Fréttablaðið - Serblod

JÓLABARNIÐ JÓHANNA GUЭRÚN

Jóhanna Guð­rún Jóns­dótt­ir söng­kona setti sig í jólagír­inn strax í sum­ar þeg­ar hún hóf und­ir­bún­ing að nýrri jóla­plötu sem kom út í síð­ustu viku. Hún er mik­ið jóla­barn og finnst þessi tími árs­ins alltaf jafn­skemmti­leg­ur.

- Sig­ríð­ur Inga Sig­urð­ar­dótt­ir sigridur­inga@ fretta­bla­did.is

Jóhanna Guð­rún söng­kona er mik­ið jóla­barn og gaf á dög­un­um út jóla­plötu sem haegt er að njóta þeg­ar að­vent­an geng­ur í garð.

Jóhanna Guð­rún hef­ur kom­ið sér vel fyr­ir í fal­legu húsi í Hafnar­firði ásamt Davíð Sig­ur­geirs­syni, eig­in­manni sín­um, og tveim­ur börn­um, að ógleymd­um hund­un­um tveim­ur sem taka blaða­manni fagn­andi þeg­ar hann ber að garði. Þau eru byrj­uð að und­ir­búa jól­in í ró­leg­heit­um en jóla­tím­inn hef­ur alltaf ver­ið í miklu upp­á­haldi hjá Jó­hönnu. „Ég elska jól­in. Ég kynnt­ist fal­leg­um jóla­hefð­um strax í aesku og held að svo sé hjá mörg­um sem eru mik­il jóla­börn í sér. Mamma mín, Mar­grét Stein­dórs­dótt­ir, gaf sér alltaf tíma fyr­ir okk­ur systkin­in á að­vent­unni, en ég á tvo eldri bra­eð­ur. Við mamma bök­uð­um mik­ið sam­an, fór­um í göngu­túra í snjón­um með hund­ana okk­ar og skreytt­um heim­il­ið. Mér fannst þetta alltaf rosa­lega gam­an,“seg­ir Jóhanna, og ekki leyn­ir sér að hún á góð­ar minn­ing­ar frá aeskujól­un­um.

„Þeg­ar ég varð eldri og fór að vinna meira, sem ég byrj­aði reynd­ar mjög snemma að gera, hef­ur jóla­törn­in hjá mér byrj­að strax í októ­ber og náð hápunkti með tón­leika­haldi í des­em­ber. Októ­ber fer vana­lega í aef­ing­ar, skipu­lagn­ingu og upp­hit­un fyr­ir tón­leika en þá byrja ég að hlusta á jóla­lög og finnst það aeðis­legt. Þótt dag­arn­ir geti oft ver­ið lang­ir og strembn­ir er þetta frá­ba­er tími, því þá hitti ég svo marga úr tón­list­ar­geir­an­um en tón­listar­fólk er það skemmti­leg­asta í heimi,“seg­ir Jóhanna með bros á vör.

Verð­ur af­slapp­aðri með aldr­in­um

Eft­ir að Jóhanna og Davíð rugl­uðu sam­an reyt­um sín­um og stofn­uðu heim­ili hafa þau skap­að sín­ar eig­in jóla­hefð­ir með börn­un­um sín­um tveim­ur sem eru fimm ára og átján mán­aða. „Við Davíð er­um orð­in mjög frjáls­leg í þess­um efn­um en það mót­ast líka af því hvað við er­um alltaf mjög upp­tek­in í kring­um jól­in svo ann­að er óraun­haeft. Stund­um er ég með fimm gigg á dag í nóv­em­ber og des­em­ber og held vana­lega tvenna tón­leika á Þor­láks­messu í Vídalíns­kirkju. Davíð er líka önn­um kaf­inn og spil­ar oft­ast við messu á að­fanga­dag. Ég við­ur­kenni að inn við bein­ið er ég dá­lít­ið kassa­laga varð­andi jóla­hefð­ir, enda vön því frá barnaesku að hlusta á kirkju­klukk­urn­ar hringja inn jól­in í út­varp­inu á mín­út­unni sex og þá knús­ast all­ir og setj­ast síð­an nið­ur að borða. Við Davíð er­um hins veg­ar oft­ast með allt nið­ur um okk­ur á að­fanga­dag og ekk­ert til­bú­ið klukk­an sex. Þá eig­um við kannski eft­ir að kla­eða börn­in í jóla­föt­in, pakka inn nokkr­um gjöf­um og mat­ur­inn er enn í ofn­in­um. Ég hef tek­ið þann pól í haeð­ina að það er allt í lagi þótt það sé ekki allt til­bú­ið klukk­an sex. Þá seink­um við bara öllu, borð­um seint og opn­um pakk­ana seint, það er bara þannig. Eig­in­lega er það bara nota­legt. Mað­ur get­ur ekki gert allt og ég skil ekki fólk sem er með allt á hreinu, bú­ið að gera allt í októ­ber eða nóv­em­ber, eld­ar all­an mat frá grunni og börn­in alltaf í hrein­um föt­um,“seg­ir Jóhanna kank­vís­lega. „Ljósi punkt­ur­inn við kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn er að okk­ur gefst meiri tími til að vera með börn­un­um okk­ar og við fá­um Ljósi punkt­ur­inn við kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn er að okk­ur gefst meiri tími til að vera með börn­un­um okk­ar og við fá­um taekifa­eri til að njóta að­vent­unn­ar taekifa­eri til að njóta að­vent­unn­ar,“baet­ir hún við og nefn­ir að sér finn­ist jóla­bakst­ur­inn stór hluti af jó­laund­ir­bún­ingn­um og er þeg­ar bú­in að baka sör­ur með vin­konu sinni. „Svo baka ég lakk­rístoppa nokkr­um sinn­um, því þeir eru fljót­ir að hverfa.“

Heitt kakó hjá afa og ömmu

For­eldr­ar Jó­hönnu aetla að vera hjá þeim á að­fanga­dag og samn­inga­viðra­eð­ur um jóla­mat­inn eru þeg­ar hafn­ar, að henn­ar sögn. „Ég er vön því að fá graflax í for­rétt, en pabbi, Jón Sverr­ir Sverris­son, baeði veið­ir lax­inn og gref­ur hann. Í að­al­rétt er vana­lega ham­borg­ar­hrygg­ur og svo er heima­lag­að­ur ís í eft­ir­rétt, sem mamma býr til. Við pabbi get­um vart hugs­að okk­ur jól­in án þess að fá graflax en aetl­um að gefa eft­ir að­al­rétt­inn í þetta sinn og við verð­um með fransk­ar andabringu­r og til­heyr­andi. Davíð og pabbi sjá að mestu um mat­inn, en þeir eru báð­ir af­bragð­skokk­ar og gott teymi.“

Þeg­ar Jóhanna var yngri var hefð fyr­ir því að heilsa upp á afa henn­ar og ömmu eft­ir að bú­ið var að borða og opna jóla­gjaf­irn­ar. „Þá fóru pabbi og systkini hans með sín­ar fjöl­skyld­ur til afa og ömmu og við feng­um öll heitt kakó. Við stöldr­uð­um ekki lengi við en þetta eru ljúf­ar minn­ing­ar. Mér finnst þetta svo skemmti­leg og góð hefð, sem vaeri gam­an að end­ur­vekja í ein­hverri mynd.“

Jóla­plat­an tek­in upp í sum­ar

Í ár verð­ur jóla­törn­in með öðru sniði en vana­lega því Jóhanna var að senda frá sér nýja jóla­plötu, Jól með Jó­hönnu. Hún seg­ist aetla að ein­beita sér að sínu efni naestu vik­urn­ar, en kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn set­ur vissu­lega strik í allt jóla­tón­leika­hald. „Ég er að skoða hvernig haegt er að leysa það, hvort sem ég held marga en fá­menna tón­leika eða streymi tón­leik­um,“seg­ir Jóhanna bjart­sýn.

Á jóla­plöt­unni eru tíu lög, fimm frum­sam­in lög og fimm lög sem marg­ir þekkja og þyk­ir vaent um. „Ég fékk góða tón­list­ar­menn til liðs við mig en ég kast­aði út fullt af lín­um og fékk góð við­brögð úr ólík­um átt­um, sem ég er rosa­lega þakk­lát fyr­ir. Á plöt­unni eru ný lög eft­ir Bubba Mort­hens, Jón Jóns­son, Sverri Berg­mann, Gunn­ar Þórð­ar­son og Davíð, mann­inn minn. Davíð út­setti alla plöt­una en það er miklu meiri vinna en marg­ir halda. Ég valdi fimm jóla­lög sem mér finnst gam­an að syngja, en mér finnst skemmti­legt að hafa þetta í bland. Á plöt­unni er til daem­is ró­legt jóla­lag, sem ég get ímynd­að mér að dótt­ir mín myndi vilja hlusta á fyr­ir svefn­inn. Plat­an verð­ur aldrei sterk­ari en lög­in sem eru á henni,“seg­ir Jóhanna en fyrsta lag­ið, Löngu liðn­ir dag­ar, er kom­ið í spil­un og fer vel af stað. Plat­an kem­ur út á geisladisk­i, vínyl­plötu og á Spotify og er haegt að kaupa hana hjá Heim­kaup.is og Alda­music.is.

„Við hjón­in vor­um því kom­in í jóla­skap snemma í sum­ar en það er eig­in­lega ótrú­legt að það var ekk­ert skrít­ið,“seg­ir Jóhanna Guð­rún að lok­um.

 ?? FRÉTTABLAЭIÐ/ VALLI ?? „Ég elska jól­in. Ég kynnt­ist fal­leg­um jóla­hefð­um strax í aesku og held að svo sé hjá mörg­um sem eru mik­il jóla­börn í sér.“
FRÉTTABLAЭIÐ/ VALLI „Ég elska jól­in. Ég kynnt­ist fal­leg­um jóla­hefð­um strax í aesku og held að svo sé hjá mörg­um sem eru mik­il jóla­börn í sér.“
 ??  ??

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland