Fréttablaðið - Serblod

Ljós­in lýsa upp hjörtu fólks

Jón Helga­son byrj­ar jó­laund­ir­bún­ing­inn í októ­ber og skreyt­ir af mikl­um krafti fyr­ir hver jól. Hann seg­ir þetta snú­ast um að njóta dimma tíma­bils­ins fyr­ir jól sem mest og hvet­ur alla til að skreyta eitt­hvað.

- Odd­ur Freyr Þor­steins­son odd­ur­freyr@ fretta­bla­did.is

Jón Helga­son, eða Nonni, seg­ist vera mik­ið taekn­inörd og tölvu­karl. Það eru eng­ar ýkj­ur, enda er hann með full­komna veð­ur­stöð á þak­inu á hús­inu sínu í Dof­rakór, bara svona til gam­ans. Hann nýtir þessa miklu ástríðu líka í jóla­skreyt­ing­arn­ar sín­ar og skreyt­ir meira á hverju ári. Nonni seg­ir að þetta snú­ist um að njóta jóla­há­tíð­ar­inn­ar sem mest og gera það sem haegt er til að gleðj­ast á þessu dimma tíma­bili.

„Ég er mik­ið jóla­barn og hef alltaf haft rosa­lega gam­an af ljós­um,“seg­ir Nonni. „En ef ég er spurð­ur hvort ég hlakki til jól­anna get ég eig­in­lega sagt nei. Ég hlakka meira til að­drag­and­ans, hann er svo skemmti­leg­ur. Ég byrja jó­laund­ir­bún­ing­inn um miðj­an októ­ber til að lengja þetta tíma­bil. Á jóla­degi finn­ur mað­ur stund­um fyr­ir smá tóm­leika af því að þetta er að verða bú­ið og það er mik­ilvaegt að njóta tíma­bils­ins fyr­ir jól þeg­ar far­ið er að dimma, því myrkr­ið verð­ur svo þreyt­andi.

Að­fanga­dags­kvöld er svo bara upp­skeru­kvöld­ið og það aetti ekk­ert að ein­blína of mik­ið á það. Það er um að gera að dunda sér bara við að skreyta og njóta tím­ans í mesta myrkr­inu. Það er haegt að kveikja á kert­um og gera gott úr þessu,“seg­ir Nonni. „Þetta verða ör­ugg­lega skrítn­ustu jól í manna minn­um út af COVID, en það er samt haegt að gera margt skemmti­legt.“

Út­pa­eld­ar lita­sam­setn­ing­ar

Nonni hef­ur sett upp jóla­ljós frá því hann man eft­ir sér en seg­ir að fyr­ir­mynd­in sín sé Sigtryggur Helga­son heit­inn, sem skreytti hús­ið sitt við Bústaða­veg alltaf rosa­lega dug­lega og var svo hrif­inn af skreyt­ing­um að hann var meira að segja jarð­að­ur með jólakr­ans um há­sum­ar.

„Ég held iðn­inni áfram og hef gef­ið í með hverju ári og þró­að þetta,“seg­ir Nonni. „Það er alltaf vel út­pa­elt hvað ég set út, ég velti fyr­ir mér lita­sam­setn­ing­um og mér finnst upp­lif­un­in skipta máli. Fjöl­skyldu­með­lim­irn­ir hafa líka ákveðn­ar skoð­an­ir og við reyn­um að láta allt lita­þem­að passa sam­an. Núna er lita­þem­að hvít­ur og bleik­fjólu­blár og fána­stöng­in skipt­ir ró­lega um lit. Það er gam­an að elt­ast við serí­ur sem eru ekki í týpísk­um lit­um. Það er líka eitt jóla­tré kom­ið upp núna inni í stofu, en ég er venju­lega með tvö. Það er mjög nota­legt, mað­ur nýt­ur þess að hafa tréð allt til jóla.

Ég hef alltaf haft gam­an af ljós­um og það hef­ur bara ágerst. Sér­stak­lega eft­ir að ég heyrði sög­ur af börn­um sem koma og skoða hús­ið hjá mér, það varð hvatn­ing til að halda áfram af krafti. Nú get ég ekki haett,“seg­ir Nonni. „Það eru líka marg­ir í sótt­kví núna og það fólk má fara í göngu­ferð­ir og ég held að það labbi oft extra haegt fram­hjá hús­inu okk­ar. Ég hef líka séð fólk stoppa og taka myndir. Það er gam­an að gleðja fólk.“

Jóla­hús­ið gleð­ur börn­in

„Vin­ur minn sem var að fara með send­ingu í hús í hverf­inu kom við hjá fjöl­skyldu sem átti ungt barn sem glímdi við einhverja erf­ið­leika, sem ég held að hafi tengst ein­hverfu. Þau sögðu hon­um að þeg­ar barn­inu liði illa taekju þau til þess ráðs að fara í göngu­túr fram hjá jóla­hús­inu. Það reynd­ist vera hús­ið okk­ar. Þau gerðu þetta oft og eft­ir það fór barn­ið alltaf bros­andi í ból­ið,“seg­ir Nonni. „Þeg­ar ég heyrði þessa sögu fékk ég nú korn í aug­að og sagði „nú get ég ekki haett“. Við sjá­um líka fólk oft koma við og ég hef baeði séð og heyrt af því að hing­að koma oft krakk­ar að skoða. Ein­hverj­ir fara í burtu bros­andi og það er bara mjög ána­egju­legt.

Það vill líka svo til að Kópa­vogs­ba­er lagði þenn­an fína göngu­stíg hérna fram­hjá hús­inu, þannig að það er auð­velt að taka göng­una hérna fram­hjá og skoða. Það hef­ur alltaf ver­ið mik­il um­ferð hér um leið og þetta er kom­ið upp og ef fólk keyr­ir ró­lega eru all­ir vel­komn­ir að koma og skoða,“seg­ir Nonni. „Í þessu ástandi sem er núna, þar sem lít­ið er haegt að gera, er um að gera að fara með fjöl­skyld­una í bíltúr og skoða jóla­ljós­in. Það er nóg að skoða og ég hvet fólk bara til að reyna að njóta þessa tíma­bils.“

Hef­ur sleg­ið út og kvikn­að í

„Kon­an mín daes­ir bara þeg­ar ég fer af stað, en krakk­arn­ir hafa mjög gam­an af þessu. Þau eru al­in upp við þetta jóla­vesen í pabba sín­um og þekkja ekk­ert ann­að. Sá elsti, Elv­ar Helgi, er líka bú­inn að smit­ast af bakt­erí­unni. Hann er far­inn að tala um að þetta sé ekki nóg og að við ger­um alltaf það sama,“seg­ir Nonni og hla­er. „Mað­ur klúðr­ar samt auð­vit­að fullt. Raf­magn­ið slaer oft út og það hef­ur kvikn­að í. Einu sinni var ég að skrifa jóla­kort í ró­leg­heit­un­um þeg­ar allt fór að blikka og svo kvikn­aði í raf­magn­stöfl­unni. Ég fór líka einu sinni með 80 metra seríu rjúk­andi aft­ur í búð­ina til að skila henni eft­ir að það sló út. Það eru marg­ar svona sög­ur, en þetta er bara reynsla sem mað­ur býr að.

Ég vil endi­lega hvetja alla til að skreyta, því ljós­in ná inn í hjörtu fólks. En þetta er alls eng­in keppni. Ég skreyti mik­ið en mér finnst líka fal­legt þeg­ar fólk set­ur bara upp eitt ljós. Það þurfa ekk­ert all­ir að vera klikk­að­ir eins og ég,“seg­ir Nonni létt­ur. „Það er bara gam­an að setja upp ein­hver ljós. Þau sem lýsa leyfa okk­ur hinum að finna að á þeirra heim­ili sé jóla­andi og ég held að þeim sem finn­ist októ­bernóv­em­ber of snemmt fyr­ir jóla­ljós­in hafi samt gam­an af þessu. Mér finnst þetta vera ljósa­há­tíð og að við eig­um að gleðj­ast og njóta þess að halda upp á ljós­ið.“

 ?? FRÉTTABLAЭIÐ/ ERNIR ?? Nonni seg­ist hlakka meira til að­drag­anda jól­anna en jól­anna sjálfra og byrj­ar jó­laund­ir­bún­ing­inn í októ­ber til að lengja þetta tíma­bil. Hann seg­ir mik­ilvaegt að njóta dimma tíma­bils­ins fyr­ir jól og hvet­ur alla til að skreyta til að sýna jóla­anda og gera þenn­an tíma sem ána­egju­leg­ast­an.
FRÉTTABLAЭIÐ/ ERNIR Nonni seg­ist hlakka meira til að­drag­anda jól­anna en jól­anna sjálfra og byrj­ar jó­laund­ir­bún­ing­inn í októ­ber til að lengja þetta tíma­bil. Hann seg­ir mik­ilvaegt að njóta dimma tíma­bils­ins fyr­ir jól og hvet­ur alla til að skreyta til að sýna jóla­anda og gera þenn­an tíma sem ána­egju­leg­ast­an.
 ?? FRÉTTABLAЭIÐ/ERNIR ?? Nonni velt­ir fyr­ir sér lita­sam­setn­ing­um og finnst upp­lif­un­in skipta máli. Í ár er lita­þem­að hvít­ur og bleik­fjólu­blár og fána­stöng­in skipt­ir ró­lega um lit.
FRÉTTABLAЭIÐ/ERNIR Nonni velt­ir fyr­ir sér lita­sam­setn­ing­um og finnst upp­lif­un­in skipta máli. Í ár er lita­þem­að hvít­ur og bleik­fjólu­blár og fána­stöng­in skipt­ir ró­lega um lit.
 ?? FRÉTTABLAЭIÐ/ERNIR ?? Nonni seg­ir að kon­an hans daesi þeg­ar hann fer af stað í skreyt­ing­un­um en að krakk­arn­ir hafi gam­an af jóla­vesen­inu í pabba sín­um. Eldri son­ur­inn hef­ur líka smit­ast af jóla­skreyt­inga­bakt­erí­unni.
FRÉTTABLAЭIÐ/ERNIR Nonni seg­ir að kon­an hans daesi þeg­ar hann fer af stað í skreyt­ing­un­um en að krakk­arn­ir hafi gam­an af jóla­vesen­inu í pabba sín­um. Eldri son­ur­inn hef­ur líka smit­ast af jóla­skreyt­inga­bakt­erí­unni.
 ?? FRÉTTABLAЭIÐ/ ERNIR ?? Nonni heyrði af barni sem glím­ir við erf­ið­leika en líð­ur alltaf bet­ur við að skoða hús­ið hans. Eft­ir að hann heyrði það seg­ist hann ekki geta haett.
FRÉTTABLAЭIÐ/ ERNIR Nonni heyrði af barni sem glím­ir við erf­ið­leika en líð­ur alltaf bet­ur við að skoða hús­ið hans. Eft­ir að hann heyrði það seg­ist hann ekki geta haett.
 ??  ??

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland