri, mjúkri fyllingu. Kalkúnninn verður safaríkur og mjúkur með mikið af olíu.
Fylling
2 dl saxaðar döðlur
1 dl þurrkuð trönuber
1 hvítlauksgeiri (saxaður smátt)
1 skarlottulaukur (saxaður smátt)
1 msk. ferskt timian
1 krukka fetaostur og öll olían
3 brauðsneiðar Steikið upp úr olíunni af fetaostinum lauk og hvítlauk þar til hann mýkist.
Baetið timian, döðlum og trönuberjum út í, laekkið hitann og steikið í 2–3 mínútur.
Baetið fetaosti út í og laekkið hitann enn meira, hann á aðeins að bráðna saman við en ekki alveg að leysast upp.
Rífið niður 3 brauðsneiðar í litla teninga (sleppa skorpu) og hraerið saman.
Kalkúnabringa fyrir 4 fullorðna
1,2 kg kalkúnabringa Skerið bringuna naestum því í tvennt þannig að hún verði útflött.
Kryddið með góðu kryddi báðum megin. Maeli með kalkúnaeða kjúklingakryddi.
Setjið fyllinguna í og rúllið bringunni þétt saman upp í rúllu, rúllið upp frá styttri hlið bringunnar.
Ef ykkur finnst þurfa, stingið tannstönglum í hana svo hún haldist vel saman.
Eldið við 190 °C í ofni (reiknið með ca klst. inni í ofni).
Notið kjöthitamaeli (algerlega nauðsynlegt). Ég maeli með að elda hana upp í 68 °C í kjarnhita, taka hana þá út, setja álpappír yfir og handklaeði og láta hana standa í 20–30 mín. á borði. Hún mun ná 71 °C hita að lokum, jafna sig og verða meira safarík en ef hún vaeri skorin stuttu eftir að hún kaemi út úr ofni.
Sósa
2 skarlottulaukar, saxaðir smátt
1 hvítlauksgeiri, saxaður smátt
3–4 greinar af timian
2 msk. matarolía
1 l vatn
200 ml hvítvín
2 msk. kjúklingakraftur (fljótandi) frá Oscars Maizenamjöl í vatni
2 msk. smjör salt og pipar eftir smekk Steikið skarlottulaukinn, hvítlauk og timian í matarolíu þar til það verður lint.
Haekkið hitann og hellið hvítvíni út í. Látið sjóða naer alveg niður.
Baetið vatni og krafti út í og látið sjóða í 30 mín. við vaegan hita. Þykkið með maizenamjöli. Saltið og piprið að vild. Setjið 2 msk. af smjöri út í sósuna rétt áður en hún er borin fram.