Fréttablaðið - Serblod

JÓL­IN Í GANA

- sandragu­drun@fretta­bla­did.is

Patience Karls­son kem­ur frá Gana en hef­ur bú­ið á Íslandi í bráð­um 18 ár. Hún seg­ir ís­lensk­ar og gan­versk­ar jóla­hefð­ir mjög ólík­ar.

Patience Karls­son kem­ur frá Gana en hef­ur bú­ið á Íslandi í bráð­um 18 ár. Hún seg­ir ís­lensk­ar og gan­versk­ar jóla­hefð­ir mjög ólík­ar. Í Gana eru ná­grann­arn­ir hluti af fjöl­skyld­unni, all­ir borða sam­an og börn­in ganga í hús og syngja og fá sa­elga­eti. Patience býr á Íslandi ásamt ís­lensk­um eig­in­manni sín­um og börn­um þeirra. Hún er kenn­ari í Breið­holts­skóla auk þess sem hún rek­ur búð­ina Afro Zo­ne í versl­un­ar­mið­stöð­inni Hóla­garði í Breið­holti. Hún held­ur ís­lensk jól þeg­ar hún er á Íslandi en seg­ist samt sakna margs frá jól­un­um heima í Gana.

„Jóla­hefð­irn­ar í Gana og á Íslandi eru ólík­ar. Á Íslandi eru all­ir heima með fjöl­skyld­unni sinni og borða sam­an, en í Gana eru jól­in meira sam­fé­lags­leg. Þú borð­ar ekki endi­lega það sem þú eld­ar. Fólk eld­ar og gef­ur ná­grann­an­um og ná­grann­inn gef­ur þér. Þú ert þess vegna að borða mjög fjöl­breytt­an mat og hafa sam­skipti við ná­grann­ana. Krakk­ar fara líka hús úr húsi og syngja og fá nammi í stað­inn. Þetta er samt ekki eins og hrekkja­vaka eða ösku­dag­ur. Krakk­arn­ir eru ekki í bún­ing­um, þau syngja jóla­lög í fín­um föt­um, oft nýj­um,“seg­ir Patience.

„Ég gerði þetta þeg­ar ég var lít­il stelpa og það var mjög gam­an,“seg­ir hún og hla­er að minn­ing­unni. „Það var mjög gam­an að fara út og sýna vin­um mín­um nýja kjól­inn minn og stund­um nýja skó og syngja sam­an. Kannski var mað­ur kom­inn með nýja klipp­ingu líka eða bú­inn að gera eitt­hvað flott við hár­ið á sér. Þetta var mjög gam­an.“

Patience út­skýr­ir að í Gana séu ná­grann­arn­ir eins og fjöl­skylda og það séu mjög mik­il sam­skipti á milli þeirra.

„Mér fannst mjög skrýt­ið þeg­ar ég flutti til Ís­lands að nágrann­ar tala ekki oft sam­an og stund­um þekkj­ast þeir ekki, en ég er orð­in vön þessu núna. Eitt af því sem er gott við það að nágrann­ar eru nán­ir er að kona sem á til daem­is lít­ið barn og þarf að fara í vinn­una, hún get­ur beð­ið ná­granna sinn að passa barn­ið og fólk er síð­ur einmana.“

Fyrst var far­ið í kirkju svo eld­að

Patience seg­ir að jóla­gjaf­ir séu ekki stór hluti jól­anna í Gana, sum­ir gefa gjaf­ir en ekki all­ir. Jól­in þar snú­ast meira um að elda sér­stak­an mat sem er ekki borð­að­ur hvers­dags­lega og líka að fara í kirkju.

„Við för­um í kirkju um morg­un­inn og svo kom­um við heim og þá er eld­að. Hefð­bund­inn mat­ur á jól­un­um eru hrís­grjón, kjöt og kássa. Við er­um ekki með sósu held­ur kássu, svo er sal­at með, gos og mjög sa­ett kex. Við borð­um ekki sa­et­an mat venju­lega en á jól­un­um fá­um við mjög sa­ett kex sem við kaup­um, fólk í Gana er ekki mik­ið að baka, við er­um meira í því að elda,“út­skýr­ir Patience.

Jóla­skraut er ekki eins áber­andi í Gana og á Íslandi að sögn Patience, en hún seg­ir að fólk skreyti samt eitt­hvað fyr­ir jól­in.

„Það er held­ur ekki eins mik­ið um flug­elda þar og hér, en það er að aukast. Yf­ir­leitt kaup­ir fólk litlu rakett­urn­ar sem þú kveik­ir í og kast­ar þeim svo frá þér. Þa­er eru mjög vinsa­el­ar og fólk er að sprengja þa­er al­veg frá jól­un­um fram að ára­mót­um. Við höld­um upp á jóla­dag 25. des­em­ber en ann­an í jól­um fara marg­ir á strönd­ina, eft­ir það byrj­ar hvers­dags­líf­ið aft­ur hjá full­orðna fólk­inu. Við höld­um samt áfram að borða af­ganga frá jóla­degi al­veg fram að ára­mót­um,“seg­ir Patience og hla­er.

„Á gaml­árs­dag er mik­ilvaegt fyr­ir krist­ið fólk að fara í kirkju í Gana. En múslim­ar mega líka fara í kirkju. Í Gana eru kristn­ir og múslim­ar mikl­ir vin­ir og krist­ið fólk býð­ur oft múslimsk­um vin­um sín­um með í kirkju. Við strengj­um ára­móta­heit í kirkj­unni, eins og til daem­is, ég lofa að vera góð stelpa og haetta að stela nammi frá mömmu minni. Þú stend­ur kannski við þetta í tvo daga og svo fer allt aft­ur í gamla far­ið,“seg­ir Patience og skell­ir upp úr.

Eitt af því sem Patience sakn­ar mest frá jól­un­um í Gana er sú hefð krakk­anna að búa til skýli úr pálma­trjám.

„Á síð­asta ári var ég í Gana og mér fannst gam­an að sjá að krakk­arn­ir eru enn að gera þetta. Við not­uð­um grein­ar pálma­trjánna til að byggja hús og sett­um jóla­ljós inn í hús­ið. Svo söfn­uð­umst við sam­an þar og sung­um. Stund­um þeg­ar mat­ur­inn var til­bú­inn fór­um við með hann inn í litla hús­ið og borð­uð­um þar. Þetta var svo gam­an, ef þú átt­ir ekki ný föt eða nýja skó þá skipti það ekki máli, það sem skipti máli var að safn­ast sam­an, syngja og borða góð­an mat.“

 ?? FRÉTTABLAЭIÐ/STEFÁN ?? Patience er frá Gana en hef­ur bú­ið á Íslandi í bráð­um 18 ár. Hún seg­ir jól­in í þess­um lönd­um ólík.
FRÉTTABLAЭIÐ/STEFÁN Patience er frá Gana en hef­ur bú­ið á Íslandi í bráð­um 18 ár. Hún seg­ir jól­in í þess­um lönd­um ólík.
 ?? MYND/AÐSEND ?? Patience á jóla­dag með fjöl­skyld­unni og ná­grönn­un­um úti í Gana, rétt eft­ir að þau höfðu lok­ið við að borða sam­an gómsa­et­an jóla­mat.
MYND/AÐSEND Patience á jóla­dag með fjöl­skyld­unni og ná­grönn­un­um úti í Gana, rétt eft­ir að þau höfðu lok­ið við að borða sam­an gómsa­et­an jóla­mat.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland