Ljósin lýsa upp hjörtu fólks
Jón Helgason byrjar jólaundirbúninginn í október og skreytir af miklum krafti fyrir hver jól. Hann segir þetta snúast um að njóta dimma tímabilsins fyrir jól sem mest og hvetur alla til að skreyta eitthvað.
Jón Helgason, eða Nonni, segist vera mikið taekninörd og tölvukarl. Það eru engar ýkjur, enda er hann með fullkomna veðurstöð á þakinu á húsinu sínu í Dofrakór, bara svona til gamans. Hann nýtir þessa miklu ástríðu líka í jólaskreytingarnar sínar og skreytir meira á hverju ári. Nonni segir að þetta snúist um að njóta jólahátíðarinnar sem mest og gera það sem haegt er til að gleðjast á þessu dimma tímabili.
„Ég er mikið jólabarn og hef alltaf haft rosalega gaman af ljósum,“segir Nonni. „En ef ég er spurður hvort ég hlakki til jólanna get ég eiginlega sagt nei. Ég hlakka meira til aðdragandans, hann er svo skemmtilegur. Ég byrja jólaundirbúninginn um miðjan október til að lengja þetta tímabil. Á jóladegi finnur maður stundum fyrir smá tómleika af því að þetta er að verða búið og það er mikilvaegt að njóta tímabilsins fyrir jól þegar farið er að dimma, því myrkrið verður svo þreytandi.
Aðfangadagskvöld er svo bara uppskerukvöldið og það aetti ekkert að einblína of mikið á það. Það er um að gera að dunda sér bara við að skreyta og njóta tímans í mesta myrkrinu. Það er haegt að kveikja á kertum og gera gott úr þessu,“segir Nonni. „Þetta verða örugglega skrítnustu jól í manna minnum út af COVID, en það er samt haegt að gera margt skemmtilegt.“
Útpaeldar litasamsetningar
Nonni hefur sett upp jólaljós frá því hann man eftir sér en segir að fyrirmyndin sín sé Sigtryggur Helgason heitinn, sem skreytti húsið sitt við Bústaðaveg alltaf rosalega duglega og var svo hrifinn af skreytingum að hann var meira að segja jarðaður með jólakrans um hásumar.
„Ég held iðninni áfram og hef gefið í með hverju ári og þróað þetta,“segir Nonni. „Það er alltaf vel útpaelt hvað ég set út, ég velti fyrir mér litasamsetningum og mér finnst upplifunin skipta máli. Fjölskyldumeðlimirnir hafa líka ákveðnar skoðanir og við reynum að láta allt litaþemað passa saman. Núna er litaþemað hvítur og bleikfjólublár og fánastöngin skiptir rólega um lit. Það er gaman að eltast við seríur sem eru ekki í týpískum litum. Það er líka eitt jólatré komið upp núna inni í stofu, en ég er venjulega með tvö. Það er mjög notalegt, maður nýtur þess að hafa tréð allt til jóla.
Ég hef alltaf haft gaman af ljósum og það hefur bara ágerst. Sérstaklega eftir að ég heyrði sögur af börnum sem koma og skoða húsið hjá mér, það varð hvatning til að halda áfram af krafti. Nú get ég ekki haett,“segir Nonni. „Það eru líka margir í sóttkví núna og það fólk má fara í gönguferðir og ég held að það labbi oft extra haegt framhjá húsinu okkar. Ég hef líka séð fólk stoppa og taka myndir. Það er gaman að gleðja fólk.“
Jólahúsið gleður börnin
„Vinur minn sem var að fara með sendingu í hús í hverfinu kom við hjá fjölskyldu sem átti ungt barn sem glímdi við einhverja erfiðleika, sem ég held að hafi tengst einhverfu. Þau sögðu honum að þegar barninu liði illa taekju þau til þess ráðs að fara í göngutúr fram hjá jólahúsinu. Það reyndist vera húsið okkar. Þau gerðu þetta oft og eftir það fór barnið alltaf brosandi í bólið,“segir Nonni. „Þegar ég heyrði þessa sögu fékk ég nú korn í augað og sagði „nú get ég ekki haett“. Við sjáum líka fólk oft koma við og ég hef baeði séð og heyrt af því að hingað koma oft krakkar að skoða. Einhverjir fara í burtu brosandi og það er bara mjög ánaegjulegt.
Það vill líka svo til að Kópavogsbaer lagði þennan fína göngustíg hérna framhjá húsinu, þannig að það er auðvelt að taka gönguna hérna framhjá og skoða. Það hefur alltaf verið mikil umferð hér um leið og þetta er komið upp og ef fólk keyrir rólega eru allir velkomnir að koma og skoða,“segir Nonni. „Í þessu ástandi sem er núna, þar sem lítið er haegt að gera, er um að gera að fara með fjölskylduna í bíltúr og skoða jólaljósin. Það er nóg að skoða og ég hvet fólk bara til að reyna að njóta þessa tímabils.“
Hefur slegið út og kviknað í
„Konan mín daesir bara þegar ég fer af stað, en krakkarnir hafa mjög gaman af þessu. Þau eru alin upp við þetta jólavesen í pabba sínum og þekkja ekkert annað. Sá elsti, Elvar Helgi, er líka búinn að smitast af bakteríunni. Hann er farinn að tala um að þetta sé ekki nóg og að við gerum alltaf það sama,“segir Nonni og hlaer. „Maður klúðrar samt auðvitað fullt. Rafmagnið slaer oft út og það hefur kviknað í. Einu sinni var ég að skrifa jólakort í rólegheitunum þegar allt fór að blikka og svo kviknaði í rafmagnstöflunni. Ég fór líka einu sinni með 80 metra seríu rjúkandi aftur í búðina til að skila henni eftir að það sló út. Það eru margar svona sögur, en þetta er bara reynsla sem maður býr að.
Ég vil endilega hvetja alla til að skreyta, því ljósin ná inn í hjörtu fólks. En þetta er alls engin keppni. Ég skreyti mikið en mér finnst líka fallegt þegar fólk setur bara upp eitt ljós. Það þurfa ekkert allir að vera klikkaðir eins og ég,“segir Nonni léttur. „Það er bara gaman að setja upp einhver ljós. Þau sem lýsa leyfa okkur hinum að finna að á þeirra heimili sé jólaandi og ég held að þeim sem finnist októbernóvember of snemmt fyrir jólaljósin hafi samt gaman af þessu. Mér finnst þetta vera ljósahátíð og að við eigum að gleðjast og njóta þess að halda upp á ljósið.“