Fréttablaðið - Serblod

Sög­ur úr skot­gröf­un­um

Ár hvert eft­ir að út­söl­um föstu­dags­ins svarta lýk­ur vest­an­hafs ber­ast okk­ur sög­ur af ótrú­legri hegð­un við­skipta­vina sem gera all­an fjand­ann af sér til þess að naela sér í gómsa­et­ustu til­boð­in.

- Jó­hanna Ma­ría Ein­ars­dótt­ir johanna­m­aria@fretta­bla­did.is

Því er þó ekki að neita að haegt er að gera frá­ba­er kaup með því að nýta sér af­slaett­ina sem versl­an­ir gefa oft ein­göngu á þess­um eina degi. Einnig má vaenta þess að marg­ar búð­ir bjóði upp á til­boð­in á net­inu í ár til þess að koma í veg fyr­ir raða­mynd­an­ir fyr­ir fram­an versl­un­ar­húsna­eði, sem mun koma sér vel fyr­ir all­marga sem hyggj­ast skafa tölu­verð­ar fjár­haeð­ir af jóla­gjafainn­kaup­um þetta ár­ið.

Banda­ríkja­mað­ur­inn Samu­el Pat­rick O‘Donn­ell, eða Sam, hef­ur bú­ið á Íslandi í rúm­lega tvö ár eða síð­an í ág­úst 2018. Eft­ir að hafa unn­ið naer alla svarta föstu­daga á sín­um full­orð­ins­ár­um seg­ist hann nú orð­ið eiga dágott safn af áhuga­verð­um sög­um úr skot­gröf­um kapí­talískr­ar fríversl­un­ar af við­skipta­vin­um sem gengu einu eða nokkr­um skref­um of langt á þess­um svarta föstu­degi rétt fyr­ir jól. „Sjálf­ur hef ég aldrei ver­ið neitt sér­stak­lega spennt­ur fyr­ir Black Fri­day í Banda­ríkj­un­um. Ég get meira að segja full­yrt að ég hef aldrei fjár­fest í neinu dýr­ara en há­deg­is­mat á þess­um degi, enda hef ég yf­ir­leitt stað­ið vakt­ina, og í Banda­ríkj­un­um er oft­ast þörf á öllu starfs­fólki í vinnu á þess­um degi,“ seg­ir Sam sem legg­ur nú stund á meist­ara­nám í ensku í Há­skóla Ís­lands.

Sam ólst upp í Norð­ur-Dakóta en bjó síð­ar í Michigan og á Rhode Is­land, þar sem hann hitti eig­in­konu sína Hörpu Lind Jóns­dótt­ur sem dró hann með sér til Ís­lands. Í ár seg­ist Sam vera á báð­um átt­um hvort hann muni nýta sér út­söl­urn­ar. „Ég hef reynt eft­ir fremsta megni að versla ekki á svört­um föstu­degi, helst vegna þess hvernig fólk hag­ar sér á þess­um degi, að minnsta kosti í Banda­ríkj­un­um. En þar sem út­söl­urn­ar eru að mestu leyti á net­inu núna í ár, þá er aldrei að vita nema ég naeli mér í eitt­hvað ef ég sé eitt­hvað sem hug­ur­inn girn­ist.“

Kannski það sé nafn­leys­ið

„Ég veit ekki hvað það er við þenn­an dag. Kannski eru það all­ir af­slaett­irn­ir, mögu­lega er það mann­mergð­in og nafn­leys­ið sem hún veit­ir, hugs­an­lega er það blanda af báðu. En það er eitt­hvað við Black Fri­day í Banda­ríkj­un­um sem faer fólk til þess að haga sér eins og skepn­ur. Eitt sinn var ég að vinna í versl­un­inni Macy‘s og ein­hver hafði ákveð­ið að létta af sér í ein­um mát­un­ar­klef­an­um. Bara beint á bekk­inn, skildi eft­ir stór­an lort. Við fund­um aldrei út hver söku­dólg­ur­inn var. Þeg­ar ég lít til baka þá var þetta frek­ar fynd­ið at­vik, en það var það ekki á þess­ari stundu. Það er líka mik­ið um að fólk taki hluti ófrjálsri hendi á Black Fri­day í Banda­ríkj­un­um. Ég mun aldrei skilja til­gang­inn þar sem hlut­irn­ir eru allt að því ókeyp­is hvort eð er, af­slátt­ur­inn er því­lík­ur. Ég hef þó sem bet­ur fer aldrei orð­ið vitni að slags­mál­um en hef oft heyrt um slíkt frá sam­starfs­fólki. Kost­ur­inn við svart­an föstu­dag í Banda­ríkj­un­um er að dag­ur­inn líð­ur fá­rán­lega hratt ef þú ert að vinna. Flest­ir vinnu­stað­ir borga líka ein og hálf laun fyr­ir að vinna á frí­degi. Því er þetta góð leið til þess að vinna sér inn pen­inga, svo lengi sem þú hef­ur unn­ið hjá fyr­ir­ta­ek­inu í sex mán­uði eða leng­ur, ann­ars er haetta á því að þú fá­ir bara venju­leg laun. Ég hef al­veg brennt mig á því.“

...aldrei að vita nema ég naeli mér í eitt­hvað ef ég sé eitt­hvað sem hug­ur­inn girn­ist.

 ?? FRÉTTABLAЭIÐ/ VALLI ?? Sam O’Donn­ell seg­ist eiga dágott safn af sög­um sem gerð­ust á föstu­deg­in­um svarta í Banda­ríkj­un­um.
FRÉTTABLAЭIÐ/ VALLI Sam O’Donn­ell seg­ist eiga dágott safn af sög­um sem gerð­ust á föstu­deg­in­um svarta í Banda­ríkj­un­um.
 ??  ??

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland